Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐU BLAÐIÐ 7 Gat ekki lengur unnið við þessar aðstæður - segir Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi félagsmálaráðherra um afsögn sína. „Það eru viss tímamót á mínum pólitíska ferli nú þegar ég læt af störfum félagsmálaráðherra en engin endalok. Störf ráðherra fela í sér mikla ábyrgð og eru tímafrek, en nú taka við hefðbundin þingstörf að minni hálfu og það eru mörg mál sem ég vil koma fram í þinginu. Einnig gefst mér betra tækifæri til að sinna innri málum flokksins sem varaformaður hans og svo mínu kjördæmi, Reykjaneskjördæmi," sagði Guðmundur Ámi Stefánsson fyrrverandi félagsmálaráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær. Guðmundur Ámi sagði af sér ráð- herradómi síðast liðinn föstudag í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar unt embættisfærslu hans sem heil- brigðisráðherra frájúní 1993 til jafn- lengdar á þessu ári. Guðmundur Ámi Stefánsson sagði er hann til- kynnti afsögn, að ekkert kæmi fram í þessari skýrslu sem kallað frarn af- sögn sína. Hins vegar hefði hin opin- bera umræða ekki snúist um málefni eða efnisatriði heldur einkennst af upphrópunum og ósönnum fullyrð- ingum. Sú óvandaða umræða myndi að óbreyttu halda áfram til skaða fyr- ir störf hans í félagsmálaráðuneytinu auk þess sem Alþýðuflokkurinn hefði ekki hlotið sanngjama umíjöll- un og sama gilti að hluta um ríkis- stjómina. Með vísan til þess hefði hann ákveðið að biðjast lausnar frá störfum félagsmálaráðherra. Við þær umræður sem hafa farið fram síðustu vikur um embættis- færslu Guðmundar Áma hefur hann sagt að svo virtist sem um skipu- lagða aðför væri að ræða á hendur sér. Hvað á hann við með því? „Það eru viss tímamót á mínum pólitíska ferli nú þegar ég læt af störfum félagsmálaráðherra," segir Guðmundur Árni Stefánsson. Hér gengur hann út úr Borgartúni 6 á föstudaginn eftir að hafa gert grein fyrir skýrslu Rikisendurskoðunar og tilkynnt um lausnarbeiðni sína sem ráðherra. A-mynd: E.ÓI. Minnisblad ríkislögmanns „Þegar menn horfa á kjama máls- ins og greina aðalatriði frá aukaatrið- um þá hefur þessi umfangsmikla umræða frá því í sumar, sem hófst í gulu pressunni og bætti síðan utan á sig eins og snjóbolti, ekki verið efn- islega í neinu hlutfalli við umfangið. Ýmislegt sem hefur verið týnt til og blásið út hefur reynst tóm ósannindi og slúður. Málefnin hafa ekki verið ráðandi í þessari umræðu heldur um- búðir utan um lítið sem ekki neitt. Skýrsla Ríkisendurskoðunar und- irstrikar að stjómsýsla mín í öllum meginatriðum var með hefðbundn- uin hætti og í samræmi við viður- kenndar stjómsýslureglur. Þar komu fram eðlilegar ábendingar urn innra starf ráðuneytisins eins og gengur og gerist. I raun og vem er það aðeins eitt mál sem Ríkisendurskoðun finn- ur að í skýrslunni og ég er ekki full- komlega sammála þeim niðurstöð- um. Á fundi með fréttamönnum á föstudag sagði ég tímabært að fjöl- miðlar færu að vinna heimavinnuna. Ég nefndi sem dæmi að margnefnt minnisblað ríkislögmanns varðandi Bjöm Önundarson, sem ég bað um í október fyrir ári og fékk í nóvember sama ár, væri ekkert leyniplagg eins og ætla mætti af niðurstöðum Ríkis- endurskoðunar. Ég vísaði til frétta- FLOKKSSTARF Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi eystra: Kjördæmisþing á laugardaginn Jón Baldvin Sigbjörn Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra verð- ur haldið í Veitingahúsinu Við Pollinn á Akureyri, laugar- daginn 19. nóvember, klukkan 16:00 til 19:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Framboðsmál. 3. Undirbúningur Alþingiskosninga: SigurðurTómas Björgvinsson framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins. 4. Stjórnmálaviðhorfið: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Sigbjörn Gunnarsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. 