Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI Pappírstætarar margar stærðir og gerðir. Plasthúðunarvélar fjölbreytt úrval. Járngorma innbindivélar margar stærðir og gerðir. ÞEKKING • GÆÐI • ÞJÓNUSTA Úrval gólfþvottavéla Vatnagarðar 14 - 104 Reykjavík Sími: 544 2130 Fax: 544 2132 Allar stærðir af gólþvottavélum frá COMAC Úrval gólþvottavéla, iðnaðarryksuga og bónslípivéla frá Nilfi sk Mikið úrval ræstingavéla, ásamt bóni og hreinsiefnum frá Pioneer 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s B ill Grimsey stýrir Big Food Group, einni stærstu smásölu- og heildsölukeðju í Bret- landi, en Baugur Gro- up á 22% hlut í fyrirtækinu. Big Food Group var sett saman árið 2000 úr matvörukeðjunni Iceland og heildsölunni Booker, sem selur mest til minni verslana og veit- ingastaða. Verslanir Iceland-keðj- unnar eru 760 og viðskiptavinir hennar eru 3,5 milljónir á viku. Í Booker-keðjunni eru 180 verslanir og hún er með 400.000 smærri verslanir og veitingastaði í viðskipt- um. Velta Big Food Group er um 5 milljarðar punda, um 660 milljarðar króna, og skiptist þannig að velta Booker er um 3,5 milljarðar punda og velta Iceland um 1,5 milljarðar punda. Að sögn Grimsey er breski mat- vælamarkaðurinn í heild um 110 milljarðar punda, nær 15.000 millj- arðar króna. Keðjan Tesco sé lang- stærst á markaðnum með 27% hlut- deild. Næstar komi Asta, Morrison og Sainsbury, en sú stærsta þeirra sé með innan við 20% hlutdeild á markaðnum. Í fimmta sæti, en tölu- vert fyrir neðan þessar fjórar, sé Big Food Group. Stærstir í kókdósum „Árið 2001, þegar ég kom að rekstrinum, voru skuldir fyrirtæk- isins 600 milljónir punda og reksturinn stóð ekki undir því. Bankarnir voru þess vegna í raun við stjórnvölinn. Við endurfjár- mögnuðum fyrirtækið árið 2002 og skuldir þess eru nú um 270 milljónir punda. Við skiptum um stjórnendur og hófum að fjár- festa í rekstrinum til að auka framleiðnina,“ segir Grimsey. Hann segir að Baugur hafi á þessum tíma verið byrjaður að fjárfesta í Bretlandi og hafi hagn- ast vel á fjárfestingu í Arcadia. Baugur hafi áttað sig á því að stofnanafjárfestar í Bretlandi hafi vanmetið Big Food Group þannig að Baugur hafi keypt um 22% í fyrirtækinu á mjög góðu verði. Meðalverðið hafi verið um 42 pens, en nú sé verðið um 135 pens. Grimsey segir að Iceland sé í öðru sæti í sölu á frosnum mat- vælum í Bretlandi með 17% markaðshlutdeild og sé leiðandi í mörgum vöruflokkum. Fyrirtæk- ið hafi því mikinn styrk í inn- kaupum. Hann segir verslanir fyrirtækisins vel staðsettar og að helstu viðskiptavinirnir séu mæð- ur með tvö börn sem séu að leita að hagstæðum matarinnkaupum. Hann segir Booker vera stærsta kaupanda að kóki í dós- um í Bretlandi og fyrirtækið sé annar eða þriðji stærsti við- skiptavinur margra stórra þekktra framleiðenda. Hann segir Booker veita litla kaupmanninum á horninu þjónustu og sú tegund verslunar fari vaxandi í Bretlandi. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafi risaverslanir fyrir utan bæina verið mjög vinsælar og séu reyndar enn. Smekkur fólks hafi hins vegar breyst og nú sé tíminn mikilvægur fyrir ungu mæðurnar með börnin tvö. Flestir vinni lengur en áður og þess vegna sé að verða vinsælla að kaupa tilbúna rétti á leiðinni heim úr vinnu í stað þess að fara í stóra innkaupaleiðangra í risavaxnar verslanir. Grimsey segir Iceland vera framarlega í að uppfylla þess- ar nýju þarfir. Tesco langstærst Tesco er að sögn Grimsey lang- stærsta fyrirtækið á breska mat- vörumarkaðnum. Það sé einnig út- breitt erlendis og vaxi til dæmis hratt í Austur-Evrópu og Austur- löndum fjær. Tesco stefni hraðbyri í að verða alþjóðlegt fyrirtæki sem geti tekist á við Wal Mart á alþjóð- legum markaði. Tækifæri Tesco til að vaxa í Bretlandi með fleiri stórmörkuðum eru að sögn Grimsey ekki mikil nú- orðið. Fyrirtækið sé því að leita leiða til að vaxa með smærri versl- unum. Það kaupi litlar keðjur