Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16 Óskarsverðlaunaleikarnir Nicolas Cage og Meryl Streep fara á kostum í myndinni. Frá höfundum og leikstjóra „Being John Malkovich“. 1/2 H.L. Mbl.  H.K. DV  RadíóX 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Aukasýningar vegn a fjölda áskoranna SV MBL HK DV HJ MBL  SG Rás 2 Radio X Kvikmyndir.com HK DV  ÞÞ Frétta- blaðið Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 2Tilnefningar til Óskarsverðlaunabesti leikari í aukahlutverki: Christopher WalkenBesta Tónlist - John Williams Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. 7 Bestamyndársins BestileikstjóriRoman Planski Besti leikari íaðalhlutverki:Adrian Brody TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV 1/2 SK Radíó X  Kvikmyndir.com Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem BESTA ERLENDA MYNDIN Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.15 OG 8. B. I. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Ögrandi mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim með þeim Edward Norton (Fight Club, American HistoryX), BarryPepper (Saving Private R- yan, GreenMile) og Philip Seymour Hoffman (Red Dragon, Boogie Nights) Ef þú ættir 1 dag eftir sem frjáls maður.. gætir þú gjörbreytt lífi þínu? Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. 1/2 H.L. Mbl. 1/2  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is DÁVALDURINN Paul Royter er væntanlegur hingað til lands og mun skemmta um land allt frá og með 25. mars er hann treður upp í Stapanum, Keflavík. Royter er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár. Hann lærði við American Institute of Hyp- nosis í Irvine í Kaliforníu og hefur ferðast í öll heimsins horn með sýningu sína. Þar fær hann fólk úr salnum upp á svið til sín og með krafti dáleiðslunnar fær hann það til að fremja alls kyns hunda- kúnstir. Miðaverð er 1900 kr. og fer sala fram við þjónustuborð Smáralind- ar. Auk þess að koma fram í Stapanum verður Dá- valdurinn í Vetrargarði Smáralindar 26. mars, Sjallanum Akureyri 27. mars, Hótel Húsavík 28. mars, á Sauðárkróki 29. mars, Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum 30. mars, Íþróttahús- inu á Ísafirði 31. mars, á Ólafsvík 1. apríl, aftur í Vetrargarðinum 2. og 3. apríl og svo loks í Vestmanna- eyjum, 4. apríl. Þekktur kanadískur dávaldur heimsækir Ísland Syngur amma eins og Britney? HÁTÍÐIN SXSW í Austin í Texas, eða South by South- west, hefur undanfarin ár haft á sér orð fyrir að vera ein skemmtilegasta og metnaðarfyllsta tónlistar- og kvik- myndahátíð sem haldin er. Henni lauk á sunnudag en á meðan hljómsveita þar voru hinar alíslensku d.u.s.t., Ensími og Singapore Sling. SXSW er líka kvikmyndahá- tíð en sá hluti hennar átti tíu ára afmæli í ár. Meðal mynda sem vöktu eftirtekt er Kofakvillinn eða Cabin Fe- ver eftir Eli Roth. Roth bjó á Íslandi um hríð og fékk hér hugmyndina að myndinni sem er hryllingsmynd af gamla skólanum og fjallar um hættulegan húðvírus. Í dagblaðinu The New York Times um helgina var fjallað lofsamlega um myndina og sagt að Roth hafi vakið mikla kátínu í pallborðsumræðum eftir miðnætursýn- ingu á myndinni og ræddi meðal annars um veru sína hér, en hann bjó um tíma nálægt Selfossi. Útskýrði hann fyrir blaðamönnum að þar hefði hann komist í tæri við sjaldgæfan húðsjúkdóm sem hefði orðið kveikjan að myndinni. Einnig kom fram í máli Roth að sá er hefur dreifingarréttinn á myndinni hér á landi vildi ólmur koma hingað til lands og frumsýna myndina á Selfossi, hvar fræinu hryllilega var sáð á sínum tíma. Hryllingsmyndin Kofakvillinn vekur athygli Eli Roth (til vinstri) leikstýrir sínum mönnum í kvik- myndinni Kofakvillanum. Selfoss í kvik- myndasöguna ÞAÐ sem er svo yndislegt við rokkið er hversu síbreytilegt það er. Í eyrum andsnúinna er það alltaf sama ræflarokkið en sannir rokk- hundar þrífast á þessum breyting- um. Tónleikarnir á Gauknum síðast- liðinn fimmtudag voru sannarlega rokktónleikar, háværir og hressileg- ir. Þar komu fram þrjár ólíkar rokk- sveitir sem allar eiga þó sammerkt að vera talandi dæmi um vissar áherslubreytingar sem átt hafa sér