Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 7
ÁRNI GRÉTAR FINNSSON Einfarinn Einn sat hann og orti ljóð utangarðs hjá sinni þjóð, skeytti lítt um frægð og frama, flestum líka stóð á sama. Sýndist bara sérvitringur, síst af öllu skáldmæringur. Ljóð hans fæstir lesa nenntu, lítilsigldir á þau bentu, dæmigerð um dapra þróun, djöfuls hnoð og pappírssóun. Áldrei sýndi undirgefni. Öðrum var hann hlátursefni. Lokaður sem læstur skápur. Lukti manninn harður skrápur. Faldist bak við beisku orðin. Beittur reyndist pennakorðinn. Aldrei hik þó illa stæði; óvin vó með litlu kvæði. Lifði ekki langa ævi. Loks við dauðann var sem hæfi þjóðin fyrst að lesa ljóðin, leita uppi týnda sjóðinn. Hann var eftir dánardægur dáður skjótt og orðinn frægur. Framar ekki yrkir Ijóð einfarinn hjá sinni þjóð; orðinn tákn um orðsins snilli og nú vekur mesta hylli, það sem áður enginn skildi: einlægnin og hjartans mildi. Höfundur er lögmaður í Hafnarfirði. ÓLAFUR THORODDSEN Gunnar og Bíður hann vinar bleikum orpinn feldi bernskur á vanga Njáll og hærur strýkur tinandi hendi líkt og lostheit nunna, lítur um merkur, vonar komu Gunnars. Klaka í lofti igður slegnar eldi. Ríður að Gunnar konungs búinn klæðum, kærastur drengja, ásum einum líkur, vopnum ei aðrir beittar bregða kunna, blindast sýn þjóða glæsi fyrir Gunnars. Blóðugar svífa örnur yfir hæðum. Hittast í lífi vinir hinstum fundi. Hryggur veit Njáll að þegar aftann svíkur mun hann né oftar neinum manni unna einum með hug og svinnur ber til Gunnars. Hlakkar mót austri gammur grár í lundi. Fellur að lokum dauður hver sem lifír, lífinu rammur dauðinn burtu víkur; vakna menn síðar ný er kviknar sunna, situr við full þá Njáll í haugi Gunnars. Friðarins dúfa dyrum vakir yfir. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. ÓDÁÐAHRA UNSVEGUR tilMývatns. Taliðer að Fjalla-Eyvindur hafi vísað á hann 1772. ings. Mannskaði varð þó ekki. Á þessu svæði er lítið um örnefni en vatnsföll ráða stefnu ferðamanna. Frá Beinakerlingu er stefnt til norðausturs með eystri upptökum Bergvatnskvíslar á vinstri hönd og að vatnaskilum hennar og Kiðagilsár á móts við Vegaskarð, niður með henni að Kiðag- ili við Skjálfandafljót (áningarstaður) og austur um Ódáðahraun að Möðrudal á Fjöllum, Hefur Biskupsvegurinn verið rannsakaður mjög ítarlega undir forystu hins kunna fjallamanns Mývetningsins Jóns, frá Helluvaði, Sigurgeirssonar og hans manna. Um vörðuleit og önnur kenni- leiti á þessu landsvæði má lesa í tímaritinu Áföngum 2, tbl 2, árg. 1981. Jón Gauti Jónsson kennari skrifar þar undir fyrir- sögninni „Vörðuleit í Ódáðahrauni“. Þess- um skrifum fylgir gott kort af umræddu svæði og hinum forna, Ódátahraunsvegi, og telst sögulegt gildi fornra fjallvega. Varðaður Vegur Um Sprengisand á 2o. Öld Sprengisandsvegur, sem varðaður var og lagfærður að tilhlutan Landssjóðs á árunum 1904 til 1909 af Bárðdælingum, hefst sunnan við Mýri í Bárðardal. Hann fylgir ekki Biskupsveginum alfarið fyrr en komið er suður að Háumýrarkvísl. Þaðan liggja þeir saman við Sóleyjarhöfða en þá er farið vestur yfir Þjórsá og niður Gnúp- verjaafrétt að Skriðufelli, efsta bæ í Hrepp- um. Vörðurnar eru vel greinanlegar enn í dag og þær eru vel merktar á öllum kortum. í þessar samgöngubætur hefur trúlega verið ráðist eftir að sex þingmenn riðu suður á land á fimm dægrum í júlí 1902. Gerast nú ferðir tíðari að sumarlagi með tilkomu varðanna. Á útmánuðum 1916 gekk Sturla í Fljóts- hólum einn suður Sand að Skriðufelli. Litlu munaði að illa færi í Dalsá sem var í vexti en þar missti hann hund sinn. í mars 1925 gengu fjórir menn á skíðum suður Sand. Fyrsta Bílferð Um Sprengisand í ágúst 1933 fer fyrsti bíllinn norður Sprengisand. Hann var feijaður á báti yfir Tungnaá hjá Haldi og voru þar á ferð Jón Víðis, Sigurður frá Laug, Einar Magn- ússon og Valdimar Sveinbjörnsson, þaul- vanir ferðagarpar og brautryðjendur. í ágúst 1942 gengur ungur maður suður yfir hálendið á þrem dögum en hann var sóttur að Haldi. Árið 1948 hefjast almenn- ar bílferðir suður að Tungnaá en þar voru bátar frá Vegagerðinni og var það regla að skilja ávallt við bátana sitt hvoru meg- in árinnar. Vegagerðin átti tvo aðra báta við Bjallavað. Bátar þessi voru mjög með- færilegir og góðir í straumvatni, smíðaðir af hagleiksmanninum Pálmari í Unhól. Skömmu fyrir 1948 fóru nokkrir félagar úr Ferðafélagi Akureyrar og fl. suður að Eyvindarkofa á bflum. 