Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1994, Blaðsíða 6
Trú, upplýsing og rómantík - 5. og síðasti hluti Sigurganga rómantík- urinnar til norðurs * C Við hvorki vildum né gátum farið nema með brot af því níði sem nú æddi yfir landið með og móti þessu fátæka skáldi, Leirgerði og Magnúsi Stephensen. Magnús gætti þess þó að taka ekki beinlínis þátt í þeim ljóta leik, Mikið fannst sýslu- mannssyninum frá Hlíðarenda lítið koma til skynsemdarþruglsins og fræðslustaglsins. Allt í einu þótti ungum skáldum ellin dásamleg, svo langt voru menn svifnir frá skynseminni, eða því sem síðar kallaðist raunsæi. Eftir GÍSLA JÓNSSON kannski ekki kennt sig mann til þess. Okkur var skapi næst að segja frá sáttum þeirra fomvinanna, Magnúsar og Jóns, er hinn síðarnefndi hafði þó beygt sig í duftið og beðist fyrirgefningar í ýmsar áttir. Æ, hvað eg yrði feginn áður en skilur veginn, sem von er verði brátt, ef vita mig eg mætti menn alla við sem grætti kominn í kæra sátt. Yður, þér Islands stóri upplýsingar forstjóri, krónu rétt kenndur við, kóróna lærdóms lista, Landréttar dómsvald fyrsta, fremstan eg forláts bið! Og þannig vísu eftir vísu, enda vofði yfir honum embættismissir einu sinni enn, því að ærnar voru sakir, þótt menn hefðu lokað augum lengi. Skáldsnillingurinn á Bægisá var löngum kvenhollur nær við of. Og hinn mikli upplýsingar forstjóri fyrirgaf af sinni náð. En þegar hér var komið sögu, hafði fá- tækt skáld í harðindaplássi unnið það þrek- virki að þýða væna hluta heimsbókmennt- anna með yfirburðum undir forngildum bragarháttum íslenskra tungu, þar á meðal Messíasardrápu Friedrichs Gottliebs Klopstocks (1724-1803) og Paradísarmissi Johns Miltons (1608-1674). Þýðingarafrek þessa manns við hin erfiðustu skilyrði urðu slík, þó að einungis sé mælt af vöxtum, að enginn hefur hér jafnast fyrr en sjálfur Helgi Hálfdanarson. Og þetta var svo fal- legt, að strangtrúaður prestur norður á Víði- völlum, Pétur Pétursson, sest niður og skrif- ar í hrifningu: Seraf lægsti sig má vara söngva þegar kemur í skara þjóðskáldið Jón Þorláksson. Ef hann hafði engils tungu, yfirskyggður holdi þungu, hvers mun síðar verða von! Og við rifjuðum það upp, að Jón á Bæg- isá, sem brotlegur hafði verið við lög guðs og manna, var fyrstur íslendinga sæmdur opinberum skáldastyrk og hinn eini meðan fjármálastjórnin sat í Kaupmannahöfn. En Jón var svo góður þegn Friðriks IV., sem dummaði meira en hálfa öld á konungs- stóli, og tillitssamur við skattgreiðendur, að hann dó, áður en til útgreiðslu skáldalaun- anna kæmi, og spöruðust svo þrjátíu dalir. Hann var líka meira um annað að hugsa. Hann hafði gert upp reikning sinn við menn, en hann átti ólokið að gjalda skuld sína við guð, og það gerði hann með fágætri auð- mýkt hugans og snilld orðsins undir ein- hverjum erfiðasta bragai’hætti hins dýr- kvæða kynstofns. Við hlustuðum á lokaer- indið í bæn hans: Ástríki faðir friðar, forskulduó mýktu gjöld! Sól gengna senn til viðai' sýnir hið dimma kvöld. Væg beinum veglúnum, vog rauna sig lini; dugvana á daglínu dettur nóttin köld. En Magnús Olafsson frá hinum víðfræga herragarði átti 14 ár eftir og þótti okkur nú meira en tímabært að minnast þess sem geðfelldast var í fari hans, að slepptum dugnaði við útgáfu tímarita og bóka. Það var óhjákvæmilegur förunautur upplýs- ingarmnar: mildi og mannúð. Og þarna hafði hinn hálærði höfðingjasonur fengið gullið tækifæri. Öldin 19. hófst nefnilega á því að alþingi við Öxará var niður lagt og æðsta dómsvaldið fengið í hendur Landsyfirrétti. Þar var Magnús forseti um 30 ára skeið. En hann var ekki forseti yfir sjálfum sér. Tveir voru meðdómendur, assessorar, og á ýmsu gat oltið hversu þeii’ urðu hinum milda forseta sammála, þegar þjófnaðar og hór- dómsmálum rigndi úr héruðunum yfir Landsyfirréttinn.