Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Blaðsíða 8
AUGNSKOT, ahh hún hæfði mig. Beint í hjart- að gæskurinn! Hábölvað að hún skyldi gera mér þetta núna. Ég hef engan tíma til að eltast við stelpur, ég hef svo margt að gera. Eg þarf að klára semja jög og gefa út diska sem enginn vill kaupa. Ég er alvöru lista- maður og allir alvöru listamenn láta sko enga stelpukjána skjóta sig í hjartað. Við viljum frekar skríða í okkar skúmaskoti og væla um það hvað við höfum það skítt! Við viljum enga stelpukjána og við viljum enga peninga heldur! Það er ekki fyrr en við höfum synt í holræsum ömurleikans sem eitthvað merkilegt skellur upp í hugann á okkur. Og það síðasta sem við viljum er að einhverjir stelpukjánar gefí okkur tálsýnir um hvað lífíð geti verið fínt og dásam- legt. Stutthærðar augnskugga drottningar í svörtum sokkabuxum og stuttum pilsum, með svo svart hár að ég er viss um næturnar yfir- lýsast þegar þessar gyðjur stíga inn í þær. Ég er nú orðinn ansi sjóaður í því að leiða þær fram hjá mér, en þessi virðist endurspegla all- an losta minn. Það er eins og hún sjái í augun- um mínum hvað það er langt síðan ég gaf und- an og styrkti íslensku kvenþjóðina með sköp- unarríku holdi mínu. Ég sá nú samt strax eftir því stundarbrjálæði, ég losaði svo mikla orku að ég samdi ekki eitt einasta lag í heilan mán- uð. En þessi stelpa er stórhættuleg. Þrammandi um á hermannaklossunum sínum gæti hún auðveldlega traðkað yfír listamanninn í mér og sannfært holdið um að hún væri þess virði. Væri það svo slæmt að eyða mánuði með full- nægisbros á smettinu og sköpunarbrunninn þurran? Þessi stelpa er eins og aðskotahlutur sem festist í hálsinum á mér, sama hvað ég reyni þá kem ég henni ekki út. Ég rek löngutöng langt ofan í kokið en ekkert gerist, ég næ henni ekki út. Ég er alveg hættur að geta andað, ég verð allur blár í framan og og augun byrja að tútna út. Allt verður rautt fyrir augum mér og ég byrja að gefa frá mér lítill hljóðlát hljóð. Slef- hijóð. Og ég er nokkuð viss um að þar sé ekki bara ég að deyja heldur líka listamaðurinn í mér. Og svo loks byrja ég að kippast allur til. Og alveg er ég viss um að þegar ég hef gengið í gegnum þetta allt og á ekkert annað eftir en að kveðja líftóruna losnar helvítis bitinn. Og viti menn, ég hræki honum ekki út úr mér heldur geymi ég bitann í munninum. Og þvílíkur biti! 011 mestu sætindi jarðarinnar saman komin í einn mola. Ég fínn hvemig ég fæ kraftinn aftur og ég fyllist svo mikilli sælu og losta að ekkert annað kemst inn í heilan á mér nema bitinn. Og löngunin sem fylgir í kjölfarið er miklu dýpri og rökréttari en allar hugsjónir og öll þau lög sem ég get kreist út úr þessum sárþjáða lík- ama. Ég gæti beðið. Ég er nokkuð viss um það að ef ég bind mig fastan við stól í viku þá stein- gleymi ég þessum stelpukjána. Ég mundi bara senda hana í „sightseeing rútu“ um heilan á mér og alltaf þegar hún myndi stoppa og skoða sig um í heilahvolinu mínu myndi ég berja hana aftur upp í rútuna með hugsjónum mín- um. Og á endanum myndi rútan villast í tón- listarflórunni þarna uppi og týnast að eilífu. Ég hef nægan tíma seinna til að láta undan kyn- hvötinni. Eða hvað? Ég er allavena svona nokkuð viss um það. Ekki nema ég deyi á morgun. Já, ég gæti gert það. Þá næ ég ekki að klára neinn einasta hlut. Ekki eitt einasta lag. Þá væri nú betra að leyfa kynhvötinni að taka völdin. Kannski er heimsendir á morgun, kannski pólskiptin. Pólskiptin, þegar náttúran ákveður að klóra sér á bakinu en gleymir að gefa einum ryk- maumum á öxlinni á sér gaum og fleygir hon- um óvart á gólfíð, þar sem ekkert annað bíður hans en kvalafullur dauði. Það er það eina sem mannkynið er, rykmaur á baki náttúrunnar. Og það versta við þetta allt saman er að þetta gæti alveg gerst. Eg heyrði einu sinni eitthvað um það að einhver vísindasnillingur úti í hinum stóra heima spáði því að árið nítjánhundruðní- tíuogátta væru allar reikistjömurnar í beinni línu frá sólinni og þetta myndi hafa þau áhrif að þyngdarkraftur jarðarinnar myndi eitthvað fípast. Jörðin myndi þá einfaldlega rúlla yfír um á hálfu ári og norðurpóll yrði suðurpóll og öfugt. Hey, ég veit hvað þú ert að hugsa, þá yrði miklu betra veðurfar á íslandi. Reyndar á endanum, en ekki fyrr en vindar og flóð væru búin að skafa mannkynið af öllum þurrum blettum á andliti jarðarinnar. Við myndum öll samblandast eintnn svitadropa á enni jarðar- innar og hún myndi einfaldlega reisa hönd sína upp og þurrka hann af. Heimsendir. Engar fleiri augnskuggadrottningar eftir það. En hvort pólskiptin eru á dagskránni í fram- tíðinni skiptir mig engu máli í kvöld. Því