Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 2
cm. á hæð og mjög þreklega vaxinn. Andlit hans var alsett örum eftir stúdentaeinvígi, sem hann hafði háð á háskólaárum sínum. Áður en stríðið hófst hafði hann verið meðeigandi í fyrirtæki í Vín. Hann var einn þeirra, sem tóku þátt í innrásinni í Rússland, en í þeirri herferð hafði hann særzt og verið sendur heim með vitnisburð- inum: „Aðeins hæfur til skrifstofu- vi«nu“. Samt sem áður var hann valinn foringi sérstaks herflokks, sem sam- anstóð eingöngu af SS-mönnum og hafði verið komið á fót í júlí 1943. Herflokkurinn hafði bækistöð sína í Friedenthal við Berlín. Meðal þessara manna var vinur Skorzeny, Radl, sem áðúr er nefndur. Skorzeny ók beinustu leið til Tempelhof, hitti þar Radl og hafði fataskipti. -— Þú verður að sjá um, að allur hérflokkurinn sé reiðubúinn, sagði hann við Radl, — ég hef á tilfinn- ingunni, að nú fái ég að vita, hvers vegna okkur öllum var safnað saman hér svo nálægt Berlín. Skorzeny var eini farþeginn í flug- vélinni. Hann hallaði sér aftur í sæt- inu og horfði niður yfir Beriín. Þessi flugvél var aðeins notuð til þess að flytja háttsetta nazistaforingja, en nú flaug hún með hann áleiðis til aðal stöðva Hitlers. Hann hugleiddi, hvað framundan væri. Hann hafði aldrei séð Hitler nema í fjarlægð og aldrei reiknað með því að standa augliti til auglitis við hann. Hann vissi held- ur ekki, hvar aðalstöðvar „foringjans“ voru. Það vissu fáir. En það orð lék á, að þær væru á austurvigstöðvun- um. Fólk skyldi vita, að „foringinn" var þátttakandi í hættum og erfiðleik um þjóðar sinnar! Flugvélin flaug yfir Austur-Prúss- land til Rasenburg og lenti þegar komið var undir kvöld, á litlum flug- velli, þar sem bíll beið hans. Aðalstöðvarnar litu ekki út eins Þegar Mussolini varrænt SS-herforinginn Otto Skorzeny hafði eytt orlofi sínu í október í Berlín. Þetta var árið 1943. Hann hafði borð- að miðdegisverð borgaraklæddur á hótel „Eden“ með vini sínum. Þeir sátu í makindum og töluðu saman yfir kaffinu, þegar Skorzeny fann skyndi- lega til óskiljanlegs taugaóstyrks. — Afsakaðu andartak, sagði hann við félaga sinn, gekk að nálægum símklefa og hringdi til herbúðanna í Friedenthal. — Er nokkuð sérstakt á seyði? spurði hann i simtólið. — Nokkuð sérstakt, át röddin í símanum upp eftir honum. Við höf- um leitað að yður um alla Berlín undanfarna tvo tíma. Þér eigið að mæta í aðalstöðvum Hitlers samstund- is. Flugvélin fer frá Tempelhof stund- víslega klukkan 17. Skorzeny leit á klukkuna. Hann hafði ekki tíma til að fara aftur til herbúðanna í Friedenthal, þar sem einkennisklæðnaður hans var, hringdi þess vegna til vinar síns, Radl, sem var í herbúðunum, og bað hann um að senda einkennisbúninginn án tafar til flugvallarins í Tempelhof. Skorzeny var 31 árs að aldri, 195 og Skorzeny hafði gert sér í hugar- lund. Þær voru ekki neðanjarðar- loftvarnarbyrgi, heldur aðeins nokkr- ir trébraggar, sem voru vel faldir í þéttum skógi. Trén og voldug net skyggðu alveg á þá, svo að ógerningur var að koma auga á þá úr lofti. Staður inn var umgirtur mörgum loftvarnar- skotvígjum, margfaldri gaddavírsgirð ingu og fjölda varðmanna. Aðstoðarforingi tók á móti Skorz- eny og visaði honum inn í viðkunnan- lega biðstofu, þar sem hann var kynnf ur fyrir fimm öðrum liðsforingjum. Þeir voru allir hærra settir en hann 458 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.