Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 6
/ Lindsay Anderson Breski kvikmyndaleikstjórinn Lindsay Anderson féll í valinn órið 1994. Anderson vann til tvennra eftirsóttustu verðlauna kvikmyndaheimsins, hlaut Oskarsverðlaun í Hollywood og gullpólmann ó kvikmynda- hótíðinni í Cannes. Hann er, að óliti JONASAR KNUTSSONAR, einn frumleg- asti leikstjóri Breta ó ofan- verðri öldinni. Allt bendir til þess að }d ær fóu kvikmyndir sem Anderson skilur eftir sig standist tímans hvössu tönn. AFSKIPTI Lindsays Ander- sons af kvikmyndagerð hófust þegar hann tók að skrifa kvikmyndagagnrýni fyrir breska kvikmynda- tímaritið Sequence að námi loknu. Skrif hans í kvik- myndablaðið fræga Sight and Sound á þessum árum voru að mestu leyti vægðarlaust níð um kvikmyndagerð samtím- ans, sér í lagi þá lognmollu og meðalmennsku sem honum fannst auðkenna kvikmyndir landa sinna. Gagnrýnandinn ákvað nú að standa undir öllum stóryrðunum, lagði frá sér pennann og byrjaði að gera stuttar heimildarmyndir. Stuttmyndir eftir Anderson vöktu athygli innan tíðar. Arið 1953 gerði hann Fimmtudags- böm (Thursday’s Children), mynd um heym- arlaus börn. Þetta verk vann til Óskarsverð- launa árið 1955 en var ekki sýnt víða. Ander- son gat því ekki fylgt sigri sínum eftir sem skyldi. Andersons var brátt bendlaður við hina svokölluðu Free Cinema hreyfmgu sem var eins konar enskt fóstbræðrafélag Cahiers du Cinéma í Frakklandi. Cahiers du Cinéma var og er virtasta kvikmyndablað Frakklands. Þangað átti hinn svonefnda nýbylgja eða Nouvelle Vague rætur sínar að rekja á sjötta áratugnum. Free Cinema hreyfingin var í raun réttri hópur ólíkra einstaklinga sem áttu það eitt sameiginlegt að vilja ólmir bjóða ríkjandi hefðum í kvikmyndagerð byrginn. Árið 1957 bauð Ealing kvikmyndasamsteyp- an Anderson að gera leikna kvikmynd í fullri lengd. Nýgræðingurinn þótti ekki þýður í sam- starfi og neitaði að hagræða verkinu að þörfum kvikmyndaversins. Verkefnið var gefið upp á bátinn og Anderson lét tilleiðast að leikstýra leikritum. Ævi og slörf Lindsay Anderson fæddist í Bangalore á Indlandi árið 1923 þar sem faðir hans gegndi herskyldu. Hann hlaut þá menntun sem bresk- um góðborgara sæmir og gekk í einkaskóla í Cheltenham á Englandi. Anderson hélt síðan til Oxford þar sem hann lauk háskólanámi. Hann gerði hlé á námi er hann var kvaddur til herþjónustu. Hermennskan og skólavistin mögnuðu upp í honum megna fyrirlitningu á öllum boðum og bönnum. Þessi upplitsdjarfi mótþrói í garð hvers kyns yfirboðara fylgdi honum allt til dauðadags. Segja má að flest verk hans séu því eins konar uppgjör við þær stofnanir sem ólu hann og mótuðu og þau gildi sem þær reyndu árangurslítið að innræta hon- um. Árið 1963 gerði Anderson loks kvikmynd í ftillri lengd og sótti efnið í sögu Davids Storeys Iþróttahetjuna (This Sporting Life). Söguhetj- an er skapbráður Rugby-leikmaður. Aðalhlut- verk lék ungur leikari Richard Harris að nafni. Myndin var tillag Andersons til svokallaðra eldhúsvasksmynda. Myndir þessar lýstu hlut- skipti ungra óánægjumanna meðal verkafólks á Bretlandi, oftast í hrjóstrugum norðurhéruð- unum. Eldhúsvaskurinn tröllreið breskri menningu á þessum árum. Stefnan var kennd við hinn unga reiða mann. Ungir reiðir menn komu að- vífandi utan úr eyðimörkinni og héldu reiðilest- ur yfir samborgurum sínum. Þessir ungu reiðu menn, John Osborne, Alan Sillitoe og John Braine meðal annarra, héldu breskri menningu í herkví þegar hér var komið sögu. Engin sögu- hetja þótti gjaldgeng nema hún væri vörubíl- stjóri eða kolanámumaður. Margir frægustu rithöfundar Breta, Virginia Woolf, Somerset Maugham, Evelyn Waugh og fjölmargir aðrii’ listamenn áttu skyndilega ekki upp á pallborð- ið hjá nokkrum hugsandi manni því að þetta fólk hafði aldrei keyrt vörubíl eða unnið í kola- námu. Elli kerling átti eftir að leika hina ungu reiðu menn grátt. Urðu þeir von bráðar gamlir reiðir menn. Tíminn leiddi í ljós að æska og reiði er ekki listrænt aírek í sjálfu sér. Ander- son var partur af þessari stefnu, að svo miklu leyti sem hann gat átt hlutdeiíd í einhverri hreyfingu, og stóð í senn fyrir utan hana. Neanderthalsmaðurinn sem Harris leikur í Iþróttahetjunni (This Sporting Life) hefur ein- hverra hluta vegna haldið sér furðuvel miðað við hina reiðu ungu menn Sillitoes og Os- bornes. Ef til vill er ástæða þess sú að reiði Andersons var í eðli sínu hvorki ungmennafé- lagslegt andóf gegn valdhöfum eða áskorun um breytt skipulag heldur einhver rótgróinn þátt- ur í