Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1983, Blaðsíða 7
Það sem eftir stendur af hinni frægu höll Minosar konungs í Knossos á eyjunni Krít, sem reist var á 18.—16. öld f.Kr. en þar blómstraði fyrsta Evrópumenningin með merkilegri byggingarlist. sig fastmótað svipmót og voru taldir eiga heima á ólymps- fjalli, og Porn-Grikkir fóru þá að reisa þeim stórar höggmynd- ir. Menningu Forn-Grikkja er yf- irleitt skipt í tvennt. Nær fyrra menningartímabilið yfir árin um 3000—1200 f.Kr., og nefnist Akkeamenning, og er einnig oft kennt við eyjuna Krít, en hið síðara er talið ná frá um 800 f.Kr. fram til ársins 31 f.Kr. Inn á milli þessara menningarskeiða er myrköld, sem hulin er mikilli óvissu, og er ákaflega lítið vitað um sögu landsmanna á þessu skeiði. Akkeamenningin dafnaði einkum úti á eyjum Ægishafs, en íbúar meginlands Grikklands urðu á þessu tímabili fyrir tíð- um árásum hirðingjaþjóða úr norðri. Þarna átti sér stað mikil blöndun íbúanna, og þróaðist byggðin smám saman í víggirt borgríki, sem reyndu að verjast frekari innrásum. Menningar- ríkið á Krít byggðist hins vegar fyrst og fremst upp á siglingum og verzlun. Myndaðist þar einn- ig þróaður handverksiðnaður, og voru leirker frá Krít mjög glæsileg og eftirsótt af auð- mönnum víðs vegar um heim. Menning Krítverja er talin hefj- ast um 3000 f.Kr. við það að þjóðflokkar frá Litlu-Asíu flutt- ust til eyjarinnar og blönduðust frumbyggjunum. Breiddist menningin fljótlega til nálægra eyja og til meginlands Grikk- lands, og er hún talin hafa bor- izt þangað um 2500 f.Kr. Á meg- inlandinu beið Akkeamenningin mikinn hnekki um 2000 f.Kr., vegna innrása villiþjóða norðan af Balkanskaga. Krít var mið- punktur menningarinnar og varð hún einnig fljótlega mið- stöð siglinga á Miðjarðarhafi. Er talið að Krítverjar hafi upp- haflega lært hafskipagerð 1 Býblos á Sýrlandsströnd. Stjórnaði konungur Krítverja verzlunarveldi þeirra, og safn- aðist gífurlegur auður til höfuð- borgarinnar, Knossos, á miðri norðurströnd eyjarinnar. Steinhleðslur og trégrind Byggingarlist Akkemana var undir sterkum áhrifum frá lönd- um Litlu-Asíu. Voru byggingar þeirra reistar úr hlöðnum steini, annaðhvort höggnum eða ótil- höggnum, sem náði upp í u.þ.b. 1 m hæð, en þar ofan við voru veggirnir úr þungri, tvöfaldri trégrind. Var fyllt upp á milli trépóstanna með sólþurrkuðum múrsteini eða ótilhöggnu grjóti. Veggirnir voru síðan þaktir gipshúð að utanverðu, og var hún annaðhvort kalkþvegin eða máluð. Nóg var um gips á Krít, og var það einnig notað í gólf húsa, og var áferð þeirra hörð og slétt. Múrhleðsla var á talsvert háu stigi. Voru steinarnir ekki bundnir saman með múrblöndu, en hins vegar var leir stundum notaður í þeim tilgangi. Það tíðkaðist að nota falska stein- boga í vegghleðslum, og þróuð- ust þeir smám saman í þríhyrn- ingslögun. Þríhyrningslagaðir steinbitar voru síðar notaðir í hleðslunni fyrir ofan dyra- og gluggaop. Ferningslagaðar steinsúlur voru algengar til að halda uppi yfirhengdu þaki. Voru þök húsa á eyjunum alltaf flöt eins og í Litlu-Ásíu. íbúðum var oft raðað saman og hverri ofan á aðra, og þekktust þarna allt að fjögurra hæða byggingar. Var þeim skipað umhverfis inni- garð, svo að birta kæmist að a.m.k. tveim hliðum íbúðanna. Herstyrkur Krítverja á sjó var slíkur, að ástæðulaust var talið að víggirða borgir eyjanna, gagnstætt því, sem átti sér stað á meginlandi Grikklands. Þar var byggingum jafnan valinn þannig staður, að þær risu hátt og að auðvelt væri að víggirða þær. Húsagerð var þar einnig með norðlægari svip en á eyjun- um. Var nokkurt ris haft á þök- um húsanna, sem voru nærri undantekningarlaust