Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 2
UNNIÐ MEÐ MYRKR- INU ARIÐ 2000 LJÓSAHÁTÍÐ er eitt þeirra verkefna sem Reykjavík 2000 stendur fyrir á næsta ári. Hátíðin er samvinnuverkefni norrænu menningar- borganna þriggja, Helskinki, Bergen og Reykjavíkur, og sér Hanna Styrmisdóttir um skipulagningu. Að sögn Hönnu á hugmyndin rætur sínar að rekja til Helsinki en þar hefur ljósahátíðin Valon voimat verið haldin í nóvember og des- ember undanfarin ár. Hanna segir tilgang hátíðarinnar, sem er útihá- tíð, vera að vinna með myrkrinu og að hvetja fólk til að líta þennan árstíma jákvæðum augum frekar en neikvæðum líkt og oft vilji verða. Hátíðin er útfærð af hverri menningarborg á sinn hátt. Tengsl eru þó á milli ljósahátíðanna þar sem íslenskir listamenn munu sýna verk sín og koma fram í hinum borgunum og öfugt. Gert er ráð fyrir að há- tíðin hefjist í Reykjavík í byrjun nóvember á næsta ári. Hún verður haldin í Bergen síðar í sama mánuð og í Helsinki í desember. Ljósahá- tíðin í Reylgavík mun standa í fjóra daga. Mikil breidd einkennir hátíðina að sögn Hönnu. Fylgt verður for- dæmi Valon voimat með því að sinna öllum listsviðum, án þess að gera einu hærra undir höfði en öðru. Hanna segir stærð hátíðarinnar hér heim enn óráðna og kveður hún það ráðast af viðbrögðum listamanna þegar auglýst verður eftir hugmyndum að viðburðum og verkefnum fyrir hátíðina. Leitast verður við að fá hugmyndir breiðs hóps lista- manna, s.s. myndlistar- og tónlistarmanna, danshöfunda, gjöminga- hópa, arkitekta og hönnuða. Að sögn Hönnu vonast aðstandendur há- tíðarinnar til að geta valið úr breiðum hópi hugmynda svo að hátíðin nái jafnt yfir öll listsvið. „Þannig að þetta geti höfðað til allra,“ bætir hún við. Ekki hefur enn verið gengið endanlega frá staðsetningu hátíðarinn- ar en Hanna segir uppi hugmyndir um að ljósahátíðin nái yfir svæðið frá Norræna húsinu og niður að höfn. Hún segir hugsanlega tengingu miðbæjarins við Elliðaárdalinn einnig rædda í þessu samhengi en ör- Eitt af atriðum Ijósahátíðar í Helsinki; Ijósaleikur við Harakkaeyju. uggt sé þó að Norræna húsið verði miðpunktur hátíðarinnar sem ná munií gegnum miðbæinn. Á íslandi standa fjórar stofnanir að hátíðinni; Orkuveita Reykjavík- ur, Leikfélag Reykjavíkur, Listaháskóli íslands og Norræna húsið. Stofnanirnar munu sjá um að skipuleggja og framkvæma hátíðina í samvinnu við menningarborgirnar þrjár. Ljósahátíðin er styrkt af norræna menningarsjóðnum. NORRÆNT HÚS í NEW YORK STEFÁN L. Stefánsson, sendifulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur fyrstu skóflustunguna að Norræna húsinu í New York ásamt Edward P. Gallagher, formanni Bandarísk-skandinavíska menningarsjóðsins. FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við bygg- ingu Norræns húss í New York og er áætlað að húsið verði opnað á næsta ári. Húsið er byggt fyrir tilstilli Bandarísk-skandinavíska menningarsjóðsins (American-Scandinavian Foundation), m.a. fyrir fjárstyrki frá ríkis- stjómum Norðurlandanna. I fréttatilkynningu sjóðsins segir að hlut- verk Norræna hússins sé að auka þekkingu og skilning Bandaríkjamanna á norrænni menningu og þjóðfélagi. Boðið verður upp á fjölbreytta menningar- og fræðsludagskrá