Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 14
lesa rímleysu. Hannes Pétursson og Matthías Johannessen eru svo síðustu tvö ljóðskáldin sem Hagalin fjallar um. Hannes segir hann gæddan mikilli glöggskyggni á ljóðform og „kunni þar að nýta svo sem bezt gamalt og nýtt“ Telur Hagalín að það hafi verið Hann- esi „nokkurs virði að vera uppalinn í héraði þar sem listræn hagmælska hefur legið ótrú- lega mörgum á tungu“. Einnig þykir honum gott að engra beinna áhrifa gætir frá öðrum skáldum á ljóðum hans: „Hann lætur ekki neina tízku skammta sér form [...].“ Hannes er heldur ekki hræddur við hina afdæmdu rómantík, segir Hagalín: „ekki við að lýsa þeirri fegurð, sem mótaði hann í bemsku, þó að sízt skorti hann vit, hugkvæmni né brag- leikni til að skapa innhverfar og dulþrungnar myndir." Matthías telur Hagalín vera „sér- kennilegasta og um leið margslugnasta skáld okkar og um leið það örlyndasta og djarfasta - að Jóhannesi úr Kötlum látnum“. Afstaða Hagalíns til íslenskrar nútímaljóð- listar kemur kannski skýrast fram í því um hverja hann fjallar ekki. Þannig er til dæmis ekki minnst á hin svokölluðu atómskáld sem voru kannski eins konar holdgervingar form- breytingarinnar, ekki Hannes Sigfússon, ekki Sigfús Daðason, ekki Stefán Hörð Grímsson og hvorki Jón Oskar né Einar Braga. Sömu- leiðis er athyglisvert að skoða um hvaða skáld- sagnahöfunda Hagalín fjallar en, eins og áður sagði, sér hann ekki mikið vit í þeirri form- breytingu sem við kennum nú við módem- isma, talar hann um „formkröfur, sem þar er sífellt á staglað, án þess að þeir, sem þar eru að verki virðist vita upp eða niður í þvi í hveiju formbreytingamar skuli liggja og hvort þar eigi að taka nokkurt minnsta tillit til þess, hvort almennur, allveluppfræddur og skyn- samur Islendingur hafi hinnar svokölluðu nýju skáldsögu nokkur not, finni í henni nokkum minnsta vott lífs- eða listgildis." Hagalín ræðir stuttlega skilgreiningu á skáldsögunni sem bókmenntategund og segir að „skáldsaga verði alltaf að geta heitið saga, hafa söguþráð, þar sem eitt leiðir af öðra.“ Enn fremur segir hann að skáldsaga verði að vera gædd „bæði formlegu og efnislegu sjálff'‘ en því sé auðvelt að spilla með sífelldum „þönum út um allar trissur máls og stíls og annarra áhrifagagna heima og erlendis í þeim tilgangi að geta kall- azt framlegur og umfram allt nýtízkulegur [...]“• Með þessa forskrift í huga kemur kannski ekki á óvart að Hagalín minnist ekkert á þá skáldsagnahöfunda sem flokka mætti sem módemista, hvorki á Thor né Guðberg eða Svövu eða Jakobínu eða Steinar. Ef frá er tal- inn Þórbergur Þórðarson fjallar hann raunar einungis um tvo skáldsagnahöfunda eftir Ein- ar Kvaran, þá Ólaf Jóhann Sigurðsson og Ind- riða G. Þorsteinsson en Indriða segir hann vera sér mest að skapi af ungum rithöfundum. Astæðu þess að ekki er fjallað um fleiri sagna- skáld frá þessum tíma segir hann vera að við- fangsefnið sé „feikna yfirgripsmikið og marg- slungið". Það hlýtur hins vegar að teljast ansi stór eyða í fyrirlestram sem fjalla eiga um ís- lenskar samtímabókmenntir að ekki skuli fjallað um skáldsögur Halldórs Laxness, eyða sem þó er að vissu leyti skiljanleg þar sem erfitt er að meta jafnmikið höfundarverk í svo mikilli nálægð. Hins vegar skal ekki loku fyrir það skotið að annaðhvort pólitískur ágreining- ur eða hinn margumtalaði skuggi Halldórs hafi orsakað þessa eyðu í fyrirlestram Haga- líns. Sömuleiðis er það bagalegt að ekkert er fjallað um skáldsögur Gunnars Gunnarssonar en almennt komst hann reyndar ekki inn í íslenska bókmenntasögu fyrr en nokkra síðar. Næstsíðasta erindi Hagalíns ber ögrandi heiti: „Skaðvaldar íslenzkrar nútímaljóðlist- ar“. Meginefni þessa erindis era ungskáldin fimm sem áður var greint frá, þeir Jóhann, Þorsteinn, Þorgeir, Hannes og Matthías, en skaðvaldamir era hins vegar aðrir. Hagalín segir: „Fyrst er að nefna það, hve hörmulega er að íslenzkum skáldum búið af hendi ráða- manna þjóðfélagsins og veldur því skortur á skilningi þess, hve feiknaveigamiklu hlutverki skáldin hafa að gegna. Þá hafa og bókmenntir okkar orðið að sæta furðulegu tómlæti í skól- um landsins, og er þar bráð nauðsyn um að bæta. Hér hefúr og á seinustu áratugum kom- ið upp sú árátta, að skáldin fái ekki túlkað í ljóði samtíð sína nema þau yrki í nýju og helzt meira og minna síbreytilegu formi og jafnvel helzt ærið torræðu og einnig hefur tekizt að þröngva upp á mörg þeirra klíkubundnum og sefjandi þjóðfélagslegum viðhorfum, sem beinlínis hafa orðið að snobbmennsku!