Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 10
10 7. mars 2009 LAUGARDAGUR KYNFERÐISBROT „Þetta eru sláandi tölur. Samkvæmt íslenskum lögum er ofbeldi versti glæpur sem mann- eskja getur beitt á eftir morði, og þegar ofbeldismennirnir eru fleiri en einn getur hver og einn ímynd- að sér hvers lags hrikalegur glæp- ur það er,“ segir Guðrún Jónsdótt- ir, talskona Stígamóta − samtaka kvenna gegn kynferðisofbeldi. Í ársskýrslu samtakanna sem kynnt var í gær kemur fram að fimmtán hópnauðganir voru tilkynntar til Stígamóta á síðasta ári. Árið áður, sem var í fyrsta sinn sem tölur um tilkynntar hópnauðganir voru birt- ar, var samtökunum tilkynnt um sex hópnauðganir, og er því um vel rúmlega helmingsfjölgun að ræða. Tilkynntum lyfjanauðgunum fjölg- aði úr ellefu í fjórtán milli ára. Guðrún segist vilja fara var- lega í að draga of miklar ályktan- ir af þessum tölum. „Þetta eru auð- vitað of lágar tölur til að hægt sé að draga af þeim stórar ályktanir, en þetta gæti verið merki um að ofbeldið sé að harðna. Við vitum það ekki fyrir víst, en svona blasir þetta við okkur,“ segir Guðrún. Í skýrslunni kemur einnig fram að af þeim kynferðisafbrotamönn- um sem tilkynnt var um á síðasta ári, og vitað er um þjóðerni á, séu 84 prósent íslenskir. 9,7 prósent þeirra komi frá öðrum löndum en upplýsingar um þjóðerni vanti hjá 5,8 prósentum af þeim sem beittu ofbeldi. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar fyrir 2008 eru útlendingar um 8,1 prósent samfélagsins. Stór hluti af þeim 9,7 prósentum sem eru útlendingar hafi framið brot sín í útlöndum, og þess vegna sé ljóst að íslenskum konum standi ekki meiri ógn af útlendingum en Íslendingum. „Umræðan hefur mikið til verið á þeim nótum að íslenskum konum stafi mest hætta af erlend- um mönnum sem koma hingað til lands,“ segir Guðrún. „Við höfum líka tekið eftir því að þegar útlend- ingar nauðga er það tekið fram í fjölmiðlum, og það ýtir undir þá skökku mynd að þeir séu hættu- legri en Íslendingar. Það er goð- sögn sem ekki er fótur fyrir.“ Verkefnið Stígamót á staðinn hófst síðasta haust, og í kjölfar þess komu 52 einstaklingar í viðtöl á vegum Stígamóta utan Reykjavík- ur. Af þeim voru 28 sem ekki höfðu komið í viðtal áður. Framhald verð- ur á verkefninu og segir Guðrún líklegt að viðtölum utan Reykjavík- ur eigi eftir að fjölga á næstunni. kjartan@frettabladid.is Aldrei tilkynnt um fleiri hópnauðganir Tilkynntum hópnauðgunum til Stígamóta fjölgaði úr sex í fimmtán milli ára. Forstöðumaður segir mögulegt að kynferðisofbeldi sé að harðna. Umræða um að útlendingar nauðgi oftar en Íslendingar sé goðsögn sem ekki sé fótur fyrir. SKÝRSLA Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, og Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi kynntu ársskýrslu samtakanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sextán samtök skoruðu í gær á stjórnvöld að leggja bann við kaup- um á vændi. Í áskorun þeirra segir meðal annars að fagna beri því að enn einu sinni sé komið fram á Alþingi frumvarp þess efnis. Nýmæli sé að þingmenn stjórnarflokkanna tveggja, ásamt þingkonum Fram- sóknarflokks, leggi fram frumvarpið og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að það verði afgreitt og samþykkt. Ljóst sé að málið njóti ekki bara stuðnings allrar kvennahreyfing- arinnar, heldur líka mikils stuðn- ings hjá þjóðinni því samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup frá því í mars 2007 vilja 70 prósent þjóðarinnar banna kaup á vændi. ÁSKORUN TIL STJÓRNVALDA STJÓRNMÁL Frumvarp ríkisstjórnarinnar um álver í Helguvík nýtur ekki stuðnings allrar ríkisstjórn- arinnar. Tveir ráðherrar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon og Kol- brún Halldórsdóttir, hafa lýst andstöðu við málið og má ætla að hinir tveir séu sömu skoðunar. Líkast til mun gjörvallur þingflokkur VG leggjast gegn frum- varpinu en ekki er ljóst hvort þingmenn flokksins greiða atkvæði gegn því eða sitja hjá við atkvæða- greiðslu. Í frumvarpinu er lagt til að ríkisstjórninni verði veitt heimild til að semja við Century Aluminum Company, eiganda Norðuráls Helguvíkur ehf., um álver í Helguvík. Á samningurinn að fjalla um byggingu og rekstur 360 þúsund tonna álvers, skatt- lagningu þess og lögsögu dómstóla. Eitt af meginverkefnum Össurar Skarphéðins- sonar iðnaðarráðherra hefur verið að koma álveri í Helguvík á koppinn. Hefur hann í þingræðum lýst yfir að þjóðin þarfnist verkefnisins enda skapi það fjölmörg nauðsynleg störf. Þó að VG sé á móti álverinu er meirihlutastuðn- ingur við það á þingi enda aðrir flokkar hlynntir framkvæmdinni. - bþs Vinstri græn eru andvíg því að ríkisstjórnin semji um álver í Helguvík: Hálf ríkisstjórn með stjórnarfrumvarpi ÁLVERIÐ RÍS Þótt ekki hafi verið gerður formlegur samn- ingur um álver í Helguvík eru framkvæmdir hafnar. T B W A \R E Y K JA V ÍK \ 0 9 4 2 3 6 MEIRA FYRIR NÁMSMENN! Landsbankinn veitir Námufélögum námsstyrki í tuttugasta sinn. Nánari upplýsingar og T B W A \R e yk ja ví k \ S ÍA \ 0 9 4 1 9 7 A T A R N A Glæsileg Sölu sýning í dag. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Opið frá 10 til 16. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.