Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 12

Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 12
Nokkur öflugustu fyrirtæki landsins hafa ekki átt símstöð í tvö ár Á þeim tveimur árum sem Síminn hefur boðið upp á Centrex til að einfalda og samhæfa símnotkun milli starfsmanna hafa yfir 200 fyrirtæki tekið Centrex í sína þjónustu. Meðal kosta Centrex Heldur utan um alla símnotkun fyrirtækisins. Fyrirhöfn við rekstur eigin símstöðvar úr sögunni. GSM símar starfsmanna hluti af innanhúskerfi fyrirtækja. Símkerfi óháð staðsetningu. Fast mánaðargjald. 800 4000 - siminn.is     &' '()* *+,- & &' . )//,*                                 !" #$   "#$ %&&%$' "'(%$) + 01'*/ .-2. 3'4/&' . %$) "$( "#' %#$ /'567*1.   $$ 03, 37.8.* *'4. -6'*5'9+/3'4/&' . Nýherji er hvorki stórt néáberandi fyrirtæki áhlutabréfamarkaðnum ogtíðindi af því á þeim markaði eru yfirleitt ekki mikil. Að undanförnu hafa hins vegar orðið athyglisverðar breytingar hjá félaginu og snerta þær eign- arhald þess. Fram til loka janúar á þessu ári voru stærstu hluthafar Nýherja sjóðir í vörslu KB banka sem sam- anlagt áttu 22,6% í félaginu. Næst kom félagið Vogun hf. með litlu minni hlut og í þriðja sæti voru Sjóvá-Almennar tryggingar með tæp 11% hlutafjárins. Í lok janúar gerðist það að sjóðir KB banka fóru að mestu út úr Nýherja þeg- ar þeir seldu um fimmtung í félag- inu. Athyglisvert var að kaupend- ur voru annars vegar félagið sjálft, sem eftir kaupin á 9,99% í sjálfu sér og hins vegar forstjóri félagsins. Hann keypti um 13% hlutafjárins en hefur selt megnið af því áfram til annarra stjórn- enda félagsins og stórra hluthafa. Forstjórinn, Þórður Sverrisson, og félag hans eiga nú samtals rúmlega 4% hlutafjárins. Í byrjun þessarar viku urðu aft- ur stór viðskipti með Nýherja þegar Sjóvá-Almennar trygging- ar seldu félaginu Áningu nær all- an eignarhlut sinn. Áning átti ekk- ert fyrir en er nú þriðji stærsti hluthafinn með 9,85%, en einungis Nýherji sjálfur og Vogun eiga stærri hluti. Það sem aðallega vakti athygli við þessi viðskipti er að eigendur Áningar eru forstjóri og stjórnar- formaður Nýherja, auk Einars Sveinssonar, formanns bankaráðs Íslandsbanka og hluthafa í Ný- herja. Stjórnarformaður Nýherja, Benedikt Jóhannesson, sem sjálf- ur á tæplega 5% hlut í félaginu, er jafnframt varaformaður stjórnar Sjóvár-Almennra, en það félag er sem kunnugt er að fullu í eigu Ís- landsbanka. Viðskiptin í janúar og viðskiptin nú fóru fram á sama gengi, 8,9, sem er í samræmi við gengið á markaðnum. Hægt er að velta upp ýmsum hugsanlegum skýringum á þeim breytingum sem orðið hafa á eign- arhaldi félagsins á þessu ári. Lík- ur eru á því að sjóðir KB banka hafi viljað losa stöður sínar, en þeim söfnuðu þeir fyrir um tveim- ur árum, enda getur verið óþægi- legt fyrir sjóði að eiga svo stórar stöður í félagi á borð við Nýherja þar sem seljanleiki hlutabréfanna er lítill. Viðskipti með bréf félags- ins eru að meðaltali eitt til tvö á dag og erfitt að losna við stórar upphæðir án þess að það hafi áhrif á verðið. Þetta er líklega hluti af skýringu þess að félagið sjálft og forstjóri þess grípa inn í og kaupa bréfin af sjóðunum. Forstjórinn miðlar stærstum hluta bréfanna áfram en félagið á eins mikið í sjálfu sér og það má lögum sam- kvæmt. Með þessu móti er komið í veg fyrir að verðið lækki á mark- aðnum og sambærilegar aðgerðir eru út af fyrir sig ekki óþekktar, en eru ef til vill þeim mun mik- ilvægari eftir því sem seljanleiki bréfanna er minni. Sala Sjóvár-Almennra til Án- ingar í þessari viku er síður aug- ljós þar sem áhrifamenn í Sjóvá- Almennum kaupa af því félagi. Ef til vill er hugsunin þó svipuð og í viðskiptunum í janúar. Þegar forstjóri, stjórnarfor- maður og stórir hluthafar kaupa jafnmikið í félagi á jafnskömmum tíma og gerst hefur í Nýherja er hins vegar ekki við öðru að búast en þeirri spurningu sé velt upp hvort ætlunin sé að taka félagið af markaði. Forstjóri félagsins hefur ítrekað svarað þeirri spurningu neitandi og ekki verður það svar dregið í efa hér. Annar möguleiki er að stjórn- endur og helstu hluthafar félags- ins hafi, auk þess að styðja við hlutabréfaverðið, viljað tryggja ákveðinn stöðugleika í eignarhaldi félagsins. Í stóru viðskiptum árs- ins hafa rúmlega 30% hlutafjár skipt um hendur og svo stór hlut- ur er óneitanlega áhrifahlutur í fé- laginu og hefði getað sett valda- hlutföll í því í uppnám. Varðstaða um Nýherja Innherji skrifar Innherji@mbl.is J ón Þórisson hóf störf hjá Iðn- aðarbankanum, sem síðar rann inn í Íslandsbanka, haustið 1984 og steig þar sín fyrstu spor í víxladeildinni. Á tuttugu