Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 77

Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 77
BLS. 3 I+ Bókaðu á www.icelandair.is Flug til Osló gefur 2.500–8.000 Vildarpunkta. Vildarklúbbur OSLÓMÍN Það sem ég elska við Osló er að þar eru svo margir möguleikar á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Við förum á ströndina, út í eyjarnar, tínum sveppi í skóginum, förum á gönguskíði, svigskíði og njótum almenningsgarða í miðborginni. Ekki sakar að veðráttan er oftast nær eins og best verður á kosið. VIGELANDSPARKEN Þetta er einn af mínum uppáhaldsstöðum í Osló. Hér er að finna 212 skúlptúra eftir listamanninn Gustav Vigeland. Garðurinn er stór og nóg pláss fyrir alla til að taka með sér nesti, bolta til að leika með eða bara rölta um og njóta trjánna og listaverkanna. Hingað komum við fjölskyldan reglulega allt árið um kring. ÓPERAN Stolt Norðmanna. Óperan var opnuð í apríl 2008 og er glæsileg bygging, bæði að innan og utan. Hún er virkilega þess virði að skoða hana, að ég tali nú ekki um að njóta þess sem þar fer fram. Hægt er að ganga um á þakinu og njóta útsýnisins en hafið með ykkur sólgleraugu ef það er sólskin. Ef þið náið í miða þá er hljóm- burðurinn í húsinu hreint óviðjafnanlegur. EYJARNAR Á góðum degi er yndislegt að yfirgefa eril borgarinnar og sigla út í eyjarnar. Við tökum með okkur nesti, teppi, baðföt og góða skapið. Á kvöldin er fínt að taka með sér grill og njóta sælunnar á meðan sólin sest. Ekki gleyma síðasta bát í land. Bátarnir frá Osló fara frá Vippetangen. TRYVANN SKISENTER Svigskíði, bretti og Telemark. Að geta skotist á skíði eftir erilsaman vinnudag er næstum því eins og að fara í laugarnar og hlaða batteríin. NORDMARKA Stærsti hluti Oslóborgar er skógi vaxinn og heitir Nordmarka. Upplagt er að taka lest til Frognerseteren og fara í göngutúr, dagsferð eða tjaldútilegu í Nordmarka. Það gerum við reglulega. GRÜNERLØKKA Hér er mikið af kaffihúsum, verslunum og fólki og mikið líf og fjör á kvöldin. Skaugum – Palace Grill Skemmtilegur staður með veitingastað, bar og skreyttum bakgarði. Góð tónlist, góð stemning. Hér er gaman að tjútta! Mono Rokkaður bar með góðri tónlist. Stundum tónleikar. Kampen Bistro Veitingastaður á Kampen nálægt Tøyen. Virkilega góður matur, góð vín og verðið lágt. Sjarmerandi staður, afslappaður og notalegur. Kirkeristen Þetta svæðið í kringum Dómkirkjuna er í miklu uppáhaldi. Hér er Cafe Bacchus, gamaldags og sjarmerandi kaffihús með góðum mat, kökum og kaffi. Ýmsir listamenn sýna verk sín og hér er einnig bæjarins besti veitingstaður utandyra, Trattoria Cappuccino. Ítalskur matur, ekta ítalskar pizzur og rósavín. Æðislegt á heitum sumardegi. Cappucino er einungis opið á sumrin. Baltazar Flottur ítalskur veitingastaður í Kirkeristen. Einn sá besti í Osló. Hin íslenska Ólína stjórnar staðnum af röggsemi og alúð. Ekebergrestauranten Tvískiptur staður með „brasserí“ og flottum veitingastað. Hér má njóta þess að fá glæsilega eða einfalda máltíð eða bara fá sér hressingu úti á veröndinni. Héðan er flottasta útsýnið í Osló. Sporvagn númer 17 stoppar rétt hjá. Glæsilegt! VEITINGASTAÐIR Flug og gisting í 2 nætur frá 48.900 kr. á mann í tvíbýli á Thon Hotel Europa *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar, gisting og morgunverður. Reykjavík – Osló frá 14.900 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er allt að 9 sinnum í viku. Brynhildur Ólafsdóttir, sölu- og markaðsstjóri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.