Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 2
Hræoskn yiö lífiö — og taugaveiklun nútíma- mannsins — Inngangur aö bókinni Fear of Life eftir Alexander Lowen Á líkamlegu sviði er maðurinn dýr, á sviði sjálfsins tilvonandi guð. Örlög dýrsins eru dauöi, en hinn guðlegi hluti sjálfsins krefst eilífs lífs. En reyni menn að forðast örlög sín getur það leitt af sér jafnvel enn verri örlög: ótta við lífið. Og af honum stafar sú mikla taugaveiklun, sem hrjáir að minnsta kosti þjóðir Vesturlanda í nútímanum. Menning okkar leggur áherzlu á gjörðir og af- rek. Við dáumst að einstaklingi sem er svalur, sem breytir án tilfinninga. Myndin er af mál- verki Bandaríkjamannsins Ed Paschke: Rufus, 1974. JM. augaveiklun er venjulega ekki skilgreind sem ótti við lífið, en það er það sem hún er. Hinn taugaveiklaði einstaklingur óttast að opna hjarta sitt fyrir ást, óttast að sækja fram eða gefa færi á sér, óttast að vera fyllilega hann sjálfur. Sálfræði- lega er unnt að útskýra þennan ótta. Að opna hjarta sitt fyrir ást gerir mann viðkvæman fyrir að vera særður, sækja fram fyrir að vera hafnað, berja frá sér fyrir að vera eyðilagður. En það er önnur hlið á þessu máli. Meira líf eða tilfinning en ein- staklingurinn á að venjast gerir hann óttasleginn vegna þess að það ógnar sjálfi hans, flæðir yfir takmörk þess og ógnar sérleik þess. Það er skelfilegt að vera meira lifandi eða finna meiri til- finningar. Ég vann með ungum manni sem hafði mjög líflausan iíkama. Hann var þéttur og samanrekinn, augun voru fjör- laus, litaraftið fölt, öndunin grunn. Með því að anda djúpt og gera nokkrar þar til gerðar æf- ingar færðist meira líf í líkama hans. Augun urðu bjartari, lit- araftið skánaði, hann fann sviðatilfinningu sums staðar í líkamanum og fætur hans fóru að titra. En þá sagði hann við mig: „Þetta er alltof mikið líf maður! Ég þoli það ekki.“ Meira at — minni ástríða Ég tel að á vissan hátt séum við öll í sömu aðstöðu og þessi ungi maður. Okkur langar til að vera meira lifandi og hafa meiri tilfinningar en við óttumst það. Ótti okkar við lífið kemur fram á þann hátt að við erum önnum kafin við að finna ekki til, erum á harðaspretti til að komast hjá að horfast í augu við okkur sjálf eða förum í lyfja- eða áfengis- vímu til að skynja ekki veru okkar. Sökum ótta okkar við líf- ið reynum við að stjórna því éða ná valdi yfir því. Við dáumst að einstaklingi sem er svalur, sem breytir án tilfinninga. Hetja okkar er James Bond njósnari 007. Menning okkar leggur áherslu á gjörðir og afrek. Þess er krafist af nútímamanni að honum vegni vel, ekki að hann sé maður með holdi og blóði. Hann tilheyrir réttilega „fram- kvæmdakynslóðinni", en ein- kenni hennar eru að gera meira en finna minna til. Þetta viðhorf einkennir mjög nútíma kynferð- islíf; meira at en minni ástríða. Án tillits til hve verk okkar heppnast erum við flest mis- heppnuð sem manneskjur. Ég tel að við flest skynjum tak- markanir okkar. Við erum óljóst meðvituð um þjáninguna, ang- istina og örvæntinguna er liggur rétt undir yfirborðinu. En við erum staðráðin í að yfirstíga veikleika okkar, sigra óttann og yfirvinna kvíðann. Þess vegna eru bækur um sjálfsframfarir eða „Hvernig á að gera það“ svo vinsælar. Til allrar óhamingju er þessi fyrirhöfn dæmd til að mistakast. Að vera einstakling- ur er ekki eitthvað sem maður getur gert. Það er ekki fram- kvæmd. En það krefst þess að við stöðvum hina hamslausu iðjusemi, að við gefum okkur tíma til að anda og finna til. 2 Hinn taugaveiklaði einstaklingur óttast að opna hjarta sitt ffyrir ást, óttast að sækja fram eða gefa færi á sér. Málverk eftir Austur- Þjóðverjann Willi Sitte: Konflikt, 1977. Með þeim hætti munum við finna sársaukann. En ef við höf- um hugrekki til að meðtaka hann munum við einnig finna vellíðan. Ef við getum horfst í augu við innri tómleika munum við finna fullnægju. Ef við get- um gengið í gegnum örvæntingu munum við uppgötva gleði. í þessu verkefni kunnum við að þarfnast aðstoðar. Örlög nútfma- mannsins Eru það örlög nútímamarins- ins að vera taugaveiklaður, að vera hræddur við lífið? Svar mitt er játandi ef við skilgrein- um nútímamanninn sem hluta af menningu þar sem völd og framfarir eru ríkjandi gildi. Þar eð þetta verðmætamat gegnsýr- ir vestræna menningu á tuttug- ustu öld leiðir af sjálfu sér að einstaklingur sem elst upp við þessa menningu er taugaveikl- aður. Hinn taugaveiklaði einstakl- ingur á í baráttu við sjálfan sig. Hluti veru háns reynir að yfir- vinna annan hluta. Sjálfið reyn- ir að ná valdi yfir líkamanum; hinn skynsemigæddi hugur að stjórna tilfinningunum; viljinn reynir að yfirvinna óttann og kvíðann. Þó þessi barátta sé að mestu leyti ómeðvituð eyðir hún orku einstaklingsins og rænir hann hugarró. Taugaveiklun er innri árekstur. Taugaveiklun tekur á sig ýmsar myndir en all- ar fela í sér baráttu í einstakl- ingnum milli þess sem hann er og þess sem hann telur sér trú um að hann ætti að vera. Sér- hver taugaveiklaður maður á í þessu stríði. Af hverju skapast slíkur innri árekstur? Hvers vegna er það hlutskipti nútímamannsins að þjást af þessari baráttu? Hvað einstaklinginn varðar skapast taugaveiklunin af heimilisað- stæðum. En heimilisaðstæður skapast af hinum menningar- legu kringumstæðum þar eð fjölskyldan er undirorpin öllum þeim þjóðfélagslegu áhrifum sem hún er hluti af. Við athugun á hlutskipti nútímamannsins verðum við að rannsaka rót árekstranna í menningu hans. Við þekkjum sumar mótsagn- irnar í menningu okkar. Til dæmis prédikum við frið en und- irbúum stríð. Við tölum máli náttúruverndar en nýtum mis- kunnarlaust auðlindir jarðar- innar til efnalegs ábata. Við ját- umst undir markmið máttar og framfara en sækjumst jafn- framt eftir ánægju, hugarró og stöðugleika. Við gerum okkur ekki ljóst að máttur og ánægja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.