Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 07.03.2009, Qupperneq 38
MENNING 2 Heimskammerjazz- dægursinfóníurafpopp Strengir, tréblásarar, slagverk og brass. Slík innihalds lýsing var lengi vel einskorðuð við tón-list af akademískum toga. Kompóneraða í ystu æsar og flutta af hefðbundnum flokkum kjólklæddra einstaklinga. Lengi vel voru þessar kjólklæddu verur aðeins karlkyns, en síðustu vígi kynjamismununar í tónlist eru rétt nýfallin, ótrúlegt en satt. Jafnvel þó að ólíkindatól eins og elektróník bættust í uppskrift- ina voru undirtónar umfjöllunar þannig að ekki fór á milli mála að hér var á ferðinni alvarleg tónlist. TónLIST vel að merkja. Þetta var sko engin MÚSík! Umræddir undirtónar sinntu því hlutverki að stað- setja fyrirbærið í vitund áheyrenda, sem annaðhvort létu segja sér hvað var hvað, eða leyfðu yfirtónum hljóðanna að raða reynslunni upp á nýtt í undirmeð- vitundina. Á sama hátt verða stíltegundir innan dægurtónlistar sífellt óljósari og það sem fyrir fáein- um árum var framandi og ósnertanlegt verður hrá- efni í nýtt lag. Tónlistarmaður úr Garðabæ stingur upp í sig austurlenskri flautu og blæs danska tón- smíð svo úr verður arabísk tónlist í Reykjavík, tón- list sem gat líka verið jazz. Ætli það sé ekki þessi margumtalaða heimstónlist? Íslenskur tónsmiður stjórnar sinfóníuhljómsveit í eigin píanókonsert, verki sem er í senn impressi- onískt, minimaliskt og fallegt. Ætli það megi? Þetta gerðist hvort tveggja í liðnum mánuði með sólar- hrings millibili og það voru meira að segja sömu hljóðfæraleikarar að störfum í nokkrum hlutverk- um. Þessi tveir ólíku viðburðir eru síður en svo eins- dæmi í okkar tónlistarlífi heldur einungis tvö ágæt dæmi um gerjun tónlistarinnar, sérstaklega þegar hún fetar óskilgreinda braut á milli stíltegunda. Það eru einmitt þessi óræðu skil sem gera tón- listina svo aðlaðandi. Fyrir einn er kafli úr sinfóníu „skemmtilegt lag“ á meðan öðrum finnst dægurlag með fleiri en tveimur köflum vera „alltof flókið“. Dilkadráttur í músík er á hröðu undanhaldi. Mörk- in eru horfin úr eyrum bæði flytjenda og hlustenda. Lömbin láta ekki flokka sig eftir músíkölsku holda- fari lengur heldur jarma hvert innan um annað og gefa hefðbundnum sláturhúsum tónlistariðnaðar- ins langt nef. Að þessari kjötsúpulíkingu slepptri er það staðreynd að tónlistarlíf okkar Íslendinga er afar jákvætt dæmi um hvernig ólíkar sprænur geta orðið að öflugum straumi. Sjálfstraust til að ná umtalsverðum árangri í list- um er summa margra hluta. Jafnvel hæfileikarík- asti einstaklingur þarf að hafa aðgang að öflugu upp- fræðslukerfi á meðan hann þroskast. Sem betur fer hafa tónlistarskólar landsins staðið sig með miklum ágætum og ekki ofsagt að á síðustu 20 árum hafi orðið bylting í menntunarmöguleikum tónlistarfólks, eins og umrædd fjölbreytni ber fagurt vitni. Það er ákaflega mikilvægt að eftir að uppeld- is-, náms- eða þróunarferli tónlistarfólks lýkur sé fyrir hendi öflugt kerfi til eflingar listgreinarinn- ar. Það er fullkomlega eðlileg krafa að slíkt kerfi, sem gæti birst í sameinaðri tónlistarmiðstöð í nýju tónlistarhúsi – sé þvermúsíkalskt og hafi þau einu viðmið að verið sé að fást við það sem skiptir máli. Sem er hvað? Jú, allt þetta sem lítt gengur að skil- greina með orðum: Heimskammerjazzdægursinfóníu- rafpoppið! UMRÆÐAN Pétur Gretarsson skrifar pistilinn Kammertónleikar í tilefni alþjóð- legs baráttudags kvenna verða haldnir á sunnudaginn klukkan 17 í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Þar munu 11 íslensk- ar konur flytja 9 tónverk eftir jafnmargar konur, þar á meðal Karólínu Eiríksdóttur, Mist Þor- kelsdóttur og Þuríði Jónsdóttur. Tvö verkanna verða flutt í fyrsta sinn á Íslandi. „Með þessum tónleikum erum við að fagna tjáningarfrelsi kvenna. Það er einmitt svo mikil- vægt núna þegar mikið er talað um lýðræðið í þjóðfélaginu, að fagna því að maður geti tjáð sig óhindrað,“ sagði Elín Gunnlaugs- dóttir tónskáld, aðstandandi tón- leikanna. „Þó að konur á Íslandi hafi getað tjáð sig án hafta í lengri tíma er ekki sama upp á teningnum á mörgum öðrum menningarsvæðum.