Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 3
FEDERICO GARCÍA LORCA IHBKW SSllllllllllBBBlilBlllIl Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Rit- stjóm: Kringlunni 1. Sími 691100. Erfiðleikar íslendinga við útflutning á fiski á síðasta tugi 19. aldarinnar og alhliða vanþróun í öllu sem lýtur að útflutningi, koma vel fram í bréfaskriftum Tryggva Gunnarssonar til Dreschels sjóhðsforingja hjá skipa- félagi í Danmörku og þann þátt í atvinnusögunni rekur Haukur Sigurðsson í annarri grein sinni um ísfisk og póst til útlanda. Arkitektúr Páll V. Bjamason arkitekt hefur teiknað verulega fallegt félagsheimili, eða golfskála, fyrir Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði og skálinn er nú orðinn að veru- leika og prýðir jaðar byggðarinnar á Hvaleyrarholti. íslendingur í Amsterdam, er heiti á gamansamri endurminningu eftir Guðmund Björgvinsson myndlistarmann, þar sem hann rekur ævintýri sín í þessari vinsælu, en varasömu, borg. Hann segir m.a. frá utangarðs- manni, sem byrjar á að ræna hann og berja, en hef- ur ekkert uppúr krafsinu og svo fara þeir saman í kaffi á eftir. Oddur sem kallaður var hinn sterki af Skaganum var einn af hinum kynlegu kvistum í Reykjavík á fyrriparti aldarinnar; maður sem hafði skaddast af veikindum en samtíðin misskildi og taldi vanvita. Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur skrifar um Odd. Riddarastef Þorgeir Þorgeirson þýddi Cordoba ein í órafjarska. Foli blakkur, birta af mána. Búin vel mín nestistaska. Veginn nú í nótt ég rata en næ þó vart til Cordoba. Fer um heiðar, fer um vinda foli blakkur, roði af mána. Feigðaraugun á mér hvíla ofan úr turnum Cordoba. Æ, ferðin langa! Æ, folinn væni! Æ, feigð sem rænir fjöri mínu fyrr en ég næ til Cordoba. Cordoba ein í órafjarska. Frederico Garcia Lorca, 1899-1936, var spænskur leikritahöfundur og Ijóðskáld, myrtur af falangistum i upphafi spænska borgarastriðsins. B B ... og Guð skapaði þorskinn Afstaða íslendinga til þorsksins er undarlega margslungin. Reyndar er hún svo mótsagnakennd að jaðrar við að þeir þyrftu sálfræði- lega meðferð til að skilgreina samband sitt við þann gula. Á annan bóginn er hann mikilvægasta afurðin, grunnur efnahags- lífsins þegar djúpt er kafað - á hinn bóginn finnst mönnum hann hálf-ógeðslegur mat- fiskur, sem laðar fram heldur ókræsilegar bemskuminningar, kryddaðar hringorm- um. Eina skiptið sem ég minnist þess að hafa bragðað þorsk síðan að móðir mín var að reyna að troða honum í mig bam-ungan, var þegar ég komst inn á Long John’s Sil- ver matsölustað í Bandaríkjunum fyrir nokkram áram. Pangað fór ég ásamt banda- rískum vini mínum og þegar hann pantaði sér þorsk gat ég ekki annað en gert slíkt hið sama. Mér til mikillar furðu bragðaðist fiskurinn ágætlega og ég fann ekki til þeirr- ar klígju sem ég man frá matborði bernsk- unnar. Reyndar opnaðist hurð inn í eldhús- ið og ég gat séð glitta í umbúðir merktar „Icelandic". Þá fór mig að gruna að ég hafði haft þanrj gula af Islandsmiðum fyrir rangri sök í öll þessi ár. Hann var nefni- lega ekki sem verstur þegar allt kom til alls. Kannski eru það slíkar bemskuflækjur okkar fslendinga sem hafa hindrað að þorskurinn væri mærður á borð við aðra nytjaskepnu, nefnilega sauðkindina, ovis aries. Meðan íslenska sauðkindin naut ómældrar aðdáunar rómantískra skálda (allt þangað til Hrafh og hans lagsbræður tóku að spyrna við fótum gegn „yfirgangi“ þessa