Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 4
4 ∼ Lesbók Handritasýning 2002 Morgunblaðið þingið 1961 og öðru sinni 1965. Jafnframt var gerður sáttmáli milli land- anna um afhendinguna, sem fól í sér að flutningur handritanna mætti taka allt að aldarfjórðungi frá gildistöku sáttmálans og íslensk stjórnvöld settu ekki síðar fram frekari óskir um afhendingu þjóðminja úr dönskum söfnum. Vegna málaferla í kjölfar lagasetningarinnar var þó ekki unnt að fullgilda sáttmálann fyrr en málaferlum var lokið með dómi Hæstaréttar Danmerkur 19. mars 1971. Síðasta vetrardag 1971, 21. apríl, sigldi danska varðskipið Vædderen inn á Reykjavíkurhöfn með fyrstu handritin innanborðs, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók. Íslendingar höfðu lagt sérstaka áherslu á að þessi tvö handrit yrðu meðal þeirra sem afhent yrðu, og með því að þau voru talin falla utan greinimarks laganna var sérstaklega tekið fram að þau skyldu afhent. Þúsundir manna söfnuðust saman við höfnina þegar Vædderen lagðist að bryggju, og aðrir fylgdust með í fyrstu beinu út- sendingu sjónvarpsins utan húss. Fulltrúar þjóðþings og ríkisstjórnar í Danmörku voru viðstaddir hátíðlega athöfn í Háskólabíói, þar sem Helge Larsen, menntamálaráðherra Dana, afhenti handritin íslenskum starfs- bróður sínum, Gylfa Þ. Gíslasyni, en hann aftur Magnúsi Má Lárussyni háskólarektor: „Vær så god, Flatøbogen.“ – „Tak.“ – „Og Ældre Edda.“ Konungsbók eddukvæða er nú varðveitt, með öðrum handritum frá Dan- mörku, sem helsti kjörgripur norðurálfu í Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Samkvæmt handritalögunum dönsku skyldi sérstök nefnd, skipuð tveimur fulltrúum Hafnarháskóla og tveimur tilnefndum af Háskóla Ís- lands, fara yfir handrit í Árnasafni og Konungsbókhlöðu og meta hver þeirra féllu undir greinimark laganna, en forsætisráðherra Dana skyldi hafa endanlegt úrskurðarvald í því efni. Í skiptanefndinni sátu Chr. Westergård-Nielsen og Ole Widding af hálfu Dana, en frá Háskóla Ís- lands Jónas Kristjánsson og Magnús Már Lárusson, en ritari íslensku nefndarmannanna og varamaður var Ólafur Halldórsson. Eftir að skipta- nefndin hafði gengið frá fyrstu skránni um handrit sem hún taldi að ættu að fara til Íslands og ráðherra staðfest hana 1973, hófst regluleg afhend- ing handrita. Skiptanefndin hélt 42 fundi, þann síðasta 1984, og af- greiddi þorra handritanna samhljóða, en sum með meirihluta atkvæða. Í allmörgum tilvikum voru atkvæði jöfn, og skipuð var önnur nefnd til að taka afstöðu til þeirra. Í henni sátu Danirnir Iver Kjær og John Kousgård Sørensen og Íslendingarnir Jakob Benediktsson og Jónas Kristjánsson. Endanlega var gengið frá skiptingu handritanna í janúar 1986, og í tengslum við það undirrituðu menntamálaráðherrar landanna, Bertil Haarder og Sverrir Hermannsson, samstarfssamning um ljósmyndun og viðgerðir íslenskra handrita sem eftir verða í Kaupmannahöfn, og um handritarannsóknir í löndunum tveimur. Til staðfestingar þeim samningi og því, að handritamálið væri á enda kljáð, gerðu ráðherrarnir sérstaka bókun á Þingvöllum 1. ágúst 1986. Niðurstaða skiptanna varð sú að til Íslands skyldu koma 1666 handrit og handritahlutar og um það bil 1350 fornbréf og 6000 fornbréfauppskriftir úr Árnasafni og auk þess 141 handrit úr Konungsbókhlöðu. Það ákvæði í samningi Danmerkur og Íslands um afhendingu handrit- anna, að hún mætti taka aldarfjórðung, var rökstutt með því, að á hand- ritum þyrfti að halda við samningu hinnar miklu íslensku orðabókar sem þá var í undirbúningi og nú er farin að koma út. Fleira tók þó sinn tíma í sambandi við afhendinguna. Hvert afhendingarhandrit var ljósmyndað og ljósmyndirnar bornar saman við hverja blaðsíðu handritanna. Jafn- framt var hugað að ástandi hvers handrits, gert við blöð eftir þörfum, lé- legt band endurnýjað og öskjur gerðar um sum handritanna og einnig búið um fornbréf með sérstöku tilliti til varðveislu innsigla. Loks var bú- ið um hverja handritasendingu, þannig að tryggt væri að ekkert skadd- aðist í