Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 24

Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 24
24 7. mars 2009 LAUGARDAGUR J óhanna er það sem kall- ast blátt áfram. Talar tæpi- tungulaust og hefur áhuga á öllu öðru en sjálfri sér þrátt fyrir að vera efni viðtalsins. Þannig hefur hún greinilega einhverjar skoðanir á stjörnu- speki, fer fljótlega að rýna í hvaða stjörnumerki blaðamaður gæti verið í og segist sjálf vera vatnsberi – gleymda stjörnumerkið sem einhvern veginn verði alltaf út undan og enginn viti neitt um. Hins vegar er sagt um vatnsberann að það sé stjörnumerki sem hugsi núna það sem aðrir hugsi eftir fimmtíu ár. Að vonum er hún ánægð með það. Hefur dvölin í Mið-Austurlöndum breytt henni mikið? „Já, ég held að það sé óhjákvæmilegt að maður verði víðsýnni og fróðari. Þetta hefur gefið mér það að ég hvorki ofmet mig né van- met. Ég er ekki með yfirgengilega hóg- værð í sambandi við sjálfa mig en ég er heldur ekkert uppteknari af mér sem manneskju en eðlilegt er og sjálfsagt. Raunsæ segirðu. Jú, ætli það ekki. Á minn hátt. Samt á ég til rómantík og viðkvæmni. Það er hluti lífsins í lönd- um araba og ég fæ mig aldrei fullsadda af þeim heimshluta.“ Fór að ferðast fyrir alvöru 37 ára Upphafið að ferðalögum Jóhönnu á slóðir Mið-Austurlanda má rekja til loka áttunda áratugarins. „Þetta hefur allt sínar orsakir, eitt leiðir af öðru. Ég var í guðfræði þegar ég var yngri, datt inn í hebresku og hafði afskap- lega gaman af. Það var sennilega ekki síst kennarinn sem við höfðum, dokt- or Þórir Kr. Þórðarson. Hann var ein- stakur lærimeistari. Ég veit ekki hvort það hjálpaði mér að hafa gluggað í hebresku, þegar kom að því að læra arabísku, enda hið síðarnefnda flókn- ara málfræðilega og arabískan hefur hvað ríkastan orðaforða. En ég komst að vísu yfir þann þröskuld að málið var ritað frá hægri til vinstri.“ Á þessum tíma var hún með tvö lítil börn og því ekki efni til eða tími að halda áfram námi. Jóhanna leggst því í ferðalög einum 15 árum síðar. Var orðin 37 ára gömul þegar ferðir hefjast á slóðir Mið- Austurlanda. Jóhanna vann á Morgun- blaðinu á þessum árum en hún var þar starfandi allt til ársins 1995, eða í nær 30 ár, og alltaf í erlendum fréttum og síðustu árin umsjónarmaður sérblaðs- ins Daglegt líf. „Á þessum tíma studd- um við Íslendingar Ísraela mjög ein- dregið, litum svo á að arabar hefðu stolið landi af gyðingum og settum svo bara punkt. Þessi deila milli araba og gyðinga truflaði mig og ég sá að það var einhver skekkja í þessu. Sam- kvæmt þeirri sögu sem ég hafði lesið voru það ekki arabar sem stálu landi af gyðingum. Hvernig stóð þá á þessu hatri gyðinga? Ég hugsaði því með mér: Nú fer ég og kynni mér þetta sjálf.“ Skipulögð einstæð móðir Jóhanna fór til Ísraels þrjú ár í röð, fyrst árið 1977, og hreifst í fyrstu mjög af Ísrael. „Fljótlega fór þó að birtast manni það sem varla verður kallað annað en óskapleg fanatík Ísraela og í kjölfarið fór ég að velta vöngum. Ég hafði skrifað spekingslegar greinar í Morgunblaðinu í erlendu fréttunum um málefni Mið-Austurlanda en sá að þrátt fyrir það var þekking mín fjarskalega yfirborðskennd.“ Morgunblaðið borgaði ekkert fyrir greinar Jóhönnu á þessum fyrstu árum eftir 1980 þegar hún hélt í ferð- ir til landa eins og Jórdaníu, Sýrlands og Egyptalands, og smám saman til flestra landa í arabaheiminum. Því var mikilsvert að spara pening og skipu- leggja tíma sinn enda var Jóhanna þá einstæð fjögurra barna móðir. „Ég er að upplagi skipulögð, mér hefur oft- ast tekist að skipuleggja minn tíma af kostgæfni. Fjármál? Já, þar er ég líka skipulögð og vil vera pottþétt í þeim málum. Í gamla daga passaði ég mig alltaf á því að eiga varasjóð, þótt það væru bara nokkur hundruð krónur. Svona varð þetta að vera og hentaði mér prýðilega. Á þessum tíma var ég formaður í Félagi einstæðra foreldra og heilmikill tími fór í að berjast fyrir baráttumálum í því félagi sem var nýtt. En ég átti óskaplega góða að, for- eldra sem hjálpuðu mér ekki bara með krakkana. Og góða vini. Slíkt skiptir sköpum.