Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 68

Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 68
 7. MARS 2009 LAUGARDAGUR8 ● fréttablaðið ● karlmenn og krabbamein Alcoa Fjarðaál er aðalstyrktaraðili átaksins Karlmenn og krabbamein sem Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir, en í fyrra keypti fyrirtækið 225 bleikar slaufur til styrktar leit á brjóstakrabbameini hjá konum. „Okkur þykir ekki síður mikilvægt að styrkja við- leitni Krabbameinsfélagsins við að vekja athygli karla á krabbameini en á síðustu árum hefur sjónum meira verið beint að konum, enda fer fram skipuleg leit að krabba- meini meðal þeirra,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi. Samstarf Alcoa Fjarðaáls við Krabbameinsfélag Íslands hófst með kaupum á bleiku slaufunni en þá kviknaði hugmyndin að því að Fjarðarál yrði aðalstyrktarað- ili átaksins Karlmenn og krabba- mein. „Að þessu sinni er álnæla seld til styrktar átakinu. Fjarðaál leggur mikla áherslu á heilbrigði og forvarnir en í fyrirtækinu fer fram heilmikil vinna sem teng- ist því. Við höfum hvatt fólk til að taka upp holla lifnaðarhætti og í fyrirtækinu er starfandi heilsu- gæsla sem hefur meðal annars lagt hönd á plóginn,“ segir Tómas Már og nefnir að í næstu viku verði for- varnarátak í álverinu á Reyðarfirði til að vekja athygli á átakinu Karl- menn og krabbamein. „Auðvitað er sérstaklega ánægjulegt að vera í samstarfi við Krabbameinsfélagið sem hefur unnið stórmerkilegt starf á sviði krabbameinsleitar og rannsókna,“ segir Tómas Már. „Eitt helsta gildi Alcoa Fjarðaáls er virðing fyrir einstaklingnum og lögð er áhersla á velferð starfsmanna. Okkar starfsmenn njóta að sjálfsögðu sömu veikindaréttinda og aðrir en auk þess höfum við reynt að vera sveigjanleg og koma til móts við þá sem veikjast eins og kostur er.“ - hs Áhersla á velferð starfsfólks Ófeigur Gústafsson lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að hafa greinst með krabbamein og nýtur þar ómetanlegs stuðn- ings aðstandenda. „Ég greindist 17. júní 2008 og hafði fundið fyrir þessu lengi en leitaði mér því miður ekki hjálpar við því strax,“ segir Ófeigur Gústafsson, 29 ára fjölskyldufaðir sem starf- ar hjá Alcoa Fjarðaáli, en hann er með ólæknandi krabbamein. „Ég fann fyrir miklum kviðverkjum og greindist með krabbamein í gall- göngum, sem er mjög sjaldgæft. Ég tók þeim fregnum hins vegar með jafnaðargeði og bjartsýni þar sem í raun var ekkert annað að gera en að taka í hornin á nautinu,“ segir hann einlægur og hvetur karlmenn til að láta skoða sig ef þeir kenna sér meins. Ófeigur gat hins vegar ekki hafið meðferð fyrr en þremur mán- uðum síðar þar sem hann glímdi við lifrarbilun. „Horfurnar þetta sumar voru vægast sagt slæmar en fyrir eitthvert kraftaverk og frábæra lækna komst ég í gegnum þetta og gat þá hafið meðferð.“ Krabbameinsmeðferð er langt og strangt ferli og þá er dýrmætt að mæta skilningi í samfélaginu. Ófeigur starfaði hjá Alcoa Fjarða- áli þegar hann greindist og gerir enn. Þar hefur hann notið mikils stuðnings. „Fjarðaál hefur staðið á bak við mig eins og klettur og í raun mun meira en ég bjóst við. Maður hefur heyrt sögusagnir um að fyrir- tæki reyni að losa sig við starfsfólk sem lendir í svona en annað er upp á teningnum á mínum vinnustað. Vaktin mín og minn yfirmaður hafa sérstaklega stutt mig,“ segir Ófeigur hrærður og nefnir dæmi: „Fólk fékk frí til að koma í dagsheimsóknir til mín suður á sjúkrahúsið, yfirmaður minn hringdi reglulega til að heyra í mér og peppa mig upp, tekin var hópmynd af vaktinni og hún send með baráttukveðjum og fólk tók sig saman og vann fyrir mig til að styrkja mig. Oft var erfitt að tala við vinnufélagana þar sem ég varð klökkur yfir þeim gríðarlega sam- hug og stuðningi sem þau sýndu mér.