flutningum. Nærri lætur að allt þetta starf hafi kostað danska rík- ið vinnulaun 5–8 manna árlega þennan aldarfjórðung auk efnis, tækja og aðstöðu. Þau handrit sem hingað hafa komið varða flest íslensk efni, svo sem ákveðið var í handritalögunum dönsku. Úr safni Árna Magnússonar hafa komið heim að heita má öll handrit Íslendingasagna og einnig handrit Íslendingabókar Ara fróða, Sturlunga sögu, biskupasagna og annála, lög- bækur, ættartölubækur og dóma- og bréfabækur auk fornbréfa og forn- bréfauppskrifta. Einnig hin mikla orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík og önnur verk þess iðjusama fræðimanns. Þá hafa komið handrit rímna og fleiri tegunda skáldskapar, einnig ungra riddarasagna og sögur heil- agra manna, sem víst þykir að hafi verið samdar á Íslandi, og annað að- alhandrit Stjórnar, þýðingar úr Gamla testamentinu með skýringum. Flest þessara handrita eru úr hinu eiginlega Árnasafni, en sum úr yngri sérsöfnum þess, sem frá Íslendingum voru komin, söfnum Magnúsar Stephensen, Stefáns Eiríkssonar og Konráðs Gíslasonar. Handrit með samkynja efni hafa einnig verið afhent úr Konungsbókhlöðu auk Kon- ungsbókar eddukvæða og Flateyjarbókar. 1350 handrit um kyrrt í Árnasafni í Kaupmannahöfn Í safni Árna Magnússonar eru um kyrrt í Kaupmannahöfn rúmlega 1350 handrit, en um að bil helmingur þeirra er ekki íslensk handrit, þar sem Árni safnaði einnig öðrum handritum. Flest þessara handrita eru dönsk, en önnur norsk, sænsk, þýsk, hollensk, spænsk og ítölsk, og auk þess eru í safninu norsk og dönsk fornbréf og fornbréfauppskriftir. Af ís- lenskum handritum eru eftir handrit konungasagna og þýðingar ýmissa erlendra verka, svo sem Alexanders sögu mikla og Karlamagnús sögu og heilagra manna sagna; í sumum tilvikum þykir ekki víst hvort verkið sjálft eigi uppruna sinn í Noregi eða Íslandi, enda þótt handrit séu ís- lensk. Allt safn Rasmusar Rask er eftir í Árnasafni. Í Konungsbókhlöðu eru eftir mörg íslensk handrit af sama toga og auk þess öll handrit sem í það safn eru komin úr einkasöfnum danskra manna og sum hafa verið skrifuð fyrir þá af íslenskum stúdentum í Kaupmannahöfn. Þau helstu þessara safna áttu sagnfræðingarnir P.F. Suhm (d. 1798), A. Kall (d. 1821) og O. Thott greifi (d. 1785). Íslensk handrit eru víða til í söfnum utan Íslands og Danmerkur. Mið- aldahandrit eru þó hvergi mörg nema í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, enda söfnuðu Svíar íslenskum handritum þegar á 17. öld, mest fyrir at- beina Jóns Eggertssonar frá Ökrum í Skagafirði, sem einnig skrifaði upp handrit fyrir Svía í Kaupmannahöfn. Utan Stokkhólms eru flest íslensk handrit í Svíþjóð í Háskólabókasafninu í Uppsölum. Í Noregi eru all- mörg ung íslensk handrit, flest í Háskólasafninu í Ósló og í Safni kon- unglega norska vísindafélagsins í Þrándheimi auk handritabrota frá 13. og 14. öld í Ríkisskjalasafninu norska í Ósló. Fjöldi íslenskra handrita, flest frá síðari öldum, er einnig á Bretlands- eyjum, einkanlega í British Library í Lundúnum og Advocates’ Library í þjóðarbókasafni Skota í Edinborg; íslensk handrit þessara safna voru mörg keypt úr safni Finns Magnússonar leyndarskjalavarðar í Kaup- mannahöfn (d. 1847). Annars staðar á Bretlandseyjum eru flest íslensk handrit í Bodleian Library í Oxford og Trinity College í Dyflinni. Í ýms- um söfnum á meginlandi Evrópu utan Norðurlanda eru fáein íslensk handrit, elst þeirra og kunnust eru þrjár skinnbækur í Wolfenbüttel í Þýskalandi. Í Norður-Ameríku eru íslensk handrit á fáeinum stöðum, flest í Fiske-safni Cornell-háskóla, og í Harvard eru handrit úr safni þýska fræðimannsins Konrads Maurer. Þess er að lokum rétt að geta að langstærsta safn íslenskra handrita er í handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns. Allur þorri þeirra eru                                        ! " #$   %   & ' &       &' &         ! " !        #      $%&     '       (     !(&  )   * +       ,  - %  -(      +  &&        .& !   ,   *  &' &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.