“ Styðjandi foreldrar Jóhanna segist líta á sig sem heppna að hafa fengið tækifæri til að ferðast víða. „Ég hugsa oft að hefðu foreldrar mínir haft tækifæri hefðu þau viljað vera að gera eitthvað svona. Þegar ég ákvað að fara til Egyptalands, 55 ára gömul, og læra í heilt ár, var móðir mín enn á lífi. Ég sagði henni að ég væri að hugsa um að fara út. Og hún sagði: „Jahá! Þú ert alltaf að gera eitthvað skemmtilegt!“ Þetta sýnir opinn hugsunarhátt sem mér finnst afskaplega sjarmerandi. Hún var ekkert að draga úr mér held- ur segja mér hvað þetta hlyti að vera gaman.“ Börn og barnabörn Jóhönnu styðja hana að hennar sögn í þessum áhuga hennar ekki síður en móðir hennar gerði. Dætur hennar hafa báðar farið með henni til Jemen og Jórdaníu, svo og Sýrlands. „Stálpuðu barnabörnin mín hafa líka ferðast með mér. Strák- arnir mínir hafa ekki farið í neina ferð með mér. Ég veit ekki af hverju. Það er bara svoleiðis.“ Jóhanna hefur farið með hópa til Jemen, Jórdaníu og auk þeirra sem voru nefnd til Kákasuslandanna þriggja, til Óman. Síðustu árin hafa ýmsir stuðningsforeldrar barna í Jemen verið með í för þangað og heim- sótt skólamiðstöðina. „Fólkið sem fer í þessar ferðir verður oft hissa hvað því líður vel á þessum slóðum og hvað það er öruggt. Það er hressandi. Og sumir hafa farið í margar ferðanna. Enda treystir fólk því sjálfsagt að ég tefli ekki á tvær hættur. Öll svæði í heim- inum geta svo auðvitað verið viðsjár- verð ef út í það er farið.“ Getum lært margt hvert af öðru En hvað geta Íslendingar lært af menn- ingarheimi araba að mati Jóhönnu og hvað geta arabar lært af okkur? „Það Bútur af hjartanu verður eftir í Jemen Það var árið 1986 sem Jóhanna fór í fyrsta skipti til Jemen og á næstu árum áttu ferðirnar eftir að verða enn fleiri. Árið 1995 hætti hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu eftir nærri þrjátíu ára starf þar og ákvað að fara til Egypta- lands og tók byrjendapróf í arabísku. Hún ákvað að láta ekki staðar numið heldur hélt áfram að ferðast af fullum krafti um Mið-Austurlönd milli þess sem hún hélt námskeið hér á landi í arabísku og kynnti Íslendingum menn- ingu araba. Hún hefur skrifað fimm bækur er tengjast Mið-Austurlöndum. Sú síðasta, Arabíukonur, fékk verðlaun Hagþenkis og peningana notaði hún til að stofna sjóð: Fatímusjóðinn sem styrkja á börn og konur til mennta í Jemen, einu fátækasta ríki arabaheims- ins, en þar er ólæsi mikið. Í dag styrkir sjóðurinn 133 börn og 27 fullorðnar konur til náms og starfsþjálfunar. Sjóðurinn safnaði hátt í 30 milljónum í haust þegar glæsimarkaður var haldinn í Perlunni í lok ágúst. Peningana á að nota til að kaupa nýtt skólahúsnæði í Jemen. Jóhanna er formaður í VIMA – Vináttu- og menningarfélagi Mið- Austurlanda. Jóhanna tekur engin laun fyrir starf sitt í þágu barnanna og kvennanna í Jemen en hún segir að á bak við þessa styrki séu Íslendingar sem sumir hafi jafnvel ekki komið til Jemen og aldrei mætt á félagsfundi. Hjálparstarf Jóhönnu í Jemen Jóhanna Kristjónsdóttir hefur á síðustu árum áorkað ótrúlegum hlutum í Jemen og veitt Íslendingum um leið aðra sýn á heim araba. Fyrir þessi störf sín hefur Jóhanna hlotið heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við Jóhönnu um fortíðina og leyndardómsfulla framtíð. er eiginlega það sama á báða bóga. Við