Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 7
B OKMENNTIR Úr kvikmyndinni: Stolnar stundir hjá skólapiltunum á kaffihúsi í námunda við Metrópolitan-skólann. VANRÆKT VOR lok janúar frumsýndi Háskólabíó dönsku kvikmynd- ina „Det forsömte forár“, eða „Vanrækt vor“ eins og myndin heitir á íslensku. Myndin sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu danska rithöfundarins Hans Scherfig var gerð árið 1993, en skáldsagan með breiðum kvisti þar sem veitingasalurinn er til húsa, en hefur inndregið báðum megin við kvistinn eins og sést á myndunum. Eitt af því sem prýðir húsið sérstaklega er að þak- ið gengur út frá kvistinum eins og vængur í báðar áttir. Þar eru jafnframt stækkunar- möguleikar ef þörf krefur; þá með glerveggjum fyrir þessa tvo vinkla. í Sælastofu er hægt að kveikja upp í ami; þar eru leðurklæddir sófar og stólar og parket á gólfi. í forsalnum og veitingasalnum eru hins- vegar gráar steinflísar á gólfum; afar slit- sterkt efni, sem nú er allsstaðar notað á veit- ingabúðir golfskála og þá er gengið þar á gaddaskóm jafnt sem öðrum skóm. Það er hinsvegar ekki gert í Keilisskálanum, heldur ganga menn í veitingasalinn á sokkaieystum. Það þykir fremur kauðalegur fótabúnaður i svo fáguðu umhverfi. Má minna á að úti í ír- landi vorum við á virðulegum stað sl. haust og sagt kurteislega að við gætum því aðeins fengið að koma inn að við værum í skóm, en við höfðum dregið þá af fótum okkar af göml- Um vana. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki bygg- ingunni við, en ræður ásamt öðru úrslitum um það andrúm, sem verið er að reyna að skapa með fágaðri útfærslu. Ekki veit ég nákvæmlega hvað er verk inn- anhússarkitektsins, sem heitir EUen Tyler, en eftirtekt vekja ýmis vel leyst smáatriði. Þar á meðal er glerskápur fyrir verðlaunagripi, sem felldur er inn í vegg og myndar jafnframt glugga inn í fundaherbergi. Athygli vekur einn- ig fallegur umbúnaður á merki Keilis, sem sandblásið er í gólfið, þegar inn kemur í forsal- inn. Oft eru það þó hinir ýmsu gripir sem safnast hafa í áranna rás, sem hengdir eru á veggi og skapa hina sönnu kiúbbstemmningu. Að þessu leyti býr Keilir vel þó áratugirnir séu ekki margir að baki. Þar eru á veggjum fjöldi gamansamra vatnslitamynda, flestar frá fyrstu árum Keilis, og eru allar verk Eiríks Smith listmálara, sem verið hefur félagi frá upphafi. Sú glæsilega aðstaða sem Golfklúbburinn Keilir hefur fengið með nýja golfskálanum er bæði til komin fyrir einstæðan skilning og velvilja bæjaryfirvalda í Hafnarfirði, svo og sjálfboðavinnu félaga. Svo mikil fjölgun félaga hefur orðið, að nú verður að skrá rástíma fyrir- fram, ef menn vilja bregða sér á völlinn. Það hefur komið sér vel, að Keilir hefur getað tek- ið við allnokkrum hluta þeirrar miklu aukning- ar, sem orðið hefur í golfi á örfáum árum og sumir líkja við sprengingu. A Hvaleyrarholtinu í næsta nágrenni við golfskálann er risin afar skrýtin byggð. Þar er hvert hús „með sínu lagi“ og ósamræmið sem þar ríkir á eftir að verða endalaust undr- unarefni. Svo er að sjá, að Bjartur í Sumarhús- um búi í hverju húsi og hefur aðeins ætlað að færa sig innar á heiðina, þegar hann byggði á holtinu. Sum húsin væni ein sér í lagi, en heildin er afleit. Klúbbhús Keilis ber af þarna, en því miður sést aðeins bakhlið þess frá göt- unni og bílastæðinu. Til þess að sjá hver staðar- prýði er að þessu húsi þarf að