Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 4
fsland með augum Peters Schmidt Snemma í janúar á árinu 1978 álpuðumst við fé- lagi minn Ingólfur Arnarsson ásamt Erni Jóns- syni og fleirum inn í galleríið JPL Fine Arts sem þá var til húsa í kjallara í Davis Street í Lond- on. Við vorum á eins konar menningarferðalagi Á íslandi var honum landslagið að skapi. Það túlkaði hann á mjög ólíkan hátt frá því sem íslenskir listamenn hafa gert. Hann var ekki bundinn af íslensku landslagshefðinni þar sem leitast er við að túlka hið stórbrotna í landslaginu. Peter hafði auga fyrir hinu fínlega sem íslensku listamönnunum hafði yfírsést. PETER Schmidt: Landslag (Á Breiðafirði). Eftir EGGERT PÉTURSSON í leit að samböndum fyrir Gallerí Suðurgötu 7, en við vorum félagar í samtökunum sem stóðu fyrir þeirri fjölþættu starfsemi sem þar fór fram. London hafði þá eitthvert undarlegt aðdráttarafl fyrir okkur. EP JPL Fine Arts galleríið sýnir verk eftir impressionistana, en á þessum árum slædd- ust inn á milli sýningar á samtímalist. Það var ein þeirra sem dró okkur þangað, sýn- ing á vatnslitamyndum eftir Peter Schmidt. Verk Peters voru okkur alls ekki ókunn. Hann hafði unnið plötuumslög fyrir Brian Eno og gefið út með honum verkið „Obliqúe Strategies", spjöld í öskju með margs konar hugdettum og uppástungum sem draga má úr og fara eftir til að komast úr ógöngum. Það sem blasti við á sýningunni var ótrú- lega hefðbundið. Vatnslitamyndir, aðallega af landslagi. Þó var einhver ókunnur tónn í þessum myndum sem heillaði okkur. Við Ingólfur vorum þá við nám í nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans, þar sem málverk og vatnslitamyndir af landslaginu voru síst af öllu efst á baugi. Galleríeigandinn, Christian Neffe, tók okkur vel þó við værum holdvot af rigning- unni, sveitalegir íslenskir krakkar. Hann bað okkur að skrifa sér ef við hefðum áhuga á að komast í samband við listamanninn, sem og við gerðum. í júlí sama ár var Peter kominn til íslands og búinn að setja upp sýningu á vatnslitamyndum sínum í Gallerí- inu við Suðurgötu. , Það vorum við Ingólfur sem sáum aðal- lega um sýningar í galleríinu þetta árið og því kom það í okkar hlut að sjá um sýningu Peters. Það var mikil heppni fyrir okkur að fá að kynnast honum, viðhorfum hans og aðferðum. Kynni okkar af persónunni jók á áhrif myndanna og útskýrði margt. Myndir eru ekki nema brot af því sem listamenn hafa fram að færa. Verk á söfnum og sýn- ingum vekja forvitni, en það eru samskipti listamannanna sem hafa áhrif á gang listar- innar. Öðruvísi verður aðeins um yfirborðs- legar eftirlíkingar að ræða. Útlit og stíll verks er ekki alltaf það sem skiptir mestu PETER Schmidt: Landslag. máli. Listamenn geta haft áhrif hver á ann- an með næmi sínu og viðhorfum þótt verk þeirra séu gjörólík í útliti. Peter varð okkur Ingólfi eins konar kennari. Nauðsynleg við- bót við allt það sem nýlistadeildin hafði upp á að bjóða. Það kom til tals að hann kenndi í Myndlista: og handíðaskólanum. Hans hugmynd um kennsluna var að kenna vatns- litun í nýlistadeild og tilraunalist í málara- deijd. Peter fæddist í Berlín 1931. Árið 1938 fluttist hann ásamt móður sinni sem var gyðingur og þýskum stjúpföður sínum til Englands. Peter hugði í fyrstu á nám í stærðfræði og hafði sýnt töluverða hæfileika í þá átt. Honum snerist þó skyndilega hug- ur og ákvað að heija myndlistarnám í Wimbledon-listaskólanum. Síðar nam hann við Goldsmith’s College og Slade School of Fine Art. í lok sjötta áratugarins hóf hann myndlistarkennslu við listaskólann