5. Önnur mál. Allir jafnaðarmenn velkomnir. - Stjórnin. flutnings af tilvist þessa minnisblaðs og sýndi úrklippur af fréttum sem birtust þegar minnisblaðið kom fram. Eftir sem áður hefur því enn verið haldið fram um nýliðna helgi að þetta hafi verið eitthvert leyndar- plagg. Þetta er gott dæmi um hve erf- itt það hefur verið að koma stað- reyndum á framfæri," sagði Guð- mundur Ámi Stefánsson. Dró mátt úr flokksmönnum Guðmundur Ámi var spurður hvort þessi umræða hefði skaðað Al- þýðuflokkinn. Um það sagði hann meðal annars: „Svona langvarandi umræða sem byggir á tilfinningum og upphrópun- um þar sem rök ná ekki í gegn hlýtur auðvitað að draga mátt úr flokks- mönnum. Umræðan hefur tíma- bundið áhrif á mig sem einstakling og alverst er að ég fann að þetta var farið að hafa áhrif á þau mikilvægu málefni sem ég var að vinna að í fé- lagsmálaráðuneytinu. Það var mitt kalda mat að ég gæti ekki unnið lengur við þessar aðstæður.“ - Sumir flokksmenn vildu að þú bœðist lausnar en aðrir að þú héldir ótrauður dfram. Hefur þetta ein- liverja eftirmúla innan flokksins af þinni hdlfu? „Nei, langt í frá. I Alþýðuflokkn- um hafa menn eðlilega íeyfi til að hafa mismunandi skoðanir. Ég var hins vegar ósáttur við það að margir töldu ekki ástæðu til að ræða við mig og fá rnína hlið á málunum áður en þeir tóku afstöðu opinberlega. Þetta voru þó fyrst og fremst meðlimir úr einu flokksfélagi, Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna, og stjóm þess. Það er því raun um að ræða örfáa einstak- linga og af minni hálfu verða engir eftirmálar. Nú hefur Rannveig Guðmunds- dóttir tekið við mínu starfi sem fé- lagsmálaráðherra og ég óska henni velfamaðar og er reiðubúinn til að aðstoða hana á allan hátt eftir því sem hún óskar.“ Hræsni Ólafs Ragnars Talið barst að þeirri staðreynd að á umliðnum ámm hafa ýmsar ákvarð- anir sumra ráðherra þótt orka tví- mælis svo ekki sé meira sagt án þess að þeir hafi sagt af sér eða verið uppi ákveðnar kröfur um slíkt. En breytir afsögn Guðmundar Áma viðhorfum til ábyrgðar ráðherra? „Um það skal ég ekki segja. Það er hins vegar fróðlegt að sjá hvort fjöl- rniðlar hafi uppburði í sér til að skoða önnur mál sem snerta störf ráðherra. Og eiu aðrir tilbúnir til að leggjast undir smásjá Ríkisendur- skoðunar? Formaður Alþýðubanda- lagsins hefur farið mikinn í þessu máli. En honum hefur tekist að kom- ast hjá því að svara þeirri spumingu hvort hann sé reiðubúinn að láta Rík- isendurskoðun skoða sína stjóm- sýslu árin I988 til 1989, þegar hann var ráðherra. Ég hef nefnt nokkur dæmi úr skýrslum Ríkisendurskoð- unar varðandi aðfinnslur á hans störf. Nú hefur Ólafur Ragnar verið með hávaða og gert mikið úr því að ég hafi ekki tekið mið af áliti ríkis- lögmanns. Þetta er sami maðurinn sem gekk þvert á viðhorf ríkislög- manns í máli fræðslustjórans á Norð- urlandi eystra 1988. Fræðslustjórinn fór í mál við ríkissjóð vegna upp- sagnar og fékk dæmdar 800 þúsund krónur í undirrétti. Ríkislögmaður áfrýjaði til Hæstaréttar. En Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi fjár- málaráðherra gerði svo mikið með álil ríkislögmanns að hann tók málið úr Hæstarétti, greiddi fræðslustjór- anum þessar 800 þúsundir og 700 þúsund krónur til viðbótar bótum undirréttar. Nú kemur þessi sami Ól- afur Ragnar fram í öllum fjölmiðlum og er yfir sig hneykslaður á að ég fór ekki í einu og öllu eftir áliti ríkislög- manns.“ Opid prófkjör í Reykjaneskjördæmi Undirbúningur er hafinn að fram- boði Alþýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi og bæði Guðmundur Árni og Rannveig Guðmundsdóttir hafa lýst því yfir að þau stefni á 1. sæti listans. En með hvaða hætti vill Guð- mundur að niðurröðun á listann fari fram? „Löngu áður en þessi deilumál leiddu til afsagnar minnar sem ráð- herra höfðum við þingmennimir rætt það við stjóm kjördæmisráðsins að það væri eðlilegt að hafa opið próf- kjör. Þetta er besta aðferðin og ekki síst í ljósi þess að fyrir síðustu kosn- ingar var ekki prófkjör heldur stillt upp vegna sérstakra kringumstæðna. Var það gagnrýnt af ýmsum. Nú hef- ur margt breyst frá því að raðað var á framboðslistann síðast. Ég held að það sé heppilegt við þær aðstæður að hinn stóri hópur flokksmanna hér í kjördæminu velji listann og það yrði styrkur fyrir flokkinn að halda opið, fjölmennt og gott prófkjör." Velferdin og Evrópusambandid í framhaldi af þessu var Guð- mundur Ámi spurður