Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Blaðsíða 14
Ég kynntist Intervac aðeins fyrir nokkrum árum af tilviljun er ég las grein um það í erlendu blaði og ákvað að geyma greinina, þar sem mér þótti þetta mjög athyglisverð hugmynd, að skiptast á húsnæði eða nýta aðra möguleika sem talað var um í greininni, svo ég gerðist áskrifandi að Intervac-listanum 1987. Þegar listi nr. 1 kom inn um bréfalúguna hjá mér í lok janúar 1988, fór ég auðvitað að leita eftir tilboðum er kæmu til greina fyrir mig og mína fjölskyldu — við höfð- um mestan hug á að fara til Flórída og skrifuðum nokkrum aðilum þar. Ekki stóð á svari frá þeim, við feng- um mjög greinargóðar upplýsingar með myndum bæði frá fólki sem vildu skipta á húsnæði og öðrum sem vildu leigja húsnæði, en í millitíðinni fengum við spennandi tilboð frá Frakklandi, Englandi og Belgíu frá fólki sem vildi koma til íslands. Við ákváðum að taka til- boðinu frá Belgíu. Tilboðið var að skipta á parhúsi nálægt Antwerpen gegn lítilli íbúð hér, þar sem við vorum sjö. Belgía leiddi hvort sem er til allra átta í Evrópu. Tilboðið bauð upp á að skipta einnig á bílum. Við nýttum okkur eitt af þessum sérfargjöldum sem ferðaskrifstof- urnar bjóða uppá af og til, svo ekki gat þetta ferðalag okkar orðið mikið ódýrara. Og fjölskyidan, sem við komum til með að skipta við, ætiaði að fara svolítið seinna til Islands og bauðst til að sækja okk- Húsið okkar í Belgíu. ur til Brússels. Við komum „heim“ í húsið sem yrði heimili okkar næstu vikurnar mjög seint um kvöldið, mjög þreytt, en þar beið okkar heit súpa og meðlæti. Það var mjög fallega hugsáð þar sem við vorum ekki beint upplögð í að elda þá um nóttina, svo það var mjög vel þegið. Næsta degi eyddum við fótgang- andi í að skoða næsta nágrenni og umferðina, þar sem við kæmum til með að aka sjálf á meðan á dvöl- inni stæði, síðan fórum við í búðirn- ar að kaupa matföng, sem mætti nefna að voru allt að þrisvar sinn- um ódýrari en hér heima. Þriðja daginn fórum við að aka og skoða okkur um, við fundum marga sérkennilega staði sem við ákváðum að koma aftur tii að skoða betur, en þar sem við íslendingar erum miklir ferðamenn iögðum við upp í langferðalag á bílnum, við fórum yfir til Hollands, stoppuðum þar í nokkra daga, fórum um á báti, og fengum að heyra söguna um ána Amstei og hvernig Amst- erdam hlaut nafnið Amsterdam. Á leið okkar um skurðinn sáum við 4ra hæða íbúðarhús, sem var ekki nema 1 metri á breidd, og flest húsin hölluðu fram. Okkur fannst þetta sérkennilegt og spurðum hvort þau væru komin að falli, en þá var okkur bent á krók sem var á flestum þessara húsa rétt fyrir ofan efstu hæðina og var okkur sagt að húsin væru byggð svona til þess að fólk gæti halað alla sína búslóð upp á þessum krók og ekk- ert skemmdist eða brotnaði af því að húsið hallaðist fram á við, já, það er margt tíl! Svo sáum við líka fangaklefa frá miðöldum undir einni brúnni. Síðustu dögunum þar eyddum við í að versla, en í Amst- erdam er alveg sérstakt að versla. Síðan ókum við suður á boginn og stoppuðum á stað sem heitir Efterling, nokkurs konar eftirlíking af Disneylandi. Við 'hliðið var afar spennandi fyrir börnin að hitta fyr- ir ruslatunnukarl sem kallaði: „Ég vil fá pappír, ég vil fá pappír", og hann hélt munninum opnum til að gleypa allt þetta ofsa góða rusl, sem krakkarnir' gátu ekki fundið nægiiega mikið af, til að gefa hon- um. Þarna var líka farið á púða- hringjum niður mjög straumharða á, þá var farið að höll fakírsins sem flaug á teppi milli halíarálmanna og túiipanarnir komu upp allir í einu í garðinum. Svo var þarna lítill garður, umkringdur af