Ísafold - 14.11.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.11.1906, Blaðsíða 2
298 ÍS ALFOD Einingiii. Hún mun þykja tíöindi nær og fjær, cg líklega góð tíðindi, einingin meðal flestallra blaðamanna landsins um sam- hljóða kröfur til sjálfsforræðis í sam- bandinu við Dani. Samdráttartilraunin byrjaði fyrirrúmri viku, með milligöngu manns utan þess hóps, og hefir borið þenna ávöxt. Ur þeirri eitiingu ber hvorki að gera of mikið nó of lítið. Það væri að gera of mikið úr henni, að ímynda sér, að allur áskilnaður um landsmál í ísleuzkum blaðaheimi væri þar með horfinn. Það væri heimska, enda fjarri því að vera æskilegt, einmitt vegna málanna sjálfra. Hér hefir verið gert bandalag í einu stórmáli, stjórnbótarmáli voru að því leyti sem það veit við satnbandsþjóð vorri, Dönum. Það bandalag g e t u r að vísu leitt til frekari samvinnu. En um það er engu hægt að spá að svo stöddu. Hitt væri að gera of lítið úr fyrnefnd um tíðindum, ef þau væri kölluð mark. lítið uppþot, eiiis og bóla, sem brátt mundi hjaðna og alt sækja í sama horf. Þ a ð verður ekki. Þær hrakspár springa á þeim, er þær flytja. Víst er og um það, að stórmikil áhrif hafa samhljóða tillögur helztu blaða landsins á rekspöl mála í hugum þjóð- arinuar. Og stefni þær f rótta átt og þjóðinni heillavænlega, þá er eining þeirra mikilsverð tíðindi. Meginatriði samkomulagsins, undir- strikuðu línurnar í ávarpinu, sjá allir hvað merkja: Frjálst sambandsland er gagnólíkt óaðskiljanlegum ríkishluta. Orðið land merkir, að vér hugsum ekki til að vera ríki sór. Sambandslög, sett með óháðu atkvæði íslands, er jafn gagnólík stöðulögum, er annar málsaðili valdbýður hinum (lög- in frá 1871). Að vera einráðir með konungi um löggjöf og stjórn, er annað en að láta ríkisráð annarar þjóðar eiga þar einnig um að fjalla. Sórmálin út úr rfkisráð- inu er óhjákvæmileg afleiðing þess. Þetta er það sem þjóðin á að geta sætt sig við, heldur en að fara fram á algerðan skilnað. Danir voru óseinir á sér að vanbrúka traust vort á meinleysi ríkisráðssetuunar, með ráðgjafaskipunarundirskriftinni m.fl. Þeir hafa kent oss með því, að krefjast n ú að losna alveg við ríkisráðið með sórmál vor. Brent barn forðast eldinn. Það munu allir sjá, að um allan merg málsins er Lögréttu - liðið oss hinum alveg samdóma. Þetta örlitla atriði, sem í milli ber: hvenær nema skuli burt úr stjórnarskránni ríkisráðssetu- fyrirmælið, það g e t u r ekki orðið að áskilnaði til lengdar. Eða hvað skyldi eiga að ganga fyrir því, úr því sem nú er komið? En ráðgjafinn, hvað gerir hann nú? Heldur hann áfram uppteknum hætti um milligöngu milli vor og stjórnarinn- ar í Khöfn, þeim er vér skulum eigi rifja upp að þessu sinni; eða hverfur hann nú að því heillaráði, að neyta sinna miklu yfirburða í aðlaðandi og þó sköru- legri lipurð til þess að reyna að koma fram við samningsaðilann í Khöfn, sem bann er svo handgenginn, þeim sam- búðarkostum, sem þjóð hans öll eða sama sem öll mun nú vilja aðhyllast og gera sér ein