Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 1
O R G U L A Ð S Stofnuð 19 25 9. tbl. 5. MARZ 1994 — 69. árg. Oddur sterki af Skaganum Eitt af því sem setti mestan svip á mannlífið í Reykjavík á árum áður voru einkennilegir menn og konur, fátæklingar sem voru sér- kennilegir að einhverju leyti eða höfðu orðið Bakkusi að bráð. Oftar en ekki urðu þessir einstaklingar fyrir aðkasti og stundum voru þeir lagðir í einelti af krökkum sem eltu þá með ópum, hæðiorðum og óhljóðum. Sjálfum er mér í bamsminni hending sem ég lærði á götunni og hljóðaði svo: Oddur af Skaganum með rauða kúlu á maganum. Oddur sterki af Skaganum var einn hinna kynlegu kvista í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar. Bágindi hans voru afleiðing af slysi en samtíðin áleit hann hálfgerðan vanvita og böm gerðu at í honum. Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Þetta var ómur af því sem krakkarnir sungu yfir hausamótunum á einni þekktustu persónu bæjarins, Oddi Sigurgeirssyni sem kallaður var „hinn sterki af Skaganum“. Sjálfur sá ég Odd aðeins einu sinni enda var ég átta ára er hann lést. Þá var ég á gangi með föður mínum niðri við höfn og hann benti mér á vörpulegan gamlan mann með mikið hvítt alskegg og sítt ár. Það var Oddur sterki. Eg starði lengi á hann og þótti merkilegt að sjá þennan fræga mann sem krakkarnir sungu um í húsagörðum við Barónsstíg. Oddur var fæddur í Pálshúsum við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 29. október 1879 og var launbarn. Faðir hans var Sig- urgeir Guðmundsson, giftur maður á Akra- nesi, sem var á vetrarvertíð í Reykjavík er Oddur kom undir. Móðir hans var Jórunn Böðvarsdóttir vinnukona. Þegar Oddur var á þriðja ári dó móðir hans og var barnið þá flutt til föður síns sem kom því fyrir hjá bróður sínum, Kristjáni Guðmundssyni á Sólmundarhöfða á Akranesi. Þar ólst Oddur upp en varð fyrir því slysi rúmlega þriggja ára gamall að fá högg á höfuðið þannig að hann missti heyrnina um tíma og var heyrn- ardaufur æ síðan. Lá hann rúmfastur mán- uðum saman og átti eftir það einnig erfitt með að tala og gera sig skiljanlegan. Hann stríddi við ákafa suðu fyrir eyrum og var oft kvalinn þannig að við örvinglan lá. Þetta setti mark sitt á drenginn. Þegar hann óx upp hlógu menn að honum og héldu sumir að hann væri aumingi vegna þess hve erfitt hann átti um mál. Lýsti hann því á gamals aldri hvílíkt hugarstríð og mótlæti hann hafði búið við af þessum orsökum. A efri árum sínum notaði Oddur þar til gert látúns- horn sem hann stakk í eyrað þegar hann þurfti að heyra hvað aðrir sögðu. Aðeins fimmtán ára gamall fór Oddur út í lífið á eigin vegum. Það var töggur í hon- Oddur í fornmannabúningnum. um þrátt fyrir allt. Hann réð sig í vinnu- mennsku hjá ýmsum mönnum á Seltjamar- nesi, Reykjavík og víðar. Fljótt kom í ljós að hann var afbragðs sjómaður. Reri hann fyrst á opnum bátum en var síðan á skútum árum saman og var þá ýmist kallaður Odd- ur sjómaður eða Oddur sterki. En hann var einangraður vegna fötlunar sinnar og leitaði sér oftar en ekki huggunar hjá Bakkusi á skútuárum sínum og drakk þá illa. Einn vetur reru þeir saman í Kotvogi hann og Stjáni blái (Kristján Sveinsson). Þá var Jón Thorarensen, síðar prestur, þar barn og hefur lýst þvi hversu báðir voru hrjúfir og sæbarðir á ytra borði en bamgóð- ir, hjartahlýir og viðkvæmir inn við beinið. Þessa menn gerði Öm Arnarson skáld síðar ódauðlega, annars vegar í kvæðinu um Stjána bláa og hins vegar í Odds rímum. Áður en Oddur sterki af Skaganum náði fertugsaldri gjörbreyttist líf hans. Hann veiktist, var lagðui' á skurðarborð og mikill holskurður gerður á honum. Eftir það þoldi hann ekki strit og vosbúð og varð hálfgerð- ur flækingur á götum Reykjavíkur, einn af þeim sem settu svip á bæinn. Hann átti þó hest og stundum fór hann í ferðalög og heimsótti gamla skútufélaga sína út um sveitir. Oddur hafði örar og næmar tilfmningar. Hann var bráður í lund fram eftir ævi og þoldi illa kerskni og andstöðu, sem menn sýndu honum iðulega og gat snöggreiðst ef krakkar veittust að honum. Sjálfur var hann ákaflega barngóður og vék oft smápen- ingum að bömum. Elías Mar rithöfundur var einu sinni á gangi með ömmu sinni og Oddur varð á vegi þeirra og gaf Elíasi pen-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.