Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 8
Fyrir utan að vera rithöfundur og sanntrúaður kommúnisti fékkst Hans Scherfig einnig við myndlist. Myndir hans þóttu samt í afar miklu ósamræmi við myndlist róttækra, ungra manna um þetta leyti, því Scherfig var náttúrudýrkandi í myndum sínum og málaði sambland fjölskrúðugra planta og furðulegra dýra. það er einmitt það sem er manni efst í huga eftir lestur ekki bara Vanrækta vorsins held- ur einnig annarra verka Scherfigs eins og t.d. „Den forsvundne fuldmægtig" (Fulltrú- inn sem hvarf - 1938), „Idealister" (Hug- sjónamenn - 1942 ) og „Den fortabte abe“ (Glataði apinn - 1964). Upphafið, vorið í h'fi hvers einstaklings er mikilvægasta þroska- skeiðið, undirstaða velferðar og hamingju á lífsins göngu. Ef með handafli og undir nei- kvæðum formerigum er reynt að breyta og hrófla við meðfæddum hæfileikum og hneigð- um, brestur undirstaðan. Segja má að ein- mitt þetta sé kjaminn í boðskap bóka Hans Scherfigs, hvort sem leiktjöldin séu lífið inn- an veggja forstokkaðs menntaskóla, tilveran sem fulltrúi við skrifborð hjá hinu opinbera eða þátttaka í dönsku andspymuhreyfing- unni á stríðsárunum. Bókin „Vanrækt vor“ hefúr slegið öll sölumet ádeilubóka í Dan- mörku (árið 1974 fór hún yfir 200.000 seld eintök), og þegar hún árið 1986 var gefin út í Bandaríkjunum var hún valin ein besta bók ársins. Bókin „Vanrækt vor“ hefur skipað sér fastan sess í þjóðarvitundinni; vorið er ekki bara krókusar og animónur í maí, held- ur fast hugtak í mun víðara mannlegu sam- hengi. Ef vorið í lífi manns er vanrækt - ekki gefin sú næring sem er við hæfi; þ.e. ást, hlýja og ekki síst marinvirðing, er útkom- an bæling, minnimáttarkennd og kúgun. Það sem Scherfig er að benda okkur á í verkum sínum er í sjálfu sér sígild sannindi; að kúg- un fæðir alltaf af sér kúgun, slævir tilfinn- ingalífið og býður upp á siðferðilegan van- þroska. Ailt þetta „sannar“ hann í verkum eins og „Vanrækt vor“ og „Fulltrúinn sem hvarf‘ með því að lýsa árunum frá bamæsku tii fuliorðinsára sem ferli samkvæmt lögmál- inu um inntak og úttak. í upphafi eru dreng- imir í „Vanrækt vor“ eins og drengir og böm almennt, hafa áhuga á öllu mögulegu sem okkur fullorðna fólkinu finnst lítt áhuga- vert og jafnvel ógeðfellt, eins og t.d. lifriaðar- háttum froska og skorkvikinda sem og þroskaskilyrðum illgresis. Hjá einum drengnum er áhuginn á öllu lífríkinu svo mikill að í takmörkuðum frístundum sínum les hann og fræðist um allt þar að lútandi af slíku kappi að hann veit mun meira um málið en líffræðikennarinn. Þess vegna fær hann bara 5 í líffræði á stúdentsprófi. Ekki er ólíklegt að einmitt Scherfig sjálfan sé að finna sem fyrirmynd að þessum dreng en hann hafði óbilandi áhuga á náttúrunni og lífríkinu og allt til dauðadags árið 1979 vann hann að miklu verki um allar tegundir skor- dýrsins gullsmiðs í Danmörku og lifnaðar- hætti þeirra. Latínukennarinn, áðumefndur Lektor Blomme, sem deyr í upphafi sögunnar, gefur einkunnir og dregur nemendur í dilka eftir eigin geðþótta, eða öllu heldur eigin bældu og afbrigðilegu hvötum. Önnur aðal sögu- hetja „Vorsins" er Edvard Ellerstrom sem er uppáhald Blommes og er skýring höfund- ar eftirfarandi: „Edvard