Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.11.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRiÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1994 MHDUBUBIB 20822. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Staða Alþýðuflokksins Samkvæmt skoðanakönnun sem Morgunpósturinn birti í gær er fylgi Alþýðuflokksins nú innan við 5%. Þótt könnunin veki fleiri spurningar en hún svarar - sérstaklega um ótrúlegt fylgi Sjálfstæðisflokksins - undirstrika þessar tölur að Alþýðuflokk- urinn gengur nú gegnum eitt mesta erfiðleikatímabil í 78 ára sögu sinni. Á næstu vikum og mánuðum verður Alþýðuflokk- urinn að rjúfa þá herkví sem hann hefur verið í uppá síðkastið, ef takast á að afstýra íylgishruni í kosningum í vor og áhrifa- leysi í kjölfar þeiiTa. Afsögn Guðmundar Áma Stefánssonar sem félagsmálaráð- herra var, einsog hann benti sjálfur á, nauðsynleg til þess að hægt sé að snúa krappri vöm í sókn. Guðmundur Ámi hefur með ákvörðun sinni brotið í blað í íslenskum stjómmálum - þau verða ekki söm aftur. í framtíðinni verða gerðar aðrar og meiri kröfur til æðstu valdamanna um að starfshættir þeirra þoli dagsins ljós. Þannig er það kristaltært að aðrir stjómmálamenn geta nú ekki vikist undan því að fram fari opinská umræða um þeirra störf. En jafnframt ber að setja fram þá sjálfsögðu kröfu á hendur fjölmiðlum, að sú umræða sé heiðarleg; sprottin af sannleiksást en ekki persónulegri eða pólitískri óvild í garð ein- staklinga. Erfitt er að meta, hvort hefur skaðað Alþýðuflokkinn meira: þindarlaus umræðan um spillingarmál eða brotthvarf Jóhönnu Sigurðardóttur. Samkvæmt skoðanakönnun Morgunpóstsins nýtur óstofnaður flokkur Jóhönnu stuðnings 13,7% þeirra sem afstöðu taka. Hún hefur því, að minnsta kosti í bili, misst tals- vert af þeim meðbyr sem hún hafði. Það er kaldaranaleg stað- reynd að í könnuninni fá Jóhanna og Alþýðuflokkurinn saman- lagt 11 þingmenn - en flokkurinn fékk tíu kjöma síðast. Þetta leiðir hugann að kosningunum 1983 þegar Bandalag jafnaðar- manna fékk fjóra þingmenn og Alþýðuflokkurinn sex. Báðar hreyfingamar vom síðan með öllu áhrifalausar um stjóm lands- ins það kjörtímabil. Ekki fer á milli mála að mikil getjun er nú á vinstri væng stjóm- málanna. Háværar raddir kreíjast uppstokkunar flokkakerfisins með það fyrir augum að stofnaður verði flokkur sem getur orð- ið mótvægi Sjálfstæðisflokksins. Það er hinsvegar raunalegt að fylgjast með tilburðum þeirra flokksforingja sem þykjast út- valdir til forystuhlutverks á þessum vettvangi. Klaufaleg bón- orð Ólafs Ragnars Grímssonar til Kvennalista og Jóhönnu hafa engan árangur borið - annan en þann að auka á glundroðann og reyta fylgið af Alþýðubandalaginu. Kvennalistakonur tóku á landsfundi sínum af öll tvímæli um það, að flokkur þeirra vill ekki taka þátt í samfylkingu af neinu tagi. Það kemur ekki á óvart: Kvennalistakonur hafa tileinkað sér gamaldags flokks- hollustu langt umfram það sem gerist og gengur í öðmm stjóm- málaflokkum. Samfylkingartilraunir oddvita Alþýðubanda- lagsins em því miður ekki annað en orðin tóm; tilraun til þess að fiska atkvæði í gruggugum sjó. Enda em liðsmenn flokk- anna sem óðast að koma sér fyrir