ég er nokkuð viss um að ef augnskuggadrottningin verður ekki mín þá hlýtur náttúran að verða undan áætlun með þennan blessaða heimsendi. Þessi jörð er einfaldlega ekki nógu stór fyrir AUGNSKUGGADROTTNINGIN. Mynd: Guðný Svava Strandberg. SÍÐASTA ÁSTIN FYRIR PÓLSKIPTIN SMÁSAGA EFTIR BIRGI ORN STEINARSSON „Af hverju er ég að efast? Gæti það verið að augnskuggadrottningin sé mér um megn? Kannski er þetta ofur sjálfstæð snót. Það er ekkert sem hræðir mig meira en ofur sjálfstæðir kvenmenn". okkur tvö, nema að við séum eitt. Ein heild, saman tvö fóst á munnunum og mjöðmunum. Og hvern er ég að blekkja? Ég kom ekki hing- að einn á þennan skemmtistað einungis til blóta öllu kvenfólki. Ég var löngu búinn að ákveða að fóma heilum mánuði í sköpunar- gleðisskírlífí ef ég sæi fram á að einhver slík gyðja sæi mig í réttu ljósi. Þess vegna var ég með skjöldinn niðri, og þess vegna leyfði ég henni að hæfa mig með augnaráðinu. Ég tók niður speglagleraugun og allt, hvern er ég að blekkja? Þetta verður síðasti bjórinn og svo hendi ég mér inn í hringiðjuna. Og með orðum mínum skal ég smyija hana í fangið á mér. Og hún skal passa í þá smugu eins og síld í net togarans. Ég er togarinn mikli og ég dreg hana til mín þangað til að hún verður mín. Svo sker ég úr henni öll innyflin, flaka hana snyrtilega og legg hana í tómatsósu til að gera hana enn kræsilegri. Svo smyr ég hana á brauð og gæði mér á henni. Þetta verður ein sjóferð sem hún gleymir aldrei. Vatnsrúmið heima sér um öld- urnar, ég og hún sjáum um hvirfilbylinn sem mótar þær. Veðurguðinn á milli okkar brosir í kvöld. Ég sé það á brosi hennar. Af hverju ætti hún að vera brosa til mín ef hún vildi mig ekki? Sér hún kannski eitthvað fyndið í fari mínu. Ég lít vel út, það hlýtur að vera. Ég eyddi alltof löng- um tíma í það að troða briljantíni í hárið á mér. Og bartamir mínir eru sko ekkert aðhlát- ursefni. Rétt rúmlega tvítugur gaur með svona skeggrót. Tók mig ekki nema tvo mánuði að safna þeim. Ég er hættur að þurfa teikna þá á eins og í tíunda bekk. Hún hlýtur einfaldlega að sjá ljómann í þessu öllu saman. En af hverju er ég að efast? Gæti það verið að augnskuggadrottningin sé mér um megn? Kannski er þetta ofur sjálfstæð snót. Það er ekkert sem hræðir mig meira en ofur sjálf- stæðir kvenmenn. Þær vita of vel hvað þær vilja. Sem þýðir það að við gætum ef til vill ekki deilt sömu hugmyndinni um fullkomið samband. Hún skilur örugglega ekki að ég sem listamaður þarf ýmsu að sinna. Og kannski deilum við ekki einu sinni sömu hugmynda- fræðinni um hinn fullkomna karlmann. Kannski er hún það stíf á sinni ímynd að hún sér einfaldlega ekki allar þær þúsundir af ein- kennis kostum sem ég hef. Hún er greinilega hugsandi stúlka, ég þykist alltaf sjá á kvenfólki fyrirfram hvort það er hugsandi eða ekki. Það er eitthvað við það hvernig hún raðar saman því sem hún er í. Svartar sokkabuxur, rautt stutt pils, þröngur rauður bolur og lítil rauð hárnæla í hárinu svona til að klára skreyting- una. Líkt og kirsuber ofan á rjómaís. Svo um augun er hún eldrauð, augnskugginn líkt og eldur sem logar úr augum hennar. Augun eru svo loks kolblika svört líkt og tvö svarthol sem toga allan massa og allt ljós að sér. Og er svo sannarlega þungur sólskinsstrákur í kvöld. Jú, þetta hlýtur að vera ofursjálfstætt kvendi. Ég missi taktinn á því að íylgjast með henni. Augnskuggadrottningin er í öllu sínu veldi full- komin, konungssproti hennar er kvíðinn sem hún kvpikir inn í mér , kóróna hennar er lost- inn sem skipar mér að takast á við kvíðann. Nú tek ég hugrakkasta bjórsopa sem sögur fara af. Síðasti bjórsopinn fyrir tælinguna miklu. Hann bragðast illa. Reyndar bragðast síðasti bjórsopinn alltaf illa þannig að ég get engan veginn litið á hann sem slæman fyrir- boða. Þó að bjórinn sé orðinn flatur og ógirni- legur er augnskuggadrottningin það ekki. En bjórinn færir mér kjarkinn til skríða jafn takt- laus og ég er inn í konungsveldi augnskugga- drottningarinnar. - uhh, halló góða - HA, svarar augnskuggadrottningin og rödd hennar er ögn skærari en ég býst við. Hún myndar vaxandi tungl með höndinni og beinir því upp að eyranu að sér. Það er greini- legt að mér hefur ekki tekist að bræða hana í fyrstu lotu. Tónlistin og kliðurinn í þrælunum sem umlykja okkur hafa einfaldlega rifið orð mín í sig og skipt þeim á milli sín líkt og hrægammar í eyðimörk. - uhh, ég sagði nú bara hæ - já, hæ Augnskuggadrottningin brosir og snýr sér svo að vinkonu sinni og segir eitthvað í eyra hennar, sú hlær. Það er greinilegt að þetta ætl- ar að verða alvöru þraut. 8 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.