Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Ráðherra segir af sér Þýski heimspekingurinn Hegel lét eitt sinn svo ummælt að þegar rökk- va tæki og rykið settist á vígvellinum hæfi uglan Minerva sig á loft og kvæði upp dóma sína. Minerva er tákn viskunnar og fellir ekki dóma sína í hita leiksins. í þessu er mikill sannleikskjami. Dómur sögunnar er vonarljós þeirra sem telja sig rang- læti beitta í hita leiksins. Þetta breytir þó ekki þeirri stað- reynd, að undan ákvörðunum hvers konar verður ekki vikist. Gildisdóm- ar og siðferðislegar staðhæfingar um athafnir okkar og afleiðingar þeirra liggja mannlegu samfélagi til grund- vallar. Sjaldnast eru þessir gildis- dómar úr lausu loft gripnir eða Pallborðið Birgir Hermannsson skrifar byggjast á einstaklingsbundnum duttlungum. f siðferðisefnum höfum við einfaldlega ekki sjálfdæmi um þá mælikvarða sem athafnir okkar eru metnar eftir. Löng reynsla og rök- ræður liggja slíkum mælikvörðum til grundvallar. Hinn siðferðislegi vandi varðar oft og tíðuni tengslin milh hins almenna og hins sértæka; á milli mælikvarðanna og einstakra athafna okkar. Tengsl stjómmála og siðferðis em margslungin og umdeilanleg. Verk- efni stjómmálanna er að marka stefnu; taka ákvarðanir um ákveðnar athafnir frekar en aðrar. Fáir hafa skilið þetta eðli stjómmálanna jafn vel og bandaríski alþýðumaðurinn Harry Trumann, sem varð óvænt valdamesti maður heims á mikJum umbrotatímum. Hans viðhorf til hlutverks síns var einfalt: Mér ber að taka ákvarðanir og betra er að taka rangar ákvarðanir en engar ákvarð- anir. Þetta lýsir mjög vel þeirri stöðu sem valdhafar eru í. Þeirn ber að taka ákvarðanir og byggja þær á dóm- greind sinni og þekkingu. 1 samfé- lagi þar sem valdhafar taka slíkar ákvarðanir í umboði almennings er eðlilegt að þeir standi og falli með þeim. Almennar kosningar em auðvitað mikilvægasti dómurinn um ákvarð- anir stjómmálamanna almennt, en geta eðli málsins samkvæmt ekki verið mælikvarði á einstakar ákvarð- anir. Það er því rangt sem oft heyrist að kosningar séu það eina sem máli skiptir og hinn endanlegi dómur. Miklu skiptir að ákvarðanir séu tekn- ar fyrir eins opnum tjöldum og mögulegt er og rökræddar. Opið stjómkerfi og frjálsir fjölmiðlar em í raun forsenda þess að lýðræðisleg stjómmál fái þrifist. Einstakar ákvarðanir geta brotið í bága við lög, borið vott um dómgreindarbrest eða jafnvel hreint siðleysi. Það er því engin tilviljun að við Bandaríkjaþing - og flest ríkisþingin raunar einnig - em starfandi siðanefndir sem geta hrakið menn af þingi hvað sem kjós- endur svo sem segja. Eins og Tmmann skildi svo vel verða stjómmálamenn að bera ábyrgð á verkum sínum; standa og falla með þeim. Hér á fslandi hefur þetta verið túlkað svo að standa með verkum sínum þýddi að sitja í emb- ætti meðan sætt væri - á hverju sem á dyndi. í nágrannalöndum okkar hefur þetta verið túlkað á annan veg; afsögn ráðherra er þar eðlilegur hlut- ur njóti hann ekki trausts til starfsins og áframhaldandi seta skaði embætt- isfærslur, málefni, ríkisstjóm og flokk. Afsögn Guðmundar Áma Stefáns- sonar er í samræmi við þessar er- lendu hefðir. Ráðherrann fyrrverandi telur sig greinilega nokkmm órétti beittan í samanburði við fyrirrennara sína. Eflaust hefur rykið ekki sest nægjanlega á vígvellinum til að meta „Mín skoðun er þó sú að þegar Minerva hefur sig á loft muni Guðmundur Árni ekki verða veginn og metinn í ljósi þess for- dæmis sem fyrirrennarar hans gáfu, heldur að þeir verði endur- metnir með hliðsjón af þeirri ákvörðun Guðmundar að segja af sér. Mestu skiptir þó framtíðin. Afsögn Guðmundar felur í sér tímamót.