“ Einnig þykir Ófeigi ómetan- legt að þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af vinnunni á meðan hann berst við sjúkdóminn. „Víst er um nóg að hugsa þó áhyggjur af starfi og af- komu bætist ekki við,“ segir hann og heldur áfram: „Einnig er mikil- vægt að hafa að einhverju að stefna Tek þetta á bjartsýn „Sonur minn greindist með krabbamein 21. apríl 2008 og var þá tólf ára. Breytingin frá því ég fór með hann til læknis var afar hröð. Hann hafði verið mjög þreyttur og alltaf með blóðnasir þannig ég fór með hann til heim- ilislæknis. Um kvöldið fórum við með hann suður og hann greind- ist eftir miðnætti. Daginn eftir var allur líkaminn þakinn húð- blæðingum og hann varð bara allt annað barn á einum sólar- hring,“ segir Arnbjörg Kjart- ansdóttir, starfsmaður hjá Alcoa. Sonur hennar, Kjart- an Freyr Hlöðversson, greind- ist með beinmergshvítblæði og var í stífri átta mánaða meðferð við því. „Hann er mjög hress í dag, eiginlega vonum framar, en lífið tók eiginlega stakka- skiptum þarna á einum degi,“ segir hún og bætir við: „Vissu- lega var skelfilegt að fá þessar fréttir en í raun áttaði ég mig ekki almennilega á þessu fyrr en seinna. Maður fer í einhvern gír en Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna veitti mér og syni mínum mikinn stuðning.“ Fyrirtækið Alcoa Fjarðaál stóð einnig þétt við bakið á Arn- björgu og fjölskyldu á þessum tíma. „Ég og eiginmaður minn, fósturfaðir Kjartans, vinnum bæði hjá Fjarðaáli og var vinnu- staðurinn mjög sveigjanlegur. Um leið og ég fór suður fékk maðurinn minn að breyta yfir í dagvaktir því við eigum tvö yngri börn sem eru í skóla og leikskóla. Auk þess fékk ég fjár- hagslega aðstoð og aðra hjálp þannig að ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af vinnumissi eða öðru og veitti það mikið ör- yggi að þurfa ekki að hugsa um það líka,“ segir hún og nefnir að hún hefði vart mátt til þess hugsa að vera án þeirrar hjálp- ar sem fyrirtækið veitti henni. „Vinnustaðurinn er í raun eins og fjölskylda,“ segir hún og hvetur fólk í sömu sporum til að þiggja alla hjálp sem býðst. - hs Þakklát fyrir hjálpina Kjartan Freyr og Arnbjörg, móðir hans, tókust saman á við erfið veikindi Kjart- ans sem er orðinn mun hraustari í dag en er þó undir eftirliti. MYND/HELGI GARÐARSSON Ófeigur í faðmi fjölskyldunnar. „Eitt það erfiðasta er tilhugsunin um að kveðja börnin sín og því vil ég vera til staðar fyrir dætur mínar eins lengi og ég get. Þó svo líkamleg líðan sé ekki góð núna þá er andleg líðan mjög góð. Planið er að komast yfir þennan hjalla og fara að vinna aftur,“ segir hann. Tómas Már Sigurðsson, for- stjóri Alcoa, segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á að hvetja starfsmenn til að hreyfa sig, borða holla fæðu og lifa almennt heilbrigðu lífi í forvarnarskyni. Auglýsingasími – Mest lesið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.