í Wat- ford þar sem hann kenndi allt til dauðadags. Peter kom víða við í list sinni. Það má segja að hann hafi gjörbylt henni á nokk- urra ára fresti. í fýrstu voru helstu áhrifa- valdarnir Cézanne og Klee, en síðar varð hann fyrir töluverðum áhrifum frá Dieter Roth þegar Dieter kenndi með honum í Watford á seinni hluta sjöunda áratugarins. Peter málaði, teiknaði, vann grafiK, vann með ljós, kvikmyndaði, prentaði bækur og málaði á húsgögn. Árið 1970 hélt hann sýningu sem hann gaf heitið „Autobiograph- ical Monoprints“ i Lisson Gallery. Þar fórn- aði hann eldri verkum og persónulegum munum til að vinna úr ný verk. Þau verk bera vitni um áráttu hans að kasta öllu skyndilega frá sér og byija upp á nýtt. Það var um miðjan áttunda áratuginn að hann hóf að vinna með vatnslitum. Hann hafði eignast vatnslitakassa og í rælni fór hann að eiga við þá. Innan skamms hafði hinn einfaldi og óbrotni miðill sem vatnslit- irnir eru opnað honum nýja sýn. Enn á ný hafði hann kastað öllu frá sér og tekið upp miðil sem síst af öllu er til þess fallinn að afla listamanni frægðar og vinsælda innan hins alvörugefna listaheims. Það virtist sem Peter væri loksins búinn að finna heimkynni fyrir list sína. Vatnslit- irnir voru í hans höndum hljóðlátur miðill sem án þess að æpa á athygli draga áhorf- andann að sér. Myndirnar voru í fullkom- inni andstöðu við allan ysinn ,og þysinn í listaheiminum. Það var eins og hann gæfi allan feril sinn og frama upp á bátinn, væri sestur í helgan stein en jafnframt var hann búinn að finna listinni nýjan búning. Vatnslitir eru í dag tæki í höndum frí- stundamálara og þeirra sem ekki stefna hátt á framabraut listarinnar. Vatnslitamál- arar eru ekki teknir alvarlega og í augum margra listamanna eru vatnslitir einungis hliðargrein og aukageta. Sömuleiðir eru þau myndefni sem Peter fékkst við ekki tekin alvarlega nú. Landslag og uppstillingar þykja úrelt og uppurið myndefni. í Bret- landi og víðar eiga vatnslitir sér þó ákveð- inn sess. Vatnslitamynd hangir yfir arinhill- unni í stofunni. Fólk leyfir sér að fjárfesta í vatnslitamynd, þótt það þori ekki að tak- ast á við nútímalist sem er stærri eða djarf- ari. Vatnslitamálarar mynda ákveðinn hóp sem stendur saman og hefur sínar fagur- fræðilegu reglur og viðmiðanir. Viðhorf Peters var gjörólíkt. Hann braut listrænar reglur þeirra til að losna við allt óþarfa fiff og geta tekið á miðli sínum á einfaldan og fábrotinn hátt. Jafnframt vann hann mynd- irnar þannig að þær féllu almenningi í geð þótt þær færu í taugarnar á kollegum hans. Aðferð Peters var ekki fólgin í því að flýja frá listinni, finna hana utan þess ramma sem listin er almennt talin innan. Peter fann list sinni búning sem ekki er telinn viðeigandi listamönnum sem þykjast taka sig alvarlega. Það mætti segja að Pet- er hafi falið listina í henni sjálfri. Hann tók upp miðil sem aðrir listamenn höfðu kastað frá sér og naut takmarkaðrar virðingar inn- an Iistaheimsins. Þar sem enga list virðist hægt að finna er helst að leita hennar. Það sem ekki er tekið gilt innan listaheimsins veitir frelsi frá leikreglum listarinnar. Á undarlegan hátt var Peter að víkka út list- hugtakið og jafnframt að bijóta það inn í sjálft sig. Hann tók mikla áhættu og það þarf kjark til að kasta öllu frá sér og hefj- ast aftur handa á byijunarreitnum. Það er líka hættuspil að fara leið sem er ekki nú- tímaleg í eðli sínu, þó áhættan sé ein af aðalþáttum nútímalistar. Því miður hafði Peter rétt hafið þetta verk þegar hann lést fyrir aldur fram í jan- úar 1980. Hann