Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 19
VITLEYSAN VERÐIAUNUÐ? NÁKVÆMLEGA klukkan eitt eftir hádegi 9. októ- ber sl. tilkynnti Sture Allén, ritari sænsku aka- demíunnar eftirfarandi: „Nóbelsverðlaunin í bók- menntum fyrir árið 1997 verða veitt ítalanum heira Dario Fo, sem í anda hirðfífla miðalda hrellir valdsmenn og berst fyrir sæmd hinna kúguðu.“ Hin virðulegu salarkynni enduróm- uðu viðurkenningarhróp sænskra og er- lendra fréttamanna sem voru viðstaddir at- höfnina. Allen bætti því við að Dario Fo beindi enn spjótum sínum að fyrirbærum í þjóðfélagi nútímans í leikritum sínum. Félagar sænsku akademíunnar hafa lagt áherslu á að „hann einn á tilkall til heiðurstitilsins hirðfífl Ljoculator], í bestu merkingu þess orðs. Með blöndu af gamni og alvöru opnar hann augu okkar fyrir valdníðslu og óréttlæti í þjóðfélaginu auk þess að benda á víðara sögulegt samhengi. Dario Fo er sérstaklega einlæg- ur, háðsádeiluskáld sem eftir liggur margbrotið höfundarverk. Sjálfstæði hans og glöggskyggni hafa neytt hann til að taka mikla áhættu; hann hefur verið látinn gjalda þess þó að hann hafi jafnframt á sama tíma fundið fyrir gíf- urlegum viðbrögðum úr öllum áttum.“ Sænska aka- demían benti einnig á mik- ilvægi stuðnings og fram- lags Fröncu Rame, eigin- konu Dario Fo, og áhrif sem hann hefur orðið fyrir frá eins ólíkum höfundum og Brecht og Majakovskíj. Sænski skáldsagnahöf- undurinn og ljóðskáldið Emst Brunner, lýsti því yfir að hann áliti Dario Fo einstakan höfund, jafnvel þótt hann væri betur þekktur meðal sænsks al- mennings sem gamanleik- ari en leikskáld. Hann væri einn af hinum síðustu stóm nöfnum evrópskra bók- mennta og það væri mikill kostur að hann væri starf- andi leikari. Fréttimar um að Dario Fo hefði hlotið verðlaunin ollu vægast sagt sprengingu í ítölskum fjölmiðlum, verkun sem Nóbel gamla hefði þótt gaman að. ítalir skipuðu sér í tvær fylkingar: flokk þeirra sem fögnuðu heilshugar með leikskáldinu og þeirra sem vora gersamlega mótfallnir honum og verð- launaveitingunni. Eins og við er að búast í þessu landi var enginn hlutlaus og enginn án skoðunar á málinu. Andmælendur Dario Fo áttu, eins og við mátti búast, dyggan málsvara í Osservatore í'omano, málgagni páfastóls. Blaðið dró enga dul á vonbrigði sín: „Herra Fo er sjötti [ítalski] Nóbelsverðlaunahafinn [í bókmennt- um] og fetar þar í fótspor Carducci, Deledda, Pirandello, Quasimodo og Montale; í kjölfarið á allri þessari visku kemur fífl!“ Höfundur þessa palladóms vísar þama í meginverk ítal- skra bókmennta, Inferno eftir Dante sjálfan. Þar er Dante skipað í sveit helstu höfuð- skálda klassíkurinnar og er þai’ sjötti maður. Gianfranco Fini, formaður Alleanza Nazionale, sem er lengst til hægri í ítölskum stjórnmálum var fullur reiði: „Þetta er til há- borinnar skammar. Ég skil ekld forsendum- ar fyrir þessari verðlaunaveitingu.“ Vinstri- menn eru á öndverðri skoðun, eins og við mátti búast, enda vita þeir að Dario Fo er úr þeirra röðum. Meðal stuðningsmanna hans á vinstri vængnum em lenínistar, marxistar, kommúnistar og stuðningsmenn Olífu-banda- lagsins, samsteypustjórnar mið- og vinstri- flokkanna sem nú ráða ríkjum í Ítalíu. Massimo D’Alema, formaður Pds, lýðræðis- flokksins sem er til vinstri, segir: „Fréttin fyllir mig gleði. Loksins, góðar fréttir.