Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 10
10 ∼ Lesbók Handritasýning 2002 Morgunblaðið Þ ví hefur verið haldið fram að lög hafi snemma verið skráð með rúnum en rök fyrir slíku byggjast á þeirri hugmynd fólks, sem þekkir ekki annað en bókmenningu, að fólk í munnlegu samfélagi hafi haft mikið óhagræði af munn- legri varðveislu,“ segir Gísli Sigurðsson í ritgerðinni „Sögur, kvæði og fræði í manna minnum“. „Eftir kristni- töku fóru menn að búa til bækur og gátu eftir það notað ritmál á sviðum sem höfðu áður verið munnleg. Völd kirkjunnar byggðust á trú á hið ritaða orð og fyrst í stað hefur ritmenningin aðeins náð til trúarlífsins. Almenn menntun og hið veraldlega stjórnkerfi hafa verið ósnortin af tækninýjungum bókmenningarinnar. Börn og ung- menni hafa haldið áfram að tileinka sér fróðleik og siðalögmál samfélagsins af munnlegum sögum og kvæðum um liðna tíð, og lögsögumenn hafa haldið áfram að geyma lögin með hefðbundnum hætti, segja þau upp á alþingi og skera úr lögfræðilegum vafaatriðum án þess að vísa til bóka. Löglærðir menn hafa þurft að viðhalda þekkingu sinni og það var ekki hægt nema með því að ala upp nýja lögspekinga og miðla fræðunum með þeirri einu aðferð sem til- tæk var: Að segja þau upp. Formleg staðfesting getur aðeins farið fram í h e y r a n d a h l j ó ð i þegar ekki er hægt að nota bækur til vitnis. Gera verður ráð fyrir að embætti lögsögumanns hafi verið álitið valda- og virðingarembætti. En ólíkt kirkjunni byggðust völd og virðing lögsögumanna ekki á bókinni, heldur á þekkingu sem þeir urðu að afla sér af vörum annarra fróðra manna. Og ekki má gleyma því að þekking á lögum var hverjum höfð- ingja nauðsynleg til að geta staðið í málarekstri. Þá verður mikilvægi munn- legrar mælskulistar seint ofmetið í samfélagi sem ekki styðst við ritmál og notar sögur og skáldskap af pólitískri og samfélagslegri nauðsyn sem eins konar þekkingarsjóð. Við slíkar aðstæður fara völd og áhrif jafnan saman við færni í beitingu tungumálsins. Taka má dæmi af Sturlungum á 13. öld, sem gegndu bæði starfi lögsögumanns og voru atkvæðamiklir við ritun verald- legra sagna og kvæða. Þeim tókst með eftirminnilegum hætti að sameina þekkingu á hefðbundnum munnlegum fræðum samfélagsins (lögum, kvæð- um, ættfræði og sögum) og þjálfun á sviði ritlistar. Það má því reyna að gera sér í hugarlund hvernig Bergþóri lögsögumanni hefur liðið þegar hann stóð hjá á Þingvöllum sumarið 1118 og gat ekki lesið textann sem hann átti þátt í að hafði verið skrifaður veturinn áður. Til þess að lesa þurfti kennimenn. Skyldi hann hafa verið mjög hrifinn af þessari tækni- nýjung og hvarflaði það ef til vill að honum þennan sumardag á Þingvöllum að öll hans munnlega þekking yrði um síðir óþörf – og þar með hann sjálfur? Spyrja má: Hvert var hlutverk lögsögumanns þegar hann var búinn að gefa bókinni þekkingu sína og veita kennimönnum þar með greiðan aðgang að henni; kennimönnum sem s ö g ð u nú hin r i t u ð u lög upp? Engin ástæða er til að ætla að Bergþór hafi lært að lesa bækur og ekki er að sjá að nein lögbók hafi fylgt embætti lögsögumanns síðar. Í G r á g á s er meira að segja ákvæði um að þegar lögbækur greini á skuli sú sem er í Skálholti, það er hjá biskupi, skera úr. Áður var þetta vald í höndum lögsögumanns ef marka má Lögsögu- manns þátt G r á g á s a r : Það er og að lögsögumaður skal