“ Samkvæmt Elínu hafa nokkrir kvennatónleikar verið haldnir og oft í tengslum við 19. júní, en þær langaði að halda kvenna- kammertónleika. Hún segir marga tengja tónsmíðar kvenna við sönglög, en að þær vilji sýna að konur geti líka samið stærri verk. Höfundar verk- anna eru einhver helstu kven- tónskáld landsins. „Við völdum þessar konur vegna þess að verk þeirra hafa margsinnis verið flutt á tónleikum og þær hafa helgað sig list sinni,“ sagði Elín. „Hljóðfæra leikararnir eru allt úrvalstónlistarfólk og það skipt- ir miklu máli.“ Elín segir að það megi líta á tónleikana sem hálf- gerða tónlistarhátíð, eða tvenna tónleika því þeir standa yfir í góða tvo tíma. En hvernig kviknaði hugmynd- in að tónleikunum? „Hugmyndin er nokkuð gömul. Ég var á ferð um Þýskaland fyrir um það bil 15 árum og sá auglýsta kvenna- tónleika og fannst það athyglis- vert. Mig langaði að setja upp sams konar tónleika á Íslandi og hef eiginlega gengið með þetta í maganum síðan. Ég var búin að tala um þessa hugmynd við Eydísi Franzdóttur óbóleikara og loks sóttum við um styrk í Menningarsjóð kvenna, fengum hann og ákváðum að kýla á þetta. Okkur fannst það líka tímabært núna því að Jórunn Viðar varð níræð í desember.“ Aðspurð hvort það væri búið að vinna lengi að verkefninu sagði Elín þetta hafa verið þónokkra vinnu, en að ferlið hafi verið stutt þar sem þær fengu styrkinn ekki fyrr en í lok janúar. Mesta vinnan núna mæðir þó á hljóð- færaleikurunum við æfingar. Elín telur að staða íslenskra kventónskálda sé nokkurn veg- inn jafnfætis við stöðu karl- manna í faginu. „En til að sinna list þarf maður að vera tilbúinn að fórna miklum tíma og konur virðast oft gefa sér minni tíma. Núorðið eru nokkuð margar konur sem eru tónskáld og alltaf fleiri að útskrifast í faginu. Ég var einmitt í gær að kynna mér að um helmingur þeirra sem eru að læra tónsmíði í Listaháskól- anum eru konur.“ Þegar Elín var sjálf að byrja að læra fyrir svona 20 árum þá þótti það merkilegt að kona væri að læra. „Þá var um það bil ein kona á ári að læra tónsmíðar og í sumum árgöngum voru engar.“ Fagna tjáningarfrelsi kvenna TÓNLIST SIGRÚN LÓA SVANSDÓTTIR Hluti af flytjend- um var gripinn í pásu við æfingar Sinfóníunnar en mörg þeirra leika með henni. FRÉTTA BLA Ð IÐ G VA Af starfsbræðrum sínum hefur Jón Ásgeirsson skáld notið þeirr- ar gæfu að koma tveimur fullunn- um óperum á svið: Þrymskviðu (1974) og Galdra-Lofti (1996). Hann hefur um árabil unnið að frágangi á óperu sem byggir á Möttulssögu. Sagan sú er ein fimm þýðinga sem unnar voru á miðöldum á Íslandi. Texti Mött- ulssögu er ýmist frumsaminn af Jóni, eða unninn upp úr fornum kvæðum, fornaldasögum Norður- landa, Möttulssögu, þjóðkvæðum og ljóðum eftir Grím Thomsen og fleiri. Sögusviðið er höll Ólafs Tryggvasonar. Í tengslum við áttræðisafmæli Jóns hefur íslenskt tónlistarfólk staðið fyrir ýmsum dagskrám. Í dag kl. 15 efnir Söngskólinn í Reykjavík til kynningar á verk- inu eins og það er nú statt í vinnslu tónskáldsins. Kynningin fer fram í Snorrabúð, tónleika- sal Söngskólans í Reykjavík. Ein- söngshlutverkin syngja sautján söngvarar Óperudeildar Söngs- kólans í Reykjavík og er Garðar Thór Cortes gestasöngvari í hlut- verki kolbítsins Gunnars stein- höggvanda og Óperukórinn í Reykjavík er í kórhlutverkinu. Aðgangur er ókeypis . Möttulssaga kynnt Jón Ásgeirsson er að ljúka við sína þriðju óperu sem verður kynnt í dag kl. 15 í sal Söngskólans við Snorrabraut. Skipholti 35 105 Reykjavík. sími 511 7010 petur@galleriborg.is Skipholti 35 105 Reykjavík. sími 511 7010 petur@galleriborg.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.