Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 12
ÞORPIÐ Ecolonia í Hollandi, bær með 100 húsum í Aaiphen, gæti verið ágæt fyrirmynd að vistvænu íbúðahverfi. ORKUHEIMUR Milton Keynes, tilraunaáætiun um vistvæna byggð. SJALFBÆR ÞROUN A ISLANDI / ISLAND er í einstakri stöðu hvað við- víkur sjálfbærri þróun. Landið er að umtalsverðu leyti sjálfu sér nægt hvað viðvíkur orkubúskap, miklar birgðir eru til af kristalstæru vatni og þjóðin hefur getað forðast þau erfiðu vandamál sem margar aðrar þjóðir eiga við að stríða hvað viðvíkur skorti á hráefnum og mengun. Engu að síður er það mikilvægt að gnægð jarðhita og raforku valdi því ekki að opinberir aðilar komi ekki auga á þau um- hverfisvandamál sem Reykjavík og aðliggj- •andi svæði stendur frammi fyrir. Þótt nægileg orka sé fyrir hendi bendir margt til þess að „amerískur" lífsstíll og umfangsmikil stóriðja valdi því að landið verði ekki sjálfbært um þónokkur ókomin ár. Ég kom í fyrsta skipti til íslands nú á dög- unum til að halda fyrirlestur á Mannvirkja- þingi Byggingarþjónustunnar um vistvænar byggingar. Þegar ég lít til baka á þessa heim- sókn eru tvö atriði sem mig langar til að koma á framfæri. í fyrsta lagi er mjög mikilvægt að sýna fólki fram á hvað það er erfítt fyrir unga og dugmikla þjóð eins íslendingar eru að verða sjálfbær. I öðru lagi þá er alls ekki nógu mikið gert úr hinu mikilvæga framlagi íslend- inga við að nýta jarðvarma - a.m.k. ekki hvað snýr að ferðamönnum. ísland er tvímælalaust forystuland á heimsmælikvarða hvað viðvíkur nýtingu jarðhita og getur Uka verið leiðandi í að flytja út þekkingu á nýtingu vatnsafls. í heimi, þar sem kolaorka er að ganga til þurrð- ar og þar sem almennt er viðurkennt að nýt- ing þessarar orku er skaðleg fyrir veðurfar heimsins, fær þekking íslendinga á öðrum orkugjöfum aukið gildi. í meirihluta Evrópu er helmingurinn af allri kolaorku notaður til þess að hita, lýsa og loftræsta byggingar og fjórði hluti þessarar orku notaður til að flytja þessa orku til notkunarstaða. Á íslandi er komið til móts við þessa orkuþörf með jarð- varma og raforku sem kemur í veg fyrir myndun þúsunda tonna af koltvíildi á ári. En því miður er hætta á því að bílamenningin (eða fjórhjólamenningin) dragi úr því sem áunninst hefur í orkunotkun bygginga. Á sama hátt er hætta á að góður árangur á orkusviðinu dragi úr árvekni á öðrum sviðum - hvað viðkemur umhverfinu almennt og sér- staklega vistfræðinni. Hugtakið vistvænt um- hverfi verður til við samspil þriggja þátta - orku, vistfræði og umhveifis. Vandamálið á íslandi er að góður árangur í orkugeiranum kann að hafa leitt til óaðgætni á hinum tveim- ur sviðunum. Gott dæmi um þetta er stór ál- bræðsla sem valinn hefur verið staður við út- jaðar höfuðborgarsvæðisins, þegar komið er frá Keflavík. Héma fá allir útlendingar sem heimsækja landið að sjá með eigin augum meiri háttar áhrif á umhverfið. Nú er almennt álitið að menntun sé lykill- inn að vistvænni framtíð. Jafnvægið milli um- •hverfisgæða, félagslegra framfara og tækni- breytinga er óstöðugt og pólitískt viðkvæmt. Það er auðvitað hægt að nota ódýra raforku á íslandi til þess að fá hingað stóriðju hvaðanæva úr heiminum, en þá þurfa menn EFTIR BRIAN EDWARDS Hugtakið vistvænt umhverfi verður til við samspil jriggja þátta - orku, vistfræði og umhverfis. Vandamál- ið á Islandi er að qóður áranqur í orkuqeiranum kann að hafa leitt til óaðgætni á hinum tveimur sviðunU^T" Morgunblaðið/Rax. ÁLVER rfs á Grundartanga: „Það er auðvitað hægt að nota ódýra raforku á fslandi til þess að fá hingað stóriðju hvaðanæva úr heimin- um, en þá þurfa menn Ifka að gera það upp við sig hvort það gjald sem greiða þarf í eyðileggingu á þeirri náttúru og fegurð sem laðar ferðamenn að sé þess virði.