Ísafold - 14.11.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.11.1906, Blaðsíða 3
ISAFOLD 299 Þórhallur Bjarnarson lektor kvaðst aldrei hafa verið á fundi, sem verið hefði að sér virtist jafn-gagntekinn af kærleiks- og mannúðaranda. Hann sagðist vona, að þá öldu legði yfir land alt. Og oss væri það að kenna, fundar- mönnum, ef sá andi yrði ekki búinn að hertaka allan höfuðstaðinn eftir fáar vikur. Með ráði frumkvöðla fundarhaldsi ns kvaðst hann vilja stinga upp á 12 nafngreindum mönnum ( skipulagsnefnd, er semdi lög fyrir fótagið og kysi væntaulega embættismenn þess úr sín- um flokki. Það var samþykt í einu hljóði, og nefndin sömuleiðis kosin í einu hlj. allir í einu lagi þessir 12 : Ásgeir Sigurðsson kaupmaður, Björn Jónsson ritstjóri, Eiríkur Briem prestaskólakennari, Guðmundur Björnsson læknir, Guðm. Guðmundsson fátækrafulltrúi, Guðmundur Magnússon læknir, Hjörtur Hjartarson trésmiður, Klemens Jónsson landritari, Matthias Þórðarson ritstjóri, M. Lund lyfsali, Olafur Olafsson fríkirkjupr. Sighvatur Bjarnason bankastjóri. Þeir kusu eftir fundarlok formann fyrir félagið Klemens Jónsson landritara, eti ritara Björn Jónsson ritstjóra, og féhirði Sighvat Bjarna- son bankastjóra. Því næst veru kosnir til að semja lög fyrir fólagið þeir Guðm. Björnsson, Björn Jóussou og Eiríkur Briem, og til að orða ávarp til þjóðarinnar Guðm. Björnsson, Guðm. Magnússon og síra Ólafur Ólafsson. Það mæltu margir fundarmenn, að aldrei hefði þeir á futidi verið hér í bæ með jafnmiklum einingaranda og bróðernis. Þeim sagðist vel, sem töluðu, og bar ekki í milli nokkurt orð eða atriði. Auk ræðu frummælanda (G. B.) fanst mönnum einkum til um það, sem Einar ritstjóri Hjörleifsson talaði, svo stutt sem það var. Reykjavikur-annáll- Barnadauði er hér i hæ i frekara lagi utn þessar mundir, af magaveikindum, og eigna sumir slæmu neyzluvatni. Dáinn er 8. þ. m. Einar Sigvaldason, fyrr- im útvegsbóndi, 83 ára. Hjúskapur. Guðmundur Jónsson í Litla- Steinsholti og yngismær Guðný Sigmunds- dóttir, 11. nóv. Magnús Geir Guðnason steinsmiður og yrn. Eggertina Gnðmundsdóttir, 11. nóv. Oddbergur Oddsson og ym. Hólmfriður Jónsdóttir (Frakkastíg 4), 10. nóv. Sigurgeir Olafsson og ym. Sigríður Vig- fúsdóttir (Laugav. 17), 13. nóv. Stefán Ingvarsson frá Kalmanstjörn og ym. Jensína Teitsdóttir(Hverfisg.ðO), lO.nóv. Kaupmannafélag Reykjavikur. Þar voru kosnir i stjórn nýlega Ásgeir Sigurðsson formaður, B. H. Bjarnason ritari, Ben. S. Þórarinsson féhirðir. Varamenn Gunnar Einarsson og Sveinn Sigfússon. Samein. félag. S/s Vesta kom loks í gær- kveldi norðan um land og vsstan, 13 dög- um á eftir áætlun, með fátt af farþegnm. — Skálholt ókomið enn. Aukaskip s/s Eshjerg kom á laugardags- kveld 10. þ. m., beint frá Khöfn, með full- fermi af vörnm. Thorefélag. S/s Tryggvi kongur lagði á •tað hingað írá Khöfn laugard. 10. þ. m., réttan áætlnnardag, segir simskeyti þaðan. Veðrátfa. Sifeldar rigningar og frost- leysur, með nógum stormum. Ytns tíðindi erlend. Frá Noregi. Vinstrimenn urðu í rífum meiri hluta í 8tórþingÍ8kosuÍDgum í Norvegi í haust, 76 af 122, og ætluðust til helzt, að þeir Michelaen og haua sessuuautar i ráðuneytinu færu frá völdum í þing- byrjun, með því að hann hafði stuðst við sambræðing af öllum flokkum, ekki síður hægrimenn eD viustri. þing var Bett 22. okt., með hásætis- ræðu, hiuni fyrstu frá hinum nýja kon- ungi. J>au voru þar bæði við, kon- ungshjóuin, og var því tjaldað, er til var til viðhafnar; en einkennisbúning- ur enginn á ráðgjöfunum. þeir og þing- mennirnir nær allir báru 7. jÚDÍ- medalíu, til minningar um upphaf að sjálfstæði ríkisiua. Hásætisræðunni skyldi svara með trúnaðartrausts-atkvæði til stjórnarinn- ar. f>að vildi meiri hlutinn, vinstri- menn, láta vera bundið fylgi við stjórn- arstefnu þeirra. En Michelson