1950 íinnst Hófs- vað á Tungnaá og opnast þar með hálend- ið fyrir stóra fjórhjóladrifsbíla. 1951 er Tangavað endurfundið og eru jeppar feij- aðir á trukkum þar yfir en 1963 kemur brú á Köldukvísl, 3 km neðan við Þórisós. Bílkláfur er settur á Tungnaá ofan við Hald 1964, sem ber 3,5 tonn. Stór áfangi verður í hálendisferðum 1968, þegar Tungnaá er brúuð við Sigöldu. Önnur brú kemur síðan 1979 á ána við Hrauneyja- foss. Upp úr því hefjast áætlunarferðir milli Reykjavíkur, Mývatns og Akureyrar en varla er hægt að nota Sprengisands- nafnið um þann veg sem farinn er nú, því hann kemur naumast á hinn forna Sprengi- sandsveg (Sprengisandur áður Gásasand- ur) og liggur víða 15 til 20 km vestar. Nútímaveginn, F28, mætti kenna við Nýjadal eða Öldur. ÖRNEFNAFLUTNINGAR Kortagerðarmenn og „vegvísauppsetjar- ar“ hafa gerst sekir um mjög grófar villur á Fjallabaksvegi með því að nefna hann ýmist Dómadalsleið eða Landmannaleið, einnig hefur ömefnið Fjallabaksvegur ver- ið fært um ca 30 km, úr Rangárbotnum að Hrauneyjum, þar sem það vísar á Suð- urlínuveg suðaustur Tungnaárhraun, veg- ur F22. Svona nokkuð kallast ömefnaföls- un, sem viðgengst væntanlega vegna af- skiptaleysis og án samþykkis Örnefna- nefndar. Sú hvimleiða árátta að tala um og nefna vegi og götur „leiðir" hefur orð- ið til þess að eftirtalin örnefni eru nú þeg- ar augljóslega í hættu ef ekkert verður aðhafst: Fjallabaksvegur, Sprengisands- vegur, Kjalvegur, Kaldadalsvegur, Eyfírð- ingavegur, Skagfirðingavegur o.fl. í Árbók Ferðafélags íslands 1967 grein- ir mjög ítarlega frá Sprengisandi og um- hverfi hans, ritað af nákvæmni gjörkunn- ugs manns, fræðimannsins og skáldsins Hallgríms Jónassonar kennara frá Fremri- Kotum í Skagafirði. Mikill fróðleikur um miðhálendi íslands er þar saman kominn í einni bók. Hugleiðingar Um Hálend- ISVEGIÁ KOMANDIÖLD Við Hrauneyjafossvirkjun endar þjóð- vegur 26 en þaðan mun hinn nýi vegur væntanlega liggja, vestur yfir Köldukvísl hjá Tjaldkvíslarósi, inn með Búðarhálsi en vestan Klifshagavalla að Hvanngiljum. Við Hvanngiljafoss mun í framtíðinni rísa efsta orkuver Þjórsár. Þaðan mun vegurinn og væntanleg háspennulína liggja vestan við Kjalöldur, austan Ferðamannaöldu og Ey- vindarvers, en vestan Kvíslarveitu, að Hreysisflugvelli, austan við hann en vestan Háumýra, svo eftir bökkum Þjórsár að gljúfrum í Fjórðungakvísl ca 1 km frá Þjórsá. Þar er gott brúarstæði á Fjórð- ungakvísl og jafnlent beggja vegna. Síðan taka við melar og greiðfærir sandar að Vegamótavötnum en þar gætu vegir greinst, til Skagafjarðar, Eyjafjarðar og í Bárðardal. Framtíðarvegur og háspennu- lína til Mývatns og Austurlands má ætla að muni liggja sunnan Fjórðungsöldu norð- austur að Fljótshaga og þar yfir Skjálf- andafljót áfram að Þríhyrningi, þaðan í Kollumúladal og vestan Sellandafjalls að Mývatni. Við handtöku Fjalla-Eyvindar 1772 vísaði hann á þessar götur sem styst- ar og greiðfærastar til Reykjahlíðar við Mývatn. Að þessum götuslóðum hefur lítið verið hugað en full þörf er á því með tilliti til vega og línulagna milli Suður- og Norður- lands. Líklegt er að Mývatn verði framtíð- armiðpunktur samgangna Þingeyinga, frekar en Bárðardalur. Þar eru nú þegar krossgötur í þjóðvegakerfinu, raforkuver, nokkur iðnaður og þjónustukjarni að nátt- úruperlunni ógleymdri. Höfundur er áhugamaður um fjallvegi og ör- nefni. Á BÚÐARHÁLSI - rússajeppi í skafrenningi í nóvember 1965. í baksýn er Hekla, Bjólfell, Búrfell, Skarðsfjall, Skelja- fell og HagafjalI.TiI hægri: í Eyvindarkofaveri 1966. Ferðafólk skoðar rústirnar af kofa Eyvindar og HöIIu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. JÚLÍ1995

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.