“ Það mætti kannski líkja þessum hráskinnsleik við leikrit hins umdeilda höfundar. Málpípa stuðningshóps Dario Fo er að sjálfsögðu vinstripressan. í forsíðugrein í dagblaðinu Repubblica, er fyrirsögnin „Krepptir hnefar og fortíðarþrá" (Pugni chi- usi e nostalgia). Höfundur greinarinnar, Na- talia Aspesi, rifjar upp „hin ofbeldisfullu en Á miðvikudaginn verða Nóbelsverðlaunin afhent og þá tekur Dario Fo við Nóbelsverðlaunum fyrir framlag sitt til bókmennta. Viðbrögð í heimalandi hans, Italíu, hafa skipst nokkuð í tvö horn. ELENA MUSITELLI fjallar um hvernig fjölmiðlar þar í landi tóku á málinu. frábæru ár, óþægilegu leikhúsin, eftirvænt- inguna, hrylling lögreglurassíanna, meðvit- und um að standa í hugsjónabaráttu, gleðina í hlátrinum þrátt fyrir að stórbrotnir atburðir gerðust í landinu og á sviðinu gamanleikari sem vinnur allshugar að því pólitíska stefnu- miði að gefa þeim góðu aðhlátursefni og að hneyksla hina vondu, sá sem í lok sýningar- innar, steytti krepptan hnefann í heiðurs- skyni við fagnandi áhorfendur samkvæmt gildandi venju meðal byltingarsinna.“ Áköf- ustu stuðningsmenn Dario Fo og allra karla og kerlinga ánægðastir með verðlaunaveit- inguna era að sjálfsögðu samverkamenn hans í leikhúsinu. Enda verður að telja það einstakt gleðiefni að leikhúsmanni hlotnist þessi heiður. Einn er sá blaðamaður, þjóðfrægur fyrir skrif sín í Ítalíu, sem var áður í hópi stækustu andstæðinga Dario Fo. Indro Montanelli fyr- irleit áður fyrr Dario Fo af öllu hjarta en hef- ur skyndilega snúið við blaðinu. Yfir hann helltist nýlega „einstakt dálæti á Ðario Fo“ og hann benti á að höfundurinn „veifaði hinu þrílita flaggi Ítalíu um veröld víða“. Þjóðern- isstoltið verður gömlum pólitískum væring- um yfirsterkara. í hópi mótherja Dario Fo eru almennt þeir sem standa til hægri í ítölskum stjórnmálum auk rithöfunda, fræðimanna, og aðdáendur fagurbókmennta og orðaleikni í hinum stirfna stíl fyrri alda, d’antan svo við vitnum í Frangois Villon. Þeiira á meðal era margir heiðarlegir rithöfundar sem hafa beðið ái’um saman eftir, að þeirra mati verðskulduðum verðlaunum. Háborg bókmenntanna í Italíu er nefnilega einskorðuð við alvarlegar bókmenntir á hreintungumálinu gullaldaiítölsku sem byggt er á toskanamállýsku Dante. Myndbrjótur- inn Dario Fo sækii’ aftur á móti efnivið í mál- lýsku Langbarðalands, heimahéraðs síns, auk þess sem hann hefur spunnið upp málið gi-ammelot [grammatica + Camelot] úr mál- lýskuorðum og hljóðlíkingum. Dario Fo hneykslar auk þess samlanda sína með því að fara raugt með málfræði ríkismálsins þegar hann kemur fi-am opinberlega. Þekktasti bókmenntagagnrýnandi Itala er Carlo Bo, prófessor í frönskum bókmenntum við Ur- bino-háskóla. Hann getur ekki leynt von- brigðum sínum með ákvörðun sænsku aka- demíunnar. Hann tekur út fyi-ir að fíflið Dario Fo skuli veljast til að gæta fjöreggs ítalskra nútíma- bókmennta sem arftaki hins alvarlega Ijóð- skálds Eugenio Montale, sem hlaut verðlaun- in 1975. Fæstir ganga samt eins langt og Rita Levi Mantalcini, Nóbelsverðlaunahafi frá 1986 fyr- ir læknis- og lífeðlisfræði. „Dario Fo - hver er það?