a að góðu? Oss er bæði skylt og ljúft, að vænta hins bezta af hans hendi í því efni. Hallur af Síðu lagði son sinn ógildan, hinn dyrsta mann, og vann það til sátta. Þá setjast stórmál, er mætir menn og mikilsverðir leggja ógild tilfinninga-óska- börn sín og eiginhagsmuna. Erlendar ritsímafréttir til Isafoldar. Khöfn **/,, kl. 9 árd. Hákon konungur í Liundúnum. Hákon konuDgur kom til Lundúna í gærkveldi. Búauppreisn. Búauppreisn byrjuð í Suður-Afríku. Bíkiskanzlarinn. Búlow ríkiskanzlari ber efra skjöld. Podbielski landbúnaðarráðgjafí fellur, * * * þetta sem segir frá um, að Hákon konungur sé komínn til Lundúna, merk- ir upphaf fyrirhugaðrar kynnisfarar hans og drotningar hans á fund ým- issa þjóðhöfðingja álfunnar. Hann byrjar á tengdaföður sínum. Búauppreisnin kemur á óvait, ef hún er almenn og í löndunum, sem Bretar bældu undjr sig fyrir fám ár- um, Transvaal og Oraníu; því stjórnin nýja í Lundúnum var vel við þá og veitti þeim í sumar kost á frjálslegri stjórnarskrá. Búlow fursta, ríkiskanzlaranum þýzka, hefir verið spáð falli f haust hvað eftir annað — talinn valtur í sessi. Nú segir þessi frétt, að hann hafi bor- efra skjöld, en aðalandstæðingur hans fallið. Podbielski var hálíhneykslan- lega við riðinn féglæfra, er upp kom- ust í sumar um mikils háttar menn í nýlendustjórn keisaradæmisins. Keis- ari vildi þó halda honum. Nú hefir þó ríkiskanzlarinn fengið sínu fram- gengt um að hann færi frá völdum. Saltfisksmarkaðiiriim. Um hina miklu verðhækkun á saltfiski erlendÍ8 fyrir nokkrum vikum, þessa sem skýrt var frá þá hér í blað- inu eftir ritsímaskeyti frá Khöfn, er nú skrifað þaðan með s/s Esbjerg, að til- drögin hafi verið þau, að eftir að fiskikaupmannabandalagi í Barcelona hafði lánast í alt vor og sumar að halda verðinu niðri eftir sinni geð þekni, tókst einhverjum spekúlant í Khöfn að selja vestfirzkan farm eða farrna, frá einum kaupmanni þar, töluvert hærra en þeir buðu þetta, Bem ísafold sagði frá 20. f. mán. 91 rm. fyrir Faxafióafisk, en nokkrum rfkis- mörkum minna fyrir annan sunnlenzk- an fisk. þá voru ýmsir hinna fslenzku kaup manna búnir að selja fyrir töluvert minna, og nöguðu sig sárt í handar- bökin, sem ekki var láandi. En nokkrir komust í happið, og hafa grætc svo um munar. Ekki vissu kaupmenn hér í Reykja- vík yfirleitt um þessa verðhækkun fyr en fréttin kom um hana í ísafold. Fengu ekkert skeyti sjálfir, nema ef verið hafa einhverir, sem hafa þá farið dult með það. En svo er hrað skeytasambandinu fyrir að þakka, að ekki er til neins að ætla sér að leyna þess konar. Enda virðist ekki hafa verið neinu að leyna. Heilsuhælisfélag. Syo nefnist félag, er stofnaö var hér í gærkVeldi á fjölmennum borgarafundi 3—400 manna, eftir svolátandi fundar- boði frá 12 Oddfellowum : Ollum ntendur ótti af því, hversu al- geng berklaveikin er orðin hér á landi. Allir skynja, hversu brýna nauðsyn ber til, að riða bót á þessu þjóðarmeini. Aðrar þjóðir hafa sannað, að það er ekki óvinnandi þraut; ráðin eru