“ Haga- lín leggur höfuðáherslu á síðustu tvö atriðin í fyrirlestrinum og spyrðir þau saman á vissan hátt. Það er merkilegt að Hagalín færir sömu rökin fyrir skaðsemi frjálsa formsins og vinstriviðhorfanna fyrir íslenskan skáldskap: Hvorttveggja era tískustefnur frá stórþjóðum en ekki laukar sprottnir úr fósturjörðinni, eld- gömlu ísafold. Samhengið er sem sé í hættu. En Hagalín heldur líka langan lestur um að hinar pólitísku og sögulegu forsendur fyrir byltingarsjónarmiðunum séu brostnar. Þrátt fyrir að saga annarra þjóða sýni að hugmynd- ir þjóðbyltingarmanna leiði til ,,ofstjóm[ar] og harðstjóm[ar] fárra á hinum mörgu og frels- issviptingu til orða og æðis“ segir hann að það þyki hæfa að „skáld sem vilji sýna og sanna sinn þjóðfélagsþroska kryddi Ijóð sín með ein- hverju, sem skeri úr um viðhorf hins víðsýna íslendings og veraldarmanns við vonzkunni í veröldinni [...]“. Hagalín kveðst meta Ijóð jafnt, hvort sem þau era rímuð eða órímuð, hvort sem hann er sammála skoðunum skáld- anna á þjóðfélagsmálum. Eigi að síður segist hann telja að íslenskum skáldum „sé hollast að láta ekki viðhorf sín mótazt af áleitinni tízku eða sefjandi áróðri, sem skírskotar læ- víslega til þeirra góða og viðkvæma hjarta í annarlegum tilgangi". Til átthaganna Ljóst má vera að skoðanir Hagalíns á ís- lenskum samtímabókmenntum markast af íhaldssamri þjóðemislegri menningarstefnu, sem grandvölluð er á hugmyndum Sigurðar Nordals, og pólitískum viðhorfum. Að hluta til endurspegla fyrirlestramir því mjög vel ís- lenskt menningarástand á þeim tíma er þeir vora fluttir - hér geisaði vissulega kalt stríð - en sennilega hefur hin mikla andstaða Haga- líns við frjálsa formið þótt gamaldags. Hin þjóðrækna menningarpólitík Sigurðar Nordal var hins vegar enn í gildi, að minnsta kosti í vissum kreðsum; hennar má til dæmis sjá skýr merki í formála Erlends Jónssonar að bólanenntasögu sinni sem kom út árið 1977. í Árbók Háskólans kemur fram að fyrir- lestrar Hagalíns hafi verið vel sóttir en jafn- framt kemur fram í blaðaskrifum og fréttum frá þessum tíma að menn hafi á tímabili verið orðnir ansi langeygir eftir umfjölluninni um samtímann sem átti upphaflega að vera efni þeirra. En Hagalín taldi að nauðsynlegt væri að rýna ofan í svörðinn til að sjá á hverju bók- menntir þessarar aldar stæðu. Þannig vildi hann koma á framfæri þeim boðskap sem op- inberaðist honum sjálfum úr Fornum ástum Sigurðar Nordals: „Hverf þú til átthaga þinna og reyndu að finna þar sjálfan þig.“ Stríð ein- staklingsins Eftir Jóhann Hjálmarsson MAÐURINN og máttarvöldin, skáldsaga Norðmannsins Olav Duun, kom út í þýðingu Guð- mundar Gíslasonar HagaKns 1959. í lok bókar ritar Hagalín Nokkur orð um höfundinn og þýðinguna. Eftirmálinn verður að teljast fróðlegur. Hann segir okkur ekki aðeins mikið um Olav Duun, viðfangsefni hans og stfl, heldur líka Hagalín sjálfan. Um Duun má einnig lesa í æviminningum Hagalíns, Þeir vita það fyrir vestan (1979) sem fjallar að hluta um Noregsdvöl hans á þriðja áratugnum. Duun skrifaði á nýnorsku þar sem Naum- dælamállýska er uppistaðan hjá honum, tungutak alþýðunnar í átthögum hans var brunnurinn sem hann jós af, „enda er sögu- fólk hans ævinlega alþýðan sjálf' eins og Hagalín kemst að orði. Hann bætir við: „Viðfangsefnin era strið einstaklingsins við andstæður eðlis síns og árekstrar hans við aðra einstaklinga og heildina umhverfis hann. Oft og tíðum - og þá einkum í ættar- sögunni miklu (hér á Hagalín við Djúpvík- inga) - leiðir hann saman nýtt