ganga framfyr- ir það og sjá það frá því sjónarhomi sem stærsta myndin sýnir. Gísli Sigurðsson. Vel leyst smáatriði: Skápur fyrir verðlauna- gripi er um leið gluggi inn í fundahcrbcrgi. Danski rithöfundurinn Hans Scherfig hefur orðið frægur fyrir skáldsögu sem kom út 1940 og lýsir afleiðingum þess fyrir einstaklinginn þegar að honum er ekki hlúð sem skyldi á.;vorinu í lífi hans, heldur er hann ef til vill vængstýfður með hörmulegum afleiðingum. Eftir AUÐI LEIFSDÓTTUR kom út árið 1940. Þegar skáldsagan kom fyrst út vakti hún mikið róstur víða í þjóðfé- laginu, en lfldega hefur glímuskjálftinn verið hvað mestur á kennarastofu Metropolitan- skólans í Kaupmannahöfn, sem þá var og hafði um áraraðir verið einn virtasti mennta- skóli borgarinnar. Sjálfur hafði Scherfig ver- ið nemandi í skólanum, en bókin fjallar um unga drengi, nemendur í Metropolitan-skó- lanum, líf þeirra og aðstæður bæði heimafyr- ir og í skólanum. I upphafi sögunnar eru „drengirnir" orðnir fullorðnir menn og hitt- ast til að gera sér glaðan dag í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að þeir luku stúd- entsprófi. Sú frásagnartækni sem Scherfig notar eru skipti milli fortíðar og nútíðar, eins- konar „flashback", sem sýnir hvemig dreng- irnir voni, hvaða væntingar og vonir þeir báru til lífsins, og á hinn bóginn nútíminn; hvað þeir raunverulega urðu í lífinu. Sagan hefst á dramatískum dauðdaga eins kennar- ans, lektors Blomme, og vekur því í upphafi væntingar lesandans/áhorfandans um að hér sé um glæpasögu að ræða, en einmitt vegna lýsinga og frásagnatækni Scherfigs á hinum raunverulega veruleika fortíðar og nútíðar, fellur glæpamótífið fljótlega í skuggann. Dauði lektors Blomme, sem reynist hafa verið byrlað eitur, er þó alltaf í bakgrunni, en í lok sögunnar stendur morðið sem allt að því eðlileg afleiðing þess kerfis viðtekinna hefða og samskiptamynsturs kennara og nemenda í skólanum. Hans Scherfig hefur aldrei dregið dul á að bókin „Vanrækt vor“ byggir á eigin reynslu, enda er bæði nemend- um og kennurum lýst svo lifandi að engum hefur komið til hugar að efast. Rithöfundurinn Hans Scherfig fæddist árið 1905 og er upprunninn úr broddborgara- stétt Kaupmannahafnar. Faðir hans rak einkafyrirtæki, og ekki er ólíklegt að til Hans Scherfigs hafi verið gerðar væntingar innan þess fyrirtækis. Scherfig var yngstur systkina sinna og ólst upp í vernduðu um- hverfi heimilis og fjölskyldu. Að loknu stúd- entsprófi frá Metropolitan-skólanum stund- aði hann í nokkur ár nám við háskólann í Kaupmannahöfn, en söðlaði um og starfaði síðan sem málari, rithöfundur og blaðamað- ur. í vitund Dana er hann þekktur sem kom- múníski rithöfundurinn sem málaði, en sjálf- ur vildi hann „skilgreina sig“ sem málari sem skrifar líka. Segja má að pólitísk vitund og sannfæring Scherfigs sé undirrót eða kanski öllu heldur undiralda skrifa hans, án þess að á nokkurn hátt sé hægt að tala um pólitískan áróður. í bókum sínum lýsir Scherfig „kerf- inu“ eins og það er, og í „Vanrækt vor“ er það skólinn, kennararnir, sjálfsvitund þeirra og hefðir sem eru fulltrúar „kerfisins“. Sagt hefur verið að „byltingin éti börnin sín“, en Hinn góðkunni danski leikari, Frits Helmut,s fer á kostum í hlutverki hins ill ræmda lektors Blonune í kvikmyndinni Vanrækt vor. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5.MARZ1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.