Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 23
KAFFIÐ kemur að Miklabæ. Maddama Guðrún (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) snýr kvöminni. SOLVEIG örend á kistunni. Sigurjón bróðir hennar og séra Oddur harma orðinn hlut. HÚN ER ekki margmál - „aug- un eru henni sem tungan öðr- um“. Hann er heillaður - skal glaður hrópa nafn hennar svo hátt að heyrist til hæstu tinda. Síðan ætlar hann að eiga hana, jaftivel þó hvíslað verði í hverju homi að hann sé að taka niður fyrir sig. Hann varðar hins vegar ekkert um auð og ættir - það er hún sem skipt- ir máli. Og lögin í landinu? Drottinn Guð ber ekki ábyrgð á svoddan kreddum - þær eru mannanna verk. En allt fer á aðra leið. Valdamiklir menn skerast í leikinn og búa svo um hnúta að hún verður aldrei maddama á Miklabæ. Enda er hún „illa siðuð og með eiturtungu“. Og hann? Þegar allt kemur til alls er hann ekkert annað en Drottins þjónn. Hún gefst þó ekki upp, get> ur ekki og vill ekki lifa án hans, og heitir því að dauð skuli hún njóta hans fyrst hún má það ekki kvik. Fyrst fer hún, síðan hann - og loks sökkva þau saman inn í eilífð alda. Leikrit Ragnars Amalds, Solveig, er byggt á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Blöndu- hh'ð í Skagafirði fyrir meira en tvö hundruð ár- um. Varð á sínum tíma til um þá þjóðsaga. Presturinn á Miklabæ, séra Oddur Gíslason, týndist milli bæja að hausti til og fannst aldrei. Eru til margar tiigátur um hvarf hans. Ein er sú að kvendraugur nokkur, Solveig að nafni, hafi valdið því. Segir sagan að þau hafi fellt hugi saman en meðan Solveig lifði réð hún um skeið innan stokks hjá klerki - eða þar til hnappheldan var lögð á hann. Solveig varð þó um kyrrt á Miklabæ en ef marka má sagnir tók hún fásinni mikið og svipti sig lífi skömmu síð- ar. Ekki fékk hún hinstu ósk sína uppfyllta, um leg í vígðri mold, og á eftir það að hafa sótt að presti hvar sem hann var einn á ferð og mest í myrkri. Mun hún loks hafa dregið hann ofan í dysina til sín. Ragnar Arnalds segir ástæðuna fyrir efn- isvali sínu einfalda - hann hafi lengi verið veik- ur fyrir sögu þeirra Odds og Solveigar. „Liðnar kynslóðir lifa í okkur öllum og fortíðin er mikii- vægur þáttur í lífi okkar. Ég hef jafnframt búið um árabil í Vannahlíð, í hjarta Skagafjarðar, og þar er sögusvið þjóðsögunnai'. Ætli það sé ekki nærtækasta skýringin.“ Heimildum ber ekki saman um það hvort Oddur og Solveig hafi fellt hugi saman. I leikn- um fer það aftur á móti ekki á milli mála. „Eins og oftast þegai- leikverk byggð á sögulegum at- burðum eiga í hlut er þráðurinn spunninn upp á nýtt. Uppistaðan er vissulega sannsöguleg, fá- einir einfaldir þræðir, en vefurinn sjálfur er al- gjörlega á mína ábyrgð. Þetta er ekki leikgerð þjóðsögunnar, heldui- verk sem byggir á eigin forsendum. Ég hef ekki hugmynd um hvað var á milli Odds og Solveigar, um það eru heimildir mjög fáorðar. Þess vegna er val mitt frjálst." Fyi’ri hluti leiksins er um samskipti Solveig- ar og Odds í lifanda lífi. „Við verðum að hafa í huga að tíðarandinn var mjög óvinveittur Sol- veigu. Sú mynd sem við fáum af henni í þjóð- sögunni er ákaflega neikvæð enda urðu það ör- lög hennar að verða hötuð og fyrirlitin af mörg- um kynslóðum - fordæða. Samúð fyrri kyn- slóða var öll hjá Oddi. Hann var embættismað- urinn sem varð fyrir þeim ósköpum að lenda í klónum á Solveigu. Það er ekki mín saga - enda ekki sannleikur málsins. Ég get mér til um það hvernig þetta hafi gerst. Mitt leikrit er fyrst og fremst saga um ástir sem náðu út yfir gröf og dauða.“ Tímarnir breytast og mennimir með og Ragnar segir þjóðsöguna bam síns tíma. Þess vegna fari hún svona illa með Solveigu - hafi enga samúð með henni. „Eitt af þvi sem dregið er fram í leiknum er að seinni tíma kynslóðir fóru að líta hana öðrum augum - hún sótti á hugi Skagfirðinga æ meira og að lokum stóðust þeir ekki mátið, grófu hana upp og lögðu í vígða mold í Glaumbæ. Þar var mannúðarstefnan að INN í EILÍFÐ ALDA Solveig er nýtt leikrit efHr Rggnar Arnalds sem frumsýnt verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í lcvöld. Er þ ar lagt út af atburðum sem áttu sér stað í Skagafirði á ofan- verðri 18. öld og hafa verið skáldum hugleiknir. ORRI PALL ORMARSSON fylgdist með Þjóðleikhúsfólki æfa þessa ástar- og draugasögu og ræddi við höfundinn. Morgunblaöiö/Þorkell ,ÉG VIL þig hér og nú og enga drauga úr fortíðinni.