Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 5
Daglega hugsaði hann til Hesteyrar ÓLAFUR Albertsson frá Hesteyri, hér staddur í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. G KYNNTIST Ólafi Albertssyni fijótlega, eftir að ég fluttist til Danmerkur, enda komst mað- ur vart hjá því að veita honum athygli. 0g því var ekki að leyna, að hann fór í taugamar á mörgum. Raunar átti hann nánast aðeins heimili á danski grund. Hann varð mér sem annar faðir. Er ég hugsa til hans, hrannast upp í hugann allar minningarnar um hann. Lengi vel hittumst við einu sinni í viku inni í miðbæ, þarr sem hann bauð mér upp á danskt „smörrebröd“. Við gáfum okkur góðan tíma og okkur skorti aldrei umræðu- efni, því að við ræddum um allt milli him- ins og jarðar. Og eftir að við höfðum lokið máltíðinni, gengum við saman um miðborgina, litum inn í fornmuna- eða frímerkjaverzlanir. Eftir að þessum kafla ævi minnar lauk, varðveiti ég minningarnar um þessa sam- fundi sem dýrmætar perlur í sjóði minning- anna. Þá voru þeir fáir - ef nokkrir - íslend- ingamir í Kaupmannahöfn, er við heimsótt- um oftar en Ólaf Albertsson, enda var hann höfðingi heim að sækja. Og hann tók miklu ástfóstri við mig og mér fannst hann að mörgu leyti líta á mig sem son sinn. Mér var mikils virði að finna þennan hug hans til mín og fjölskyldu minnar. Og mikið fannst mér gott að vita af honum þarna úti, enda sýndi hann mikinn áhuga á starfi mínu. Hann var fastur kirkjugestur, þegar ég messaði í Vartov- kirkju, og alltaf var hann boðinn og búinn til hjálpar, ef til hans var leitað. Þegar ég kynntist honum, rak hann litla ostabúð ekki langt frá heimili sínu. Oft kom ég við hjá honum, er ég var á leiðinni heim. Þá angaði ég af osti og konan mín spurði: „Komstu nú við hjá honum Ólafi blessuð- um?“ Ólafur Albertsson fædd- ist og ólst upp á Hest- eyri, en fluttist ungur til Kaupmannahafnar þar sem hann settist að, kvæntist og efnaðist. Hugur hans dvaldist þó löngum á æskustöðvun- um og á Hesteyri kaus hann sér legstað. Eftir JÓNAS GÍSLASON eitt áhugamál í lífinu: Að styðja og styrkja Slysavarnafélag íslands! Óg það skipti hann engu, af hvaða tilefni Islendingar komu saman. Ólafur mætti til þess eins að nota tækifærið til að safna peningum fyrir Slysavarnafélagið. Mér varð fljótlega ljóst, að hann kom nánast óorði á jafnágætan félagsskap og Slysavarnafélagið er með þessari ýtni sinni, þótt honum sjálfum væri það auðvitað alls ekki ljóst. Ég var sjálfur gamall félagsmaður og hafði verið formaður deildarinnar í Mýrd- alnum. Þá hafði ég setið allmörg þing fé- lagsins. Ég varð að reyna finna lausn á þessum vanda. Ólafur hafði stofnað Gefion, sem var eina deild Slysavarnafélagsins utan ís- lands. Að beiðni Ólafs tók ég að mér að verða formaður deildarinnar, en sjálfur var hann auðvitað gjaldkeri. Ég fékk hann til að hætta að reyna að safna peningum á hverri einustu samkomu íslendinga. Þess í stað sendum við árlega bréf til landa í Danmörku og báðum styrk til SVFÍ. Auk þess var auglýst, að tekið yrði við peningum til styrktar Slysavarn- afélaginu við ákveðna guðsþjónustu. Þetta skilaði mun meiri árangri en hin aðferðin og Ólafur var mér afar þakklátur fyrir þetta. hann VarAlltaf Hesteyringur Ég spurði Ólaf um ævi hans. Hann var fæddur á Hesteyri og alinn þar upp, en ungur hafði hann farið til ísafjarðar, þar sem hann stundaði verzlunarstörf. Hann langaði til að sjá sig um í veröld- inni og fór til Kaupmannahafnar, þar sem hann hugðist dveljast vetrarlangt, en svo lengdist sú vetrardvöl, að hún spannar nær ævi hans alla. Vestfirzki pilturinn átti ekki afturkvæmt til íslands, fyrr en ævisól hans nálgaðist mjög sjóndeildarhringinn, þar sem hún lokum hné til viðar. A langri ævi steig hann aðeins fæti á íslenzka grund sem gestur. Og þó hef ég aðeins hitt örfáa - ef þá nokkurn - íslenzk- ari íslendinga en