Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 3
lendingur, og á tímabili frá 1936 tilnefndi Háskóli Íslands sérstaka full- trúa í nefndina. Þjóðskjalasafni Íslands afhent 700 fornbréf 1928 Eftir að Íslendingar höfðu fengið heimastjórn 1904 samþykkti alþingi 1907, að frumkvæði Hannesar Þorsteinssonar, að gera ráðstafanir til að fá til Íslands þau skjöl og handrit frá Danmörku, sem Árni Magnússon hafði fengið léð frá biskupsstólunum og öðrum íslenskum stofnunum. Ekki fékk þessi málaleitun undirtektir í Danmörku þá, en hún var tekin upp aftur 1924 eftir að Ísland varð fullvalda 1918 og tók þá einnig til skjalagagna í öðrum dönskum söfnum. Niðurstaðan varð sú að 1928 voru Þjóðskjalasafni Íslands afhent um það bil 700 fornbréf og fjögur handrit úr safni Árna Magnússonar og auk þess mikið af skjalagögnum úr Rík- isskjalasafni Dana, þar á meðal jarðabók Árna Magnússonar og Páls Ví- dalín. Eftir þennan áfangasigur jukust kröfur Íslendinga um að fá handritin heim eins og fram kemur í grein Páls Eggerts Ólasonar 1929. Árið 1930 og aftur 1938 samþykkti alþingi þingsályktunartillögur um íslensk hand- rit í Danmörku. Þar var skorað á ríkisstjórnina að taka upp samn- ingaumleitanir við dönsk stjórnvöld um afhendingu íslenskra handrita og annarra skjala í dönskum söfnum. Málið var tekið upp í dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni, sem starfaði samkvæmt sambandslögunum frá 1918, en dönsku nefndarmennirnir tóku ekki undir óskir Íslendinga um að nefndin legði til við ríkisstjórnir landanna að þær skipuðu nefnd sér- fræðinga til að gera tillögu um afhendingu. Eftir stofnun lýðveldis á Íslandi og lok heimsstyrjaldarinnar færðist aukinn þungi í óskir Íslendinga um afhendingu handrita, meðal annars í álitsgerð Ólafs Lárussonar, og árið 1947 skipaði danska ríkisstjórnin fjölmenna nefnd stjórnmálamanna og fræðimanna, sem skilaði áliti 1951, en var margklofin í afstöðu sinni. Allir vildu nefndarmenn veita Íslendingum nokkra úrlausn, en mjög mismikla. Sama ár var Sigurður Nordal skipaður sendiherra Íslands í Danmörku og sýndi það alvöru ís- lenskra stjórnvalda í málinu, og 1954 reifaði menntamálaráðherra Dana málamiðlunarlausn, sem fól í sér sameign Dana og Íslendinga og skipt- ingu handritanna eftir efni milli rannsóknastofnana í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þessari hugmynd höfnuðu Íslendingar, en 1955 kom alþingi upp vísi að rannsóknastofnun með því að leggja fram nokkurt fé til útgáfu handrita, og í Kaupmannahöfn hófst starfsemi Det arnamagn- æanske Institut 1956. Miklar umræður um handritamálið á 5. og 6. áratugnum Miklar umræður voru um handritamálið á fimmta og sjötta áratugnum, bæði á Íslandi og í Danmörku. Af íslenskri hálfu voru blaða- og tíma- ritagreinar skrifaðar, þar sem teflt var fram sögulegum, þjóðernislegum og fræðilegum rökum fyrir því að hér ættu handritin heima, og lögðu þeir báðir drjúgt til þeirra mála Sigurður Nordal og Jón Helgason. Danir viðurkenndu ekki að Íslendingar ættu lagalegt tilkall til handritanna, en margir þar í landi vildu koma til móts við óskir Íslendinga að einhverju eða öllu leyti; þar var lýðháskólafólk einna fremst í flokki og vann Bjarni M. Gíslason þar mikið starf með fyrirlestrahaldi og blaðaskrifum. Á hinn bóginn var flest háskóla- og safnafólk, sem lét uppi álit sitt, mjög andvígt afhendingu handrita til Íslands, enda taldi það að slíkt kynni að draga dilk á eftir sér. Meðal stjórnmálamanna voru skoðanir mjög skipt- ar, en þeir voru mun fleiri sem vildu veita Íslendingum einhverja úr- lausn. Árið 1959 skipaði alþingi fimm manna nefnd undir forsæti Einars Ólafs Sveinssonar til að vinna með ríkisstjórninni að framgangi handrita- málsins. Nefndin vildi miða óskir Íslendinga um endurheimt handrita við þjóðerni skrifarans. 1961 var gerður óskalisti um handrit sem Íslend- ingar vildu fara fram á að fá, og þáverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, lagði hann fyrir dönsk yfirvöld. Þá um vorið tókst samkomulag milli danskra og íslenskra stjórnvalda um lausn handritamálsins. Sú lausn fól í sér skiptingu á dánargjöf Árna Magnússonar, sem falin hafði verið í vörslu Hafnarháskóla. Henni skyldi skipt á þann veg í meg- inatriðum að handrit sem hefðu að geyma efni sem samið væri eða þýtt af Íslendingum og varðaði jafnframt að öllu eða að mestum hluta Ísland eða íslenskar aðstæður skyldu afhent Háskóla Íslands til varðveislu og umsýslu. Jafnframt mátti afhenda íslensk handrit úr Konungsbókhlöðu samkvæmt sama greinimarki. Lög um þetta efni samþykkti danska þjóð- Gísli Sigurðsson fræðimaður á Árnastofnun og Steinþór Sigurðsson list- málari. Í tilefni sýningarinnar hefur verið gefið út