Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 10
10 C FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NFYRIRTÆKI                           !!    #  !! !!    $% &""   ' "  (   "      ))!*    +   %'  "  "  ,-   .  !!     /!+        )"  .!   "   )   " - 0(% 1%!!(    ! "  - 23 !3 !!  -  2 !  '  "    & $% "       Í upphafi framleiddi Sæplast aðallega ker og bretti úr plasti fyrir sjávarútveginn hér á landi og voru starfs- menn í byrjun fimm að tölu. Starfsmennirnir eru nú um 250 tals- ins í níu löndum. Fyrirtækið rekur verksmiðjur og söluskrifstofur í sex löndum og er þar að auki með sölu- skrifstofur í öðrum þremur löndum. Geir A. Gunnlaugsson segir að það sé vilji þeirra sem standa að Sæ- plasti að efla félagið enn frekar. Markmiðið sé að gera það öflugra og arðbærara, þannig að það verði áhugaverður kostur fyrir fjárfesta. „Sæplast er með minni fyrirtækj- unum á markaði, með veltu upp á rúman tvo og hálfan milljarð króna,“ segir Geir. „Markmiðið er að tvö- til þrefalda umsvif fyrirtækisins á næstu fimm árum eða svo. Fyrir- tækið er leiðandi á mörgum sviðum og við sjáum mjög marga möguleika til enn frekari sóknar.“ Útrás hófst 1998 Stofnendur Sæplasts voru samtals 16, flestir búsettir á Dalvík. Mark- mið þeirra var að renna styrkari stoðum undir atvinnulífið á staðn- um. Matthías Jakobsson, einn stofn- endanna, var fyrsti stjórnarformað- ur fyrirtækisins, en fyrsti framkvæmdastjóri var Pétur Reim- arsson efnafræðingur. Framleiðsla Sæplasts er í grund- vallaratriðum tvíþætt, annars vegar fyrir matvælaiðnaðinn, aðallega fiskiðnað, og hins vegar fyrir út- gerðir fiski- og skemmtibáta. Einangruð ker til notkunar í mat- vælaiðnaði hafa alla tíð verið helstu framleiðsluvörur Sæplasts. Á und- anförnum árum hefur áhersla hins vegar verið lögð á meira vöruúrval og framleiðir fyrirtækið fleiri hundr- uð vörunúmer. Helstu framleiðslu- vörur aðrar en ker eru belgir, bauj- ur, nótaflot, trollkúlur, vörubretti, vatnstankar, brunnar og rotþrær og er öll framleiðslan úr plasti. Útrás Sæplasts erlendis hófst árið 1998. Þá tók til starfa dótturfélag Sæplasts á Indlandi, verksmiðja sem fyrirtækið byggði frá grunni. Árið eftir keypti Sæplast verk- smiðju í Kanada og í Noregi. Árið 2000 stofnaði Sæplast söluskrifstofu í Hollandi og síðar aðra söluskrif- stofu í Hong Kong. Á árinu 2002 keypti Sæplast verksmiðju á Spáni og í byrjun síðasta árs keypti fyr- irtækið verksmiðju í Hollandi. Í fyrra voru einnig stofnaðar sölu- skrifstofur á Bretlandi og í Víetnam. Verksmiðja Sæplasts í Hollandi er frábrugðin hinum verksmiðjum fyrirtækisins, því þar er öll fram- leiðslan fyrir aðra, ekki undir eigin merkjum. Segir Geir að framleiðsl- an í verksmiðjunni í Hollandi sé mjög fjölbreytt, allt frá stórum tönkum niður í litla hluti, til að mynda í iðnaðarryksugur. Verksmiðjur Sæplasts eru svo- nefndar hverfisteypuverksmiðjur. Hverfisteypa fer þannig fram að plastduft er sett í mót, sem velt er undir hita um tvo ása. Þannig er efn- inu dreift jafnt um mótið og síðan látið bakast. Sæplast var skráð í Kauphöll Ís- lands á árinu 1993. Rekjanleg ker með minni Að sögn Geirs er matvælamarkaður- inn meginmarkaður Sæplasts. Hann segir að vissulega sé farið að gæta nokkurrar mettunar á kervæðingu á ákveðnum markaðssvæðum, svo sem hér á landi og í Færeyjum, en stór svæði séu eftir í heiminum þar sem möguleikar á sölu kera séu enn miklir í fiskveiðum