Ellerstrom er svo gimilegur drengur í hreinum matrósukraga og hnébuxum og er með ljóst hár og blá augu og brosir svo fallega." (Det forsomte forár bls. 104). Líka hér spinnur Scherfig að einhverju leyti út frá eigin reynslu, en sjálfur féll hann í latínu í menntaskóla og varð að taka einn bekk tvisvar. Er ekki ólík- legt að sá latínukennari hafi hugsað honum þegjandi þörfina, ekki bara þegar „Vanrækt vor“ kom út, heldur líka yfir þeim sess sem hann með reynsluskrifum sínum skipaði hon- um í danskri bókmenntasögu. Gagnrýni Scherfigs beinist fyrst og fremst að skólanum og þeim uppeldis- og kennsluaðferðum sem þar eru í heiðri hafðar, en um leið og hann gagnrýnir skólann gagnrýnir hann líka kerf- ið sem slíkt. Það að skóli eins og Metropolit- an-skólinn skuli vera til álítur Scherfig merki um sjúkt samfélag. Hálfsmánaðarlega eru drengimir sendir heim með vitnisburð um frammistöðuna. Ein og sér væri vitnisburða- bókin ekkert hættuleg, ef ekki kæmi til sam- anburðurinn við hina nemenduma og þó að meðal drengjanna ríki ákveðin samkennd, skiptir það mjög miklu máli fyrir heimilisfrið- inn og sálarástandið að félagamir hafi fengið aðeins lélegri vitnisburð en þeir sjálfir. í bókinni segir höfundur eftirfarandi um þetta: „Þetta er hyggindalegt og þrauthugsað kerfi, sem hefur það markmið, að þroska þá eiginleika sem álitnir em mikilvægir í samfé- laginu." („Det forsomte forár“ bls. 86.) í skáldsögunni „Fulltrúinn sem hvarf ‘ er einn bekkjarbróðirinn, Teodor Amsted, aðal söguhetjan - eða reyndar öllu heldur and- hetjan. í þeirri bók er sýnt fram á hvemig fulltrúinn hjá hinu opinbera, hinn vammlausi Teodór Amsted, sem alinn er upp í góðu umhverfi sem sonur skrifstofustjóra í ráðu- neyti, er í þjóðfélagslegu samhengi vita óstarfhæfur. Sem félagsvem, manni, manna á meðal, líður honum ekki vel og ákveður að kveðja hina skipulögðu og fyrirfram ákveðnu lifnaðarhætti fulltrúans. Honum tekst að hrinda áformum sínum í framkvæmd með þeim hætti að setja á svið sjálfsmorð gamals skólafélaga og láta líta út fyrir að hann sjálfur, Teodór Amsted, hafi framið sjálfsmorð. A þennan hátt tekst honum að losa sig alveg úr viðjum félagslegra skuld- bindinga - og úr fjölskyldunni. En þegar hann fer að vitja leiðis síns, fer það fyrir bijóstið á honum að á legsteininum stendur „Friður", sem er einmitt það sem Amsted hefur ekki öðlast við vistaskiptin. Þann firið og þá sálarró sem hinn mið- aldra, fyrrum fulltrúi í hermálaráðuneytinu hefur leitað að, finnur hann loks, innan fang- elsismúranna þegar allt kemst upp. Þar er lífið og tilveran svo afinörkuð og takmörkuð að hún samræmist því uppeldi sem Teodór Amsted hafði hlotið. Félagsleg aðlögunar- hæfni hans hafði verið svo rækilega væng- stífð að þegar hann loks öðlaðist hið lang- þráða frelsi, varð hann hræddur og óöruggur og gat alls ekki notið þess. Lokaorð Scherf- igs um söguna af fulltrúanum sem hvarf eru þessi: „Ekki eru allir fangar jafn ánægðir og Teodór Amsted. Þeir eru órólegt fólk, enda hafa þeir ekki hlotið jafn gott uppeldi og hann. Þeir hafa ekki verið búnir undir þess konar líf í mörg ár. Þeir hafa ekld notið skóla- göngu á borð við hann. Þeir hafa haft of mikið hugarflug. Þeir eru. ekki geðspakir og