ritgerðasafn sem er þó í raun sjálfstætt fræðslurit, eins og fram kemur í inngangi Vésteins Óla- sonar forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Segir Vé- steinn að ritgerðasafnið sé sérstaklega miðað við sýningargest sem langar að vita meira og skilja betur þá sögu sem sýningin segir. Þó taki höf- undar viðfangsefnin sjálfstæðum og persónulegum tökum án þess að binda sig við það efni sem er á sýningunni. Vésteinn vekur þá spurningu hvers vegna kalla megi sýninguna „Handritin“ þegar aðeins eru til sýnis fáein handrit af tæplega tvö þús- und. „Það stafar af því að orðið notað á þennan hátt vísar til hugmynda fremur en ákveðinn hluta,“ segir hann. „Þetta á sér sögulegar og hug- myndafræðilegar skýringar; sýningunni, og þessu riti, er meðal annars ætlað að varpa ljósi á þær.“ Fullyrða má að heimkoma handritanna hafi markað ein merkustu tímamót í lífi íslensku þjóðarinnar. Jónas Kristjánsson fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, sem jafn- framt sat í skiptanefnd samkvæmt dönsku handritalögunum frá 1961, segir í samtali sem Morgunblaðið átti við hann í september 2002, að mikilvægi heimkomu handritanna og varðveislu þeirra hér hafi verið augljóst. „Heimkoma handritanna var afar merkilegur viðburður og sýndi mikinn drengskap af hálfu Dana,“ segir hann. „Þetta var afar mikilvægt fyrir sjálfstæði og menningu þjóðarinnar og það sannaðist fljótt að við- burðurinn varð til þess að efla tunguna og þjóðlega menningu.“ Handritamálið naut miklis pólitísks stuðnings í Danmörku, að sögn Jónasar, og vildu flestir stjórnmálamenn þar í landi verða við óskum Ís- lendinga um að skila handritunum til upprunalandsins. Spurður um and- stöðu við málið segir Jónas að sumir hafi þó beitt þeim rökum að hinar fornu bókmenntir væru samnorræn verðmæti og því ekki séreign Íslend- inga. Einnig hafi menn haldið því fram að rangt væri að skila handrit- unum vegna þess hve Ísland væri afskekkt og þ.a.l. erfitt fyrir erlenda fræðimenn að fara um langan veg til að rannsaka þau. „Þetta voru meg- inröksemdirnar, en það heyrðist líka að við værum svo skammt á veg komnir að við værum ekki færir um að varðveita handritin. Einnig vís- uðu menn til hefðarinnar og sögðu óheppilegt að rjúfa þá menningar- heild sem handritin hefðu lengi verið hluti af.“ Áratugalangur aðdragandi handritamálsins Handritamálið átti sér áratugalangan aðdraganda eins og Gísli Sig- urðsson og fleiri greina frá í ritgerðinni „Handritin heim!“. Eftir helstu áfanga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 20. öld komu fram kröfur um að fá öll íslensk skjöl og handrit frá Danmörku, þar á meðal safn Árna Magnússonar sem hann ánafnaði Hafnarháskóla. „Árið 1927 var samið um afhendingu íslenskra skjala úr dönskum söfnum og 1961voru loks samþykkt lög í Danmörku þar sem fallist var á afhendingu íslenskra handrita. Vegna málaferla dróst framkvæmd lag- anna og fyrstu handritin komu ekki heim fyrr en 21. apríl 1971. Afhend- ing þeirra handrita sem um var samið að fara skyldu til Íslands stóð í 26 ár og lauk henni formlega 19. júní 1997. Með farsælli lausn handrita- málsins bötnuðu samskipti Íslendinga og Dana og málið hefur haft for- dæmisgildi í alþjóðasamskiptum fyrir þjóðir sem hafa reynt að sækja eigin fornminjar og menningarverðmæti til fyrrum herraþjóðar. Árni Magnússon lést 7. janúar 1730, og daginn fyrir andlátið gerðu þau Mette kona hans erfðaskrá. Samkvæmt henni skyldu öll handrit Árna og prentaðar bækur verða eign Hafnarháskóla eftir hans dag, og að þeim hjónum báðum látnum skyldi vöxtum af fjármunum þeirra varið til að styrkja einn eða tvo íslenska stúdenta samkvæmt stofnskrá um dán- argjöfina. Stofnskráin skyldi samin af tveimur dönskum vinum Árna, Thomas Bartholin og Hans Gram, sem best vissu hvernig hann vildi ráð- stafa eigum sínum. Þeir Bartholin og Gram sömdu drög að stofnskrá, en frá henni var ekki endanlega gengið fyrr en 1760. Tveir tilsjónarmenn skyldu hafa eftirlit með safninu og öðrum eignum. Vextir af tæplega helmingi höfuðstóls skyldu greiddir styrkþegum, en öðrum vöxtum sumpart varið til að auka höfuðstólinn en einnig til þess að greiða tilsjónarmönnum, skrifurum og bókaverði þóknun og loks til að kosta útgáfu bóka. 1772 var Árnanefnd komið á fót, og hún hefur síðan haft með höndum stjórn dánargjaf- arinnar. Í stjórnarnefndinni hefur jafnan verið að minnsta kosti einn Ís- Helge Larsen menntamálaráðherra Dana færir Gylfa Þ. Gíslasyni Flateyjarbók. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þrír sjóliðar af varðskipinu Vædderen bera handritin frá borði á íslenska grund. Lesbók Handritasýning 2002 Morgunblaðið ∼ 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.