- Og þegar Magnús varð í minni hluta, vora atkvæði hans oft líkari varnarræðu fyrir sakborninginn en dóms- uppkvaðningu. Við undruðumst hinn gamla tíma, og hroll- ur fór um okkur, þegar Isleifur assessor Einarsson, áður sýslumaður Húnvetninga, lét bóka 1825: „Með sömu vitslunum myndi ég fyrir 20 áram hafa voterað upp á ævilang- an þrældóm og sveigi nú til - að samþykkja 5 ára rasphús - ekki af individuellum, held- ur af aldarinnar þekktu röksemdum." 9) Þessu gat öldin áorkað, og þetta var í smá- vægilegu þjófnaðarmáli. Allt í einu reiddumst við og kenndum annarra geðshræringa, þegar við minntumst meðferðarinnar á þeim gæfusnauðu stúlkum sem glötuðu þunga sínum og fengu fyrir það áfellisdóm almennings og spunahús og dauða frá dómuranum. Héldum við að móð- ir mín í kví, kví hefði borið út barn sitt af léttúð einni saman? Nei, og aftur nei. Við vissum fjölda dæma þess, að mæður væru kúgaðar af körlum til að fyrirkoma börnum sínum, kannski af ást til hórkarlanna stund- um, miklu oftar af hræðslu. Og mæðranna í kvínni var sökin. Upplýsingin hafði útvalið menn af gerð Magnúsar Stephensen til að milda dóma og líta með öðram hætti en áður til málavaxta. Þegar frændi hans, Bjarni Thorarensen, tók við í Landsyfirréttinum af Benedikt Jóns- syni Gröndal, dugði ekki miskunnin hjá Magnúsi. En Bjarni vildi líka dæma hórkai'l- ana, meira að segja til dauða eftir margítrek- að brot. Hinn dómharði frændi Magnúsar frá Leirá var skáld, stórskáld. Og þau eru ekki einbrotin. Bjarni var fæddur með svipuðu ofurnæmi og Magnús og þó aðeins annarrar gerðar. Hann mundi allt sem hann las, hvort sem hann vildi eða ekki. Það var Ijósmyndar- næmið. Allt var svo eftir því, stúdent 15 ára, lögfræðingur frá Hafnarháskóla með láði tvítugur. Upplýsingin á íslandi var eilítið á efth- tímanum, mundum við, og þegar frömuður hennar dó 1833, var hún úrelt og gamal- dags. í upphafi aldarinnar sat Bjarni Vigfús- son frá Hlíðarenda í Fljótshlíðarhreppi, Thorarensen, suður í Höfn og gerði fleira en stúdera lög. Hann hlýddi nýrri rödd, sat við fótskör Henriks Steffens sem flutti Norðurlandamönnum fagnaðarerindi nýrrar aldar, rómantíkurinnai', sögðu menn. Mikið Rómantíska stefnan í myndlist: „Fátæka skáldið", eftir þýzka málarann Carl Spitzweg frá árinu 1839. Skáldið skýlir sér fyrir hússlekanum með regnhlíf. Mynd- efni af þessu tagi urðu vinsæl í rómantíkinni, en einnig ósnortin náttúra, ekki sízt fjöll og skriðjöklar. lifandi skelfing fannst sýslumannssyninum unga lítið koma til skynsemdarþruglsins og fræðslustaglsins. Rasjónalismi og „Aufklár- ung“ var fyrir bí. Guðlegur andi hinnar nýju stefnu fyllti brjóst ungra manna. Við gaumgæfðum upphaf orðsins róm- antík, af romance, um alþýðlegan skáldskap suður í heimi. Við komum við í fæðingar- borg hinnar hreinu rómantikur, Jena á Þýskalandi, og fylgdumst með sigurgöngu hennar til norðurs. Og allt í einu þótti ung- um skáldum ellin dásamleg, svo langt voru menn svifnir frá skynseminni, eða því.sem síðar kallaðist raunsæi. Hinn ungi lögfræð- ingur úr Fljótshlíðinni hafði snemma tekið á því sem hann átti til, að hrósa ættjörð- inni: Eldgamla Isafold. Okkur þótti reynandi að skilgreina róman- tík sem skort á raunsæi. En Bjarni drakk í sig anda eldgamalla bókmennta kynstofns- ins Eddukvæðanna, og vildi láta vel að framl- iðnum konum uppi á