Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 18

Fréttablaðið - 07.03.2009, Side 18
18 7. mars 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 66 Velta: 156 milljónir króna OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 264 -0,18% 807 -0,85% MESTA HÆKKUN MAREL 1,70% STRAUM. - BURÐ. 1,18% ÖSSUR 0,35% MESTA LÆKKUN CENTURY ALUM. -29,32% ALFESCA -8,57% BAKKAVÖR -0,54% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,20 -8,57% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 235,00 +0,00% ... Bakkavör 1,84 -0,54% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,75 +0,00% ... Føroya Banki 100,00 +0,00% ... Icelandair Group 11,46 +0,00% ... Marel Food Systems 54,00 +1,70% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,71 +1,18% ... Össur 85,10 +0,35% Fúlir Pólverjar Pólverjar eru hundfúlir út í Lars Christensen, aðalhagfræðing Danske Bank, þessa dagana og kenna honum um gengisfall á zloty-inu, gjaldmiðli Póllands. Lars varð heimsfrægur á Íslandi þegar Danske Bank birti greiningu um íslenskt efnahagslíf á vordögum 2006 og kunnu fáir honum þakkir fyrir þegar krónan féll og gengi bankanna hrundi. Sagan virðist endurtaka sig í Póllandi nú en Christensen er skrifaður fyrir því að Danske Bank og önnur fjármálafyr- irtæki hafa hagnast á stöðu gegn zloty-inu sem hefur fallið um fjörutíu prósent á hálfu ári. Danska vampíran Danska dagblaðið Politiken sagði í vikunni reiðina skiljanlega í ljósi þess að tugþúsundir Pólverja burðast nú um með óheyrilega dýr myntkörfulán í svissneskum frönkum og evrum sem þeir hafi tekið síðustu ár í skugga sterks zlotys. Andúðin á hagfræðingnum gekk svo langt á dögunum að pólska dagblaðið Fakt sendi ljósmyndara til að fylgja honum eftir í Kaupmannahöfn og birti flennistóra mynd af honum í kjölfarið þar sem honum var líkt við hinn fégráðuga Gordon Gekko, sem Michael Douglas lék eftirminnilega í kvik- myndinni Wall Street fyrir 23 árum, undir yfirskrift- inni: Danska vampíran. Peningaskápurinn... Skilanefnd Glitnis hefur náð samkomulagi um dótturfélag gamla bankans í Lúxemborg. Kaupþing er að komast að samkomulagi um sölu þar. Gamli Lands- bankinn missti útibú sitt í bankahruninu. „Þetta er stór áfangi,“ segir Kristján Óskarsson í skilanefnd Glitnis sem hefur náð samningum við seðlabankann í Lúxemborg hvernig staðið skuli að uppgjöri skulda vegna dótturfélags Glitn- is þar í landi. Samningaviðræður hafa staðið sleitulítið yfir síðan í október í fyrra til að forða bank- anum frá gjaldþroti. Samkvæmt samningnum fær skilanefndin fimm ára svigrúm til að gera upp skuldir við seðla- bankann. Seðlabanki Lúxemborgar á kröfu upp á einn milljarð evra á hendur gamla Glitni. Skilanefndin mun leggja fast- eignalánasafn í eigu dótturfélags- ins í Lúxemborg til greiðslu skuld- arinnar en það er með veðum í atvinnu- og íbúðarhúsnæði á Norðurlöndum, í Bretlandi og Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að aðrir kröfuhafar en Seðlabankinn fái kröfur greiddar strax. Eftir að gert hefur verið upp við seðla- bankann ytra færist afgangurinn í bækur skilanefndar til fullnustu annarra krafna. Knútur Þórhallsson í skila- nefnd Kaupþings segir sömuleið- is langt og strangt karp að baki en bankinn er við það að landa sam- komulagi um sölu á Kaupþingi í Lúxemborg til fjárfestingarsjóðs frá Líbíu. Samningar standa nú yfir við kröfuhafa og er búist við að ferlinu ljúki innan fjögurra vikna. Að því loknu leggur fjárfest- ingarsjóðurinn bankanum til nýtt hlutafé upp á 75 til 100 millj- ónir evra, jafnvirði rúmra fjórtán milljarða króna og hafa yfirvöld í Belgíu og Lúxemborg tryggt lán upp á 600 milljónir evra til viðbót- ar svo bankinn geti greitt út inni- stæður sínar. Gamla Kaupþing fær ekki aur í tengslum við söluna. Þeir Knútur og Kristján telja báðir að bankarnir, sem hafa verið í greiðslustöðvun frá bankahrun- inu hér í október, geri að mestu eða öllu leyti upp endurhverf við- skipti sín við seðlabanka Lúxem- borgar, sem er hluti af neti evr- ópska seðlabankans. jonab@markadurinn.is Bönkunum bjargað frá gjaldþroti Landsbankanum í Lúxemborg var lokað fljótlega eftir að fjármálaeftir- litið ytra tók bankann yfir í október og er hann gjaldþrota. „Við unnum að því að ná samkomulagi við yfir- völd í Lúxemborg en því miður tókst það ekki. Það eru mikil vonbrigði enda töldum við að þannig hefði mátt hámarka virði eigna gamla bankans,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans. LANDSBANKINN FÓR EINN Í ÞROT LÚXEMBORG Skilanefndir Glitnis og Kaupþings hafa unnið að því hörðum hönd- um að bjarga dótturfélögum bankanna ytra frá gjaldþroti. Evrópski seðlabankinn bókfærir tap upp á 10,3 milljarða evra, jafn- virði 1.500 milljarða króna, vegna falls fimm banka í Þýskalandi og Niðurlöndum í fyrra. Á meðal þeirra eru dótturfélög Glitnis, Kaupþings og Landsbank- ans auk Lehman Brothers og hol- lenska bankans Indover. Þetta kom fram í máli Jean- Claude Trichet, bankastjóra evr- ópska seðlabankans, á blaða- mannafundi á fimmtudag. Reynt verður að ná sem mestu upp í kröfur til að lækka afskrift- ir, að sögn viðskiptablaðsins Fin- ancial Times. Falli tap á bankann dreifist það á aðra seðlabanka í Evrópu. - jab Trichet vill ekki sjá afskriftir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.