fasi hans og skaphöfn. Núll fyrir hegðun Næsta mynd Andersons, Ef... (If..) er eins konar tilbrigði við stuttmynd sem franski stjómleysinginn Jean Vigo gerði árið 1933. Myndin nefndist Núll fyrir hegðun (Zéro de Conduite) og var súrrealískt háð um franska skólakefið. Anderson gerði Ef... (If..) rúmum 35 árum síðar og fjallaði þar um breska einka- skóla og þá kúgun mannsandans sem honum fannst eiga sér þar stað. Hlutverk Travis lék ungur, óþekktur leikari, Malcom McDowell. GLEIÐLINSUNA Á MENNINGUNA Undanfarna dagq hafa menn velt fyrir sér skilgreiningu á menningarhugtakinu. Hafa sumir viljað tengja það liststarfsemi en aðrir hafa slcoðað það í miklu víðara samhengi. Enn aðrir hafa svo litið á menningu sem andstæðu efnis(hyggju). ÞRÖSTUR HELGASON segist vera sam Dykkur dví að nota gleiðlinsuna á menningar- hugta dð en vill leysa upp fyrrnefnda andstæðu. / ISLENSK menningarumræða stjórnast af tilviljunum og vitanlega stendur það henni fyrir þrifum. Það þekkist varla að umræða um grundvallarspumingar í menningarmálum sé stöðug hér eins og nauðsynlegt væri. Við sjáum kannski vísi að þessu, eins og til dæmis fjörug skoð- anaskipti um þjóðernishyggju undanfar- in ár í blöðum og tímaritum, en iðulega er það einskær hending sem ræður því hvort slík um- ræða kemur upp á yfirborðið. Þannig virðist það til dæmis af algjörri tilviljun að menn hafa séð sig knúna til að ræða um hið víðfeðma og óræða hugtak „menning" í fjölmiðlum undan- fama daga en merking þess ætti auðvitaðað að vera til stöðugrar endurskoðunar og umfjöllun- ar. List og líf Svo virðist sem upphaf þessarar umræðu megi rekja til greinar Davíðs Erlingssonar, dósents í íslenskum bókmenntum, hér í Les- bókinni fyrir viku en kveikjan að greininni var pirringur höfundar vegna vandræðagangs í notkun þriggja einstaklinga á menningarhug- takinu í fjölrniðlum. Davíð segir að rétt sé að nota hugtakið í allri vídd þess: „menning er allt atferði og lag félagsvemnnar mannsins sem hún hefur til þess og á þvi að vera maður í samfélagi sínu (sem einnig vísast til með þessu orði, menning), en með þessu veralagi aðskilur hún sig frá og hefur sig að eigin trú upp yfir aðra hópa og þeirra verulag, sem ríkir fyrir ut- an félagsheimkynni mannsins, að áliti hans.“ Hér er sumstaðar alldjúpt á merkingunni en það sem Davíð á við er að menning sé allt það sem maðurinn tekur sér fyrir hendur og skiiur hann frá öðram dýrategundum. Ekki er þetta mjög nýstárleg skilgreining á hugtakinu en henni hefur verið stefnt gegn þrengri og almennari notkun á því sem gengur út frá því að menning sé öll listiðkun mannsins. Sumir hafa jafnvel viijað ganga lengra og segja að menning sé einungis sá starfi mannsins sem megi telja til fagurra lista. Einn af þeim sem Davíð gagnrýnir fyrir of þröngan skilning á menningarhugtakinu er Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur og gagnrýnandi. Halldór svaraði gagnrýninni í viðtali á Bylgjunni síðastliðinn mánudag og lagði út frá erlendri mynd orðsins, kúltúr (e. culture). Kúltúr sagði Halldór að merkti rækt og því mætti skiija íslensku þýðinguna á orðinu sem mannrækt. Því sagðist Halldór líta svo á að menning væri einungis það atferli mannsins sem gerði hann að meiri manni en ekki minni. Þannig væra til dæmis morð og nauðganir ekki menning. Og Halldór myndi sjálfsagt heldur ekki samþykkja það möglunarlaust að skolpræsamál væra menning eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, talaði um í viðtali á Bylgjunni þennan sama dag. Til er ung háskólagrein sem nefnist menn- ingarfræði (e. cultural studies) og má segja að hún hafi á vissan hátt skorið úr um þetta ágreiningsefni Davíðs, Halldórs og Ingibjarg- ar. Menningarfræðin vili nota gleiðlinsuna á menninguna eins og Davíð og Ingibjörg. Að hennar mati verður að skoða menninguna, eða menningarlegt athæfi (svo sem lestur), í sam- hengi við aðra iðju mannsins (svo sem vinnuna, fjölskyldulífið, kynhegðun o.s.frv.). Menningin er tengd lífi einstaklinganna órjúfanlegum böndum, að mati menningarfræðinga. Þess vegna hlýtur menning að vera allt það sem ein- staklingamh’ taka sér fyrir hendur (jafnvel það að myrða og nauðga) því að með því era þeir að taka þátt í ákveðinni menningarlegri orðræðu sem er í stöðugri mótun (þannig era til dæmis hinir norrænu víkingar, Jack the Ripper og Hell’s Angels menningarleg fyrirbæri). Þýsku heimspekingarnir Theodor Adorno og 6 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 17. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.