minni verslana og setji merki sitt á þær og kalli þær Tesco-express. „Við gerum allt sem við getum með vís- an til reglugerða og laga til að stöðva þessa þróun. Ástæðan er sú að Tesco hefur 27% hlutdeild á heildarmarkaðnum og í Bretlandi rannsaka samkeppnisyfirvöld alla sem vaxa yfir 25% af markaðnum, því sú stærð sé ekki endilega neyt- endum til hagsbóta til lengri tíma litið,“ segir Grimsey. Hann bætir því við að árið 2000 hafi starfs- aðferðir stórmarkaða í Bretlandi verið rannsakaðar og niðurstaðan verið sú að starfsaðferðirnar hafi verið eðlilegar. Um leið var nið- urstaðan sú að markaðurinn væri tvískiptur, annars vegar verslun í stórmörkuðum og hins vegar í smærri verslunum. Gæta hagsmuna einyrkja „Tesco er núna að vaxa inn á smærri markaðinn með þeim rök- um að þeir hafi aðeins 5% hlutdeild á þeim markaði. En þeir nýta sér mikinn styrk sinn í innkaupum á þessum markaði. Við leggjum mikið á okkur til að reyna að breyta þessu. Þetta er okkur mikilvægt því að Booker byggir afkomu sína að miklu leyti á sölu til smærri versl- ana,“ segir Grimsey. Hann segir um 1.300 sjálfstæða verslunareig- endur reka verslanir undir nafninu Premier í samstarfi við Big Food Group og fyrirtækið vinni að því í samstarfi við stjórnvöld að gæta hagsmuna þessara einyrkja. Grimsey segir verðsamkeppnina á breska matvörumarkaðnum fara mjög harðnandi. Morrison hafi lækkað verð hjá sér og hinir, þar á meðal Tesco, þurfi að fylgja á eftir. Fyrirtækið Verdict, sem stundi rannsóknir, hafi nýlega gefið út skýrslu þar sem fram komi að verð á breska matvælamarkaðnum muni lækka um 1% á þessu ári. Þetta verði fyrirtækjunum erfitt. Fólki, þar með viðskiptavinum, fjölgi ekki, og kostnaðurinn vaxi um 3% á ári, en hann skiptist milli launa og hús- næðis. Til að bregðast við þessu þurfi fyrirtækin að ná til sín fleiri viðskiptavinum, auka álagningu eða auka hagkvæmni í rekstri með betri nýtingu á tækni og fjárfest- ingu. Nú sé til dæmis unnið að því að auka upplýsingaflæði milli fram- leiðenda og Big Food Group, til að framleiðendurnir geti fylgst með birgðunum, og þannig sé unnt að auka hagkvæmni á þessu sviði. Metur framlag Baugs Um samskiptin við Baug segir Bill Grimsey að þau séu mjög jákvæð. Hann ræði viðskiptin við Baug á formlegum fundum tvisvar á ári eftir birtingu afkomutalna og þar fyrir utan sé hann nokkuð oft í sambandi við stjórnendur Baugs. Utan hinna formlegu funda megi þeir ekki ræða í smáatriðum um reksturinn þar sem Baugur sé ekki innherji og eigi ekki mann í stjórn, en þeir ræði stöðuna á markaðnum vítt og breitt. Grimsey segir Baug hafa góðar hugmyndir fram að færa um reksturinn, hann meti framlag Baugs æ meira og tengslin við Baug vaxi jafnt og þétt. Hann segir menn hafa orðið hissa á því þegar fór að sjást til Baugs á breska markaðnum vegna kaup- anna og sölunnar á Arcadia, sem hafi verið vel tímasett. Nú séu þeir sem fjalli um viðskipti og starfi við smásölu hins vegar búnir að átta sig á því að Baugur hafi mikla þekkingu á smásölumarkaðnum og séu farnir að bera virðingu fyrir fyrirtækinu. Grimsey segist telja Baug hafa staðið sig mjög vel í fjár- festingum og stórir breskir stofn- anafjárfestar gætu lært af Baugi. Baugur hafi hrist upp í markaði sem hafi verið orðinn of þunglama- legur. Reyna að hindra vöxt risans á markaðnum Morgunblaðið/Eggert Breskar verslanir Bill Grimsey, forstjóri Big Food Group, segir að Baugur hafi hrist upp í breska smásölumarkaðnum. Big Food Group, sem Baugur á 22% hlut í, vinnur að því að gæta hagsmuna einyrkjans á breska matvælamarkaðnum og verjast ásókn smásölurisans Tesco sem nýtir styrk sinn í innkaupum Bill Grimsey er forstjóri Big Food Group og undir stjórn hans á síðustu árum hefur fyr- irtækið margfaldast í verði. Haraldur Johann- essen ræddi við hann um fyrirtækið, breska smásölumarkaðinn og samskiptin við Baug. haraldurj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.