Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 15
í Setið á Dónárbökkum Búda- megin og liorft yfir til þing- Iiússins Pest-megin. vexti en það tekur fimm ár að fá hana. Við urðum að hægja skyndi- lega á okkur skammt frá vatninu og fengum hvítan Volkswagen aft- an á. Ljósið undir skottinu brotnaði en annars sást ekkert á bílunum. Þjóðverjinn borgaði 20 v. þýsk mörk (um 640 ísl. kr.) og Stefán var alsæll. Einstaklingar geta að- eins skipt 20.000 forint í erlendan gjaldmiðil löglega þriðja hvert ár. Það er jafngildi mánaðarlauna leigubílsstjóra. Istuan sagði að skrifstofufólk hefði um 8.000 forint á mánuði. Við litum inn hjá frænku hans sem ræktar sveppi fyrir matstaði og virtist hafa það gott. Hún spurði hvört ég ætti nokkuð bíl sem ég vildi selja. Hún á 6.000 v. þýsk mörk (20.000 forint) og vill vest- ur-þýskan bíl. Stefán tók mig í stutta skoðunarferð í elstu kirkju Ungveijalands eftir að við af- greiddum Zanka og bauð mér enn út að borða. Ég þurfti að komast heim og hann var tilbúinn að keyra mig til Vínar ef með þyrfti. Hann er fyrrverandi rallkappi, gaf þá íá „súper trabba". Við fórum . um þrönga, hlykkjótta vegi sem hann hafði keppt á. Þar var gefið í svo ískraði í hjólunum og ég komst á lestarstöðina í tæka tíð. Næst þeg- ar ég fer til Ungveijalands ætla ' ég að hafa vegabréfsáritun, frátek- ið hótelherbergi og aka um með öryggisbelti. Glasgow er borg íslenskra ferðamanna - segjaSkotar A eigin vegum: Leigubílstjórinn tók mig að sér En á móti kemur að ókunnugt fólk gengur inn á ykkar heimili, sefur í ykkar rúmum og fer hönd- um um ykkar persónulegu muni. Traust verður að takast á milli ykkar og skiptifjölskyldunnar. Og oftast myndast vináttusambönd í gegnum bréfaskriftir og símtöl. Samtökin sjá um tryggingar og útvega meðmæli. Þijár upplýs- ingabækur eru gefnar út árlega, með myndum og upplýsingum um heimilin. Þeir sem hafa áhuga geta látið skrá sig og sitt heimili. Ár- legt skráningargjald er 2.800 kr. Umsjónarmaður samtakanna hér á landi er Elísa M. Kwaszenko, Ný- býlavegi 42, 200 Kópavogi. Skrifið eftir upplýsingum til hennar eða hringið í síma 694317 eða 44684. „ íslenskir ferðamenn hafa alltaf eignað sér Glasgow. Borgin er tvíniælalaust þeirra borg,“ segja ferðamálaaðilar frá Glasgow, sem voru með ferðakynningu hér í siðustu viku. Glasgow hefur alltaf heillað íslendinga til sín. Kannski af því að hún er nálægasta stórborgin. Kannski af því að mörgum finnst þægilegra að versla þar en t London. Öll helstu vöruhúsin eru þar, en allt smærra í sniðum. Aðeins 15 mínútur frá Prest- wick-flugvelli í miðbæinn, á móti 45-60 mínútum frá Heathrow- flugvelli inn í London. Gisting er líka töluvert ódýrari en í London. Meðalverð á B&B eða „gistingu og morgunverði" er um 1.200 kr. á mann í tveggja manna her- bergi, getur farið niður í 600 kr. Meðalverð á leikhúsmiðum er frá 1.000-1.500 kr. á móti 3.000 kr. í London. Að vísu er ekki hægt að bera saman fræg leikhúsverk, sem sýnd eru í London á móti smærri sýningum í Glasgow. „Okkur reynist erfitt að fá ís- lendinga til að gera annað en stunda verslanir," segir einn Skotinn. „Við viljum hvetja þá til að líta á dagskrána okkar fyrir næsta ár, þegar borgin okkar (og þeirra) ber hinn eftirsótta titil — Menningarborg Evrópu. Nýr Glasgow-bæklingur liggur frammi á öllum ferðaskrifstofuin Glasgow, inenningarborg Evr- ópu 1990. og flugfélögum. Tveggja tíma skoðunarferðir um borgina eru á hvetjum morgni kl. 10 og kosta 290 kr. Þyrluferð yfir Glasgow