árum vann hann sig upp í að stýra útibúasviði Íslandsbanka og eftir nýkynntar breytingar á yfirstjórn Ís- landsbanka gegnir Jón nú starfi ann- ars tveggja aðstoðarforstjóra bankans og ber hann ábyrgð á viðskiptabanka- starfsemi auk þess að vera staðgengill forstjórans. „Þetta er heimur sem ég hef hrærst lengi í þrátt fyrir að ég sé bráðungur,“ segir Jón. Hann segir það hafa verið lán sitt að lenda í „vist“ hjá góðu fólki og á þá við fólk sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina. Þessir ein- staklingar segir hann að hafi hver með sínum hætti haft áhrif á hann og átt þátt í að móta hann sem stjórnanda. Um ástæðu trúmennsku hans við bankann segir hann að þannig hafi ávallt háttað til að með reglulegu milli- bili hafi hann fengið að takast á við ný verkefni og aukna ábyrgð, því hafi ekki skapast neitt tilefni til að leita annað. Þegar Jón hóf störf í bankanum var hann með stúdentspróf upp á vasann en fyrir nokkrum árum bætti hann við sig rekstrar- og viðskiptafræðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Gallalaus húmoristi Fyrrverandi og núverandi samstarfs- og samferðafólk Jóns segir hann traustan, jákvæðan og glaðværan. Hann er sagður hafa þægilega nær- veru, góðan húmor og einstaka frá- sagnargáfu. Samstarfsfólki hans í gegnum tíðina hefur fundist gott að vinna með honum, segir hann banka- mann fram í fingurgóma, ákaflega þjónustulundaðan og hann vaxi með hverju verkefni. Hann eigni sér ekki verk annarra og eigi auðvelt með að fá fólk með sér. Það sem einna helst er talið honum til vansa er að hann vilji stundum ganga of langt í að leysa vanda allra og hann leggi heldur mikið á sig til að halda öllum góðum. Þetta geti þó bæði talist til kosta og galla. Einnig geti borið á fullkomnunar- áráttu en nokkrir áttu í miklum erf- iðleikum með að koma auga á galla í fari Jóns. Hann er sagður afkastamik- ill og fljótur að tileinka sér hluti, finna út það sem máli skiptir og týnast ekki í smáatriðum. Tóm lygi „Þetta er allt tóm lygi,“ eru fyrstu við- brögð Jóns við lýsingunni og hann þykist í glettni ekki kannast við neitt af þessu. Að öllu gamni slepptu segist hann tæplega geta tekið undir að hann eigi það til að ganga fulllangt í að leysa allra vanda. „Það er nú samt þægi- legra að geta leyst málin þannig að sem flestir geti sætt sig við niðurstöð- una. En stundum þarf maður að taka ákvarðanir sem fólk er ekki ánægt með. Ég þarf þó að sjá til þess að það mikla hæfileikafólk sem vinnur með mér sé sátt við það umhverfi sem ég á þátt í að búa til. Það er leiðarljósið í þessu.“ Hvað varðar húmor hans og glað- værð segist Jón gera sér far um að hafa gaman af því sem hann fæst við hverju sinni. „Þó svo að verkefnin séu misjafnlega skemmtileg, á maður að reyna að sjá ljósu punktana í því öllu og hafa svolítið gaman af þessu. Okk- ur veitir ekkert af því.“ Hann vill heldur kalla sig bissness- mann en bankamann. Kvittar þó und- ir að hann sé þjónustulundaður en um fullkomnunaráráttuna segir hann að sér líði betur vitandi af því að það sem frá honum fari sé í lagi „en ég held ég viti líka hvenær á að hætta lagfær- ingum. “ Sá galli sem Jón nefnir á sjálfum sér er að hann eigi til að keyra mál fram af heldur mikilli hörku. „Mér hættir þá til að halda mönnum aðeins of stíft við efnið. Ég heyri meira að segja stundum kvartað yfir þessu heima fyrir. Ef ég kem auga á eitt- hvað sem þarf að gera þá þarf það að gerast strax. Ég er að reyna að vinna í þessu en þetta getur eflaust verið nokkuð þreytandi.“ Bond í uppáhaldi Jón er kvæntur Margréti Sigurð- ardóttur, sem starfar hjá Morg- unblaðinu, og eiga þau dóttur á átt- unda ári, Helenu Margréti. Jón segir símann gjarnan ræna hann þeim fáu tómstundum sem gefast en fjöl- skyldan reyni að ferðast um landið þegar færi gefst og Jón hefur gaman af tónlist og kvikmyndum. „Ég er eig- inlega alæta á tónlist nema hvað mér líkar ekki þungarokk. Kvikmynd- irnar eru annað áhugamál og þær þurfa ekki endilega að standast fag- urfræðilega skoðun. Ég hef líka gam- an af að gleyma mér bara yfir ein- hverju sem skilur ekki mikið eftir sig, í sérstöku uppáhaldi hjá mér í þeim efnum er James Bond. Svo er líka gaman að sjá myndir sem brjóta blað í kvikmyndasögunni.“ Glaðvær og afkasta- mikill bissnessmaður Jón Þórisson, aðstoð- arforstjóri Íslands- banka, hefur á 20 ár- um unnið sig upp af „gólfinu“. Soffía Har- aldsdóttir bregður upp svipmynd af Jóni. SVIPMYND Morgunblaðið/Sverrir Jákvæður Jón segist reyna að sjá ljósu punktana í misjafnlega skemmti- legum verkefnum og hafa gaman af þeim. soffia@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.