“ Séra Oddur (Þröstur Leó Gunnarsson) og Solveig (Vigdfs Gunnarsdóttir) ganga í berhögg við siði samfélagsins. verki og um leið þöi-fin á því að gera málið end- anlega upp.“ Hvarf séra Odds er hinn dularfyllsti atburð- ur og Ragnar neitar því ekki að ímyndunaraflið hafi hvatt sig til dáða við skrifin. Orlög klerks kalli á það að menn geti í eyðumar. „Hvarf séra Odds var stórfrétt á sínum tíma - einhver mestu tíðindi sem flugu um landið það árið. Hann var biskupssonur og biskupar voru hálf- guðir. Leyndardómurinn í kringum hvarf hans setti líka ímyndunarafl fólks af stað. Leiðin sem hann hvarf á, milli Víðivalla og Miklabæjar, er stutt, tæpur kílómetri, og maðurinn riðandi. Hvemig í ósköpunum gat hann horfið á þeirri leið? Þar eru engar hættur. Þessi gáta verður aldrei leyst Við verðum að láta okkur nægja að geta í eyðumar.“ En er ekki full langsótt að hann haíi hafnað í klóm afturgöngu? Er ekki Hklegra að hann hafí fyrirfarið sér vegna þeirra hörmunga sem gengu yfír landið í kjölfar Skaftárelda? „Leikurinn sker ekki úr um það hvemig dauða Odds bar að. Þar er fyrst og fremst stuðst við hugmyndir fólks á þeim tíma sem hann gerist og ýjað að ýmsum öðram svörum enda alveg ljóst að margar kenningar voru á lofti um það hvað orðið hefði af presti. Svo getur auðvitað hver og einn áhorfandi svarað fyrir sig, hvaða skýringu hann telur eðlilegasta. Ég er næstum viss um að svörin eru mjög misjöfn enn þann dag i dag. Það er vissulega rétt að þetta voru einhverjir mestu hörmungatímar sem yfir þjóðina hafa dunið - fólkið í landinu stráféll. En dauði þessarar konu var Oddi áreiðanlega meira áfall en þúsundimar sem dóu úr kröm.“ Að sögn Ragnars er Solveig öðram þræði saga íslensks þjóðfélags á seinni hluta 18. aldar. Tíma andstæðna, hafta og hefða. „Að sjálfsögðu reyni ég að endurskapa hugarheim 18. aldar- innar. 17. öldin var hin alræmda galdraöld og galdratrúin var sannarlega ekki horfin á þeirri 18., þótt hætt væri að refsa mönnum fyrir gald- ur. 18. öldin er einkum kennd við Upplýsingar- stefnuna. Þá vildu hinir menntuðu einvaldar uppfræða þjóðir sínar og Danakonungur var engin undantekning í þeim efnum.“ % Ragnar hefur fylgst með æfingum í Þjóðleik- húsinu síðasta kastið - séð leikrit sitt lifna við á fjölunum. Kveðst hann mjög ánægður með upp- færsluna. „Leikhópurinn er frábær. Vissulega mæðir mest á þeim sem leika þijú stærstu hlut- verkin, Odd, Solveigu og Vigfiis sýslumann, og þar er frábær leikur á ferð en það skemmtilega er að öllum minni hlutverkunum era gerð alveg sérstaklega góð skil líka. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri er afar hugmyndaríkur og næmur maður og leikmynd Gretars Reynissonar er stílhrein og sterk og tryggir hraða í sýningunni. Mér hefur verið það einstök ánægja að sjá hvemig sýningin lyftist dag frá degi.“ Um áratugur er síðan verk Ragnars voru síð- ast á fjölum stóra leikhúsanna. Uppreisn á ísa- firði var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1986-87 og Sveitasinfónía hjá Leikfélagi Reykjavíkur^ 1988-89. Bæði nutu þau mikilla vinsælda. Er Solveig til marks um það að hann ætli að láta meira að sér kveða á þessum vettvangi í nán- ustu framtíð? „Ég hef skrifað fleiri leikrit en Solveigu á síð- astliðnum áratug. Bæði söguleg verk og nú- tímaverk, gaman og alvöru. Hin leikritin eru í framdrögum og á þessu stigi verður ekkert um það sagt hvað kemst á svið. Það er annarra að ákveða. Hitt er annað mál að ég tilkynnti þegar í upphafi þessa kjörtímabils að ég myndi ekki gefa kost á mér í næstu kosningum. Mér ætti því að gefast enn betri tími til að sinna þessu hugðarefni mínu, að skrifa leikrit." Leikendur í Solveigu eru Vigdís Gunnarsdóttr ► ir, sem leikur titilhlutverkið, Þröstur Leó Gunn- arsson, sem leikur Odd, Pálmi Gestsson sem leikur sýslumann, Hjalti Rögnvaldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Sigurður Skúla- son. Lýsingu hannar Bjöm B. Guðmundsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.