í 15 mínútur kostar um 1.450 kr. Einnig er hægt að §igla eftir ánni Clyde í lystibátum eða sitja að kvöldverði með kertaljósum á meðan siglt er með gufuknúna hjólaskipinu Waverley. Hvað margir Islendingar hafa til dæm- is heimsótt hið heimsfræga Bur- rell-safn, þar sem listaverkin eru undir glerþaki, með há eikar- og birkitré í bakgrunni“? Handbók um gististaði í Glasg- ow og hátíðardagskráin er fáan- leg hjá: Greater Glasgow Tourist Board and Convention Bureau, 35 St. Vincent Palce, Glasgow G1 2ER. Sími:041-227-4880. O.SV.B. eftir ÖNNVJ BJARNADÓTTUR FERÐAVANUR kunningi minn sagði að ég gæti fengið vegabréfsá- ritun til Ungverjalands á landamærunum eða á flugvellinum í Búda- pest. Ég hafði því engar áhyggjur og rauk af stað. Hann áttaði sig ekki á að ég ferðaðist með næturlest frá Ziirich. Skömmu áður en við komum að landamærunum gekk órakaður austurrískur vörður um lestina og spurði alla hvort þeir liefðu vegabréfsáritun. Ég kvað nei við og dró upp myndirnar tvær sem ég vissi að voru nauðsynleg- ar fyrir áritunina. En þá kom í ljós að lestin stoppar alls ekki við landamærin heldur fyrir og eftir þau og engin leið að fá áritun nema í Vín, þar sem það tekur tvo daga, eða taka leigubíl að hraðbrautar- landamærunum og áfram þaðan að næstu brautarstöð í Ungverja- landi. Hann sagði að það myndi tefja ferðina um tvo tima og ég kæmi til Búdapest klukkan hálf fiögur í staðinn fyrir hálf tvö. Sex aðrir voru í sömu sporum og ég. Tveir leigubílar stóðu við lestarstöðina en bílstjórana vant- aði. Þangað til sá órakaði kom og settist inn í fremri bílinn og aðstoð- armaður hans í hinn. Hann ók okk- ur, Vestur-Þjóðveija á leið á or- kuráðstefnu, þýskum ferðamanni frá Kanada og mér, 35 km leið að hraðbrautinni og ráðlagði körlun- um að láta taka myndir af sér í litlum banka á leiðinni. Hann sagði að sjálfvirka myndavélin við landa- mærin væri oftast biluð. Þeir fóru til kunningja hans í bankanum og fengu rándýrar Polaroid-myndir. Landamæraleigubílstjórinn sá um að fá áritanirnar, ók okkur 10 km inn í Ungvetjaland og fékk sína greiðslu. Lestin lagði af stað á rétt- um tíma en hélt ekki áætlun. Okk- ur skildist á ungverskri konu að brautarteinarnir stystu leiðina væru ónýtir og lestin þyrfti þess vegna að fara um mest allt Ung- verjaland til að komast til Búda- pest. Við komum þangað klukkan sex. Ég hafði ekki borðað matar- bita síðan kvöldið áður en ákvað að finna hótel eftir að það kom í ljós að upplýsingaþjónustunni fyrir fréttamenn hafði verið lokað fyrir löngu. Vingjarnlegur 23ja ára leigubíl- stjóri keyrði mig á miðlungsdýrt hótel (rúmar 3.000 ísl. kr. nóttin) í miðbænum en þar var allt fullt. Ég prófaði þá eitt af dýrustu hótel- unum (rúmar 7.300 ísl. kr.) en þar var líka allt fullt. Hótelmiðlunin sagði að öll hótel í Búdapest væru full. Svo ég samdi með aðstoð leigubílstjórans við fullorðna konu sem var að leita að gestum um að gista hjá henni. Ég varð að vera í þrjár nætur og borga 3.000 forint, sem samsvarar 3.000 ísl. kr., fyrir. Við eltum hana álíka vegaleng og úr miðbæ Reykjavíkur vestur á Bræðraborgarstíg. Hún fór með mig inn í húsagarð og upp á íjórðu hæð. Þar var herbergið mitt fyrir innan baðherbergi í lítilli tveggja herþergja íbúð. Leigubílstjórinn, við kynntum okkur ekki fyrr en á þriðja degi, en hann heitir Istuan eða Stefán, beið fyrir utan og var feginn að heyra að allt væri hreint og snyrti- legt hjá „Grossmutter". Við ókum í flóttamannabúðir Austur-Þjóð- verja og ég forvitnaðist