ttjám, sem hafði að geyma kastala með Þymirós og allri hirðinni steinsof- andi, þetta var svo lifandi. Maður heyrði hroturnar í kokkinum og eldabuskunni og sá Þyrnirósu sof- andi og virtist hún anda! Síðan var farið í hrellingarhúsið en það er aiveg ólýsanlegt og ógley- manlegt, það er svo margt sem er að sjá þar og allt er þetta svo lif- andi og vel gert að maður getur ekki ímyndað sér annað en að það sé allt raunverulegt. Dagur var að kvöldi kominn og við höfðum ekki séð nema lítið af því sem er að sjá í Efterling, en þessi staður er fyrir alla aldurshópa, og ég vonast til að eiga þar leið um aftur. Síðan ókum við suður á bóginn til Þýskalands, framhjá Dússeldorf meðfram Rín til Kölnar, og stopp- uðum þar nokkuð til að skoða þessa dásamlega fallegu dómkirkju, sem gnæfir yfir brautarstöðina þar, og skoðuðum okkur um í borginni. Sáum alveg sérstaklega falleg listaverk í krít, sem teiknuð voru Ruslakarlinn kallar á krakkana rusl! Smábænastaður á götuhorni í Belgíu. á gangstétt rétt við miðborgina, og borðuðum og versluðum og héld- um síðan áfram meðfram Rín til Koblenz, þar sem Rín mætir Mosel- ánni. Þá héldum við enn áfram suður á bóginn meðfram Mosel- ánni, alveg stórkostlegt útsýni. Vegakerfið í Þýskalandi er það Iiann á eftir að vaxa svolítið til að passa í þessa skó! til að biðja þau um áð gefa sér besta sem ég hef kynnst hingað til. Við stoppuðum í litlum sögu- frægum bæ, sem heitir Trier, fór- um í gamlan rómverskan kastala frá 2. öld sem kallaður er Porta Nigra, sem er byggður úr sand- steinsblokkum sem haldið er saman með járnum. Við sáum fyrstu got- nesku kirkjuna sem byggð var í Þýskalandi árið 1235—1260, hún er rétt fyrir handan torgið í þessum litla bæ, þar sem húsin kringum torgið eru öll skreytt með alla vega löguðum bitum og útskurði, hvert og eitt alveg sérstakt listaverk. Við skoðuðum okkur betur um j þessum vinalega bæ og héldum svo áfram meðfram Moselánni norður á bóg- inn og sáum vínekrurnar teygja sig upp eftir hlíðunum og óaðgengilega miðaldakastala oft efst á toppnum gnæfandi yfir. Maður fékk á til- finninguna um kónga og prinsessur og sitthvað úr löngu gleymdum sögum frá barnæsku. Því næst var ákveðið að snúa við og fara norður á bóginn. Við héldum ferðinni áfram til Monta- baur, það er lítið þorp norður af Frankfurt, gistum þar eina nótt og versluðum daginn eftir og skoðuð- um okkur um. Síðan ákváðum við að fara að halda heim á leið, en stoppuðum þó nokkuð í Achen, og komum þreytt og sæl heim. Næsta dag héldum við okkur á heimaslóð- um. Krakkarnir voru að heimsækja næstu nágranna og urðu mjög vin- sæl þegar þeim tókst að handsama hana sem hafði sloppið út úr hæns- nagirðingu í nágrenninu og nærri helmingur af fólkinu í götunni voru að reyna að ná. Daginn þar á eftir var farið í Bobbyjanland, það er belgískt tívolí, svo þegar heim var komið þurftu börnin að skreppa aftur til að heimsækja nágrannana, það var orðinn fastur liður hjá yngstu krökkunum. Við höfðum gleymt að kaupa brauð og fórum til að ná í það og rákumst þá á lítinn skemmtigarð, þar þurftu börnin auðvitað að fara í öll tækin svo sú brauðferð var nokkuð löng. Loks var okkur boðið af vinafólki fjölskyldunnar sem við skiptum við, að dvelja í húsi við Oostende- ströndina og. það var nú aldeilis uppjifun fyrir börnin. Ég og fjölskylda mín getum svo sannarlega þakkað Intervac, bara fyrir að vera til og gefa okkur möguleika á svona góðu sumarfríi. elísa m. kwasyenko Efterling-áin. Siglt niður ána á púðahringjum. Ódýr utanlands- ferð fjölskyldu - til Belgíu á vegum alþjóðasamtaka heimilisskipta -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.