“ líka að gera það upp við sig hvort það gjald sem greiða þarf í eyðileggingu á þeirri nátt- úru og fegurð sem laðar ferðamenn að sé þess virði. Landslag er auðlind alveg eins og sjór- inn og þarf líka sinn kvóta til þess að vemdun þess sé tryggð. Hugmyndin um „umhverfisaf- köst“ sem tengd eru efnahagslegum ávinningi (eins og ferðamálum) gefur til kynna að um- hverfismat, eitt sér sé ekki fullkomin aðferð til þess að taka ákvarðanir um þessi mál. Því er nauðsynlegt að taka upp mat á því hvemig fyrirhugaðar framkvæmdir em sjálf- bærar. Til að þetta sé hægt þurfa menn að sldlja til hlítar samspilið milli áhrifa á orku, vistfræði og umhverfi auk félagslegra og efnahagslegra . áhrifa fyrirhugaðra fram- kvæmda. Það er óafsakanlegt að halda því fram að vegna þess að sú orka sem notuð er á íslandi sé að miklu leyti endumýjanleg þá þurfi menn ekki að gæta vel að umhverfis- áhrifum á öðmm sviðum. Öll lönd standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum í umhverfismálum. Fólksfjölgun, flutningar í þéttbýli, og betri lífskjör valda mjög miklu álagi á efnisleg gæði - land, vatn, orku, málma og hvers konar hráefni. Helm- ingur af allri orku er notaður í byggingum og helmingurinn af öllum efnum sem iðnaður notar er notaður í byggingariðnaði. Um 40% af vatnsnotkun á sér líka stað í byggingum. Byggingar og það þéttbýli sem þær mynda em því lykilatriði þegar stefnt er að sjálf- bærri þróun. Sögulega séð, þá emm við að þróast af öld þar sem auðlinda var neytt í það að auðlindir séu vemdaðar. I umræðunni um veiðikvóta er áhersia lögð á að nauðsynlegt sé að taka erfið- ar skammtíma ákvarðanir til þess að vemda langtíma hagsmuni. Það sama á við um um- hverfíð, bæði í þéttbýli og sveitum. Hið flókna samspil manns og nátúra kemur hvað greini- legast fram í byggingarlist og landbúnaði. Á báðum þessum sviðum er landi breytt til hagsbóta fyrir fólk og á báðum þessum svið- um þarf að vemda þessa auðlind. Þessar áherslur, sem nú njóta vaxandi al- þjóða athygli, er að finna í því samkomulagi sem undirritað var fyrir íslands hönd í Rio de Janeiro árið 1992. í Bretlandi er nú unnið að þremur „aldamótaverkefnum“ þar sem lögð er áhersla á sjálfbæra þróun, ein þau em: Jarðarmiðstöð í Yorkshire; Eden-verkefnið í Comwall og Aldamótahvelfingin í Greenwich. Öll þessi verkefni em bæði tilraun í vistvænni hönnun og sýning til þess að fræða fólk um þessi mál. Menntun er lykilatriði í því að auka meðvit- und fólks á þessu sviði. Eftir þessa ferð til ís- lands finnst mér þar gæta bæði áhrifa frá Norður-Ameríku og Evrópu. Bifreiðaeign og - notkun og verslun úr bifreiðum bendir til Am- eríku, en þéttbýli og miðbæir sveija sig í ætt við bæi í Evrópu. Að sumu leyti stendur ís- land þannig á menningarlegum krossgötum - landið horfir bæði til austurs og vesturs og líka til norðurs og suðurs. I þessum skilningi er það