í gömlu skotgröfunum. Næst þegar stofna á til hins langþráða stóra flokks á vinstri væng væri ekki úr vegi að spyija fyrst hvaða málefni menn geti sameinast um - ella er ekki um annað að ræða en innantómt valdageim. Alþýðuflokkurinn hefur nú setið í ríkisstjómum samfleytt síð- an 1987. Imynd flokksins í hugum kjósenda - burtséð frá spill- ingammræðu síðustu mánaða - hefur breyst, kannski án þess að forystumenn hans hafi áttað sig á því til fulls: úr því að vera harðsnúinn flokkur með uppstokkun og umbætur efst á stefnu- skránni, í það að vera kerfisflokkur, málsvari ríkjandi ástands. Þetta em næstum óhjákvæmileg örlög flokka sem em lengi í senn við stjómvölinn. Alþýðuflokkurinn hefur hinsvegar í stjómartíð sinni komið í höfn ótal mörgum framfaramálum sem snerta öll svið þjóðlífsins. Þessu þurfa forystumenn Alþýðu- flokksins að koma rækilega til skila. Og það er líka eina leiðin til þess að tjúfa herkvína sem flokkurinn er í. Það er orðið tíma- bært að hefja á nýjan leik alvöm pólitíska umræðu. „Líklegt er, að hefði Sigmund Freud verið uppi í Hafnarfirði á ofanverðri tuttugustu öldinni, þá hefði hann án vafa fundið verðugt rannsóknaefni í núverandi bæjarstjóra. Kannski hefði gyðingurinn gamli þá ekki eytt svo drjúgum tíma í penisöfundina en einbeitt sér í staðinn að því að skýra pólitíska öfund út í hörgul.“ Rökstólar Freudískt rannsóknaefni Sigmund Freud skrifaði á sínum tíma mikinn ópus um kókaínið, sem hann taldi undralyf, og prófaði með lítt þekkilegum aíleiðingum á sjálfs sín skrokki. Eftir það snéri hann sér hins vegar að rannsóknum á furðum sálarlífsins og varð vel ágengt. Freud uppgötvaði penisöfundina sem seinni tíma fræðingar notuðu til að skýra öfgar femínismans, en varð þó frægastur fyrir að skýra ýmsar hliðar mannlegrar eymdar með tilvísun til flókinna draumfara. Líklegt er, að hefði Sigmund Freud verið uppi í Hafnarfirði á of- anverðri tuttugustu öldinni, þá hefði hann án vafa fundið verðugt rann- sóknaefni í núverandi bæjarstjóra. Kannski hefði gyðingurinn gamli þá ekki eytt svo dijúgum tíma í penisöf- undina en einbeitt sér í staðinn að því að skýra pólitíska öfund út í hörgul. Sennilega hefði Freud fengið styrk frá Ólafi G. Einarssyni, hinum syfj- aða ráðherra, til að rannsaka Magnús Jón Amason. Sem stjómmálamaður er nýi bæj- arstjórinn í Hafnarfirði nefnilega al- veg stórmerkilegt rannsóknaefni. Skammur ferill hans sem eftirmaður Guðmundar Ama Stefánssonar hef- ur satt að segja verið með eindæm- um merkilegur. Vinir Hafnarfjardar Flestum bæjarstjómm er annt um bæinn sinn. Þeir vilja honum allt hið besta og oftar en ekki em ráðnar heii- ar auglýsingastofur til að mála kosti hans skýmm dráttum, - og stundum ef til vill eilítið sterkari litum en vemleikinn gefur tilefni til. Þetta tókst til dæmis Guðmundi Ama ótrú- lega vel. Hvort sem það var rétt eða rangt, þá var þjóðin sannfærð um að undir stjóm hans væri Hafnarfjörður fyrir- myndarbær. Það em ekki nema nokkrar vikur síðan erlendir gestir af vettvangi sveitarstjómarmála nefndu Hafnarfjörð sérstaklega í fjölmiðlum sem einstakt dæmi um vel rekinn bæ. Hafnfirðingar vom stoltir af bænum sínum. Jafnvel kverúlantar úr Reykjavík, sem