Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 6
varnafélagsins fylgdi heiðursfélaga félags- ins í þessa hinztu för. Og þá komst ég að því, að Ólafur hafði fátt ofsagt um fæðingarsveit sína. Er við sigldum frá ísafirði, var svolítil gola og heldur svalt, en er við komum inn á Hesteyrarfjörð, var komið blæjalogn, sólin skein í heiði og hitinn nálgaðist tutt- ugu stig. Ég horfði hugfanginn á fegurð fjarðarins og lítil böm, sem léku sér í fjör- unni. Þá var sem ég gleymdi mér um stund og hugurinn leitaði aftur í tímann. Ég sá allt í einu fyrir mér lítinn dreng að leik í fjörunni. Veðrið var eins og bezt verður á kosið og auðséð var að hann lifði sig inn í leikinn. Fullorðna fólkið sá aðeins fáeina litla spýtukubba vagga úti fyrir ströndinni eða liggja í fjörunni. Það sá allt- af svo skammt og hafði lítið ímyndunarafl. í augum drengsins vora þetta bátar, er lágu undan landi og bryggja teygði sig út í sjó og við hana lágu stærri skip. Þau höfðu komið að landi drekkhlaðin alls kyns varningi utan úr hinum stóra heimi. Þau höfðu stuttan stanz og, er þau höfðu lestað afurðir sem þau áttu að flytja út í hinn stóra heim, vora festar leystar og siglt af stað á ný. Litli drengurinn sat þögull í flæðarmál- inu og gaf ímyndunaraflinu lausan taum- inn. Og í draumsýn var hann ekki lengur lítill fátækur drengur norður við Dumbshaf. Nei! Hann var athafnamaðurinn, er átti heima í stóra og fallegu húsi einhvers stað- ar úti í hinum stóra heimi, og átti fjölda skipa, er sigldu um öll heimsins höf. Sigur- bros færðist yfir andlit litla snáðans, er lék sér við ströndina. „Óli! Óli minn! Hvar ertu? Komdu heim að borða!“ Hann hrökk upp af draumum sínum og og horfði heim. Mamma stóð heima á hlaði og sá, að hann reis á fætur. „Komdu heim að borða, litli vinurinn minn!“ Drengurinn veifaði mömmu og hún veif- aði á móti. Enn einu sinni beindi hann sjón sinni út yfir sjóinn og hugsaði um, hvað þar væri að finna. Fjöllin byrgðu honum sýn. Hvað bjó að baki þeirra? Það vissi hann ekki gjörla, en af tali fullorðna fólksins - pabba og mömmu - vissi hann, að þar beið hans spennandi heimur. „Þangað ætla ég að sigla, þegar ég verð stór! Og þar ætla ég að leita hamingjunn- ar.“ Hann hljóp við fót og flýtti sér til mömmu. Mamma var svo góð og hún skildi alltaf litla drenginn sinn. Hana dreymdi um glæsta framtíð honum til handa. „Mamma! Mamma! Þegar ég verð stór, ætla ég að sigla út í heim. Mig langar til að sjá, hvað býr bak við fjöllin og handan hafsins." Augun ljóma af stolti, er hann horfir á mömmu, er brosandi tekur litla drenginn í faðm sér og strýkur honum blíðlega yfir kollinn. Hljóð bæn stígur frá móðurinni upp til Guðs. Hún biður hann um að vaka yfir drengnum og vemda hann í viðsjálum heimi. Nú Var Hann Kominn Heim Ég hrekk upp. Andartak hafði ég gleymt stað og stund, er hugurinn hafði horfið aftur í tímann. Svona hefði þetta getað gjörzt. Og aldrei rætast allir draumar. En draumur litla drengsins, sem ég hafði séð fyrir inér þarna í fjörunni, hafði rætzt að hluta til. Hann hafði séð, hvað bjó bak við fjöllin. Og hann hafði einnig fengið að sjá, hvað bjó handan hafsins. Og hann ílentist þar í landinu handan hafsins. Eftir það kom hann aðeins sem gestur á bemskuslóðirnar. Og hann dreymdi ekki lengur um það, er byggi bak við fjöll og handan hafs. Hann dreymdi aðeins um eitt - að kom- ast aftur heim. Og nú var sá draumur að rætast. Hann var að koma heim. Mér fannst svo vel við hæfi, að Hesteyr- in tæki þannig á móti þessum aldna syni sínum til hinztu hvíldar. Raunar má segja, að hann hafi aldrei farið alfarinn að heim- an, þótt líkami hans dveldist í borginni við Sundið lengst af ævinni, því að andi hans hafði alla ævi átt heima hér - í þessum fagra firði. Ég hafði uppfyllt loforðið, sem ég hafði gefið honum. Líkami hans einnig kominn heim. ísland hafði endurheimt elskaðan son - Ólaf Albertsson - og lagt hann til hinztu hvílu við barm sér. Höfundur er vígslubiskup. GREINARHÖFUNDURINN við Tungnaá íágúst 1963, þegar