Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 6
HUGMYNDIR SÓTTAR í HVERDAGSLÍFIÐ SKARTGRIPASÝNING verður opnuð í Sverrissal Hafnarborgar í dag, laugardaginn 6. desember kl. 18. Þar kynna þær Taru Har- maala og Asa Gunnlaugsdóttir lokaverkefni sitt í meistaranámi í iðnhönnun frá Listiðnaðarskólan- um í Helsinki. Yfírskrift sýning- arinnar er Skart - Flosculus Faba Citreum Ala Piscis eða Lítið blóm, baun, sítrusávöxtur, vængur og fískur, sem vísar til hversdagsleik- ans og litlu hlutanna sem fegra líf okkar á degi hverjum. Hönnuðirnir leggja áherslu á að skartgrip- imir séu til daglegra nota og að þá eigi ekki að umgangast sem dýrgripi. Til að fá sem gleggsta mynd af því hvemig skartgripi konur kjósa að nota tóku þær viðtöl við sex konur úr mismun- andi starfsgreinum, ólíkar að útliti og á ýmsum aldri. Þær voru beðnar um að segja frá hvers- dagslífi sínu og hvað það væri sem fegraði það. AUar vom konurnar þeirra skoðunar að það væri undir þeim sjálfum komið hvort hvers- dagsleikinn væri litlaus eða ekki. „Ein kvenn- anna lumaði á því ráði að klæðast rauðu sér til upplyftingar. Þegar við opnuðum sýninguna í galleríi INTO í Helsinki í byrjun síðasta mán- aðar mætti hún svo rauðklædd frá toppi til tá- ar,“ segir Asa. Þær reyndu að veita öllum skartgripum athygli sem þær sáu konur bera og komust að því að mest megnis var um fjölda- framleidda og ákaflega hefðbundna skartgiipi að ræða. „Það sem kom okkur kannski mest á óvart í viðtölunum vom allir þessir litlu hlutir sem konur nefndu þegar þær voru spurðar að því í hverju fegurð hversdagsins væri fólgin," segir Taru. „AUar nefndu blóm sem krydd í gráan hversdaginn og það að elda góðan mat og bjóða gestum heim. Við fórum því að skoða form þessa heims sem konur drógu upp í spjalli okk- ar, blóma, laufa, ávaxta, físka og eldhúsáhalda eins og t.d. kökuform og gripirnir urðu til hver af öðrum.“ Samstarf þeirra var mjög náið allt vinnuferlið. „Maður skyldi ætla að það væri ómögulegt annað fyrir tvo hönnuði en að vinna hvor að sínum skissum en við komust að því að við græddum hvað mest á að vinna í skissum hvor annarar og fínpússa hugmyndirnar í sam- einingu," segir Asa. „Þá er líka komin reynsla á samstarfíð, við vitum að það getur gengið og höfum hugsað okkur að starfa saman að skart- gripahönnun í framtíðinni.“ Skartgiipasería Taru og Asu er millistig fjöldaframleiðslu og módelgripa. I hönnun sinni vildu þær forðast flata, nánast tvívíða gripi, skart þeirra er bæði bústið og mikið um sig og því má snúa á allar hliðar. Markmiðið var að all- ir skartgripir seríunnar pössuðu saman og sama formið endurtekur sig í sífellu. „Endur- tekningin tilheyrir hversdagsleikanum þar sem sama mynstrinu er fylgt á hverjum degi. I grip- unum er endurtekningin fyrir hendi bæði í efni og formi en hún er síðan brotin upp með óvæntu „kryddi," segir Taru. Skartgripirnir eru allir unnir í silfur með rafformun sem gerir það að verkum að gripirnir eru holir að innan og því léttir þó að þeir séu miklir um sig. Erfítt reyndist að finna verktaka sem gátu fram- kvæmt rafformun og leitin bar þær á ótrúleg- ustu slóðir. Taru hafði samband við bandarískt fyrirtæki sem var sagt sérhæfa sig í rafformun. Fljótlega kom í ljós að stefna fyrirtækisins