Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 10
Matthías Johannessen Himinninn Ieggur hvítan borðdúk á jökulinn eyjarnar koma óboðnir gestir í heimsókn til lands. Má bjóða upp í dans ? spyrja skýin. Og gestirnir hverfa til hafs. Sjö skáld w I myndum Úr nýrri bók þar sem Ólafur M. Jóhannesson hefur unnið myndir viö Ijóð Þessi bók inniheldur 14 myndir viö Ijóö eftir 7 skáld og hefur veriö í vinnslu síöastliöin tvö ár. Ólafur sneri sér til ýmissa skálda meö þá hugmynd aö fá óbirt Ijóö til myndskreytingar. Aö lokum fór svo aö 7 skáld uröu viö þeirri ósk, en hugsast getur aö framhald veröi síöar og þá yröu Ijóö fleiri skálda gefin út á sama hátt. Margoft hafa menn reynt aö fella mynd aö Ijóöi og sumt af því hefur komið út í bókum, t.d. myndir Jóns Engilberts viö Ijóö Jónasar Hallgrímssonar. Yfirleitt hefur þaö veriö í samfelldum stíl, en Ólafur kýs að fara aðra leið og vinnur f margvíslegum stíltegundum; kveöst láta skáld- in og áhrifin af Ijóöunum ráöa því hverju sinni, hvaða stíl hann velur. Hann notar blandaöa tækni og bæöi lit og svart/hvítt. Fyrir utan þau þrjú skáld, sem hér eru birt Ijóö eftir, eru í bók- inni Ijóö eftir Jóhann Hjálmars- son, Steinunni Sigurðardóttur, Jón úr Vör og Snorra Hjartar- son. Samhliöa útkomu bókar- innar verður sýning á verkum Ólafs í veitingahúsinu Mensu viö Lækjargötu. Ólafur hefur áöur átt þátt í hliðstæöri bók, þegar hann vann ásamt þremur öðrum sam- keppni úti í Noregi um myndir i Ijóöabókina „Voriö kemur ríö- andi“. Hann hefur um skeiö ver- iö kvikmynda- og leikhúsgagn- rýnandi Morgunblaösins. Vilborg Dagbjartsdóttir. Á sýningu hjá Jóni Reykdal Grænt speglar vatnið. Hjúfrar sig fugl í laufi umlukinn náttdýrð. Einn vakir þú og hlustar á andardrátt landsins þín. Gunnar Dal Frá upphafl Frá upphafi lífsins allt er geymt í þér í lítilli skrínu Pardusdýr, asnar og apamenn eru á þinni línu. Og dável þau flestöll dafna enn, dýrin í hjarta þínu. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.