og gamalt; stundum sýnir hann átök gamals og nýs hið innra með karli eða konu, en stundum teflir hann fram tveimur einstaklingum, sem eru fúlltrúar hvor síns tíma. Og þó að fólkið sé alþýðufólk, fætt og uppalið í harðbýlli sveit og alla sína ævi háð kotungslegum og oft sérlegum aðstæðum, verða vandamál þess sammannleg í höndum skáldsins. Jafnvel þar, sem lægst virðist til lofts, minnst oln- bogarúmið og kytralegastir gluggarnir, nær skáldlegur þróttur Duuns að víkka sviðið, og hin sérstæða skopskyggni hans verður kastijós, sem gefur sýn til ýmissa átta sammannlegs eðlis og skynheima". Engan fúrðar að Guðmundur Gíslason Hagalín kynni að meta slikan höfund. það kunnu fleiri, m.a. danski rihöfúndurinn og gagnrýnandinn Tom Kristensen sem eins og Hagalín bendir á taldi að sögur Duuns myndu vara „sem sú skýrasta og þroskað- asta túlkun, sem til er, á menningarkreppu okkar kynslóðar" og átti þá við hvemig nú- tíminn hefði raskað gömlum viðhorfúm. Fleiri fslendingar en Hagalín veittu Olav Duun athygli þótt þeir væra ekki margir. Freysteinn Gunnarsson þýddi eftir hann smásögu og Gunnar Gunnarsson skáldsög- una Medmenneske á dönsku. Til stóð að veita Duun Nóbelsverðlaun og er kynleg saga af því. Stærsta blað Noregs, Aften- posten, birti árið 1925 forsfðufrétt um að honum hefðu verið veitt Nóbelsverðlaun. Fréttin var byggð á misskilningi því að verðlaunahafi það ár reyndist írinn George Bemard Shaw og þremur árum seinna fékk Norðmaðurinn Sigrid Undset verðlaunin. Flóðið mikla sem Duun lýsir í Manninum og máttarvöldunum (Menneske og maktene 1938) táknar að margra dómi síðari heims- styrjöld sem skall á haustið 1939 nokkram dögum fyrir andlát rithöfúndarins. Þegar Almenna bókafélagið var stofnað kom það fljótlega til tals, líklega að fram- kvæði Hagalíns, að gefa út eina af skáldsög- um Duuns. Honum var veitt sjálfdæmi um val sögunnar og falið að þýða hana. Hagalín þekkti vel til norskra bókmennta og dró ekki Noregsdvöl hans úr því. Hann hitti marga norska rithöfúnda og sá Knut Hamsun á jámbrautarstöð (lagði ekki í að taka hann tali), en af einhverjum ástæðum varð ekki af fúndum hans og Duuns, að minnsta kosti er ekki frásögn af þeim í ævi- sögunni og ég man ekki eftir neinu um þá annars staðar hjá Hagalín. Sé litið á margar helstu smásögur Haga- líns, eftirminnilegustu skáldsögumar eins og til dæmis Kristrúnu í Hamravík, Sturlu í Vogum, Márus á Valshamri og meistara Jón, finna menn það stríð einstaklingsins sem fyrr var vitnað til í ummælum Hagalíns um Olav Duun. Ekki vegna þess að Hagalín sé að herma eftir Duun eða sé undir áhrif- um frá honum heldur af því að það er svo margt líkt með þeim. Þeir eru báðir bundnir átthögum og nýta sér það í orðfæri, átta sig á mótsögnum mannlegs eðlis og átökum mannsins við náttúrana, sjálfan sig og aðra og eiga þá sameiginlegu ástríðu að segja frá. Þeir sem þekktu manninn Hagalín vita að það var ekki síst i munnlegri frásögn sem list hans náði hátt. Þar bættust við ótvíræðir leikhæfileikar. Kristrún í Hamravík er sú skáldsaga Hagalíns sem menn greinir ekki á um að sé ein af hans bestu, kannski höfuðverkið. Um það má deila, enda er nauðsynlegt að menn fari að lesa fleiri skáldsögur eftir Hagalín. Smásöguraar era margar óumdeild meist- MÝRUM i' Reykholtsdal sumarið 1967. Qreinarhöfundur ásamt Hagaltn og Unni. Að baki er hundurinn Blundur. Ljósmynd Ragnheiður Stephensen. araverk og líka þættirair. Það era flestir sammála um. Nokkrar bækur Hagalíns lentu í pólitísku moldviðri sem vænta má að sé gengið hjá. „Gerzka sýkin“ hét þetta hjá Hagalín. Eink- um urðu illa úti skáldsögurnar Sturla í Vog- um og Konungurinn á Kálfskinni sem Hagalín kallaði sjálfur „táknræna skáld- sögu“, einnig mætti nefna Móður ísland. Undanfarið hefur verið furðu hljótt um nafn Guðmundar Gíslasonar Hagalíns. Hann er ekki einn í þeim „gleymda" flokki höfunda sem áður vora áberandi en sjaldan minnst nú. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 10. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.