þau, að reisa heilsuhœli, efla þekkingu á veik- inni meðal almennings og hefta för hennar mann frá manni. En þetta er alt erflðara en svo, að landsstjórn geti ein annað því. Öll alþýða veröur að hefja handa. í öðrum löndum hafa verið stofnuð allsherjarfélög í þessu skyni; þau hafa unnið stórgagn. Nú heflr Oddfellow-félagið hér á landi haft þetta mál til meðferðar, kynt sér alþýðufélagsskap annarraþjóðatil varna gegn berklaveiki og útvegað kostnaðar- áætlun um heilsuhœli hér á landi. Leyf- ir félagið sér að bjóða yður til fundar í Bárubúð þriðjudagskvöld 13. þ. m. kl. 8lli til að ræða um stofnun félags til varna gegn berklaveiki. Fyrir hönd Oddfellow-fél. á íslandi Reykjavík 10. nóv. 1906. Ásgeir Sigurðsson. Björn Jónsson. Einar Árnason. G. Björnsson. Guðm. Olsen. Hannes Thorsteinsson. Hjörtur Hjartarson. Jón Þórarinsson. Klemens Jónsson. Sighv. Bjarnason. Sœm. Bjarnhéðinsson. Þórður Edilonss. FormaðurOddfellowstúkunnar íslenzku, bankastj. Sighv. Bjarnason, setti fundinn með nokkrum orðum um til- gang hans. Því næst var kosinn fundarstjóri skrif- stofustjóri Jón Magnússon og skrifari kaupm. Ásgeir Sigurðsson. Þá flutti settur landlæknir G u ð m. Björnsson mjög fróðlega og áheyri- lega tölu um nauðsyn og nytsemi alls- herjarfólagsskapar hér á landi til varna gegn berklaveiki, h v í t a d a u ð a n u m, sem gerði nú orðið viðlíka usla og svarti dauðinn áður, þótt bægra hefði um sig. Hér hefði verið fremur lítið um veikina fyrir 2 mannsöldrum. Nú orðin mjög algeng, í sumum héruð- um viðlíka og í nálægum löndum, en þar drepur hún eins marga og allir næmir sjúkdómar aðrir samtals, 7. hvert mannsbarn, og 3. hvern mann á aldrinum 15—60 ára. Læknar fyndu nú hér á landi 200—300 nýja sjúklinga á hverju ári. Hér á landi deyja á ári 1400 manns, þar af líklega alt að 150 úr berklaveiki. Mannslífið mikilla peninga virði, auk annars. Norðmenn teldu veiki þessa gera sér 28 milj. kr. beinan skaða á ári. Að jafnri tiltölu yrði tjónið 1 milj. kr. hér. Veikin var áður haldin arfgeng og ólæknandi. Hún er hvorugt. Sótt- kveikjan, sem henni veldur, fanst 1882. Meðal hefir ekkert fundist við henni enn. En ýms þjóðráð hins vegar til að afstýra henni og lækna hana, ef lítt er mögnuð orðin. Fyrir þau ráð hefir hún þverrað um helming á Englandi á 30 árum. Ráðin eru: 1. að fræða almenning um eðli veikinnar; 2. að bæta og auka heimilisþrifnað; 3. að reisa heilsuhæli fyrir berklaveika, — reynslan hefði sýnt, að í þeim batnaði öðrum hverjum sjúk- ling, og fleirum, ef veikin væri tekin nógu snemma, auk þess sem sjúklingar lærðu þar að haga sór svo, að lífi sjálfra þeirra og annarra yrði sem minst hætta búin. Hlutverk fyrirhugaðs félags hér ætti að vera: a) að efla þekking almennings á veik- inni; b) að koma upp heilsuhæli og rekai það. Eftir skýrslum og áætlunum frá Sig- urði lækni Magnússyni, nú undirlækni við Bæjarspítalann í Khöfn, og Hirtí Hjartarsyni trésmið, mundi mega koma upp hæli handa 40—50 sjúklingum fyrir 120 þús. kr. Árskostnaður