getum kannski ekki skilið menningar- heima hvort annars en við getum lært að virða þá. Hjá þeim, og þá sérstak- lega í fátækari löndunum, er borin mikil umhyggja fyrir fjölskyldunni. Sýnilegri umhyggja en finna má hér heima. Nú alhæfi ég dálítið, það eru alls staðar til undantekningar, en umhyggja fyrir fjölskyldunni er ósköp yfirborðskennd hér á landi. Við sýn- umst dálítið hvað það snertir og segj- um oft að það sé ofsalega gott að vera með fjölskyldunni. En hvað sinnum við öldruðum ættingjum okkar mikið? Þetta væri óhugsandi þarna úti – þeir eldri njóta alltaf mestu virðingarinnar. Þú heimsækir ömmu þína af því að það er svo mikill heiður fyrir þig, gaman og þú lærir á því. Arabar eru líka heið- arlegir, öndvert við það sem margur segir um „bévítis þjófótta arabann“. Það er skömm að stela og þú gerir það ekki. Með því seturðu blett á heiður fjölskyldunnar. Heiðurshugtak araba er afar ríkt og hefur gerólíka merk- ingu í þeirra heimi. Auðvitað vilja þeir prútta og plata dálítið en það er helst á þeim slóðum sem túrisminn er mik- ill.“ Myndi ekki þola að vera aðal Jóhanna segist samt oft vera sjálfri sér nóg og er ekki viss um að hún myndi þola það ef hún, ættmóðirin í stórri fjöl- skyldu, væri heimsótt í tíma og ótíma eins og þykir sjálfsagt í löndum araba. „Nei, við erum kannski ekki beint þannig. Ég man einu sinni þegar ég var á ferðalagi með hóp fólks í Sýrlandi. Þar var þá ekki farsímasamband og þegar við komum yfir til Líbanon ruku allir til og fóru að hringja heim í sitt fólk eftir að hafa ekki heyrt í því í tíu daga. Mér fannst endilega að ég hlyti að þurfa að gera það líka og hringdi í Illuga son minn. Illugi hélt hreinlega að eitthvað hefði komið fyrir. Við vitum hvert af öðru og erum nærri þegar á þarf að halda. Þurfum ekki óþarfa sím- töl um veðrið.“ Nýir tímar Jóhanna hefur verið á faraldsfæti í mörg ár og jafnvel farið einar átta ferðir á ári með hópa til Mið-Austur- landa. Árið 1995 hætti hún á Moggan- um og lagðist þá í ferðalög, fyrirlestra um Arabíu og kennslu. Hún segir að eftir þetta ár muni hún hægja á ferð- inni. „Ég er að spá í að gera annað. Auðvitað mun hjálparstarfið halda áfram í Jemen og ég fer þangað eins og þarf. En ég mun minnka hópaferð- irnar þangað út. Við þurfum að halda áfram í hjálparstarfinu og það þarf átak því peningarnir sem við söfn- uðum með markaðinum í haust, rétt fyrir kreppu, hafa rýrnað allverulega og sem stendur nægja þeir ekki fyrir nýju skólahúsnæði. En þeir hafa held- ur ekki glatast, þeir voru á öruggri bók en ekki sjóðum sem betur fer. Það er erfitt að millifæra milli landa nú og hefur það sett strik í reikninginn. En við reynum okkar besta áfram. Ég ætla að snúa mér að nýju viðfangsefni sem er enn þá leyndarmál. Bók? Tja. Kemur í ljós, en ég mun auðvitað fara áfram til Jemen á eigin vegum til að fylgja eftir hjálparstarfinu. Það er svo skrítið en það verður einhver ögn eftir af hjart- anu þegar maður hefur verið í Jemen. Það á við um fleiri þessara landa, svo sem Írak fyrir innrásina 2003 og Sýr- land þar sem ég bjó einna lengst. Sálin er stundum lengi á leiðinni heim hvað svo sem ég fer oft.“ VISS UM AÐ AÐRIR MYNDU GERA ÞAÐ SAMA „Ég er viss um að hver sem færi til Jemen, og byggi þar í einhvern tíma, myndi fara út í að reyna að hjálpa. Litlir peningar á okkar mælikvarða, hvað sem öllu krepputali líður, skipta miklu máli þar úti. Það þykir mikill heiður að vera styrktur af Íslendingi í Jemen og stuðningur okkar er mikils metinn,“ segir Jóhanna Kristjónsdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta væri óhugsandi þarna úti – þeir eldri njóta alltaf mestu virð- ingarinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.