hann vann þarviðfeiju- flutninga og notaði til þess hertrukk. Hér er búið að setja rússajeppa upp á pallinn. Til hægri: Lagt útí Tungnaá með bíl á norðurleið. Skúmstungurí baksýn. Fjallvegir fyrr og nú BISKUPAVEGUR sem svo var nefndur, lá fyrr á öldum frá Skálholti norðan um Sprengisand (Gásasand), í Kiðagil og austur um Odáða- hraun að Möðrudal í Norður-Múlasýslu. Farið var suður yfir Hvítá á lögferju hjá Iðu, eftir Varla er hægt að nota Sprengisandsnafnið um þann veg sem nú er farinn því hann kemur naumast á hinn forna Sprengisandsveg, heldur er hann 15-20 km vestar. Nútímaveginn, F28, mætti kenna við Nýjadal eða Öldur. Eftir HALLDÓR EYJÓLFSSON bökkum Laxár, suður að Þjórsá hjá Þrándarholti, þá upp með ánni að Nauta- vaði eða á lögfeiju hjá Þjórsárholti. Þaðan er Þjórsá höfð á vinstri hönd norður á vatnaskil. Farið er með efstu bæjum í Landsveit, norðan Skarðsfjalls að Skarfa- nesi og Ósgröf, en þar bjó feijumaður á Tungnaá, síðan inn Arskóga og Vaðfit að Tangavaði eða að Feijufit og á báti yfír í Hald (sæluhús). Frá Haldi og Hestatorfu liggja göturnar suðaustan í Búðarhálsi, inn með Tungnáa og Köldukvísl að Klifshaga- völlum, þar er sveigt til vinstri upp með samnefndri kvísl og er þá komið í Hvann- gil við Þjórsá. Þá liggja göturnar eftir jafn- lendum söndum, með ána á vinstri hönd og er stefnt í skarðið milli Sóleyjarhöfða og Ferðamannaöldu þar sem farið er yfir Þúfuverskvísl og vestan við Biskupsþúfu að Eyvindarkofaveri (þar var sæluhús). Góðir hagar o.fl. hlunnindi eru í verunum. Var Eyvindarkofi EkkiByggðurAf Útilegumönnum? Eyvindarkofa tel ég að Fjalla-Eyvindur Jónsson hafí ekki byggt, þótt hagur væri talinn og nokkuð spakur. Bygging þessi var í þjóðbraut og það stór og áberandi að um felustað gat ekki verið að ræða. Hitt er líklegt að hann hafi nýtt þennan húsakost á vetram og fram að ferða- mannatíma en flutt sig þá í Innrahreysi, við suðurenda Háumýra, á bökkum Hreys- iskvíslar. Kofinn lítur út fyrir að vera skammtímadvalarstaður, þó er vatn þar inni og frárennsli, eins og í Eyvindarkofa. Um 5 km era þarna á milli. I ágústmán- uði 1772 vora Halla og Eyvindur handtek- in við Hreysið, en þá vora liðin 10 ár frá því þau sluppu naumlega undan hrepp- stjóra í Arnarfellsmúlum. Trúlegra er að Skálholtsbiskupsstóll hafi átt þessar bygg- ingar, eða þeir sem áttu hlunnindaítök á þessum stöðum. Greiðfærir sandar taka nú við að Hreysiskvísl og áfram inn með Þjórsá að Háumýrarkvísl. Þarna er Arnarfellsvað á Þjórsá (sjáanleg vörðubrot). Þá er stefnt inn með lágum ásum á vinstri hönd en bleytudrög og smá vötn eru á þá hægri. Komið er að vaði á Fjórðungskvísl 1,5 km ofan við ármót hennar og Þjórsár. Þá er komið í Þingeyjarsýslu og fellur þá Þjórsár- nafnið niður en Bergvatnskvísl tekur við. Áfram er farið norðaustur með henni að Sveinum (7 vörður á árbakkanum). ÖRNEFNIÐ VEGAMÓTAVÖTN Síðan er haldið að Vegamótavötnum en sunnan þeirra skiptast vegir til NV að Laugafelli og þaðan til Skagafjarðar og Eyjaijarðar. Til Austurlands hefur gatan að líkindum legið sunnan Fjórðungsöldu, í Fljótshaga norðan Trölladyngju en sunn- an Dyngjufjalla að Vaðöldu við Jökulsá á Fjöllum. Þá liggur leiðin norðaustan við Vegamótavötn að Sprengi, sem er marflat- ur sandur (ca 3 x 5 km á stærð) án kenni- leita og því villugjarnt þar, en yfir hann er farið að Beinakerlingu sem er varða og í henni er mikið af hrossabeinum. Þarna gætu verið bein hrossa sem Gísli Magnús- son (Vísi-Gísli) missti í óveðri sem leiðang- ur hans lenti í um 1670 með 33 hesta en flutningurinn var brennisteinn til útflutn- SÖGULEG ökuferð: Hér er í fyrsta sinn ekið bíl yfir Tungnaá, 3km ofan við f HVANNGILJUM sumarið 1942. Tangavað. Það átti sér stað í september 1949 og skömmu síðar fannst hið Hér sést norðaustur til Ferða- forna vað. í baksýn sést Búrfell, Skeljafell og suðurhlíðar Sandafells. mannaöldu og Kjalöldu. VIÐ Ilald sumarið 1942 - menn ferjaðir yfir og hesti hjálpað á sundinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.