Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 14
Kóp3vík séð frá hafi. (Ljósm.: Bogi Hinarsson). afli. Oft var aflinn niikill. Einu sínni man ég eftir, að það fengust 700 skeijar í einu plógfari. Þá var gerð tilraun til að veiða kúfisk á djúpmið- um. Ég man nú ekki, hvernig það tóbst, en það var ekki reynt aftur. En kúfiskurinn var ágæt beita fyrir þorsk innfjarða. — Eftir að Einar liafði smíðað fyrsta plóginn og menn sáu,- hvað hægt var að afla á þessa tálbeitu, fengu allir sér plóg í Dölum. Um veturinn voru margir plógar smíðaðir. Og vorið eftir, í vertíðarbyrjun, kom Matthías Ásgeirsson á Baulhúsum yfir í Hringsdal og keypti fyrsta plóg- inn af Einari, en þá var Einar bú- inn að smíða sér stærri plóg. Ég var viðstaddur. þegar Einar afhenti Matt- híasi plóginn, og man, að Einar fór með honum og mönnum hans þangað, sem plægingin hjá okkur Hringsdæl- ingum fór fram, til að sýna þeim út- búnaðinn Eftir þessum plógi smíðuðu svo Norðstrendingar sína plóga. — Það var róið úr hverjum dal í Ketildölum áður fyrr, mest þó kann- ske úr Selárdal. Og áður var róið úr Kópavík. framan í nesinu. Þar mun hafa verið útgerðarstaður frá því um 1500 og til 1870 og af og til nokkru fram yfir síðustu aldamót. Á dögum séra Pá s Björnssonar í Selárdal fór- ust af ofhleðslu í Kóparöstinni tveir áttæringar, sem préstur átti, er voru að koma alfermdir af afla úr Kópa- vík. Og árið 1866 drukknaði Bjarni Simonarson, faðir Markttsar skóla- stjóra Stýrimannaskólans, með tveim- ur sonum sínum og fjórum mönnum 8ðrum, nálægt Kópaflögunni. Hann hafði gert út skip í Kópavík og var að flytja sig þaðan í vertíðarlok. Sumir segja, að hann hafi orðið of sefnn fyrir, en þau álög voru sögð hvíla á Kópavík, að þaðan mætti ekki róa lengur en fram í tólftu viku sum- ars. Bjarni mun hafa komizt í land, því að verskrína hans fannst uppi á grasi með lykli í skránni, sem hún hafði bersýnilega verið opnuð með, og var kaffibollum skipað kringum skrínuna. Bjarni mun hafa drukkn- að við að reyna að bjarga hásetum sínum. Lík hans fannst síðar á reki á Patreksfjarðarflóa, skammt frá Hænuvík. Loft hafði hlaupið í brókar- skálmar hans, og hann þvx ekki getað sokkið, þar sem bróklindinn var fast reyrður um mitti hans. Þessa sögu um drukknun Bjarna hef ég eftir föður mínum, en hann og synir Bjarna sem drukknuðu með lionum, voru nær jafnaldra og kunningjar. Það var í ICópavík, sem menn þeirra Sturlu Sighvatssonar og Órækju börð ust árið 1236, eins og sagt er frá í Sturlungu. Það eru einu vígin, sem sögur fara af í Ketildalahreppi fyrr á öldum, önnur en Hringsvígin. — Þú varst að spyi’ja um Hrings- vígin. Jú, Hringur kom út með Erni, sem Arnarfjörður er kenndur við, og settist að í Hringsdal. Frændi þess manns, sem Hringur hafði drepið úti í Noregi, kom einnig til íslands, og átti bú í Austmannsdal og á Steina- nesi. Hann sat um líf Hrings, og eitt sinn sendi hann flugumenn, sem áttu að drepa Hring. Hringur tók þá höndum og hryggbraut þá á Víghell- unni, sem stendur í túninu á Hrings- dal. Fyrir fáeinum árum fundu vega- bótamenn sverð í jörðu, skammt fyrir utan túnið á Hringsdal, einmitt þar. sem þessir njósnarar hafa farið um. Ég held. að þeir hafi falið svexðið þarna, áður en þeir fóru heim að bænum, og ætlað að grípa til þess seinna. Þetta sverð er núna komið á safnið í Reykjavík. En höldum áfram með söguna. Nokkru seinna þurfti Hringur að senda þræla sína í skóg inn í Trostransfjörð. Til ferða þeirra hefur sézt frá Steinanesi, og þaðan fóru menn a-f stað til atlögu við Hring, sem þeir vissu, að var þá fáliðaður heima. Þeir lentu í hvarfi við Hrings- dal og fóru út með bökkum og upp lág, sem enn er kölluð Ræningja- lág, en þaðan voru um sextíu faðmar að skálanum, sem Hringur bjó í. Hringur hleypur út, þegar hann verð ur ófriðarins var, og ver sig fyrst á grundinni fyrir framan, Hærri bar- dagagrund, sem kölluð er. Síðan hleypur hann niður á mel einn í eitt- hvað 100 faðma fjarlægð, og heitir þar Læ.gri bardagagrund. Þar verst Hringur lengi og hreystilega undir stórum steini, og féllu fyrir honum 12, sumir segja 14, áður en hann varð yfirunnínn. Hann var síðan heygður í Hringshaug, sem er 15— 20 faðma þar frá, sem hann féll. Hrings saga hefur verið til skrifuð áður fyrr. Guðmundur ríki Ólafsson, sem var sannorður maður og ólst upp hjá séra Sigurði á Hrafnseyri. föður Jóns Sigurðssonar, sagði það föður mínum, Boga í Hringsdal og Einari bróður hans, að Hrings saga hefði verið til á Hrafnseyri og geymd þar í altarisskápnum og hann hafði heyrt söguna lesna þar. Auk þess eru sannindi sögunnar studd fornminjum, því að í Hringshaugnum fannst einu sinni sverð. Upp úr því sverði smíð- aði Bjarni Jónasson, afi Margrétar konu séra Böðvars á Hrafnseyri, breddu. og þeir þóttu gróa seint þeir skurðir, sem skornir voru með henni. Svo er líka allt fullt af kennileitum 470 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.