“ Jafnvel höfuðskáld rómantísku stefnunnar á Italíu, Alessandro Manzoni, hefði ekki komist betur að orði. Umberto Eco, þekktasti nútímahöfundur á ítölsku, er hins vegar fullkomlega ánægður með valið. „Þetta er ekki einungis vegna þess að Fo er góður vinur minn, heldur líka vegna þess að verðlaunin falla í skaut rit- höfundi sem stendur utan við veröld hinna hefðbundnu fræða, veröld sem metur hann ekki að verðleikum." Eeo bætir við: „Vinsældir Fo erlendis koma mér á óvart, jafnvel meðal leikhús- áhorfenda sem sáu hann sjálfan aldrei á sviði. Vér Italir getum ekki gert grein- armun á gamanleikaranum og leikskáldinu, og stöndum í þeirri trú að verk hans gangi aðeins upp þegar hann leikur í þeim sjálfur." Hann segist hafa gert sér grein fyrir að texti Dario Fo stæði fyrir sínu á leiksýn- ingu í New York þar sem bandarískir leikarar vora í öllum hlutverkum. En hvað um Dario Fo sjálfan? 9. október var hann í farþegasætinu á bíl sinum á hraðbraut einni í Ítalíu. Bíl var ekið upp að hliðinni á honum á ofsahraða og fréttamaður af blaðinu Repubblica veifaði framan í hann pappaspjaldi sem á hafði verið letrað með breið- um tússpenna: „Þú fékkst Nóbelinn." Fyrst hélt Dario Fo að verið væri að spauga með hann. Sjón- varpsstjaman Ambra, sem ók bíl hans, negldi niður og brátt var Dario Fo kominn í beina útsendingu í sjónvarpi. Sjónvarpsfréttamað- urinn ávarpaði hann innvirðulega með titlin- um „meistari" [maestro] og Fo sagði að þó að hann hefði haft einhvem pata af því sem fram fór í Stokkhólmi hefði hann álitið að það væri borin von að hann hlyti heiðurinn. Hann benti á að ríkissjónvarpið ítalska [Rai] sem nú hampaði honum og sýndi frá sýningum hans væri sama stofnunin og hefði fyrirskip- að eyðileggingu á öllu efni sem hann og kona hans höfðu gert fyrir sjónvarp eftir að þau höfðu farið vinstramegin yfir pólitísku línuna 1962. Hann lék á als oddi og var hæstánægður með umsögn sænsku akademíunnar: „Hirðfífl er titill sem ég er ánægður með því það er svo fjarri hefðbundnu leikhúsi. Ég yfirgaf slíkan leikmáta við lok sjöunda áratugarins til að flytja leikrit mín í skólum, í félagsmiðstöðv- um, utan dyra. Síðan á tímum Moliéres hefur leikari sem skrifaði eigin verk verið álitinn loddari. Með þessari verðlaunaveitingu fær aumingja Moliére líka uppreisn æru.“ Hann neitaði því að honum bæri að af- þakka verðlaunin eins og Sartre gerði er hann fékk þau, enda væra breyttir tímar, og þegar hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að neita að klæðast kjólfótum gall við: „Ég sem lít svo vel út í kjólfótum ... eitt af mínum fyi’stu verkum hét líka Nakinn maður og annar í kjólfótum..“ En hvað um milljón dollarana. „Ja, það versta er að helmingurinn rennur sem skattur til ítalska ríkisins, ríkis sem hefur aldrei gert neitt til að styðja leik- listina." Afganginum hefur hann ákveðið að verja til að reyna að fá mál þremenninga sem vora ranglega dæmdir fyrir áratugum tekið upp. Á sögu þeirra byggði Dario Fo einmitt leikritið Stjói'nleysingi ferst af slysförum. Höfundur er með MA próf í bókmennlum, er styrkþegi í íslenzkunómi fyrir útlendinga og kennir ítölsku. Greinin er þýdd af Sveini Haraldssyni. Skemmdar- varqurinn hataði abstraktlist Skemmdarverk ó mólverkum í Amsterdam hafa endurvak- ið umræðuna um öryggis- gæslu ó listasöfnum SKEMMDARVERKIÐ þótti svo ófyrir; leitið að menn mundu vart annað eins. í mars 1986 gekk ungur maður inn í nú- tímalistasafnið í Amsterdam, Stedelijk Museum, og skar verldð „Hver er hræddur við rautt, gult og blátt 111“ eftir abstrakt-ex- pressjónistann Barnett Newman í ræmur. Gerard Jan van Bladeren, þá 