svo gerla þáttu alla upp segja að engi viti einna miklugi ger. En ef honum vinnst eigi fróðleikur til þess, þá skal hann eiga stefnu við fimm lögmenn hin næstu dægur áður eða fleiri, þá er hann má helst geta af, áður hann segi hvern þátt upp, og verður hver maður útlagur þrem mörkum er ólofað gengur á mál þeirra, og á lögsögumaður sök á. (460) Hafi þetta ákvæði verið í gildi fyrir ritöld má af því sjá hve mikil völd fá- mennur hópur lögspekinga hefur haft í krafti þess að ekki var hægt að fletta vafaatriðum upp í bók; þeir gátu sjálfir skorið úr vafa um hvað væru lög og hvað ekki. Lagaritunin á Breiðabólstað veturinn 1117–18 var þannig fyrsta skref liðsmanna kirkjunnar til að seilast inn á þetta veraldlega valdsvið lög- sögumanna, svið þar sem kirkjan átti eftir að láta verulega til sín taka síðar. Stoltir af þekkingu sinni Ekki er vitað um að lögsögumönnum hafi þótt tiltakanlega erfitt að varð- veita lögin í minni sínu fyrir ritöld. Það er ólíklegt að menn hafi saknað hins óþekkta: að geta ekki skrifað lagagrein sér til minnis eða sent út tilskipun á skinni. Ekki var heldur um það að ræða að menn lærðu lög u t a n b ó k a r , þegar engin var bókin, eða yrðu fegnir að geta létt af sér minnisbyrðinni og s k r á ð lögin – eins og nútímamönnum hættir til að hugsa. Miklu fremur er ástæða til að ætla að lögsögumönnum hafi þótt lítið til þess koma að lögin væru lesin af skinnblöðum. Slíkir menn hafa verið stoltir af þekkingu sinni og litið á munnlega þjálfun og lærdóm í lögum sem nauðsynlegan átt í menntun ungra lögmanna. Lögin og lögmannsstörf gjörbreyttust eftir að Íslendingar gengu Hákoni gamla Noregskonungi á hönd 1262–64. Magnús sonur hans, sem kallaður var lagabætir, setti Íslendingum ný lög með Jónsbók og skipta handrit hennar hundruðum. Ljóst er að þau hafa verið í eigu veraldlegra valdamanna og lög- spekinga sem hafa oft lagt mikið í gerð þeirra, látið skreyta þau ríkulega og ætlað textanum gott pláss á síðunum. Með Jónsbók og þeirri skriffinnsku sem fylgdi konungsvaldinu má segja að ritmenningin hafi endanlega fest sig í sessi í veraldlegri stjórnsýslu á Íslandi – um þremur öldum eftir að hún kom fyrst inn í samfélagið með nýjum trúarbrögðum.“ Varðveisla þekkingar M i k i ð ó h a g r æ ð i a f m u n n l e g r i þ e k k i n g u ? Erfitt er að ímynda sér hvernig Íslendingar fóru að áður en bækur komu til sögunnar. Þeir lögðu hlutina einfald- lega á minnið og fannst það raunar ekki mjög erfitt. En hvernig náði bókmenningin síðan fótfestu og hvers vegna þróaðist hin mikla bókmenntastarfsemi hjá hinni fámennu þjóð? Fræðimennirnir Gísli Sigurðsson, Svanhildur Óskarsdóttir og Vésteinn Ólason ræða þessi mál í ritgerðum sínum sem birtar eru að hluta hér á eftir. S vanhildur Óskarsdóttir fjallar nánar um hvernig bókmenn- ingin náði fótfestu hérlendis í ritgerðinni „Kirkja og rit- menning“ og segir þá ritmenningu, sem barst með kristninni, hafa þanið sig langt út fyrir þarfir kirkjunnar enda þótt þær hafi í fyrstu verið grundvöllur þess að bók- menning skaut rótum á Íslandi. „En hvernig náði bókmenningin fótfestu hér?