Ólaf Albertsson frá Hest- eyri. Ég held, að enginn dagur liði svo - þau árin, er hann bjó í Kaupmannahöfn - að hugur hans hafi ekki borið hann til ís- lands - og þó fyrst og fremst vestur á firði. Og svo lifandi var myndin, sem hann dró upp af Hesteyrinni, að ég var næstum farinn að trúa því, að Hesteyri væri einn allra fegursti staður á íslandi. Og í Kaupmannahöfn fann hann stúlk- una, sem vann hjarta hans. Gudrun var listamaður og saman eignuðust þau fallegt heimili, þar sem margan dýrgrip var að finna. Þau höfðu bæði til að bera þekkingu og smekk til að dæma um forna muni, enda verzluðu þau með gamla muni áður fyrr. Þau efnuðust vel og hefðu átt að geta lifað hamingjusömu lífi, sem þau gjörðu á yfirborðinu, en tvennt hygg ég hafi reynzt þeim erfiðast: Börn eignuðust þau engin og svo gat hún aldrei til fulls skilið afstöðu hans til eyjunnar hijóstrugu langt norður í hafi. ísland hreif hana sem listamann, en hún hefði aldrei getað hugsað sér að setjast þar að. Sennilegá hefur ást Ólafs á föðurlandinu hafí fljótlega orðið honum „ulykkelig kærlighed“, sem mótaði alla til- veru hans. Þegar Aþingi íslendinga eignaðist húsið, þar sem Jón Sigurðsson bjó á sínum tíma, vaknaði áhugi manna á því að búa íbúð hans sams konar húsbúnaði og þar hafði verið. Upphafleg húsgögn Jons Sigurðsson- ar sjálfs eru varðveitt á Þjóðminjasafninu heima á íslandi og enginn vildi flytja þau aftur til Kaupmannahafnar. Ólafur tók að sér að reyna að útvega sams konar hús- gögn og það kostaði hann mikið erfiði og mikla leit í fjölmörgum fornmunaverzlun- um Kaupmannahafnar. Og að lokum tókst honum að finna réttu húsgögnin. Efa ég að margir aðrir hefðu getað leyst þetta verkefni jafnvel og hann. ' Mér fannst fara vel á því, að Ólafur var skipaður fulltrúi í stjórn Húss Jóns Sigurðs- sonar og sjálfum fannst honum sér mikill sómi sýndur með því. Hann var sæmdur fálkaorðunni fýrir störf sín í þágu íslands og íslendinga í Höfn. Hann Varð Mér SemAnnarFaðir Mér kom sízt til hugar, er ég sá hann fyrst á íslendingasamkomunni, þar sem hann var að biðja um peninga fyrir Slysa- varnafélagið, að þar hefði ég hitt þann mann, sem varð mér nánari en allir aðrir óvandabundnir þau árin, sem við áttum Andlát Gudrunar Var Honum áfall Gudrun átti fáa ættingja, svo að Ólafur var henni allt. Og mér fannst hún alltaf vera hrædd um að missa Ólaf frá sér og sá ótti fór vaxandi, eftir því sem þau elt- ust. Þetta var Ólafi erfitt og hann átti erf- itt með að sætta sig við þetta. En eftir andlát hennar fýlltist Ólafur samvizkubiti. Honum fannst hann ekki hafa reynzt henni nógu vel. Og þá kom einnig í ljós, hve mikils virði Gudrun var honum, því að hann var vséngbrotinn, eftir að hún féll frá. Og hann varð fjarska ein- mana. Og þegar ýmsir af beztu vinum hans, eins og t.d. dr. Pétur Jónasson í Hilleröd reyndu að hjálpa honum, snerist hann gegn þeim og fannst þeir hafa svikið sig. Og mörg bréf hans eru svo full örvæntingar, að þau skáru mig í hjartað. Ég reyndi að sálusorga hann í bréfum og í hvert skipti, sem leið mín lá nærri Kaupmannahöfn, reyndi ég að heimsækja hann og gisti þá oftast hjá honum. Ég hafði lengi reynt að fá Ólaf til flytja hingað heim, en lengi mistókst mér það. En loks var hann reiðubúinn til vistaskipta og fékk inni á Hrafnistu í Hafnarfirði. En dvölin þar varð stutt, því að ævi hans var senn á enda. Ég var Guði þakklát- ur fyrir, að seinustu mánuðina leið honum vel og ég reyndi að líta til hans, eins og ég gat. LlTLl DRENGURINN í FLÆÐARMÁLINU Mér var afar ljúft að standa við það heit, sem ég hafði fýrir löngu gefíð Ólafí, að fylgja honum alla leið til Hesteyrar, þar sem hann kaus sér hinzta leg. Stjórn Slysa- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. JÚLÍ1995- GREINARHÖFUNDURINN við athöfnina í kirkjugarðinum á Hestéyri. 5 ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.