líka á krossgötum í umhverfismálum. Island getur kennt umheiminum mikið í umhverfismálum, en eins og mörg önnur lönd þá getur það líka lært mildð af öðram. Eitt af þeim vandamálum sem ég kom auga á er að hvergi er nokkur miðstöð til þess að sýna vist- fræði, orku- eða umhverfismál. í Reykjavík er engin miðstöð (eins og ráðgerðar era í Bret- landi og hafa verið byggðar annars staðar, t.d. Vistfræðimiðstöð Klettafjalla í Colorado) til þess að kenna og fræða bæði íbúa og ferða- menn um umhverfismál. Það sem allir sjá era álbræðslur, vatns- og gufuaflsvirkjanir, græn- metisframleiðsla í gróðurhúsum og hús sem nota sólarorku. Allt era þetta einstök atriði úr umhverfissögu, sem hefur ekki verið skrifuð eða undirbúin til kennslu. Ég legg því til að opinberir aðilar fjármagni ákveðnar framkvæmdir á íslandi, sem er bæði ungt og þróttmikið land og meðvitað um umhverfismál, til þess að leggja áherslu á kynningu og fræðslu á þessu sviði. Tvær hug- myndir skjóta strax upp kollinum. Önnur gæti verið fólgin í því að byggja lítið vistvænt hverfi með t.d. 20 húsum þar sem lögð væri áhersla á mismunandi atriði hvað viðvíkur orku og umhverfismálum. Þorpið Ecolonia í Hollandi (bær með 100 húsum í Aalphen) gæti verið ágæt fyrirmynd. Bygging þessara húsa var fjármögnuð að hluta af Orkumálastofnun Hollands, NOVEM, en þau vora síðan byggð af byggingarfyrirtækjum í ábataskyni. Þessi hús hafa vakið mikla athygli og mikill fjöldi nemenda og ferðamanna hefur skoðað þau. Fylgst er með rekstri þessara húsa og niður- stöðurnar gefnar út af Orkuverkefni Evrópu- sambandsins. Hin hugmyndin er að vistfræðimiðstöð verði byggð nálægt miðbæ Reykjavíkur. Þetta gæti verið upplýsingamiðstöð um vist- fræði fyrir íbúa borgarinnar og ferðamenn al- veg eins og Norræna húsið er fræðslumiðstöð um norræn mál. Ég er þeirrar skoðunar að þar sem byggingar nota mikið af auðlindum sé mikilvægt að finna gott jafnvægi milli orku, vistfræði og umhverfis í þessari byggingu. Þar sem grundvöllur þessarar miðstöðvar væri menntun er eðlilegt að hún tengist Há- skólanum, Verslunarráði og opinberam aðil- um. Það er líka nauðsynlegt að þessi miðstöð njóti stuðnings allra pólitískra flokka og sam- vinnu séríræðigreina, samtaka iðnaðarins, sveitarstjóma og yfirvalda menntamála. Góð- ur staður fyrir þessa miðstöð væri einhvers staðar milli Ráðhúss Reykjavíkur og Háskól- ans og Norræna hússins - helst nálægt Tjörninni. Bæði vistvæna hverfið og vistfræðimiðstöð- in gætu verið verkefni til að minnast aldamót- anna eða bara til þess að sýna hvernig ísland nýtir jarðhita, vemdar viðkvæmt vistkerfi og fiskistofna og mætir vexti með vemdun. Ein- ungis með umræðum og menntun geta lönd náð því að þróun þeirra verði sjálfbær þegar á heildina er litið. Ofangreindar hugmyndir fæddust eftir Mannvirkjaþing um vistvænar byggingar sem haldið var í Reykjavík 23. okt. ’97. Par koma fram skoðanir höfundar en ekki nauð- synlega skoðanir Byggingarþjónustunnar eða Háskól- ans í Huddersfíeld. GESTUR ÓLFSSON ÞÝDDI. Höfundur er prófessor í byggingarlist við Hóskólann í Huddersfield í Bretlandi og hefur m.a. skrifað bæk- urnar „Towards Sustainable Architecture" og „Green Buildings Pay" 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 17. JANÚAR i 998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.