borgaralegir. En fyrir Teódór Amsted er til- gartgi lífsins náð. Loks er námi hans lokið. Hann hefur hlotið allt sem hann hefur sóst eftir. Allar óskir hans hafa verið uppíylltar." (Den forsvimdne fuldmægtig bls. 183.) Ein- mitt hér erum við komin að lífsviðhorfinu hjá Scherfig sjálfum, en aðeins 22 ára gam- all fór hann að sækja fundi hjá Kommúnista- flokki Danmerkur (DKP) og seinna (árið 1932) varð hann yfirlýstur og rétttrúaður kommúnisti; meðlimur í flokknum. í fyrstu vildu kommúnistamir ekki þekkja hann, trú- lega vegna hins borgaralega bakgrunns, en einnig vegna þess að myndimar sem Scherf- ig málaði vora í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem hann seinna miðlaði í ritverkum sínum. Það var einmitt í kringum 1927 að Scherfig ákvað að láta hugmyndir um há- skólanám lönd og leið og freista þess að lifa af listinni. A háskólaáranum hafði hann kom- ið víða við; í bókmenntafræði, dönsku, þýsku og dýrafræði. Segja má að bæði hugvísindin og dýrafræðin skipi í senn sinn fasta sess og séu ákveðin undirstaða í listsköpun Scherfigs. Flestar myndir hans sýna mann- eskjuna í óheftri náttúranni - úti í fram- skógi - á meðal dýra og innfæddra. Litirnir era hreinir/tærir, yfir öllu hvílir friðsæld og í myndunum er ákveðið naívískt yfirbragð. Sjáífur útskýrði Scherfig samhengið milli myndsköpunar sinnar og ritverka á þann hátt að svona fallegur, bjartur og fölskvalaus gæti heimurinn verið ef ekki væri hinu kapít- alíska kerfi um að kenna. Trúlega hafa kynni hans og samneyti við höfunda á borð við Hans Kirk og Otto Gelsted haft áhrif á það í hvaða átt lífsskoðun Scherfigs mótaðist, en bæði Gelsted og Kirk vora yfirlýstir komm- únistar og boðuðu þá lífssýn í verkum sínum. Um margt era þeir nafnamir Hans Kirk og Hans Scherfig sprottnir úr svipuðum jarð- vegi; báðir aldir upp við góðar aðstæður; faðir Kirks var læknir og á báðum heimilum gætti mikillar víðsýni i skoðunum. Þegar þeir Gelsted hittust var Scherfig ennþá menntaskólanemi en Gelsted orðinn viður- kenndur rithöfundur. Mörgum áram seinna kallaði Gelsted Scherfig í grein sem hann skrifaði um listamanninn og flokksbróðurinn „Hæfileikavera með þrjú höfuð“ og á þar líklega við Scherfig sem málara, rithöfimd og blaðamann. Samfélagsgagnrýnandinn var einskonar samnefnari fyrir þetta þrennt, en að sjálfsögðu höfðu ekki allir jafn gaman af hæðni Scherfigs og ádeilu á borgarastéttina. „Vanrækt vor“ náði rétt að koma út, þegar kaldir vindar fóra að blása um Danmörku og ekki hvað síst menningarlíf þjóðarinnar. Fljótlega eftir útkomu bókarinnar var ákveð- ið að hún skyldi lesin upp í útvarpi, en mán- uði seinna var sú ákvörðun afturkölluð. Þann 9. apríl 1940 hemámu Þjóðverjar Dani og áttu menn eins og Scherfig og flokksbræður hans ekki lengur upp á pallborðið. Arið 1941 tók Scherfíg ásamt öðram félögum úr Komm- únistaflokki Danmerkur þátt í mötmælaað- gerðum sínum í Kaupmannahöfii en var þó Iátinn laus fljótlega vegna augnsjúkdóms sem hann þjáðist af. Þess vegna hlaut hann ann- að hlutskipti en svo margir flokksbræður hans sem létu lifið í þýskum fangabúðum á stríðsárunum. Þó svo að Scherfig hafi átt marga andstæð- inga vegna stjómmálaskoðana sinna hefur engum tekist að hrekja þá háðsádeilu