um hagi íbúa þeirra fyrir Morgunblaðið, en til þess var ferðin gerð. Að því loknu var tími til kominn að borða og ég bað Istuan að finna stað og borða með mér. Hann var til í það en heimtaði svo að borga reikning- inn. Ég lét hann komast upp með það. Ungverskir karlmenn kunná líklega ekki að meta að konur bjóði þeim út. Ég vona að minnsta kosti að hann hiki ekki við að láta karl- farþega borga ofan í sig matinn. Við ákváðuni að hann myndi skipta svissneskum frönkum fyrir mig í forint til að borga gisting- una. En ■ hann hafði ekki næga peninga á sér og kvaddi án þess að ég borgaði honum aur. Hann var mættur á réttum tíma daginn Margir ferðainenn rölta um á kastalahæðinni í Búda, efLir „Fiski- niannavirkinu. eftir og við gerðum upp. „Grossm- utter“ var þá á leið á lögreglustöð- ina með passann minn til að fá einhvern stimpil. Hún sagði að hann yrði á brauðristirini í eld- húsinu um kvöldið. Istuan ók með mig á milli staða og bauð tnér á MeDonalds í hádeginu. Það er eina útibú keðjunnar í Austur-Evrópu. Þar var pakkað út úr dyrum. Ætl- unin er að opna annað útibú í bænum Györ innan skamms og eitt enn í Búdapest á næsta ári. Istuan vildi bjóða mér „út að drekka“ um kvöldið með kunningj- um sínum en ég missti því miður af því. Hann kvaddi um fimm til að fara í líkamsrækt og ég tók annan leigubíl heim í herbergið mitt seinna um kvöldið. Sá bílstjóri var aldeilis bíræfinn. Hann sagði að gjaldmælirinn væri bilaður og ferðin myndi kosta 200 forint. Ég vissi að þetta væri helmingi of mikið en lét mig hafa það. Hann sagði að keyrslan í miðbæinn væri odýrari. Á brauðristinni var enginn passi og ég fékk sjokk. Ég sá kerlinguna fyrir mér að selja hann einhvetjum Rúmena. Ég bankaði upp á í hinu herberginu, þar sem þriggja manna fjölskylda frá ísrael var að reyna að sofna, og spurði hvort frúin hefði látið hana fá vegabréfið. En svo var ekki. Ég fór inn í herberg- ið mitt til að jafna mig og hugsa málið. Ég hefði betur gert það áður en ég truflaði hiria gestina. Þar lá blái passinn og beið tnín á koddan- um. Istuan var mættur með konu og barn í bítið morguninn eftir. Hann ætlaði að keyra þær mæðgur til fjölskyldunnar við Balatonvatn og skreppa með mig í flóttamannabúð- irnar í Zanka í leiðinni. Sex ára gömul Ladan, sem hann keypti fyrir 350.000 forint á svörtum fyr- ir hálfu ári, átti ekki erfitt með að sigra Trabantana, Wartbúrgana, pólsku Fíatana og Skódurnar á leið- inni. Ný Lada kostar 230.000 plús Alþj óðasamtök heimilisskipta I hverju felast þau? -INTERVAC- varð til. Samtökin starfa í 31 landi og bjóða yfir 7.000 skiptiheimili árlega. Sam- tökin voru lengi bundin við kennarastéttina, en fólk úr öll- um starfsstéttum býður núna fram heimili sín í skiptum. Vissulega felast bæði kostir og gallar í því að lána sitt heimili og ganga inn á annars. Hægt er að losna við bæði gisti- og bílaleigu- kostnað, ef þið skiptist á bílum líká. Þið kynnist betur því þjóðlandi, sem þið dveljið í, með því að ganga inn á heimili. Losnið við þreytandi fólksfjölda á ferðamannastöðum. Allt er til staðar á heimilinu: Tótn- stundaiðja í bókum, leikjum og sjónvarpi. Og ákveðið öryggi felst í því að ykkar hús stendur ekki autt á meðan þið eruð íjarverandi. Árið 1953 komu tveir kennar- ar sér saman um að ferðamenn ættu að skiptast á heiinilum til að komast í ódýrt sumarfrí. Al- þjóðasamtök heimilisskipta LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. SEPTEMBER 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.