stað undanfarið í rokkinu. Ef gerð er heiðarleg tilraun til að henda reiður á einhverjum rauðum þræði í breytingum sem þessar ann- ars ólíku sveitir hafa gengið í gegn- um kemur fyrst upp í hugann orðið tilfinning, svo kraftur, melódía og tilraunagleði. Um leið mætti alhæfa að fyrir vikið sé rokkið á margan hátt að verða aðgengilegra en oft áð- ur, og á ég þar sérstaklega við það sem hingað til hefur þótt í harðari kantinum. Þetta sýndu allar sveit- irnar á umræddum tónleikum, Brain Police, Hell is for Heroes og Mínus, því einhvern tímann hefðu þær þótt tormeltar og láta harkalega í eyrum. Fyrst á svið var Brain Police, sú rokksveit íslensk sem mest er látið með um þessar mundir, sbr. verð- launahátíð X-ins, sem á jú að vera „eina radíóið sem rokkar“. Og vissu- lega er sveitin á réttri leið, orðin skuggalega þétt og loksins komin með rétta söngvarann. Enn sem komið er vantar þó nokkuð upp á frumleikann eins og glögglega mátti heyra á tónleikunum, þar sem andi gömlu gruggaranna í Screaming Trees og Soundgarden sveif helst til þungt yfir vötnum – nokkuð sem sumum þykir reyndar bara hið besta mál. Hell is for Heroes er bresk sveit sem á sér fortíð í indírokkinu en virðist hafa „frelsast“ með tilkomu At the Drive-In og Refused, líkt og svo margar aðrar breskar rokksveit- ir um þessar mundir – minniháttar sena er nú grasserandi í landi tjall- anna þar sem í fararbroddi eru sveitir á borð við Hundred Reasons og A. Hell is for Heroes er kannski ögn myrkari en þær sveitir en samt ekki nærri því nógu hættuleg til að hrífa mann. Hugmyndirnar eru vissulega margar mjög frambæri- legar og krafturinn fínn á köflum en lagasmíðarnar standa enn sem kom- ið er ekki undir þessum krafti og rödd Justins Schlosbergs virkar og fullveikburða, þótt sannarlega skorti hann ekki tilfinninguna. Annars er ómögulegt að segja, kannski er Hell is for Heroes hið fín- asta band og á barmi þess að gera allt vitlaust. Málið er bara að hún var í þeirri vandasömu og hreint ekki öfundsverðu stöðu að vera á sviði næst á undan Mínus. Þar fara sannarlega heljarinnar hetjur. Líkt og Brain Police er Mínus nú í miðjum klíðum að taka upp plötu og ef dregin verður ályktun af þessum tónleikum erum við að tala um að þriðja plata Mínuss verði ekkert minna en tímamótaverk. Þvílíkar framfarir, þvílík frjósemi! Virkir rokkhundar hafa tekið eftir kúvend- ingu þeirri sem orðin er á tónlist þessarar öflugustu rokksveitar sem fram hefur komið hérlendis um ára- bil. Án þess að hafa misst snefil af orku eða háska virðist sem sveitin hafi tekið út vissan þroska – nauð- synlegur öllum hljómsveitum – og er fyrir vikið farin að búa til mun fjöl- breyttara og hugmyndaríkara rokk sem dregur dám af upphafinu, Big Star og Stooges, um leið og það er eitthvað alveg nýtt. Á tónleikunum sýndi Mínus líka að besta íslenska lag síðasta árs, „Romantic Exorc- ism“, var engin hundaheppni heldur er meira slíkt að fæðast. Svo er þetta líka orðin svo mikil hljómsveit, karakterinn svo sterkur, allir liðs- menn með sinn afgerandi sjarma; Frosti og Bjarni stoðin, Bjössi trommari drifkrafturinn og Krummi besti frontur sem hljómsveit getur haft, fæddur rokkkóngur í hlébarða- skyrtunni sinni. Og ef það var ekki nóg þá er nettur Gene Simmons líka genginn í bandið í líki Þrastar, nýja bassaleikarans, sem bauð upp á sýnikennslu á öllum alvöru rokk- frösum og -töktum sögunnar. Frá- bær liðsauki það. Það var mikið rokk á Gauknum á fimmtudaginn var, rokk í þremur birtingarmyndum; Brain Police úti á eyðimörkinni og Hell is for Heroes í tilfinningaflækju. Hetjurnar voru Mínus, sveit sem ráðið getur hvort hún stefnir til himins eða heljar. Heljarinnar hetjur TÓNLEIKAR Gaukur á Stöng Hell is for Heroes/Mínus/Brain Police Tónleikar sem fram fóru fimmtudaginn 13. mars á Gauki á Stöng. Fram komu ís- lensku hljómsveitirnar Brain Police og Mínus og breska sveitin Hell is for Heroes. Morgunblaðið/Árni TorfasonHell is for Heroes: Nægar tilfinningar, lítil hætta. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Árni Torfason Rokkkóngurinn Krummi, kominn úr hlébarðaskyrtunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.