Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 3
eru gagnstæð gildi og hið fyrra útilokar oft hið síðara. Máttur leiðir óhjákvæmilega til baráttu fyrir því sem aflað er sem oft etur föður gegn syni og bróður gegn bróður. Það sundrandi afl í samfélaginu. Framfarir valda stöðugu streði til að breyta því gamla í nýtt í þeirri trú að hið nýja sé ávallt betra en hið gamla. Þó það megi til sanns vegar færa í tæknilegu tilliti er það hættuleg trú. Á sama hátt má segja að sonurinn sé alltaf föðurbetrungur og hefðir séu einungis líflaus byrði fortíðar- innar. Til eru menningarsvæði þar sem annað verðmætamat er ríkjandi, þar sem virðing fyrir fortíðinni og hefðum er sterkari en þörfin fyrir breytingar. Á þessum menningarsvæðum eru árekstrar í lágmarki og tauga- veiklun fátíð. Á foreldrum sem merkisber- um menningarinnar hvílir sú skylda að innræta börnum sín- um verðmætamat menningar- innar. Þeir innræta barninu viðhorf og hegðun sem stefna að því að steypa barnið í hið félags- lega og menningarlega mót. Að einu leytinu rís barnið gegn þessum kröfum af því að þær miða að því að temja hvataeðli þess. Það verður að „brjóta það á bak aftur“ til að gera það hluta af kerfinu. Að hinu leyt- inu vill barnið verða við þessum kröfum til að halda ást og dá- læti foreldranna. Niðurstaðan veltur á eðli þessara krafna og á hvaða hátt þær eru fram knún- ar. Með ást og skilningi er mögulegt að kenna barninu siði og venjur menningarinnar án þess að buga það í andanum. Til allrar óhamingju brýtur við- leitnin til að laga barnið að menningunni í flestum tilfellum niður anda barnsins og gerir það taugaveiklað og hrætt við lífið. Hömlur á kynhegðun — og sektarkennd Þungamiðjan í menningarað- löguninni er stjórnun kynferðis- lífsins. Sérhver menning leggur einhverjar hömlur á kynhegðun. Þessar hömlur virðast nauðsyn- legar til að koma í veg fyrir ósamlyndi í samfélaginu. Hjónabandið er heilagt vé jafn- vel í frumstæðustu samfélögum. En árekstrarnir sem rísa vegna slíkra hafta eru utan við per- sónuleikann. í vestrænni menn- ingu hefur það tíðkast að koma inn hjá einstaklingnum sektar- kennd yfir kyntilfinningum og kynhegðun eins og sjálfsfróun sem á engan hátt raskar ró sam- félagsins. Þegar sektarkennd eða skömm tengjast tilfinning- unum er áreksturinn að innan og veldur taugaveiklaðri skap- gerð. Sifjaspell er forboðið í öllum mannfélögum en kynferðistil- finningar barns til foreldris af gagnstæðu kyni eru ámælisverð- ar aðeins í nútíma samfélögum. Álitið. er að slíkar tilfinningar stofni í hættu einkarétti for- eldris til kynmaka gagnaðila. Barnið er álitið keppinautur af foreldri sama kyns. Þó ekki komi til sifjaspella fær barnið sektarkennd yfir þessari mjög svo eðlilegu tilhneigingu. Viö játumst undir markmið máttar og framfara, en sækjumst jafnframt eftir ánægju, hugarró og stöðugleika. Við gerum okkur ekki Ijóst að máttur og ánægja eru gagnstæð gildi og hið fyrra útilokar oft það síðara. Litógrafía eftir Odilon Redon, 1883. Þegar Freud rannsakaði or- sakir tilfinningavandkvæða sjúklinga sinna með sálkönnun, komst hann að raun um að í öll- um tilfellum var um að ræða bernsku og æsku kynferðislíf, sérstaklega kyntilfinningar til foreldris af gagnstæðu kyni. Hann komst einnig að raun um að samtvinnaðar þessum sifja- spellistilfinningum var dauða- ósk til foreldris af sama kyni. í ljósi líkingarinnar við sögnina um Ödipus lýsti hann aðstöðu barnsins sem ödipusskeiði. Hann taldi að ef drengur bældi ekki kyntilfinningar sínar til móður sinnar, myndi hann hljóta sömu örlög og Ödipus; það er drepa föður sinn og gift- ast móður sinni. Könnun