“ það á hlutlægan hátt. Þó vil ég benda á að Guðmundur Ami er ekki fyrsti ráðherrann til að hundsa álit ríkislög- manns, enda er álit hans engu merk- ara en álit annarra lögmanna. Þannig hundsaði Halldór Blöndal álit ríkis- lögmanns þegar innflutningur Hag- kaups á skinku var bannaður á síð- asta ári. Hæstiréttur dæmdi slíkt bann síðan ólögmætt. Mín skoðun er þó sú að þegar Minerva hefur sig á loft muni Guðmundur Ámi ekki verða veginn og metinn í ljósi þess fordæmis sem fyrirrennarar hans gáfu, heldur að þeir verði endur- metnir með hliðsjón af þeirri ákvörð- un Guðmundar að segja af sér. Mestu skiptir þó framtíðin. Afsögn Guðmundar felur í sér tímamót. Höfundur er aðstoöarmaður umhverfisráðherra Heimsmynd dagsins Var einhver að segja að veröld- in væri að farast? Hann hafði rétt fyrir sér. Við veljum topp tíu fyrirsagnir úr Vikublaðinu, hinu virta málgagni Alþýðu- bandalagsins, þessu til sönnun- ar: 1. Efnafólk vill fela tekjurnar með ritskoðun á fjölmiðla 2. Verðum að afstýra gjaldþroti heimilanna 3. Miðstöð atvinnulausra lokað 4. Framsókn til hægri og missir fólk 5. ASÍ: Stjórnvöld hafa brugðist 6. Brandaraviðtal við félags- málaráðherra 7. Angist Ásgrímsson 8. Davið ýmist með eða á móti gömlu fólki 9. íslensk heimili eru í neyð og kalla eftir skýrri stefnu 10. Dritur á hvítflibba Davíðs Tslenskir kvikmyndagerð- iarmenn em alltaf að vinna dálitla sigra á erlendri gmnd. Nú síðast heyrum við að ný bamamynd sjón- varpsins, sem Sigurbjörn Aðalsteinsson gerði í sum- ar, hafi slegið í gegn hjá fulltrúum á fundi EBU, Samtaka evrópskra sjón- varpsstöðva. Á fundinum vom fulltrúar tólf landa, og allir ákváðu þeir að kaupa myndina til sýninga í sínu heimalandi. Þá er og talið líklegt að myndin, sem ber heitiðÁí/, verði tekin til sýninga í Bandaríkjunum... Ekki var neinn ótvíræður samhugur á landsfundi Kvennalistans um helgina, enda kom uppá yfirborðið talsverður ágreiningur í mikilsverðum málaflokk- um. Mörgum yngri konum af suðvesturhomi landsins fannst nóg um landsbyggð- aráherslumar í stefnumótun. Þetta á ekki síst við í ESB- málum en vitað er að ýnisar kvennalistakonur vilja alls ekki útiloka neitt í þeim efn- um. Það var hinsvegar Krístín Einarsdóttir sem var sterka konan í þessu máli og allar mótmælaradd- ir vom „mjúklega" kveðnar íkútinn... I'nýju tölublaði Flokks- frélta Sjálfstæðisflokksins er viðtal við Davíð Odds- son á forsíðu, einsog vera ber, þarsem hann tjáir sig unt kjördæmamál og kröfur um jöfnun atkvæðaréttar. Davíð er náttúrlega í þeirri stöðu að vera í senn formað- ur Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Reykvík- inga, og reynir því að sigla millum skers og bám. Hann segir það mjög viðunandi ef hægt sé að ná þeirri niður- stöðu að misvægi verði ekki meira en l á móti 2 1/2. Nú er misvægið I á móti 3, svo breytingin er nú ekki ýkja mikil... Þá vakti það athygli á landsfundinum að