31 árs, var dæmdur í fimm mánaða fangelsi og þrjá mán- uði skilorðsbundna fyrir vikið og hvarf sjón- um um nokkurra ára skeið. I lok nóvember minnti hann hins vegar á sig er hann heimsótti safnið að nýju. Hann gekk rakleitt upp á aðra hæð, þar sem hann rak augun í annað abstraktverk, einnig eftir Newman. Það var verkið „Valdsmannssæti“ fi-á 1951 sem metið er á um 12 milljónir dala^ um 850 milljónir ísl. kr. Van Bladeren dró upp vasahníf, risti verkið í sundur, og gerði enga tilraun til að flýja. Frá þessu segir í The New York Times. Forstöðumaður safnsins, Rudi Fuchs, líkir skemmdarverkum van Bladerens við nauðg- un. „Þetta breytir lífi manns. Nú getur fólk ekki farið inn á söfn án þess að horfa sífellt um öxl.“ Málið er snúið, segir Carol Mancusi- Ungaro, yfirforvörður við Menil-safnið í Hou- ston í Texas, en hún hefur sérhæft sig í vörslu verka frá því eftir stríð. Mancusi-Ungaro seg- ir myndirnar of stórar til að hægt sé að setj^. þær undir plexigler, áhorfendur myndu ekki sjá annað en endurkast glersins. í J. Paul Getty-safninu sem á að opna í Los Angeles í næsta mánuði hefur skemmdarverk van Bladerens minnt menn á mikilvægi öryggis- ráðstafana og segja forsvarsmenn saftisins að óhjákvæmilega verði að setja einhver verk undir gler, þeirra á meðal „Sverðliljur“ Vincents van Gogh, sem safnið keypti af ástr- alska kaupsýslumanninum Alan Bond. Fleiri skemmdarverk Því fer fjarri að van Bladeren sé sá eini sem hefur skemmt og eyðilagt listaverk. Eitt versta dæmið var árið 1972 er geðsjúkur Ungverji réðst á „Pietu“ eftir Michelangelo með hamri. Árið 1975 var „Næturvörður" Rembrandts skorinn illa í Rijksmuseum í Am- sterdam og annað verk Rembrandts? „Danae“, fékk yfir sig sýru í Hermitage-safn- inu í Pétursborg árið 1985. Þá má nefna að Tony Shafrazi, sem nú rekur listagallerí í New York, var ákærður fyrir að úða málningu yfir „Guernicu" Picassos í Nútímalistasafninu í New York árið 1974. Telur skemmdorverk vera viðbsetwr Frá því að van Bladeren risti seinna verk Newmans í ræmur hefur hann m.a. kom- ið fram í útvarpi í heimalandi sínu þar sem hann lýsti því yfir að hann væri sjálfur lista- maður sem rifi eigin verk og að hann hataði abstraktlist og raunsæi. í útvarpsviðtalinu kvaðst hann telja að með því að skera mynd- ina „Rauður, gulur og blár“ hefði hann bætt við verkið og að hann væri afar ósáttur við aS gert hafi verið við það og viðbætur hans þai’ með eyðilagðar. Kvaðst van Bladeren hafa snúið aftur á safnið ellefu áram síðar til að finna verkið og skera að nýju. Hann réðst þess í stað á „Valdsmannssæti“ eftir Newman og náði að skera það þvers og kruss á þeim 20 sekúndum sem það tók vörð- inn í næsta sal að koma á vettvang. Verkið bíður nú viðgerðar en það var þegar lagt á gólfið og þess gætt að ekki brotnaði frekar upp úr skurðunum. Það reyndist lán í óláni að van Bladeren notaði mjög hvassan hníf svo skurðirnir era fínni en ella. Kostnaður við viðgerð á fyrra verki Newmans nam um 300.000 dölum, um 2> milljón ísl. kr., og tók fjögur ár. Ljóst er að viðgerðin á „Valdsmannssæti" verður dýr og tímafrek. Van Bladeren á hins vegar yfir höfði sér tveggja ára fangavist og sekt sem numið gæti allt að 110.000 ísl. kr. Teikning/Enzo Musiteili LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 6. DESEMBER 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.