“ spyr Svanhildur. „Heimildir um menntastarf á fyrstu áratug- unum eftir kristnitökuna eru fáskrúðugar. Vitað er að hingað komu farand- biskupar, bæði af Bretlandi og Saxlandi. Íslenska kirkjan heyrði í fyrstu undir erkibiskupinn í Brimum og að minnsta kosti einhverjir af þeim trú- boðsbiskupum sem hér störfuðu komu í umboði hans. Þeir önnuðust helgi- hald, fræðslu og kirkjustjórn meðal hinnar nýkristnu þjóðar en fljótlega virð- ast valdamenn á Íslandi hafa farið að huga að því að setja sveina úr sínum röðum til mennta svo þeir gætu öðlast frama innan kirkjunnar. Gissur hvíti, einn þeirra höfðingja sem höfðu forgöngu um trúskiptin, sendi son sinn Ísleif (1006–1081) utan til náms og nam hann í nunnuklaustrinu í Herfurðu á Sax- landi, suður af Brimum. Í klaustrinu nutu börn saxneska aðalsins skóla- göngu – menntun voru forréttindi þeirra efnuðu þar sem hérlendis. Ísleifur menntaðist til prests, sneri þá heim og settist að í Skálholti. Hann hlaut biskupsvígslu 1056. Gissur, sonur Ísleifs, fetaði í fótspor föður síns og nam á Saxlandi, að öllum líkindum í Herfurðu, og Sæmundur fróði Sigfússon (1056–1133) er sagður hafa farið til Frakklands sem getur átt við annað svæði en nú og teygt sig til Rínarlanda. (Þjóðsögur nefna Svartaskóla í París en engar miðaldaheimildir eru fyrir því að Sæmundur hafi numið í þeirri borg.) Þessir menn voru allir af sunnlenskum höfðingjaættum, þeir Ísleifur og Gissur Haukdælir en Sæmundur af ætt Oddaverja. Flest bendir til að skipulegt skólahald hérlendis hafi hafist í skjóli þessara ætta og að sú menntun sem þar var veitt hafi verið sniðin eftir þeirri sem þeir Ísleifur, Gissur og Sæmundur höfðu kynnst í skólum sínum erlendis. Ari fróði segir frá því í Íslendingabók að eftir heimkomu Ísleifs hafi höfðingjar sent syni sína til hans til læringar. Sjálfur var Ari fóstraður hjá Halli Þórarinssyni í Haukadal og naut þar að líkindum kennslu Teits prests, sonar Ísleifs bisk- ups. Einn þeirra sveina sem námu hjá Ísleifi í Skálholti var Jón Ögmundarson (1052–1121). Hann varð fyrsti biskup Norðlendinga, vígður til Hóla árið 1106 af Özuri, erkibiskupi í Lundi en erkibiskupsstóll fyrir Norðurlönd hafði verið settur þar tveimur árum áður. Jón setti skóla að Hólum, vafalaust öðrum þræði að fyrirmynd Ísleifs, og fékk til meistara frá Gautlandi, Gísla Finnason, að stýra skólanum. Í Jóns sögu segir að biskup hafi reitt Gísla mikið kaup til hvorstveggja, að kenna prestlingum og að veita slíkt upphald heilagri kristni með sjálfum biskupi sem hann mátti sér við koma, í kenningum sín- um og formælum. Og ávallt er hann predikaði fyrir fólkinu þá lét hann liggja bók fyrir sér og tók þar af slíkt er hann talaði fyrir fólkinu, og gjörði hann þetta mest af forsjá og lítillæti, að þar hann var ungur að aldri þótti þeim meira um vert er til hlýddu, að þeir sæi að að hann tók sínar kenningar af helgum bókum en eigi af einusaman brjóstviti.“ (Bisk.s. I, 163-4) Hér kemur vel fram það viðhorf að áreiðanlega útleggingu Guðs orðs sé að hafa úr bókum. Litið var á bókina sem undirstöðu kennslu og kenninga; hvorki var hægt að halda skóla né syngja messu án bóka. Þeir lærdómsmenn sem siglt höfðu utan til náms hafa vafalaust flutt bækur heim með sér og hugsanlegt er að latínubækur hafi áfram verið fluttar inn í einhverjum mæli, en smám saman vex innlendri bókagerð fiskur um hrygg. Engar heimildir höfum við um bókagerðina framan af, en ráða má af líkum að áhersla hafi verið lögð á að skrifa bækur til notkunar í skólum og við helgihald. Fátt eitt H v e r n i g n á ð i b ó k m e n n i n g i n f ó t f e s t u ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.