Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 9

Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 C 9 NVIÐSKIPTI  Fjármálaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík verður opnuð með formleg- um hætti í dag. Jóhannes Sigurðsson hrl. hefur verið ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar. Hann hefur starfað hjá HR frá áramótum en var áður m.a. sérfræðingur á sviði fjármálaþjónustu hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel. Jóhannes segir að stofnunin sé hugs- uð til þess að mæta ríkri þörf á að skýra reglur á sviði fjármálaréttar og upplýsa þátttakendur á fjármála- markaðnum, fjármálafyrirtæki, fjár- festa og eftirlitsaðila, um lagaum- hverfið. „Mikil þróun á sviði fjármálaréttar- ins hefur átt sér stað alveg frá því á seinni hluta áttunda áratugarins og nú erum við fyrst komin með heildstæða og nútímalega löggjöf á þessu sviði,“ segir Jóhannes. „Það vantar hins veg- ar að skýra þessa löggjöf betur. Það liggur til dæmis fyrir að Fjármálaeft- irlitið er nýlega komið með ríflegri heimildir til að fá menn til að fara eftir reglunum, m.a. heimild til að sekta. Þá er auðvitað alveg nauðsynlegt að þeir aðilar, sem eru á markaðnum, viti hvernig þeir mega hegða sér; hvað reglurnar leyfa og hvað er bannað.“ Merki um að FME hyggist beita sér meira Jóhannes bendir á nýleg álitaefni vegna innherjaviðskipta m.a. í Skelj- ungi og Eimskip. „Það eru mjög margir óvissuþættir í þeim efnum, hvenær menn mega kaupa og hvenær ekki. Þarna eru merki um að Fjár- málaeftirlitið hyggist fylgja reglum um innherjaviðskipti fastar eftir. Það er eðlileg þróun, sem við höfum séð á öðrum réttarsviðum, t.d. í samkeppn- isrétti. Þar voru eftirlitsyfirvöld fram- an af fremur aðgerðalítil, þangað til ákveðin breyting varð í lagaramman- um og byrjað var að beita sektum, t.d. í grænmetismálinu og Skífumálinu. Það má búast við svipaðri þróun í fjár- málageiranum; að þegar eftirlitsaðil- inn fer að beita sér fara menn að átta sig á því að það þarf að hafa skýra túlkun á þeim reglum sem gilda og átta sig á því hvað má og hvað ekki.“ Aukin þátttaka banka í atvinnurekstri Jóhannes segir að þátttaka fjármála- fyrirtækja í atvinnustarfsemi hafi aukizt mjög á undanförnum árum, bæði vegna eignarhalds þeirra á öðr- um fyrirtækjum, lánveitinga og ráð- gjafar um endurskipulagningu fyrir- tækja, samruna og kaup. Fjármálafyrirtækin og það breytta umhverfi, sem þau starfi í, sé því að sumu leyti drifkraftur þeirra miklu breytinga, sem átt hafi sér stað í ís- lenzku atvinnulífi. „Krafan um hagnað í rekstri fyrirtækja hefur leitt til mik- illar hagræðingar en líka hættu á að menn tefli á tæpasta vað til að ná markmiðum um hagnað. Þá er eins gott að menn viti skýrlega hvaða regl- ur gilda og eins að stjórnvöld og eft- irlitsaðilar séu með það alveg á hreinu hvar línan liggur,“ segir hann. Gagnabanki um fjármálarétt Jóhannes segir að Fjármálaréttar- stofnunin muni ná markmiðum sínum með ýmsum hætti, fyrst og fremst með grunnrannsóknum. Áformuð sé útgáfa rits um verðbréfamarkaðsrétt á þessu ári. Jafnframt séu hafnar rannsóknir á heildarregluverki EES- samningsins um fjármálaþjónustu. Þá verði haldnar ráðstefnur og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir, sniðin að þeirra þörfum. Á heimasíðu stofnun- arinnar sé ætlunin að hafa aðgengi- legt yfirlit um réttarheimildir í fjár- málarétti og í fyllingu tímans verði tekið saman yfirlit um dóma og fræðiskrif á þessu sviði, þannig að til verði heildstæður gagnabanki. Aðspurður hvernig stofnunin verði fjármögnuð segir Jóhannes að fengn- ir verði kostunaraðilar að verkefnum, sem þeim þyki áhugaverð, einnig muni stofnunin taka að sér einstaka þjónusturannsóknir fyrir stofnanir og fyrirtæki, sem tengist þeim verk- efnum sem hún starfi að. Í stjórn Fjármálaréttarstofnunar- innar eru Aðalsteinn Jónasson hrl. og lektor við HR, formaður, Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, og Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar HR. Auk Jóhannesar starfar Þórólfur Jónsson hrl. sem sérfræðingur við stofnunina. Þörf á að skýra reglur um fjármálamarkaðinn Fyrsta íslenzka rannsóknastofnunin í fjármálarétti stofnsett Morgunblaðið/Ásdís Strangara eftirlit Heimildir FME til að beita viðurlögum eru orðnar ríflegri og þá þurfa menn að vita hvað má og hvað ekki, segir Jóhannes Sigurðsson. ATVINNA mbl.is Frá hugmynd að fullunnu verki Katlaþjónusta H ön nu n: G ís li B . markmiðmitt er aðnábetri árangri Hjá Eignastýringu Íslandsbanka vinna peningarnir fyrir þig Til að góður árangur náist í fjárfestingum í hlutabréfum og skuldabréfum er nauðsynlegt að fylgjast vel með. Sífellt fleiri kjósa að nýta sér þekkingu fagfólks við að ávaxta peninga. Eignastýring Íslandsbanka býður vandaða þjónustu við að ávaxta og byggja upp verðbréfaeign þína. Hver sem þín fjárhagslegu markmið eru þá hjálpum við þér að ná þeim.Fít o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.