og -vinnslu. Það sama eigi og við um ýmsan annan matvælaiðnað en fiskiðnað, þar sem í dag séu notuð öðruvísi ker. „Okkar ker hafa ýmsa kosti sem önnur ker hafa ekki. Og við teljum einnig að kerið eigi eftir að þróast. Í dag er þetta einangraður kassi sem í er settur fiskur eða önnur matvæli og ís. Kröfur um rekjanleika eru stöðugt að aukast. Vel er hægt að sjá fyrir að innan nokkurra ára verði ker með minni, þannig að hægt verði að fletta upp í því, t.d. til að finna út hvaða hitastig hafi verið í því þann tíma sem vara hefur verið í því. Nú þegar hafa tölvuflögur verið settar í ker, sem gerir mögulegt að sjá hvaða dag það var fyllt. Svo er ekki úr vegi að ætla að í framtíðinni verði til að mynda staðsetningartæki í kerum. Þróunin mun því eflaust halda áfram og það býður upp á mörg tækifæri. Það sama á og við um hinn meg- inmarkaðinn fyrir framleiðsluvörur Sæplasts. Þannig fer t.d. notkun á fríholtum og öðrum varnarbúnaði fyrir báta stöðugt vaxandi, því skemmtibátum fjölgar ört. Það gef- ur Sæplasti tækifæri til frekari vaxt- ar.“ Árangur af útrás ekki kominn fram Að sögn Geirs hefur afkoma Sæ- plasts á undanförnum árum ekki verið eins og væntingar hafa staðið til. „Það verður að viðurkennast að árangurinn af útrás fyrirtækisins hefur látið á sér standa. Ýmislegt í ytra umhverfinu hefur reynst erfitt. Það á bæði við um fyrirtækin í Kan- ada og Noregi, en þessar tvær verk- smiðjur standa fyrir um helmingn- um af veltu Sæplasts. Þegar Sæplast keypti þessi fyrirtæki hafði rekstur þeirra ekki gengið vel og það hefur tekið lengri tíma en til stóð að ná tökum á því. Ég tel að kaupin á þessum fyrirtækjum séu reyndar ágætt dæmi um það að heppilegra er að horfa frekar til fyr- irtækja sem eru í góðum rekstri en að kaupa fyrirtæki sem standa illa, þegar farið er í útrás.“ Geir segir að á síðasta ári hafi verið ákveðið að horfast í augu við ákveðin vandamál og hreinsa til í efnahagsreikningi Sæplasts. Pen- ingaleg staða fyrirtækisins sé sterk og það hafi öfluga bakhjarla. Kjöl- festufjárfestirinn í fyrirtækinu, Atorka, sé til að mynda mjög öflugt fyrirtæki. „Við erum að einbeita okkur að því að snúa rekstrinum í Kanada og Noregi við. Rekstur allra hinna fyr- irtækjanna gekk hins vegar mjög vel í fyrra. Fyrirtækið á Dalvík hef- ur aldrei gengið betur og fyrirtækin á Spáni, Indlandi og í Hollandi gengu einnig mjög vel. En helming- urinn af rekstrinum er í Kanada og Noregi og því einbeitum við okkur að því að snúa þeim rekstri við. Það gerist ekki á einni nóttu en við telj- um að við séum að stíga skref sem á eftir að skila árangri,“ segir Geir A. Gunnlaugsson að lokum. Markmiðið að tvö- til þrefalda umsvifin                             ! "# #  $% &' $ ( !' )! *' &! &% & + Forstjóri Sæplasts segir að möguleikarnir til frekari sóknar fyrirtæk- isins á alþjóðlegum markaði séu mjög margir gretar@mbl.is Starfsemi Sæplasts hefur mikið breyst á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá því fyrirtækið var stofnað á Dalvík. Það er nú með starfsemi í níu löndum og er í far- arbroddi á sínu sviði í heiminum. Grétar Júní- us Guðmundsson ræddi við Geir A. Gunn- laugsson, forstjóra Sæplasts. Morgunblaðið/Jim Smart Lærdómsríkt Geir Gunnlaugsson segir að við útrás hefði verið heppilegra að horfa til fyrirtækja í góðum rekstri en að kaupa fyrirtæki sem stóðu illa. FRAMLEIÐSLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.