sem hann setti fram um menntamál þjóðarinnar í skáldsögunni „Vanrækt vor“. Einmitt á þessum áram áttu miklar umræður sér stað um uppeldis- og kennslumál þjóðarinnar og vegur framlag Scherfigs til framfara í þeim málum þungt. Þó svo að vissulega væri auð- velt og freistandi að afgreiða málið með því að hér væri um kommúnískan höfund og kommúnískan áróður að ræða var gagnrýnin of sönn til að henni yrði hnikað. Reyndar áttu líka flokksbræður Scherfigs erfitt með að samþykkja skrif hans vegna þess að þeim þótti hann of lítið hættulegur kapítalisman- um. í „Vanrækt vor“ segir hann t.d. frá vera- leika jafnaldra skóladrengjanna sem er verk- föll og kjarabarátta án þess að fjalla neitt nánar um það eða benda á lausn sögupersón- um til handa. Einnig var margbreytileiki listamannsins þess valdandi áð, erfitt var að „negla hann“, þó svo að hann í sjálfu sér sviki aldrei lit pólitískt séð. Eins og áður sagði þótti ýmsum of mikið ósamræmi milli myndverka og ritverka Scherfigs, en á sama hátt ruglaði það fólk í ríminu hvernig Scherf- ig í öllum grundvallaratriðum, skildi fullkom- ’ lega á milli sögumanns, sjálfsins í verkunum, og sjálfs sín sem einstaklings. Eftir var þá bara þögnin og neikvæð umfjöllun um list- rænt gildi bóka Scherfigs. Auðvitað breytast hlutimir í ljósi sögunnar og með áranum hlaut hann þá listrænu viðurkenningu sem hann svo fyllilega átti skilið og sem „gagnrýn- in samviskurödd" hefur hann skipað sér fastan sess í vitund þjóðarinnar. Heimildir: Hans Scherfig: „Det forsemte forár“, kilja frá árinu 1976. Hana Scherfig: „Den foravundne fuldm- ægtig“, kilja frá árinu 1984, Erik Skyum Nielsen: Hans Scherfíg og borgaraleg hugmyndafræði; Tímarit Máls og menningar. „Danske digtere i det 20. árhund- rede“, „Politikens Litteraturhistorie“. Höfundur er cand. mag. og kennir danskar bók- menntir við Háskóla íslands og Kennaraháskóla js- lands. HRAFN A. HARÐARSON Á slóð land- póstsins Á heiðavegum eru fárra augu á ferli nema fjalia en nokkru fleiri fætur feta sig milli þúfna mýrastara, meðal lamba melakamba, leita hófa ... Er það tófa eða tálsýn sém talar til þín villir þig og tryllir tröll eða fjöll eða trú þín sjálfs? Þykist tala við þjón þinn þörfin brýn sjálfur vekur þér von að vá linni og létti þoku af leið og lægi í sinni. Keilir Á hverju sem gengur þótt allt sé á hverfanda hveli er engan bilbug á þér að fínna, Keilir. Og hann svarar: Þú getur trútt um talað tætara, vætara, ært um tært, um mig gnauða vindar guða er gengurðu’ í svefni vært. Höfundur er bókavörður í Kópavogi. JÓHANNA BJARNASON Til... Þú ert eins og veturinn kaldur óútreiknanlegur hvítur eins og snjórinn og glær eins og regnið. Höfundur er.17 ára og fékk verðlaun fyrir Ijóðið í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. SIGURLAUG ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR Á þorra Bylur á þekju og brestur í viði íblásvörtu myrkrinu stend éghér. En agnarsmár logi á útbrunnu skari ennþá tórir í hjarta mér. Er geisai' hríðin og glugga byrgir og gnýrinn dregur úr brjósti þor, ég reyni að láta ei logann deyja, en læt mig dreyma um íslenskt vor. Höfundur er húsmóðir og skrifstofumaður í Kópavogi. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.