vildi ekki ganga að því; og varð úr margra daga rimma, er svo lauk, 31. okt., að Michelsen vann mikinn sigur, fekk með sér 103 atkv. af 121. f>ó var búist við, að hann og þeir félagar yrðu ekki við völd leDgur en fram um áramótin; sleppi þeim þá að fyrra bragði, með óskertri frægð ainni fyrir akilnaðar- afrekið, en við taki einlægir meirihluta- menn á þingi, eins og það er nú skip- að, og stýri í þá átt, er vinstrimenD vilja vera láta. þinghríð þessi jók enn orðstír Mi- chelsens fyrir frjálsmannlegan skörungs- skap og snarræði. Nýleg hraðfrétt gat þess, að hann hefði skift um tvo sessunauta síua, til geðs meiri hlutanum, vinstrimönn- um. Annar hinna nýju ráðgjafa, Sven Aarrestad, er og hefir lengi verið höfð- ingi bindindisliðsins í Norvegi. Frá Russlandi. Keisari hefir stefnt til þings á út- mánuðum. Witte greifi, sá er var yfirráðgjafi BússakeÍBara í fyrra, hefir farið svip- ferðis á fund peningamanna í París að leita fyrir sér um nýtt lán handa stjórn- inni f Pétursborg. það bar til um miðjan f. mán. á einum stað í Perm-sýslu á Rússlandi, að rænt var miklum birgðum af sprengi tundri, er nota átti til járnbrautar- lagningar. Varðmenn þeir tveir, er tundurforðans skyldu gæta, fundust dauðir að morgni með snöru um háls og vopnlausir. Ráðist var 26. okt. í Pétursborg á vagn með mikilli pem'ngasendingu f, sem svarar 1 milj. kr., á leið til stjórn- arféhirzlunnar, hent á hann sprengi- kúlu og féð hirt eins og það var. Ræu- ingjarnir komust á burt með féð nokkr- ir. En þeir náðust, er sárir urðu af sprengingunni, og voru dæmdir af lífi og hengdir 2 dögum eftir. Um mánaðamótin síðustu var myrt- ur lögreglustjóri í Sevastopol. Hann hét Mikaillow. Morðinginn náðist, var dæmdur og líflátinn að vörmu spori. Frá Frakklandi. Fullur helmingur hins nýja ráðu- neytis á Frakklandi eru gagnbreytinga menn og jafnaðarmenn. Yfirráðgjafinn nýi, Clemenceau, er einn hinn mesti írelsisgarpur Frakka, annar en Gam- betta forðum, hefir verið á þingi lengst af um eða yfir 30 ár og ráðið þar mjög miklu að jafnaði. f>að þótti djarft ráðið, er hann gerði vin sinn Picqart að hermálaráðgjafa, manninn, sem barðist manna vasklegast og drengi- legast fyrir þvf, að Dreyfas næði rétti sínum, og var fyrir það um langa hrið hataður og ofsóttur af þeim, sem völd- in höfðu, og öllum þorra þjóðariunar. Frá Þýzkalandi. Alexander Hohenlohe fursti segist hafa látið birta æfiþætti föður sfns beint eftir fyrirmælum hans í lifaudi lífi. Ráðgerð er endurskoðuð útgáfa af þeim, þar sem burt er numið það, er keisara er ógeðfelt. Svo hart ganga jpjóðverjar eftir um útrýming þjóðtungu Pólverja í þeirra löndum, að þeir snara í fangelsi for- eldrum barna, er svara á pólsku út úr kverinu, en ekki á þýzbu. Pólskir ríkisþingsfulltriiar f Berlín báru sig upp undan þeim aðförum við kenslu- málaráðgjafaun og kölluðu þær ríða bág við alla siðmenning. Hann svaraði illa og kvað einmitt þá foreldra sýna af sér menningarfjandskap, er létu börn sín óhlýðnast fyrirmælum ríkisins með því að svara kennurum sínum á pólsku! Firðritunarumbótin. Mikið látið með Vald. Poulsen í Berlín og umbót haDS á þráðlausri firðritun. Ameríkumaður bauð 1 milj. kr. fyrir einkarétt handa Baudaríkj um. þýzka stjórniu keypti fyrir 180,000 kr. firðritunarútbúuað með hans lagi. Slysfarir. Rússneskt gufuskip frá Wladivostock rak sig á sprengidufl þar fyrir utan höfnina og sprakk i loft upp. þar druknuðu 160 manns. Frakkar mistu ueðansjávarvfgsnekkju 15. f. m. fram undan Túnis. Hún sökk af því, að gleymst hafði að loka þilfarinu áður en snekkjan stakk sér. Hún hét Lutin. |>ar druknaði margt manna. Danskir kafarar frá Switzers bjargráðaskipi fundu hana á mararbotni og komu um hana strengj- um til þess að lyfta heDni upp. En það hafði þó ekki lánast, er síðast frettist. Fellibylurinu