snjóskýjabólstram, rétt eins og þegar Sigrún hetjukvæðanna vildi kyssa ólifðan konung í haugi. Þetta þótti sumum, sem flokkast með rómantík, svo yfh'gengilegt, að ekki mætti láta hjá líða að yrkja öðravísi. Jónas Hallgrímsson lagði, sem betur fer, hug á konur á jörðu niðri, mittisgrannar og fótnettar, og gengu á peysufötum, þó með rauðan skúf á húfunni sem þeim klæðnaði heyrði. Og hann greiddi þeim lokka í mannheimi. En Bjarni Thorarensen hlýddi ekki aðeins ungur á Henrik Steffens, hann las líka með áfergju æskunnar Ijóð frumherja danskrar rómantíkur, Adams Öhlenschlagers. Okkur gekk nú svona og svona að hefjast á róman- tískt flug með þeim Adami og Bjarna, en reyndum þó. Við fundum að hjá sönnu skáldi hinna nýju kennda var löngunin grunntónn, draumur skáldsins um æðri veröld. Köllun skáldsins átti að vera sú að opinbera venju- legu fólki æðri heim, „líf lífsins" á máli Adans hins danska. Þetta gerðist ekki með skilningi, heldur með innsæi, hinn „inn- vígði“, skáldið, sá gegnum ytra byi'ði hlut- anna. Ljóðræna, persónuleg tjáning (lyrik) var listform tímans nýja. Skáldin voru himin- bornir snillingar og öllum öðram æðri. Menn hættu að lýsa náttúranni af lærdómslegri, kerfisbundinni smásmygli, nú lifðu menn sig inn í hana og dýrkuðu hana eins og guð. Og fornöldin var „hinn geislandi hátindur, þaðan sem menn höfðu hrapað, en aftur skyldi ná“, á máli Öhlenschlágers. „Bláa blómið“, komið úr ljóðum Þjóðverj- ans sem nefndi sig Novalis, var tákn hins nýja, tákn þrárinnar sem allir eru haldnir, en hættulegt er að uppfylla, enda er hún þá í lífsháska. Rómantíkin, fannst okkur, setti fjarlægð ofar nálægð og þar með fortíð ofar samtíð, dul ofar upplýsingu, skynjun ofar skilningi, tilfinningu ofar skynsemi. Ein- hvern tíma hafði René Descartes (1596- 1650) sagt: Cogito ergo sum 10), en nú mátti búast við að heyra: Sentio, ergo sum 11). Rómantikin setti einstakling ofar þjóðar- heild og þai' með eina þjóð ofar alþjóð, og mat ósnortna náttúra meira en manna- byggð. Rómantíkin var uppreisn gegn stöðl- uðu, miðstýrðu mannlífi, þar sem þrástagast var á skynsemi og nytsemi. Við komumst að því að rómantíkin átti marga förunauta: söfnun og ski'áningu þjóð- sagna og ævintýra, sögulegar tungumála- rannsóknir og þó umfram allt pólitískar frelsishreyfingar, og þar hitti kveiking tund- ur á okkar blessaða landi. Þessar hræringar byggðust á þjóðerni, og fjallkonan fríð reis í allri sinni tign upp af „ofsjónum" Eggerts Ólafssonar, við jarðarför Lovísu drottning- ar. 12) Búsetulandið var nú auðvitað ættjörð hvers og eins, ekki ríkið, þar sem hann kynni að gegna þegnskyldu. Ættjörð Ung- verja gat ekki verið Austurríki, Þjóðverjar í Slésvík gátu ekki átt ættjörð í Danmörku, hvað þá Grænlendingar, Færeyingar og ís- lendingar. Rómantíkin þoldi ekki konunglegt ein- veldi. Réttur mannsins til frjálsrar tjáningar í bókmenntum og öðrum listum var lög henn- ar, og þjóðernið, byggt á tungu og bók- menntum, stjórnarskrá hennar. Rómantíkin féll í svo frjóan jarðveg ís- lenskrar sjálfstæðiskenndar sem hugsast gat. Aldarfar batnaði um sinn. Tíminn, kyn- stofninn og umhverfið tóku höndum saman, og íslensk sjálfstæðisbarátta var senn hafin. Og svo þökkuðum við Háskólanum á Ak- ureyri fyrir okkur og ég Amtsbóksasafninu fyrir að hafa haft þar þrásetur við lestur gamalla og nýrra bóka kynstofnsins. Höfundur er fyrrverandi mentaskólakennari á Akur- eyri. Greinarflokkurinn sem hér endar, er byggður á fyrirlestrum sem hann hélt við Háskólann á Akur- eyri fyrir nokkrum árum. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.