leiddi ennfremur í ljós að þessar tilfinningar voru ekki aðeins kæfðar heldur var ödipusarskeiðið sjálft bælt; það er hinn fullorðni hefur ekkert minni um þann þríhyrning sem hann var flæktur í á aldrinum milli þriggja og sex ára. Læknis- fræðileg reynsla mín staðfestir þessar athuganir. Fáir sjúkl- ingar geta munað nokkrar kyn- tilfinningar til foreldris. Freud hélt einnig fram að þessi bæling væri nauðsynleg ef einstakling- urinn ætti að geta lifað eðlilegu kynferðislífi á fullorðinsárum. Hann taldi að bælingin gerði kleift að færa fyrri kynlöngun til foreldris yfir á staðgengil, að öðrum kosti myndi einstakling- urinn hengja sig á foreldrið. Þannig hugði Freud að Ödipus- arduldin væri leyst og barninu væri unnt að þróast gegnum hvíldartímabil til eðlilegra full- orðinsára. Ef bælingin væri ófullnægjandi yrði einstakling- urinn taugaveiklaður. Samkvæmt Freud ber tauga- veikluð skapgerð vitni um óhæfni til að aðlagast menning- araðstæðum. Hann gerði sér grein fyrir að siðmenningin hamlar fullkominni svölun eðl- ishvata einstaklingsins, en hann taldi að þessar hömlur væru nauðsynlegar fyrir þróun menn- ingarinnar. 1 raun og veru var hann þeirrar skoðunar að það væru örlög nútímamannsins að vera óhamingjusamur. Slík ör- lög voru ekki viðfangsefni sál- könnunarinnar, sem takmark- aðist við að hjálpa einstaklingn- um til að starfa viðunandi innan menningarrammans. Tauga- veiklun var talið einkenni (fælni, þráhyggju, þrálæti, þunglyndi, o.s.frv.) sem raskaði þessari starfsemi. Lykill að skilningi á skapgerðinni Wilhelm Reich (Kenning&r Wil- helm Reichs voru kynntar i Lesbók 10. og 17. sept. si.) var á öðru máli. Þó hann væri nemandi Freuds gerði hann sér ljóst að þó van- hæfniseinkenni væru ekki til staðar væri það enginn mæli- kvarði á tilfinningalega heil- brigði. Við meðhöndlun tauga- veiklaðra sjúklinga komst hann að raun um að einkennin stöf- uðu af taugaveiklaðri skapgerð- arbyggingu sem aðeins væri unnt að breyta að fullu með því að breyta skapgerð einstaklings- ins. Reich taldi að það væri ekki um að ræða að starfa viðunandi innan menningarinnar heldur hæfni einstaklingsins til að njóta sín fyllilega í kynlífi og starfi. Slíkur eiginleiki gerði einstaklingnum kleift að upplifa fullkomna ánægju í lífinu? Að því leyti sem þennan eiginleika skorti væri um taugaveiklun að ræða. I starfi sínu lagði Reich aðal- áherslu á kynlíf sem hann leit á sem lykil að skilningi á skap- gerðinni. Sérhver taugaveiklað- ur maður hefur einhverjar trufl- anir á kynferðislegum svörun- um. Honum væri ókleift að gefa sig fullkomlega á vald hinum ósjálfráðu hreyfingum kynfull- nægjunnar. Hann óttaðist hinar yfirþyrmandi tilfinningar sam- svara algjörri kynfullnægingu. Hinn taugaveiklaði var að einhverju leyti vanhæfur hvað kynfullnægingu snerti. Endur- heimti einstaklingurinn þennan hæfileika yrði hann tilfinninga- lega heilbrigður. Hvers kyns taugaveiklunartruflanir myndu hverfa. Jafnframt myndi lausn hans frá taugaveikluninni vara eins lengi og hann héldi getu sinni í kynlífi. Reich gerði sér grein fyrir sambandinu milli óhæfni til kynmaka og Ödipusarduldar- innar. Hann staðhæfði að taugaveiklun ætti rót að rekja til fjölskyldu feðraveldisins þar sem kynlíf væri kúgað. Hann vildi ekki fallast á að maðurinn væri skilyrðislaust dæmdur til ólánlegra örlaga. Hann taldi að það þjóðfélagskerfi er meinaði einstaklingum fulla svölun eðl- ishvatanna væri sjúkt og því yrði að breyta. Á efri árum komst hann samt sem áður að þeirri niðurstöðu að taugaveikl- að fólk gæti ekki umbreytt taugaveikluðu þjóðfélagi. Skoðanir Reichs hafa haft mikil