vom óánægðir með íhaldsstjóm höfuðborgarinnar, fluttu á kratastassjónina í stríðum straum- um. Svo vel tókst Guðmundi Ama reyndar upp, að fjöldi bærilega greindra fslendinga kepptist um að ganga í klúbb, sem hann stofnaði og kallaði „Vini Hafnarfjarðar". Klúbburinn var auðvitað tómt blöff; menn fengu litprentað skírteini og vom hvattir til að eyða svolitlu af peningum í Hafnarfirði. En fyrir vik- ið þá héldu þeir sig vera í hópi út- valdra, drusluðust af og til suðreftir, fengu sér fínar vöfflur í Hafnarborg, og væri drukkinn of mikill bjór ösn- uðust menn til að láta mynda sig með geggjuðum víking í Fjörakránni. En þrátt fyrir timburmennina daginn eft- ir fannst þeim Guðmundur Ámi og Hafnarfjörður bara standa sig helvíti vel. Öðruvísi bæjarstjóri Magnús Jón er hins vegar úr Al- þýðubandalaginu, þar sem arfleifðin frá tfma gömlu kreppukommanna stimplar ennþá ótrúlega ómengaða neikvæðni inn í öll skilningarvit. I Alþýðubandalaginu em menn ein- sog Magnús Jón, sem ganga með dökk gleraugu jafnvel þó þeir búi f stöðugu myrkri, og sjái aldrei til sól- ar. Enda er harla ólíklegt að bæjar- stjórinn hafi nokkm sinni látið plata sig til að sitja fyrir með brjáluðum víking á örfáum prómillum handan þess normala. Á fimm mánaða tímabili sem bæj- arstjóri hefur Magnús Jón Ámason verið meira í fjölmiðlum en nokkur annar sveitarstjómarmaður á íslandi. Sumir bæjarstjórar hefðu nýtt það til að byggja upp álit á bænum sínum. En Magnús Jón er öðmvísi. Hann er drifinn af annars konar sannfæringu en þeirri sem blæs öðmm bæjarstjór- um í bijóst að styrkja sinn bæ. Magn- ús Jón hefur notað fjölmiðlasjóið til að reyna ná sér niður á gömlum sam- starfsmanni, og það er einsog honum finnist ekkert eins mikilvægt í allri veröldinni en slæma höggi á Guð- mund Áma. Menn uppskera jafnan einsog þeir sá. Eftir að hafa horft á bæjarstjórann níða niður Hafnarljörð samfleytt í fimm mánuði er gervöll þjóðin kom- in á þá skoðun, að Hafnarfjörður sé þriðja flokks bæjarfélag, þar sem bókstaflega allt sé í skömm og niður- níðslu. Hvað ætli taki Hafnfirðinga mörg ár að byggja upp það sem nýi bæjarstjórinn hefur rifið niður? Grjótbúinn Moldviðrið sem þyrlað var upp í kringum Listahátíð Hafnarfjarðar var gott dæmi. Vikunt saman fjallaði bæjarstjórinn um fjármál hátíðarinn- ar einsog þar væri á ferðinni stórfellt glæpsamlegt atferli. Sérstakur starfs- maður Listahátíðarinnar, Amór Ben- ónýsson, var útmálaður þannig af vömm bæjarstjórans, að þjóðin gat ekki skilið annað en þar væri á ferð- inni hreinræktaður glæpamaður. Þetta gerði bæjarstjórinn auðvitað í þeim tilgangi að koma höggi á Guð- mund Ama, sem hratt hátíðinni af stað. Og trúr þeirri hefð gömlu kommanna að tilgangurinn helgi meðalið, þá var honum nákvæmlega sama þó í leiðinni slátraði hann mannorði vesæls starfsmanns, - það þjónaði því einfaldlega, að koma höggi á gamlan keppinaut úr hafn- firskri pólitík. Þegar skynsamir og reyndir starfs- menn bæjarins komu loks vitinu fyr- ir bæjarstjórann nýja upplýstist strax, að meintur fjárdráttur var ekki til staðar. Þá upplýstist líka, sem hver sæmilega greindur maður vissi, að sem hlutafélag bar Listahátíð Hafn- arfjarðar hf. - og þarmeð