Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1994, Blaðsíða 4
VETRAR-OLYMPÍULEIKAR í LILLEHAMMER SAGA NOREGS í LISTRÆNNI ÚTFÆRSLU Guðmundur Jónsson arkitekt, sem býr og starf- ar í Osló, hefur eiginlega orðið þekktur fyrir að vera „arkitektinn sem vinnur samkeppnirn- ar“. Því miður hafa þær ekki allar orðið að veruleika, samanber sýningarskála íslands í Sevilla, og tónlistarhúsið í Reykjavík á enn eftir að rísa. Síðasta samkeppnin þar sem Guðmundur vann fyrstu verðlaun, var um tilhögun á Noregssögusýningu í Lilleham- mer og verður lausn hans lítillega kynnt hér. Það hefur víst ekki farið framhjá mörgum, að vetrar-olympíuleikar era að hefjast í Lille- hammer í Noregi. Þangað mun kastljósi fréttamiðlanna verða beint á næstu dögum og Norðmenn ætla að nýta sér það vel. Veralegum fjármunum hefur verið varið til nýrra bygginga í Lillehammer; meðal ann- ars-var af þessu tilefni byggt nýtt listasafn. Norðmenn ætla með öðram orðum að láta það sjást að í þessum fallega bæ sé fleira hægt að gera en að renna sér á skíðum - eða horfa á aðra renna sér. Listasafnið og Noregssögusýningin eiga að gefa mótsstaðn- um menningarlega áherzlu. Ekki þurfti að byggja sérstakt hús vegna sýningarinnar. Henni er komið fýrir í safn- amiðstöð sem fyrir var í bænum. Yfirskrift sýningarinnar er: „Langsomt ble landet várt eget“ sem má útleggja: „Með tíð og tíma varð iandið okkar“. Talað er um að tjaldað verði til 12 ára, en meiri líkur era þó á því að sýningin fái fastan samastað þarna. Þetta er eins og nærri má geta yfirgripsmikil sýn- ing á samtals 1200 fermetram. Guðmundi var sá vandi á höndum, að hér þurfti að koma til móts við þá sem viija fara fljótt yfir sögu, - en einnig hina, sem vilja fara ýtarlegar yfir. Loks er komið til móts við „nemandann" sem vill nota tækifærið og kynna sér ákveðna sýningarhluta rækilega. hl þess að sinna slíkum nemendum bjó Guðmundur til textaupplýsingar, sem komið er fyrir í minni rýmum á milli aðalsýning- anna og því íþyngja þau ekki öðrum gestum. Þeir kapítular í Noregssögunni, sem fjall- að er sérstaklega um era: Isöld, steinöld, bronsöld, járnöld (vflángatíminn), hámiðald- ir, seinni miðaldir (svartidauði) tími danskra yfírráða íNoregi, Eiðsvallasamningm-inn við Svía 1814, fískimannasamfélagið á Lofoten, nýir uppgangstímar, sambandsslitin við Svía 1905, seinni heimsstyijöldin, eftirstríðsárin og loks eru tvö hlið inn í framtíðina: Hinn, breiði og greiði vegur, og hinn þröngi vegur skynseminnar. GS. Öldin okkar: Séð inn um eldhúsgluggann í verkamannabústaðnum. Örvinglaður heimilisfaðir heldur á lilkynningu um uppsögn á starfi sínu í verksmiðjunni. Á gólfinu stendur kona hans við uppþvottinn og dóttir hans situr ráðvillt án þess að skilja tilfulls alvöru'málsins. íútvarpinu heyrist úrvarpsræða þáverandi forsætisráð- herra Noregs, Nygárdsvolds, um nauðsvn á aðhaldi í samfélaginu. Öldin okkar: Séð frá iðnbyltingartímanum inn í deild seinni heimsstyrjaldarinnar. Varnargarður úr sandpokum og aragrúi byssuhlaupa vafin gaddavír mynda ógn- andi inngang. I þessari deild eru teknir fyrir ýmsir þættir stríðsins í Noregi, svo og erlendis. Stríðinu er lýst í skuggamyndasýningu með samrunatækni þar sem myndirnar fléttast hver inn í aðra. Gestir fá sér sæti á skotfærakössum og untíir broti úr ræðu Hitlers, birtist hann í einu horninu með sérstakri tækni. Á þennan hátt vill Guðmundur sýna framá þá hættu, sem ennþá stafar af nasisma. Hverri sýningu Iýkur með því að sprengju er varpað yfir Norður-Noregi. Við það hrislist allt og skelfur og má búast við að sumum bregði. Sýningargestir ganga í upphafi inn í ís- öldina. Þar mætir þeim kuldagjóstur og til beggja handa er ísveggjaskúlptúr, sem Guðmundur hefur hannað. Þessi deild ergerð sem afstrakt íshellir og á gólfinu er marmari. Eina birtan er ístílá skíma sem seitlar inn á milli skáhallandi veggja. Ljóstæknin byggist á ótal Ijós- leiðurum og mismunandi lituðu selló- fani, sem varpar blámanum bakatil á handslípaðar akrýlplötur. Bergmálstón- ar frá dropahelli eru látnir skapa hina réttu kuldastemmningu. Þessi deild var svo flókin í útfærslu, að Guðmundur varð að vinna verkið sjálfur með hjálp góðra smiða. GUÐMUNDUR JÓNS- SON arkitekt vann samkeppni um tilhögun á veglegri sýningu, sem sett er upp í tilefni vetrarolympíuleikanna, en á síðan að standa áfram.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.