mikli, sem gekk í haust um Mið-Ameríku og Mexikoflóa, hafði orðið 1000 maDua bani, að mælt er, og valdið óskapatjóni öðru, á skipum og húsum. Smáey eiu, Elliot Cey, gjöreyddist að mönnum og mannvirkj- um. Yfir hana gengu tvær storm hviður. Hin fyrri sópaði burtu öllum trjám og húsum. þá sletti í logn allrasnöggvast. Við það skriðu oyjar- skeggjar fram úr fylgsnum síuum, 250 að tölu. En þá brast á hio hviðan og gekk sjór á land, voðaleg holskefla, sem saug í sig hvert mannsbarn í eynni og sá ekkert kvikt eftir, er hún var um garð gengin. Hitt og þetta. Heldur ógirnilegt er að vera drotu ing keisarans í Annam’í Asíu. Hann er orðin brjálaður. Hann lét einn góðan veðurdag í haust taka konu sína eina og slátra henni, höggva kroppinn í spað og sjóða í olíu, og bera því næst á borð fyrir föruneyti sitt. J>eir voru af lífi teknir sam- stundis, er vildu eigi leggja sér þá fæðu til munns. — Annað skifti gerði keisari sér það til gamans, að hann lét snara holdugustu kouunni sinni fyrir tigrisdýr til þess að vita, hve fljótt það væri að hvoma hana f sig. Enn lét hann eitt skifti binda ungar stúlkur við staura og skipaði bog- mönnum sfnum að gera að þeim örvadrífu svo þétta, að hvergi sæi í auðan blett á Ifkama þeirra. J>að bar til í haust á eiuum stað í Suður-Karólínu f Bandarfkjum, að Svertingjar brendu til ösku þorp með 1500 fbúum f hefnd fyrir ofsókn- ir þær, er þeir eru látnir sæta. Kvenfrelsis-kvennaliðið á Englandi þykir fara allgeyst. f>að þyrptist inu á áheyrendapalla f þinginu í Luudúu- um þiugsetniugardaginn 23. f. mán., hvað sem lögreglan sagði, og æpti í sífellu: Vér viljum hafa kosDÍngar- rétt! Vér erurn ekki hræddar við það, þótt oss sé varpað í fangelsil Karlmennirnir þora ekki að láta oss fá rétt vorn! Loks fjölmenti lögregluliðið og snar- aði þeim út. J>ær veittu viðnám með hnúum og hnefum, héldu sér hvar sem gátu og létu rífa af sér fötin. Loks var þvagan öli flutt í varðhald og dregin fyrir dóm daginn eftir. J>ar voru forsprakkarnir tíu dæmdar í 90 kr. sekt eða 2 mánaða fangelsi. þá létu þær hálfu ver en áður. Kváðust ekki kannast við, að dómarar hefðu neitt vald yfir sér. Vér viljum hafa kosningarrétt! æptu þær enn sem fyr. Lögreglan varð að beita við þær handalögmáli. J>ær afsögðu að gjalda sektina og var þvf varpað í fangelsi. Hlutafélag er komið á laggir í New- York með 20 milj, kr. höfuðstól og ætlar sér að grafa járnbrautargöng undir Behriugssund milli Am6- ríku og Asíu. J>að er 13 mílur á breidd. Slysför til bana. Skrifað er ísafold úr Skagafirði 20. þ. m.: Sorglegt slys vildi til hér fyrir skömmu. Maður datt af baki og rot- aðist til dauðs. Slitnað hafði móttak í hnakknum, og alt snarast af, en maður- inn lent á grjóti með höfuðið. Slys þetta vildi til á harða spretti; maðurinn var að ná í samfylgdarmann, er -á und- an var kominn. Maður þessi hét Magnús Sigurðsson og var frá Stóru-Gröf, atorku- og dugnaðarmaður. Biðjið kaupmaiin yðar um ionreTirxirrTTrrn r]j *np tö~p... i og önnur algeng nöfn á vindlum vor- um, cigarettum og tóbakstegundum og verið vissir um, að þér fáið jafnan vörur af beztu tegund. Karl Petersen & Co. Köbenhavn. Aukafundur verður haldinn í hlutafélaginu Högni mánudaginn 19. þ. m. kl. 7 e. m. í Iðnaðarmannahúsinu. Fundarefni er álit nefndarinnar er kosin var á sfð- asta fundi. Reykjavík 13. nóv. 1906. Stjórnin. Nýlegt íbiíðarhús til sölu i Keflavlk 12X10 álna stórt, með kjallara, að nokkru leyti útbúnum til íbúð- ar; húsið vandað og að öllu leyti eftir nýjustu tízku. Borgunarskilmál&r góðir. Ninari upplýsingar hjá ritstj. ísafoldar. Nýtt rúm vandað til sölu i Lindar- götu 34. TJndirrltuft tekur að sér að kenna stúlkum og stúlkubörnum hannyrftir. Lysthafendur gefi sig fram sem fyrst, Anna Einarsson, Lindarg. 34.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.