Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1963, Blaðsíða 11
sex þeirra mynduð og beðin geisluð í gegnum myndirnar í tvo mánuði í Delawarrstofnunnni, síðan vair 91 blómkálsplöntum plantað í beðin. Tilrauninni lauk, þegar frost og snjór höfðu stanzað allan vöxt. Niðurstaðan var sú, að pl'önturnar í geisluðu beðunum voru 81% þyngri en hinar. Og 1955 voru gerðar sams konar tiiraunir á mörgum ólíkum stöðum, svo sem Fife í Skotlandi, Yorkslhire, Shropshire, Cheshire, Gloucestershire og D'ublin Country. — Árangurinn á þessum stöðum var mjög góður. í öllum þessum tilraun- um voru beðin geisluð í gegnum myndir á stofnuninni í Oxford. Enn er þó of snemmt að setja fram nokkra almenna kenningu varðandi þessar tilraunir, segir Poul Goos, — tilraununum er enn haldið áfram við hin ólíklegustu skil'yrði jarðvegs og loftslags. — Þannig var tii dæmiis gerð svipuð tilraun á fimm elcru tóbaks-búgarði í Rhodesíu í Afríku. í því tilfelli voru ekki notaðar mynd- ir, heidur voru tekin jarðvegssýnis- horn með rúmlega 3 metra millibili og þau send til Oxford. Þar voru geislar látnir verka á þessi sýnishorn, og árangurinn varð nærrkþví allt of kröftugur, því að tóbaksplönturnar í Rihodesiu blómstruðu miklu fyrr en á öðrum búgörðum, — og það var ekki svo gott, því að það eru blöðin, sem sótzt er eftir, en ekki blómin! — Tilraunin sem slik var þó mikiis virði, því að hún sýndi, að geisla- verkan á lítil jarðvegssýnishorn frá Rhodesíu, orsakiaði vöxt á þessum fjarlæga stað. Þessi tilraun, auk margra annarra, sem hafa verið gerðar í „Homeotron- ic Msmorial Foundation" í Newport í Pennsylvaniu, virðist taka af allan efa um, að samband sé milli lífvera og ljósmynda af þeim. Þar hafa menn til dæmis meðhöndlað með þessum hætti 30.000 ekrur sjúkra og smitaðra trjáa. Samkvæmt kenningum de la Warrs stafaði sýki plantnanna og trjánna af rangri bylgjutiðni á orku- sviði þeirra-. — Voru því teknar loft- myndir af svæðinu og réttri geisla- hylgjutíðni beint að myndunum með þeim árangri, að hægt var að sanna betra ástand trjánna. Þessar tilraun- ir í Bandaríkjunum eru sjálfstæðar. ekki fnamkvæmdar af Delawarrstofn- uninni og hafa því mikla þýðingu. Á mörgum stöðum um allan heim eru þessar landbúnaðartilraunir fram kvæmdar nær ósjálfrátt og án þess að nienn leiði hugann að því, að hér er á ferðinni fyrirbrigði, sem virðist ganga kraftaverki næst. Þessar til- raunir eru geysimikilvægar, því að þær auka hinar sterku líkur fyrir því, að jafnvel hinn minnsti hluti lifandi veru, manns, dýrs eða plöntu sé i stöðugu og óbreyttu sambandi, gegn um hin margbrotnu orkusvið sín, við hluta eða jafnvel aðeins myndir af þes'su óefnislega sviði, hvar sem þær kunna að vera niðurkcmnar á hnett- inum. Þessar bandarísku tilraunir eru gerðar með tækjum, sem að ytra útliti og sennilega einnig að innri gerð minna á frumstæðari gerðir tækja de la Wairs. Þau voru gerð 1946 og á undanförnum árum hafa 120 búgarðar fengið akra sína og tré meðhöndluð úr fjarlægð. Þannig hafa ytfir 23.000 ekrur verið meðhöndlað- ar með fjar-geislum og 80% allra tiÞ raunanna neppnazt. Forstjóri „Homeotronic Memorial Foundation“ skrifar Delawarr-stofn- uninni eftirfarandi; Margar tilraun- ir hafa verið gerðar í fimm ríkjum, og samningar við bændurna hafa gengið út á minni háttar borgun sem sönnun fyrir því, að tilraunirnar hafi heppnazt. Heppnuðust