var fullur ákafa og var sífellt að ná betri árangri í myndum sínum. Hann talaði um að fara síðar að vinna með olíulitum og í síðustu bréfunum til okkar Ingólfs sagðist hann hafa áhuga á litleysi PETER Schmidt: Landslag (Á Breiðafirði) í myndum. Myndirnar sem hann vann á íslandi sumarið ’79, en það var seinna sum- arið sem hann heimsótti landið og sýndi í Galleríinu við Suðurgötu, voru með því besta sem eftir hann liggur. Ferðalög voru Peter nauðsynleg til að geta málað. Hann þráði einveru og vildi rannsaka hver áhrif einveran hefði á skynj- unina. Sjálf málunin var einungis hluti af sköpuninni. Hann fór í gönguferðir og dró til sín áhrif þess sem fyrir augu bar. Hann tók ekki með sér skissublokk né önnur tæki heldur settist niður að gönguferðinni lok- inni, tæmdi hugann og málaði það sem eft- ir sat eftir minni. Það var ekki það stórbrotna heldur hið fábrotna sem hann málaði, þótt hafið og himinninn væru áberandi í myndunum. Tærleikinn og birtan. Eitt sinn eftir flug- ferð málaði hann röð mynda af skýjum séð- um ofan frá. Síðar gerði hann röð mynda af glösum fullum af vatni. Það var einveran og óbundin víðáttan sem dró hann til Skot- lands þar sem hann ferðaðist oftar en einu sinni. Það var því eðlilegt framhald að halda lengra norður á bóginn til íslands. Á ís- Iandi var honum landslagið að skapi. Það túlkaði hann á mjög ólíkan hátt frá því sem íslenskir listamenn hafa gert. Hann var ekki bundinn af íslensku landslagshefðinni, þar sem leitast er við að túlka hið stór- brotna í landslaginu. Peter hafði auga fyrir hinu fínlega sem íslensku listamönnunum hafði yfirsést. Það má segja að verk Peters séu innlegg í íslenska landslagshefð. íslend- ingum hefur ætíð þótt forvitnilegt að sjá hvernig gestir túlka landið þeirra. I lok nítj- ándu aldar hafði enski málarinn W.G. Coll- ingwood málað íslenskt landslag áður en íslendingar voru varla farnir að draga upp ijallahringinn öðru vísi en í ljóðum. Peter hreifst af myndum hans sem hann sá í Þjóð- minjasafninu í Reykjavík. Það hefur lengi verið draumur minn að sýna á íslandi myndir sem Peter málaði þau tvö sumur sem hann heimsótti landið. Sér- staklega þó þær myndir sem hann málaði seinna sumarið og ekki hafa verið sýndar hér opinberlega áður. Frá því að Peter lést hefur list hans ákaflega lítið verið haldið á loft utan ein sýning sem haldin var í Wat- ford fyrir nokkrum árum. Mér þykir forvitnilegt að vita hvernig viðtökur list Peters fær nú, en mikið vatn hefur til sjávar runnið frá því hann sýndi tvívegis í Galleríi Suðurgötu 7 í lok áttunda áratugarins. Þær sýningar fengu mjög góð- ar viðtökur á sínum tíma. Ég er þess full- viss að verkin höfða enn til fólks sem var langt frá því að vera Peter á móti skapi. Margar myndir ílentust hérlendis eftir sýn- ingar hans. Á íslandi hefur það orðið að sterkri hefð að listaverk séu á heimilum almennings, en ekki eftirprentanir eða eftir- líkingar. Kjarval vildi koma mosanum og hrauninu inn á hvert heimili í landinu og honum varð vel ágengt í því. Listaverkið verður einhvers konar hjarta eða sál húss- ins, það ljáir húsinu líf. Það er von mín að list Peters öðlist skiln- ing meðal listamanna. Staða málverksins er allt önnur nú en fyrir fimmtán árum. Það má vera að fleiri listamenn hafi fetað þá leið sem Peter kaus að fara og það er ekki víst að þeir séu meðvitaðir um þetta frumkvæði hans. Petér var svo sannarlega kominn á veg með nokkuð sem honum ent- ist aldrei aldur til að vinna endanlega úr. Höfundur er myntllistarmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.