mundi verða 30—40 þús. Með 1 kr. 25 a. meðgjöf á dag frá sjúklingum gæti hann komist ofan í 16—18 þús. Lægsta árstillag í félaginu hugsað 2 kr., en búist við margföldun á því frá efnamönnum. Með einu 2 kr. tillagi frá hverju heimili á landinu fengjust 20,000 kr. á ári. Landssjóði væri ofætlun að rísa einn undir slíkri stofnun, og landsstjórninni að anna nauðsynlegum framkvæmdum þar að látandi. Þar »þarf saman að vinna vitur stjórn, vel mentaðir læknar og skynsöm alþýða«. Tilætlunin sú, að félagið ætti sér yfir- stjórn hér í Reykjavík, en hefði undir- deildur út um alt land. Oddfellowstúkan hér gæfi fólaginui 1500 kr. í skírnagjóf, af frjálsum fram- lögum innan félags, til þess fyrst og tremst að standast stofnunarkostnaðinn. Guðm. Magnússon læknir studdi mál frummælanda. Hafði hitt sjálfur fyrir 355 berklaveikissjúklinga nýja sína tíð hér. Þeim færi sífjölgandi og þeir væru í öllum sýslum landsins. Misskilningur, að loftslag hér verði þessari veiki. Fyrir- hugað heilsuhæli ætti helzt að vera einnig: hjúkrunarathvarf fyrir ólæknandi fólk. E i n a r ritstjóri Hjörleifsson> kvaðst ætla, að fregnin um stofnun þessa fólags mundi koma eins og sólar- geisli inn í svartnættisskuggsýni, sólar- geisli, sem legði inn á hvert einasta heimili, ekki einungis þeirra, er veikina þefði sjálfir, eða ættu ástvini, er hana hefði, heldur einnig þeirra, er gæti bú- ist við að fá hana, en það vreri öll heimili á landinu, og loks þeirra, er vænt þætti um, að nauðstöddum væri hjálpað; en í einhverjum þeitra 4 flokka væri öll heimili landsins. Þetta líknar- starf mundi verða hið sameiginlegasta áhugamál allrar þjóðarinnar, allra stótta og hinna andstæðustu stjórnmálaflokka.— Eg kom einu sinni, mælti hann, á fá- tækt sveitaheimili, og sá þar 12—13 vetra telpu, sem eg tók eftir að var óvenju-athugul á alt, sem fyrir hana bar, rótt eins og hún vissi sig þurfa að nota vel tæpan tíma, — hún var dæma- laust hvítleit. Hún er brjóstveik, garm- urinn, sagði móðir hennar. Hún hafði heyrt getið um heilsuhæli fyrir brjóst- veikt fólk í öðrum löndum. En hún er nú ekki nema íslendingur, auminginn, bætti hún við; og þá rann út í fyrir henni. Hann vonaði nú, að þessi fólagsskapur yrði til þess, að ekki þyrfti að renna út í fyrir nokkurri móður af sömu ástæðu, og yrði þá þessi dagur (13. nóv.) mikill sæmdardagur íslenzkuro Oddfellowum. Steingr. læknir Matthíasson kvað það eitt hið raunalegasta mótlæti berklaveikra manna, að þeim væri eins og útskúfað öllum frá. Enginn vanda- laus fengist til að hafa þá á heimili. Fyrir því væri sérhæli fyrir þá afar- nauðsynlegt. Jon Ólafsson ritstj. taldi það meðal annars og ekki sízt þcssum félagsskap til ágætis, að hann yrði upp- eldisskóli til aðstoðar læknum í barátt- unni gegn veikinui. Tr. Gunnarsson vildi láta snúa konungsmyndarsamskotunum upp í að- styrkja þennan félagsskap, í minningu hins ástsæla framliðna konungs og nafnii hans til æfinlegrar vegsemdar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.