þær ekki, skyldu þeir ekki greiða neitt. í Kali- forníu voru 4700 ekrur meðhöndlað- ar. Tilraunin heppnaðist fullkomlega og var greidd samstundis. í Texas og Arizona voru 15.000 ekrur meðhöndl- aðar með góðum árangri. Stærsta svæðið, sem meðhöndlað var, var „Cartaro Management Company“, og þar spöruðu ánægðir eigendur yfir 90.000 dollara, þar sem að kom í ljós, að alger óþarfi var að sprauta svæð- ið, sem geislað var, með skordýra eitri. Forstjóri þessa fyrirtækis hef- ur sjálfur lagt fram skriflegt vottorð um, að hann sé ánægður með fjar- geislunina. Umfangsmeiri tilraunir hafa síðan verið gerðar í Maryland. Pennsylvania, Florida, New Jersey og Ohio. í þessum tilfellum var bæði um að ræða tré og akra, sem höfðu fengið smitandi og banvæna plöntu- sjúkdóma. í hverju einasta tilfelli hafa trén og plönturnar ekki aðeins orðið heilbrigð, heldur líka fengið mótstöðuafl, sem stundum hefur dug- að til fimm ára. Tré í nágrenninu, sem ekki fengu fjargeislameðhöndl- un, dóu eða stórskemmdust. Myndir, heldur forstjórinn áfram, sem teknar eru með venjulegum hætti, taka við orkumunstri þess, sem þær eru af, og síðan er hægt að nota þær til að „endurvarpa" til hinna einu mögulegu móttakenda, þ e. trjánna og plantnanna, sem orku- mustrin tilheyra . . . Ekki er ástæða til að taka meira úr bréfi forstjórans, sem Poul Goos birtir í bók sinni. En hvað segir landbúnaðarráðu- neyti Bandaríkjanna? Ekki eitt orð! — Það þorir það nefnilega ekki með tilliti til milljóna- auðhringa, sem selja eiturpúður, sprautuvökva og annað því líkt, — segir Poul Goos. Auk þessa, sem hér hefur verið getið, má nefna, að de la Warr hefur búið til sérstaka myndavél, sem not- uð er til að finna eitthvert ákveðið efni á vissu svæði. Segjum til dæmis að finna eigi úraníum. Þá flýgur flug- vél yfir svæðið, tekur myndir, sem síðan eru stækkaðar, settar í leitar- tæki de la Warrs, sem þá gefur end- urverkun frá þeim stað á myndinni, sem viðkomandi efni er -— sé það að finna á svæðinu á annað borð. Allt þetta er hægt að meta til f jár, segir Goos, og þess vegna virðist það, eins og á stendur, færa mesta mögu leikana á því, að áhugi vakni á starfi de la Warrs. En eru þetta ekki aðeins smániunir miðað við hina læknjs fræðilegu möguleika, sem uppgötv- anii hans virðast bjóða heim? — eða þá hina eðlisfræðilegu og heimspeki- legu? — segir Poul Goos. Hér verður látið 'staðar numið að segja frá starfi de la Warrs, sem óneitanlega — ef rétt er frá skýrt — opnar víða sýn inn í það ævintýri, sem á sér stærri heim en svo, að veruleiki þessa dags eða morgundags- ins rúmi það allt. Heimild; Pou'l Goos — Hinesides vor’ verden; Strubes Forlag, Köbenhavn 1960. (B.S. þýddi og endursagði). «_• -• • »K>®V>«c>®o*o® >« 28 •0®0®0®0®0®0®0®0®0®0®ð LESANDI GÓDUR! Ef þér hafií lifatS sögulega §i og óvenjulega atburÖi, o® •o ss ss ss sem ytSur dytti í hug §•; aÖ færa í letur ein- hverja kvöldstund, á slíkt efni hvergi betur heima en í Sunnudags- blaíi Tímans. Þar i; | munu slíkar frásagnir i* 'pr varÖveitast um aldur p ;i og ævi. Þúsundir -i °* 25 manna halda hlaÖinu :• o* | saman, og meÖ tíman- | | um verÖur þaÖ dýr- mætt safnrit. .•o«o»o«'-*'>«'>*o«o*o*n»n»o»-.»^*o*o»o»o»o«n®n*'->vT io#o®o#o*o«o*o«o«o»ð#o#o#o*o«p«o®o®:>»o«o*j«o«.>« £ T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 467

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.