til kynningar á Norðurlöndunum og verður á næsta ári t.d. boðið upp á norræna kvik- myndahátíð, auk þess sem haldin verður sýning til minningar um Vínlandsfund Leifs Eiríkssonar. Einnig verður haldinn fjöldi námskeiða í tengslum við Columbia háskól- ann. Norræna húsinu er ætlað að kynna nor- ræna menningu í víðum skilningi, m.a. nor- ræna tækni og viðskipti, ekki síður en bók- menntir, tónlist og myndlist landanna. Auk fjárstyrkja norrænu ríkisstjómanna hafa mörg norræn fyrirtæki lagt hönd á plóg- inn og í þeim hópi eru 23 íslensk fyrirtæki, s.s. Flugleiðir, Coldwater Seafood Corporation og Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtæki Islenskra sjávarafurða. Norræna húsið er hannað af arkitektinum James Stewart Polshek en öll húsgögn em norræn hönnun. Bandarísk-skandinavíski menningarsjóðurinn var stofnaður 1910 til að auka tengsl milli Bandaríkjanna og Norður- landanna. Carnegie Art Award 1999 26 NORRÆNIR MYND- LISTARMENN VALDIR NIUNDA , KAMMERHATIÐ KIRKJUBÆJAR- KLAUSTURS ÁRLEGIR kammertónleikar á Kirkju- bæjarklaustri verða haldnir dagana 13., 14. og 15. ágúst, í níunda sinn. Þessi tón- listarhátíð er orðin fastur liður í tónlistar- lífi íslendinga. Efnisskráin, sem er blanda hljóðfæraleiks og söngs er flutt af alþjóðlegu tónlistarfólki. í ár koma fram Sólrún Bragadóttir sópran, Gerrit Schuil píanóleikari, Guðni Franzson klarinettuleikari, Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari, Sigurlaug Eð- valdsdóttir fiðluleikari, Helga Þórarins- dóttir víóluleikari og Luc Tooten selló- leikari. Að tónleikunum standa menningarmála- nefnd Skaftárhrepps og Edda Erlends- dóttir píanóleikari sem hefur verið list- rænn stjórnandi tónleikanna frá upphafi. ÞRÍR íslendingar em í hópi 26 myndlistar- manna, sem hefur verið boðið að taka þátt í norrænu listsýningunni Carnegie Art Award í Kunstnernes Hus í Ósló 15. október. Listamennimir em: Kjell Anderson, Sví- þjóð, Claus Carstensen, Danmörku, Jesper Christiansen, Danmörku, Lena Cronqvist, Sví- þjóð, Anne Katrine Dolven, Noregi, Cecilia Edelfalk, Svíþjóð, Guðrún Einarsdóttir, ís- landi, Michael Elmgreen & Ingar Dragset, Danmörku og Svíbjóð, Hilmar Fredriksen, Noregi, Helgi Þorgils Friðjónsson, íslandi, Anne-Karin Furanes, Noregi, Georg Guðni, ís- landi, Rolf Hanson, Svíþjóð, Heli Hiltunen, Finnlandi, Steinar Jakobsen, Noregi, Clay Ketter, Svíþjóð, Jukka Korkeila, Finnlandi, Matti Kujasalo, Finnlandi, Matts Leiderstam, Svíþjóð, Arvid Pettersen, Noregi, Tarja Rit- kánen-Walter, Finnlandi, Tal R., Danmörku, Silja Rantanen, Finnlandi, Anna Retulainen, Finnlandi, Janne Ráisánen, Finnlandi, og Anssi Törrönen, Finnlandi. 27 sérfróðir aðilar á Norðurlöndunum fimm tilnefndu 96 myndlistarmenn til sýningarinnar í ár. Það var sérstök dómnefnd undir stjórn Lars Nittve, forstöðumanns Tate Gallery of Modern Art, sem síðan valdi úr hópi hinna til- nefndu og hún mun einnig veita einhverjum þessara listamanna Camegie-verðlaunin. í dómnefndinni sitja auk Nittve; Tuula Arkio frá Nútímalistasafninu í Helsinki, Olle Granath frá Þjóðlistasafninu í Stokkhólmi, Bera Nordal frá Malmö Konsthall og Asmund Thorkildsen frá Kunstnernes Hus í Osló. Sonja Noregsdrottning opnar sýninguna og afhendir Carnegie-verðlaunin. Sýningunni í Ósló lýkur 4. nóvember og mun hún þá fara til annarra höfúðborga á Norðurlöndum. