Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1985, Blaðsíða 2
Og sömu hugmyndir hefur hún einnig útfært í grafík. Ég minntist á það við Jóhönnu í þessu sambandi, að það kynni að flögra að áhorfandanum, að hún væri í hraki með hugmyndir og dytti fátt nýtt í hug. En hún kvað ástæðuna ekki hugmynda- skort, heldur hitt, að hún gæti ekki yfirgefið hugmynd, fyrr en búið væri að kreista út úr henni hvern einasta dropa. En engar tvær myndir eru alveg eins. Þetta heitir víst að rækta garð- inn sinn og það er eins misjafnt eins og mennirnir eru margir, hvernig sú ræktun fer fram. Jó- hönnu má líkja við þann, sem á lítinn garð með fáum jurtum, en hlúir vel að hverri þeirra. Það er mjög misjafnt, hvaða afstöðu Kstamenn hafa til myndefnis. Þeir eru margir í nútímanum, sem hafa valið sér mjög þröngt svið að þessu leyti og hætta ekki fyrr en búið er að þrautkanna það. Aðrir leita vítt og breitt að myndefpum og hafa á einni og sömu sýningunni marga efnis- flokka: Landslag, portret, fant- asíur, nektarmyndir, uppstill- ingar og ef til vill fleira. Báðar aðferðirnar eru jafn góðar og gildar, það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður. Myndir Jóhönnu Bogadóttur á sýningunni í Norræna húsinu eru í beinu framhaldi af því sem sést hefur uppá síðkastið eftir hana. Þó er þar ákveðin þróun greinanleg og felst einkum og sér í lagi í því, að breyting hefur nú orðið á myndmálinu. Ennþá bregður að vísu fyrir turninum dularfulla og hestinum. En til viðbótar greinir áhorfandinn einhverskonar brak, stundum eins og timburbrak, stundum glerbrot. Komnir eru hálslangir svanir til sögu og sitthvað fleira. Ég minntist á það við Jóhönnu og hafði þá ekki sízt í huga myndina, sem hér er prentuð á forsíðu, að hér væri verið að fjalla um stórslys, jafnvel heimsslit. Jóhanna kvað það að vísu rétt, að sér væri ofarlega í huga sú ógn, sem við byggjum við og það kæmi efalaust fram í myndunum. En Jóhanna hefur þann háttinn á, að segja ekkert afdráttarlaust. Hún gefur í skyn og áhorfandinn les á milli lín- anna, ef manni Ieyfist að komast svo aö orði um myndlist. Þetta er ekki myndlist frásagnarlegs eðlis í venjulegum skilningi, en hún miðlar ákveðinni kennd. Stundum getur sú kennd orðið mjög ákveðin og sterk, ekki síður en í þeirri myndlist, sem miðar að því að tjá eitthvað afdráttar- laust. Að gemýta hugmyndina Jóhanna Bogadóttir sýnir í Norræna húsinu GfSU SIGURÐSSON gefa henni engan frið; þau reka á eftir, reka hana á fætur og venjulega er hún komin að sínu verki klukkan 9 eins og þeir sem hafa stimpilklukkuna yfir sér. En Jóhanna hættir ekki klukkan fimm eins og stimpilklukkufólk. Hún heldur áfram unz dagurinn er allur, stundum framá kvöld. Ég spurði, hvort afköstin yrðu ekki feiknarleg með þessu móti og hún spurði á móti: Hvað eru afköst, hvað er mikið? Sá sem hefur allan daginn og alla daga til þess arna, gengur að sjálf- sögðu að verkinu með öðru hug- arfari en sá sem aðeins hefur til þess stopular stundir. Frá síðustu sýningum Jó- hönnu Bogadóttur man ég eftir myndum, sem virtust mjög hver annarri líkar. Myndmál hennar hefur verið einfalt; þar voru sömu þekkjanlegu fyrirbærin notuð aftur og aftur með lítils- háttar frávikum: Turn, sem oft sýndist vera á lofti, einhverskon- ar tæjur eða rætur, sem héngu út frá þessum turni, stundum gaddavir, einstaka kindarhöfuð, og frampartur af hesti. Jóhanna neitar því samt, að þetta sé symbólismi eða táknmál frá sinni hendi. Ekki beinlínis. Þetta eru einungis myndræn atriði, segir hún, sem hafa sótt á hana, — þau urðu að fá að vera þarna. Idag opnar Jóhanna Boga- dóttir einkasýningu á mál- verkum og grafík í Nor- ræna húsinu og þegar hún var innt eftir því, hversu oft hún hefði sýnt áður, þá kvaðst hún ekki geta svarað því. Svo oft hafði hún sýnt, bæði vítt og breitt um ísland, svo og erlendis, að hún hafði ekki lengur tölu á því. Jóhanna fæddist í Vest- mannaeyjum 1944; hún ólst upp þar og á Siglufirði til skiptis og hún hefur verð langdvölum er- lendis, þar sem hún stundaði nám. Jóhanna vinnur jöfnum hönd- um í grafík og með olíulit á lér- eft. Vinnudagurinn er oft langur, segir hún, — það er ekki verið að sofa út og vinna eitthvað blá miðjuna úr deginum. Verkefnin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.