stjómendur þess - lagalega ábyrgð á öllu bixinu. I millitíðinni var hins vegar búið að reisa krossa og negla menn. Freud hefði skilið þetta. Árum saman stóð Magnús Jón í skugga vinsæls og afkastamikils bæjarstjóra, og nú átti að greiða þá skuld í fríðu. Gantli sálkönnuðurinn hefði getað skrifað herjans skraddu unt hina pól- itísku öfund og afleiðingar hennar á sálarlífið, - hefði hann borið gæfu til að þekkja Magnús Jón. En hverrúg brást Magnús Jón við, þegar hans eigin starfsmenn vom búnir að leiðrétta mglið úr honum ? Amór Benónýsson bíður ömgglega enn eftir afsökunarbeiðni vegna fjár- dráttarbrigslanna og verður væntan- lega að nota aðrar leiðir til að fá hana. Sálarlíf bæjarstjórans reyndist vera á því stigi, að þegar hann kom enn á ný í sjónvarp, eftir að starfs- menn hans vom búnir að upplýsa málið, þá notaði hann tækifærið og hélt brigslum sínum áfram. Og ósjálfrátt koma upp í hugann Ijóðlín- ur Tómasar: „ Úr grjótinu gœgist ratta“... Dagatal 15. nóvember Atburdir dagsins 1902 Anarkistinn Gennaro Rubin gerir misheppnaða tilraun til að ráða Leopold II. Belgfukóng af dögum. 1923 1 tilraun til þess að hemja vit- firringslega verðbólgu - eitt brauð kostar 200.000.000 mörk - er settur á markað splúnkunýr seðill: 1.000.000.000 mörk. Milljarður semsagt. 1954 Lionel Barrymore deyr, víðfrægur kvikmyndaleikari, bundinn við hjólastól undir það síð- asta en lét það ekki aftra sér frá því að leika áfram. 1956 Fyrsta kvik- mynd Elvis Presleys frumsýnd: Love Me Tender. Afmælisbörn dagsins William Pitt eldri, jarl af Chatham, enskur stjómmálamaður, 1708. Ger- hart Hauptmann þýskt leikskáld og rithöfundur, 1862. Erwin Rommel þýskur herforingi, öðlaðist mikla frægð fyrir frammistöðu sfna í Norð- ur-Afríku í öðm heimsstríði. Daniel Barenboim ísraelskur píanóleikari og stjómandi. Annálsbrot dagsins Krefðuvetur allmikill; fylgdu þar með aðrar kynjasóttir, fyrst augn- verkur, þá nýrnaverkur, þrútnuðu upp á sköpin með hörðum verk; hér með fór sú sótt svo, að blés upp á kverkamar og andlit, og batnaði öll- um mjög skjótt. Nýi annáll, 1426. Málsháttur dagsins Oft er múlsnjall miðlungi sannorður. Lokaorð dagsins Ég er ekki lengur hrceddur. Hinstu orð Georges S. Kaufmans leikskálds (1889-1961). Munnangur dagsins Róm var ekki byggð d hverjum degi. Móðgun dagsins Þorstein Valdimarsson hef ég aldrei kunnað að meta. Mér finnst kveð- skapur hans óekta, þmglkenndur og lífvana tilbúningur, uppblásinn af einhvers konar gamaldags og um- fram allt leiðinlegri rómantík. Steinn Steinarr, Birtingur 1955. Orð dagsins Völt íflestu veröldin er, vænn er sessinn lægri; að sínu láni sjái hver seint á endadægri. Benedikt Jónsson Gröndal. Á sunnudaginn var, 13. nóvember, voru liðin 230 ár frá fæðingu hans. Skák dagsins I dag skoðum við snöfurmannlega taflmennsku Cabrilos, sem hefur hvítt og á leik gegn Petronic. Þessi er kannski í þyngri kantinum og krefst dálítils tíma, einkum 2. leikur hvíts. 1. Re5! Hxg3 2. Dxf7!! Rc6 Ekki 2 ... Hxf7 3. Rxí7+ Kg8 4. Rxd6. En svarti em hvorteðer allar bjargir bannaðar. 3. Dxd7 Rxd5 4. Dxd6 cxd6 5. hxg3 og dagar hins ólán- sama Petronic em taldir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.