áhrif á mig. Hann var kennari minn milli 1940—1953. Hann var sálkönnuður minn frá 1942 til 1945. Ég gerðist geð- læknir af því að ég taldi að við- horf hans til mannlegra meina bæði fræðilega (skapgerðar- greining) og tæknilega (líforku- lækningar) fælu í sér umtals-. verða framför í meðferð tauga- veiklunar. Skapgerðargreining- in var hið mikla framlag Reichs til sálkönnunarvísinda. Reich taldi að hin taugaveiklaða skap- gerð væri sú uppspretta er hin taugaveikluðu einkenni streymdu frá. Þess vegna taldi hann að til að ná verulegum bata yrði að einbeita sér að skapgerðinni fremur en ein- kennunum. Reich áttaði sig á að taugaveiklun birtist ekki síður í truflunum á líkamsstarfsemi en í andlegri baráttu. Öndun, hreyfingar og hinar ósjálfráðu sælukenndu hreyfingar samfara kynfullnægingu voru greinilega heftar af langvarandi vöðva- spennu í taugaveikluðum manni. Hann kallaði þessa vöðvaspennu vöðvabrynju sem endurspeglaði skapgerðina á líkamlegu sviði. Hann fullyrti að líkamsburður samsvaraði andlegu viðhorfi. Starf Reichs er sá grunnur sem ég hef byggt á lífefli sem færir út hugmyndir Reichs í nokkrum mikilvægum atriðum. í fyrsta lagi gerir lífefli mögulegan kerfisbundinn skiln- ing á skapgerðarbyggingu, bæði á andlegu og líkamlegu sviði. Þessi skilningur gerir kleift að lesa skapgerð einstaklingsins og tilfinningaleg vandamál af lík- amstjáningu. Það gerir einnig mögulegt að gera sér lífssögu eins.taklingsins í hugarlund því lífsreynsla hans er skráð í lík- amann. Þær upplýsingar sem túlkun líkamlegrar tjáningar veitir eru felldar inn í sálkönn- un. í öðru lagi veitir lífefli með hugtakinu jarðtenging dýpri skilning á því hvernig orku- streymi líkamans hefur áhrif á persónuleikann. Jarðtenging vísar til hins orkulega sam- bands milli fóta einstaklingsins og jarðarinnar. Það gefur til kynna magn þeirrar orku sem streymir um neðri hluta líkam- ans. Það vísar til sambands ein- staklingsins við þá jörð sem hann stendur á. Hefur hann góða tengingu eða hangir hann í lausu lofti? Er hann stöðugur? Hvernig stendur hann? Tilfinn- ing fyrir öryggi og sjálfstæði er í nánum tengslum við hvernig hann ber sig til fótanna. Þessi tilfinning hefur mikil áhrif á kynferðislífið. í þriðja lagi hefur lífefli upp á að bjóða líkamlegar æfingar er hjálpa sjúklingum til að styrkja líkamsburð sinn, auka þrótt sinn, dýpka sjálfsskynjun sína og bæta sjálfstjáninguna. í líf- efli fara saman líkamsæfingar og sálkönnun og hún fæst því við tilfinningaleg vandamál á jafnt líkamlegu sem sálrænu sviði. Barátta einstaklings- ins við örlög sín í yfir þrjátíu ár hef ég starfað sem læknir og reynt að hjálpa sjúklingum til að öðlast gleði og hamingju í einhverjum mæli. I þessu starfi hefur reynst nauð- synlegt að öðlast skilning á taugaveiklaðri skapgerð nútím- ans á bæði einstaklingslegu og menningarlegu sviði. Ég legg áherslu á einstaklinginn í bar- áttu hans til að greina tilgang og finna ánægju í lífi sínu; með öðrum orðum baráttu hans gegn örlögum sínum. Bakgrunnur þessarar baráttu er eftir sem áður hinar menningarlegu kringumstæður. Án þekkingar á hinúm menningarlegu áhrifum fáum við ekki áttað okkur á þessu vandamáli. Sú menningarframvinda er skapaði nútímasamfélag og nú- tímamanninn var þróun sjálfs- ins. Þessi þróun var samfara öflun þekkingar og yfirráða yfir náttúrunni. Maðurinn er hluti náttúrunnar eins og hver önnur skepna, en hefur jafnframt haf- ið sig yfir náttúruna og náð valdi yfir henni. Hann gerir hið sama við sitt eigið eðli; sjálfið snýst gegn líkamanum, eðlis- Framhald á bls. IG 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.