átti SKARTGRIPASERÍU Taru og Ásu er ætlað að höfða til breiðs hóps kvenna. Á sýningunni stórar Ijósmyndir af ólíkum konum á mismunandi aldri til að undirstrika þetta. eru ekki samleið með hugmyndum skartgripahönn- uðanna því framleiðsla þess var mestmegnis bundin við kjarnavopn! Eru þær nú í viðræðum við finnskt fyrirtæki um möguleika á samstarfi í framtíðinni en markmiðið er að geta unnið alla hluta framleiðsluferlisins i Finnlandi. Taru lauk BA gráðu í gullsmíði frá Lahti Design Institute í Finnlandi árið 1991. Hún hef- ur unnið að list sinni bæði í Finnlandi og Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölda samsýn- inga víða á Norðurlöndum og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Asa lauk BA gráðu í silfursmíði frá sama skóla í Finnlandi árið 1994. Hún hefur unnið að list sinni hér heima og í Finnlandi, tek- ið þátt í sýningum í báðum löndunum og í Þýskalandi og hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín í Finnlandi. Þær útskrifast frá Listiðnaðarháskólanum nú í desember og fengu styrk til lokaverkefnisins úr finnska menning- arsjóðnum. Þær hafa þegar hafíst handa við markaðssetningu á skartgripaseríu sinni og fengið vilyrði fyrir sölu á gripunum í verslun nýja Nútímalistasafnsins í Helsinki sem enn er í byggingu. HUGMYND að þessari nælu er sótt í sveigð- an stiik þyrnirósarinnar. Morgunblaöið/Ásdís HÖNNUÐIRNIR Taru Harmaala og Ása HÁLSMEN sem minnir í senn á form sítrónupressu og blómknúps. PÁLL V. DANÍELSSON DÍANA Þú áttir draum um dyggðir, ást og frið og dagrenningin brosti þér í mót. Þú áttir harm sem gaf þér ekki grið og grimmdarlega nísti hjartans rót. Þú áttir von um víðan betri heim að verða ungu fólki örugg hlíf. Þú áttir ást að gefa öllum þeim sem áttu bágt og þráðu betra líf. Þú áttiryl oghjartans æðstu gjöf að unna þeim sem ekkert áttu skjól. Þú áttir hróp er barst um himins höf og hlýju flutti inn í lágreist ból. Þú áttir bæn að efla og auka styrk öllum þeim sem blæddi opin und. Þú áttirþrótt að vera stór og virk að veita hjálp á sárii raunastund. Þú áttir ljós að lýsa ölium þeim sem liðu nauð og sjúkdómanna fár. Þú áttir kjark að kynna hrjáðan heim og köllun þá að mýkja sprengjusár. Þú áttir börn sem blessun gafst og ráð og beindir þeim að elska landið sitt. Þú áttir Guð sem gefur líkn og náð hann geymi þig og verndi orðspor þitt. Höfundurinn var framkvæmdastjóri fjór- móladeildar Pósts & síma. SIGTRYGGUR MAGNASON STUND TIL AÐ KVEÐJA - I minningu langömmu - Við daufa týru ljóssins augun lokast og litlir snáðar líta draumsins heima. Þá móðir ung og mild sig lætm- dreyma en máttur lífsins hægt í burtu þokast. Því láni heimsins lítt hún getw stjómað og lágt írökkri grætur móðurhjarta er stiýkur hún um strákakolla bjarta sem stolt hún hefði lífí fyrir fómað. Laust hún breiðir voð um mjúka vanga og veikluð eins og grein er hríðar sveigja hún þerrar tregatár af hvörmum ljós- um. Þótt hold mitt næri hvíta dauðann svanga mun hjartað lifa, það mun aldrei deyja og lífíð fæðist aftur fullt af rósum. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók höfundarins, sem Nykur gefur út, en bókin heitir Ást ó grimm- um vetri. Höfundurinn hefur óður gefið út leikþætti. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.