ýmsar konur vildu endurskoða út- afskiptaregluna, enda þurfa bæði Kristín Einarsdóttir og Anna Olafsdóttir Björnsson að víkja af þingi hennar vegna. Fremst í þessum flokki fór þingkon- an að vestan, Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir. Það var hinsvegar Anna Ól- afsdóttir sem kvað uppúr með það, að ekki ætti að breytareglunni. Sannarlega sjaldgæft viðhorf hjá þing- manni... Hinumegin Og ÞÚ! Hvað hefur þú að segja...? Ef þú ert ekki uppreisnar- maður, hvað í fjandanum ertu þá? Viti menn Díana prinsessa hefur fengið því framgengt að konan sem gætir prinsanna, sona hennar, meðan þeir eru hjá Karli föð- ur sínum, má ekki eiga sam- neyti við karla á meðan hún gegnir þessu starfí. DV í gær. Mislukkuð bók þarsem stíl og persónusköpun er sérlega ábótavant. Höfundur hafði ágætt efni í höndum en af- greiðslan er langt frá því að vera fullnægjandi. Kolbrún Bergþórsdóttir, umsögn um Vesturfarann.nýja skáldsögu Páls Páls- sonar. Morgunpósturinn í gær. f leik við knattspyrnulið á heimsmælikvarða, einsog svissneska liðið er, gætu úrslit- in orðið 10-0. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugs- synir spá í spilin fyrir landsleik (slands og Sviss í Evrópukeppninni. Eg man sokkaverksmiðjuna Evu á Akranesi. Þórarinn Eldjárn skáld i nýrri bók sem heitir Ég man, þarsem hann minnist alls 480 manna, hluta og fyrirbæra. Ef Mogginn er gott blað þá er hann gott blað í einhverju ímynduðu þjóðfélagi þarsem einstaklingurinn hefur verið þurrkaður út. Hann er blað stóra bróður. Fjölmiðlapistill Morgunpóstsins í gær. Sem sellóleikari fínnst mörg- um karlmönnum þú sexí. Verðurðu stundum fyrir kyn- ferðislegri áreitni? Jónas Sen að spyrja Bryndís Höllu Gylfadóttur sellósení spjörunum úr í Morgunpóstinum í gær. Nei! Um daginn hringdi að vísu í mig einhver gamall og fullur karl sem var að springa úr aðdáun á mér. En ég er náttúrlega meira fyrir yngri menn. Svar Bryndísar Höllu. Lesa fornbókmenntir okkar svona einsog fjandinn biblíuna. Heimir Pálsson um áhuga nýnasista á íslenskum fornsögum. Tíminn á laugardaginn. Fimm á förnum vegi Hvað finnst þér um afsögn Guðmundar Árna? Vigdís Sigurðardóttir, af- greiðslumaður; Ætli þetta hafi ekki verið rétl ákvörðun, miðað við aðstæður. Kolbrún Sæmundsdóttir, sjúkraliði: Hann gerði það eina rétta, en átti að vera búinn að því fyrr. Vala Björg Kröyer, húsmóðir: Afsögnin er ekki réttlætanleg, vegna þess að það eru fleiri sem eru í miklu dýpri skít en hann. Sesselja Henningsdóttir, hús- móðir: Mér fannst þetta gott hjá honum, og vona að fleiri fylgi í kjöl- farið. Brottför Guðmundar Árna er hugsuð til þess að þeir sem eft- ir eru geti barið sér á brjóst og talið siðferðið vera í lagi hjá þeim sem eftir eru. Leiöari Timans á laugardag. Inga Stefánsdóttir, sálfræðing- ur: Mér finnst þetta sorglegt - öll stjómin ætti að fara með honum. Athafnamenn á borð við Arn- grím Jóhannsson láta einfald- lega ekki bjóða sér lengur þær takmarkanir á athafnafrelsi þeirra, sem verkalýðshreyf- ingin virðist halda að hún geti fylgt fram. Þjóðin þarf hins- vegar á öðru að halda um þessar mundir en verkalýðs- hreyfíngu, sem þekkir ekki sinn vitjunartíma. Leiöari Moggans á sunnudag um málefni Atlanta hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.