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Gallerí Fold, Kringlunni Guðrún Öyahals. Til 14. júlí. Gallerí Nema Hvað Jóhannes A Hinriksson og Lilja Gunnars- dóttir til 11. júli. Gallerí Stöðlakot Rannveig Jónsdóttir. Til 11. júlí. Gallerí Sævars Karls Gylfi Gíslason. Til 7. júlí. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Ut úr kortinu: íslensk/frönsk sýning. Til 8. ágúst. Hallgrímskirkja Georg Guðni Hauksson. Til 1. sept. Hafnarborg Sverrissalur: Ljósmyndasýning Johns R. Johnsen. Til 28. júní. Listahátíðin Á Seyði, Seyðisfirði Guðrún Sjöfn, Stefán frá Möðrudal, Bernd Koperling, Bjöm Roth, Daði Guðbjömsson, Tolli, Eggert Einarsson, Ómar Stefánsson, María Gaskell, Þorkell Helgason, Rut Finnsdóttir, Vilmundur Þorgrímsson og Olga Kolbrún Vilmundardóttir og finnskur arkitektúr. Ingólfsstræti 8 Hreinn Friðfinnsson. Til 18. júlí. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listasafn ASl' Ásmundarsalur: Hlíf Ásgrímsdóttir, mál- verk. Gryfja: Svanborg Matthíasdóttir, mál- verk. Til 25. júh'. Listasafn Árnesinga Ættarmunstrið: Steinunn H. Sigurðardóttir og Inga Jónsdóttir. Til 27. júní. Listasafn Einars Jónssonar Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Yfirlitssýning á völdum sýnishomum af ís- lenskri myndlist. Sumarsýning. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á verkum listamannsins. Til 29. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar. Til ll.júlí. Mokkakaffi Friðrik Öm, ljósmyndasýning. Til 9. júlí. Nýlistasafnið 15 listamenn frá París: Polylogue 153. Til 27. júlí. Zeger Reyers í Bjarta og Svarta sal til 25. júlí. Tíu norrænir myndlistarmenn til 25. júlí. Norræna húsið Ljósmyndir af listafólki og menningarfröm- uðum frá menningarborgum Evrópu árið 2000. Anddyri: Norræni Ijósmyndaháskól- inn. Til 15. ág. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Hannes Lámsson. Til 30. júlí. Ragnar Bjarnason, Hálfdán Bjömsson, Gunnar Ámason, Svava Skúladóttir, Þór Vigfússon, Óskar Beck. Handverk í Húnaþingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf. Sýning á hafrænum málverkum. SPRON, Álfabakka Sigurðui' Örlygsson. Til 9. júlí. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning opin kl. 13-17 daglega til 31. ágúst. Þjóðarbókhlaðan Undir bláum sólarsali - Eggert Ólafsson. Til 31. ágúst. TÓNLIST Laugardagur Árbæjarsafn: Barokktónleikar: Guðrún Óskarsdóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir. Kl. 14. Sunnudagur Salurinn, Kópavogi: Harmonikuleikaramir Yuri og Vadim Fjodorov. Kl. 16. Hallgrímskirkja: Orgeltónleikar. Mark A. Anderson. Kl. 20.30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: Orgeltónleikar á hádegi, Douglas A. Brotchie, kl. 12. LEIKLIST Borgarleikhúsið Litla hryllingsbúðin, lau. 3., sun. 4., fim. 8., fös. 9. júh. íslenska Óperan Hellisbúinn, fös. 9., lau. 10. júlí. Loftkastalinn Söngleikurinn Rent, lau. 3. júlí. Hirðfifl hennar hátignar, 15. og 16. júlí. Iðnó Hádegisleikhúsið: 1000-eyja sósan, mið. 7., fim. 8. fös. 9. júlí. Þjónn í súpunni, fös. 9., laug. 10., sun. 11. júlí. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.