homótta og klauffætta ára), þá orti varla nokkur til þorsksins, nema þá helst í gaddfreðnum raunsæisstíl. í fljótu bragði man ég ekki eftir öðra ljóði um þorskinn en þegar Bubbi söng með Egó um þúsund þorska á land - eða einhvern veginn þannig. Ef ég man rétt þá var hann nú aðallega að kveina undan því hve erfitt væri að vinna í fiski. Reyndar talar Orn Amarson um rigaþorsk í rímum af Oddi sterka en þar örlar ekki á þeirri ljóðrænu (sumir mundu segja hjáróma) rómantík sem endurspeglast í ótal íslensk- um hjarðljóðum, svo sem „Ut um græna grundu, gakktu hjörðin mín“ eftir Stein- grím Thorsteinsson. Talandi um skáldin; eitt þeirra stóð þó með þorskinum og lofsöng hann með eftir- minnilegum hætti, nefnilega Jónas Árna- son. Þegar Bretar vora að slást við okkur í landhelgisstríði (1972 ef ég man rétt), þá kom Jónas fram í breska sjónvarpinu til að fullvissa Breta um að við íslendingar stæðum í sérstöku sambandi við þessa skepnu. Og Jónas varði tilverurétt þorsks- ins gagnvart breskum trollum og sagði: „... og Guð skapaði þorskinn áður en hann skapaði Breta“. Jónas benti þama á staðreynd sem mér sýnist menn hafa gleymt í seinni tíð; þorsk- urinn er búinn að vera miklu lengur til stað- ar en mannfólkið. Meðan áar okkar gengu enn álútir og loðnir á skrokkinn þá var þorskurinn búinn að fá sína mjúku lögun og gula lit. I landhelgisstríðunum vörðum við íslendingar tilkall okkar til hans með þeim orðum að við ætluðum okkur að vernda hann gegn ofveiði enskra ryðkláfa, því hann- ætti engu minni tilverurétt en mannfólkið - jafnvel meiri ef aldur réði. Og nú er svo komið að við höfum ekki aðeins vemdað þorskinn heldur „ofvemd- að“ svo að hann er stórlega farinn að láta á sjá. Og steininn tekur út þegar þing- menn, sumir hverjir úr sjávarplássum fyrir vestan, vilja ganga enn lengra í að „vemda“ þorskinn og auka aflann, þrátt fyrir vamar- orð okkar færustu sérfræðinga. Eg hefði haldið að engir skildu betur en þeir nauð- syn þess að éta ekki útsæðið, svo að kyn- slóðir framtíðarinnar í Bolungavík og á Isafirði fengju að njóta þess að veiða þenn- an ástkæra fisk. Einhvem veginn minnir áróður þessara þingmanna mig á það þegar að Sovétmenn réðust inn í Tékkóslóvakíu til að „vernda“ landið. Þeir vilja greinilega vemda þorskinn enn betur með því að veiða hann enn frekar. Og nú er hafin útþensla á þessari ís- lensku vemdarstefnu hvað þorskinn varð- ar. Við ætlum okkur að „vemda“ hann í Smugunni, við Svalbarða og jafnvel í kring- um Rockall. Já, afstaða okkar til þorsksins er marg- ræð. Við veiðum hann en borðum þó ekki og við drepum hann til að vemda hann. Við teljum hann heimskan (samanborið við skammaryrðin „þoi,skur“ og „þorskhaus"), en samt skreytti hann skjaldarmerki bók- menntaþjóðarinnar um langt skeið. Svo sendum við þjóðhöfðingjann okkar í menn- ingarlegar heimsóknir til annarra landa, en undir niðri er tilgangurinn samt að selja þorsk, ýmist hertan eða frystan, saltaðan eða ferskan. Því næst stæram við okkur af því að veiða heimsins besta og hreinasta fisk, en getum sámt ekld borðið hann sjálf (ég man aldrei eftir því að það væri hafður þorskur í opinberam veislum á íslandi en sauðkmdin hefur oftsinnis ratað þar á borð). Já, víst erum við Islendingar þjóð í hlekkjum hugarfarsins, a.m.k. hvað þorsk- inn áhrærir... HALLDÓR REYNISSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MARZ1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.