hver yrðu helstu kosningamál Alþýðuflokks- ins: „Það liggur í augum uppi að minni hyggju að kjaramál og hagur fjöl- skyldna í landinu verða meginmálin. Það hefur reynt á þolrifin hjá launa- fólki almennt í samdrætti síðustu ára og það þarf að bæta kjör fólks með ýmsum hætti. Þá er ég ekki bara að tala um þá sem em lægst launaðir heldur hinn almenna launantann sem er mjög skuldsettur. Eitt af þeirn málum sem ég var að vinna að í fé- lagsmálaráðuneytinu og innan míns flokks er að koma á greiðsluaðlögun fyrir skuldsettar fjölskyldur. Það þarf líka að betmmbæta húsnæðislána- kerfið í þá átt að létta greiðslubyrð- ina. Sömuleiðis þurfum við að leggja höfuðáherslu á atvinnumálin því það er ekki hægt að una því að hér sé at- vinnuleysi. Það hefur að vísu dregið úr því og er nú um 3,4% en það er of mikið. Við þurfum líka að styrkja vel- ferðarkerfið og ég hef verið að horfa sérstaklega á hag bammargra fjöl- skyldna sem þarf að bæta. Velferðar- málin í víðum skilningi verða því stærstu baráttumál okkar í komandi kosningum. Utanríkismálin verða líka mjög áberandi í umræðunni og þar á ég við hugsanlega aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu. Ég vil sjá um- ræðuna snúast um það hvað aðild að ESB þýðir í raun og vem fyrir hag ís- lenskra ljölskyldna. Það þarf að koma því betur til skila en hingað til.“ - Fylgi flokksins hefur dalað mjög samkvœmt skoðanakönnunum... „Þessi könnun Morgunpóstsins er ekki nærri neinu lagi enda tekur helmingur þátttakenda ekki afstöðu. En vissulega þurfurn við Alþýðu- flokksmenn að láta meira lil okkur taka og í okkur heyra. Ég hef sagt bæði gagnvart sjálfum mér og flokknum að nú eigi að snúa vöm í sókn af fullum krafti. Við höl'um málefni og allar forsendur til þess að sækja fram og ef okkur tekst að þétta okkar raðir held ég að við höfum engu að kvíða. En það er stuttur tími til stefnu og við eigum að hefja kosn- ingabaráttuna strax. Það er fróðlegt að sjá í skoðana- könnun Morgunpóstsins að þegar spurt var hvort ég hafi tekið rétta ákvörðun um að segja af mér taka flestir afstöðu. Mikill meirihluti seg- ir að ég hafi tekið rétta ákvörðun og ég eigi að gefa kost á mér við kom- andi kosningar. Þetta er mjög hvetj- andi niðurstaða og sýnir glöggt að fólk telur að ég eigi að halda áfram í pólitík." Gamaldags jafnadarmadur - Hvaða augum lítur þú þær um- rœðursem hafa verið tippi undanfar- ið um samfylkingu félagshyggju- fólks? „Ég held að þetta sé andvana fætt eins og allt er í pottinn búið um þess- ar mundir. Ég er mikill sameiningar- maður og hér í Hafnarfirði fómrn við þá leið að sameina kjósendur undir hatti Alþýðuflokksins. Það er auðvit- að langbesta leiðin en kannski að hún gangi ekki alls staðar. Ég held því miður að fyrir þessar kosningar verði ekki af neinni sameiningu fé- lagshyggjuafla og þarf ekki að eyða meiri tíma í þær tilraunir. Það er heldur ekki trúverðugt þegar Ólafur Ragnar Grímsson telur sig sjálfskip- aðan leiðtoga sameinaðrar fylkingar. Ég minni á að Reykjavíkurlistinn varð til úr grasrótinni. Þar voru það ekki forystumenn flokkanna sem réðu heldur grasrót kjósenda sem bjó til þennan vettvang. Ég held að það sama þurfi að gerast til að ná fram sameiningu félagshyggjuaflanna.“ - Hefur Alþýðuflokkurinn fengið á sig hœgri stimpil í augum kjósenda vegna stjómarsamstaifsins við Sjálf- stœðisflokkinn? „Vafalaust er það svo í augum margra kjósenda og er ekki nýtt í sögunni. Nú erum við búnir að vera í ríkisstjóm í sjö ár og það hefur auð- vitað áhrif á afstöðu fólks til flokks- ins, ekki síst þegar ytri erfiðleikar hafa heijað á. Við höfunt reynt að verja velferðarkerfið við þröngar að- stæður og tekist það nokkuð vel að mínu áliti. Það er auðvitað áherslumunur milli einstaklinga í Alþýðuflokknum eins og í öllum flokkum. Ég er jafn- aðarmaður af gamla skólanum en viðurkenni veruleika nútímans og nauðsyn á breyttum vinnubrögðum. En grundvöllur jafnaðarstefnunnar breytist ekki að minni hyggju og þar ber velferðarkerfið hæst og að allir fái möguleika á að lifa mannsæm- andi lífi,“ sagði Guðmundur Ámi Stefánsson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.