á einni hæð. Dæmigert íbúðarhús, meg- aron, var oft mjög langt og mjótt. Stundum var það óskipt, en oftast voru í því nokkrar vist- arverur. Var anddyri þá fremst, síðan stofa og aftast voru svefnherbergi. Akkeamenningin stóð hæst á meginlandinu á árunum 1600—1400 f.Kr., en sligaðist siðan aftur vegna innrása Dóra, sem gengu endanlega af henni dauðri rétt eftir aldamótin 1200 f.Kr. Akkemanar flúðu þá til Litlu-Asíu og stofnsettu þar önnur borgríki. Kallast þessir menn Jónar. Dórar, sem stóðu upphaflega á mun lægra menn- ingarstigi, lærðu fljótlega sigl- ingarlistina og stofnuðu síðar nýlendur við vestanvert Mið- jarðarhaf, einkum á Suður- Ítalíu og Sikiley. Myrku aldirnar, sem í hönd fóru, þegar sjóveldi Akkemana leið undir lok um 1200 f.Kr., hafa þó alls ekki verið alveg menningarsnauðar, og voru þá t.d. Hómerskviður ortar. Virðist sem ný þjóðfélagsskipan hafi mótazt þarna hægt og sígandi. Fjalllendi Grikklands stuðlaði að einangrun ýmissa héraða, og urðu miklar deilur og metnaður á milli nágrannabyggðarlaga. Ný menning rís á rústum hinnar fornu Upp úr aldamótunum 800 f.Kr. hófu grísk borgríki miklar siglingar til stranda Miðjarðar- og Svartahafs, og eru ástæðurn- ar einkum taldar þrengsl heima fyrir og stjórnmáladeilur íbú- anna. Stofnuðu Forn-Grikkir fjölda strandnýlendna, en tengsl þeirra við móðurlandið voru veik, og kröfðust voldugir kaup- menn mikilla pólitískra valda í krafti auðs síns. Tímabilið 800—500 f.Kr. er oft kallað ný- lenduöld Forn-Grikkja. Á þess- um öldum varð Grikkland stór- veldi á ný, og reis þá ný menn- ing upp af rústum Akkeamenn- ingarinnar. Grísku borgríkin voru mjög sjálfstæð í öllum sín- um málum, en sameiginleg menning, tunga, trúarbrögð og svo Ólympíuleikarnir tengdu þau saman og veittu íbúunum einhvers konar þjóðerniskennd. Siglingar og verzlun við fjarlæg lönd breyttu mjög atvinnuhátt- um. Voru nú afurðir keyptar þar sem þær fengust á hagstæðustu verði og voru þær síðan fluttar langar leiðir á skipum. Þannig borgaði það sig ekki lengur að stunda ákveðnar tegundir land- búnaðar, og bændur, sem áður höfðu verið burðarás þjóðfélags- ins, flosnuðu upp í stórum stíl og gerðust öreigalýður í borg- ríkjunum. Siglingar efldu hins vegar alls kyns viðskipti og jókst framleiðni í iðnaði. Grísku borgirnar urðu mjög háðar er- lendum mörkuðum, og gat það komið sér illa í ófriði, þegar siglingaleiðir lokuðust. Áttu Grikkir lengstum í harðri við- skiptasamkeppni við Fönikíu- menn um yfirráðin á Miðjarð- arhafi. Litu Fönikíumenn þó ekki á sig sem þjóð, heldur voru þeir miklir alþjóðasinnar, sem létu eigin viðskiptahagsmuni ganga framar öllu öðru. Byggt úr steini og marmara á gullöldinni Smám saman urðu tvö borg- ríki öflugust á meginlandi Grikklands. Byggðist landveldi Spörtu upp á fornu höfðingja- valdi og ströngum heraga, en Aþena byggði tilveru sína á sjó- veldi, og þar tók lýðurinn völdin í sinar hendur og kaus sér sjálf- ur forystumenn. Þessi tvö ríki, sem byggðu á jafnólíkri undir- stöðu, áttu stöðugt í hatrammri hugsjónabaráttu. Hjá flestum öðrum borgríkjum var lýðræði, en þó hrifsuðu einstaka höfð- ingjar eða ættir stundum völdin til sín um lengri eða skemmri tíma. Þar, sem ekki var um ákveðna þjóðhöfðingja að ræða í Grikklandi, heyrðu byggingar halla til algerra undantekninga. Jónarnir í Litlu-Asíu lentu í miklum deilum við Persakeis- ara, og enduðu þær í ófriði á árunum 499—493 f.Kr., og lutu Jónarnir í lægra haldi. Persar gerðu síðan innrásir í megin- land Grikklands, en biðu ósigur við Maraþon (490 f.Kr.) og tíu árum síðar við Salamis og Platæu. Juku þessir óvæntu sigrar mjög við þjóðarstolt landsmanna og sameinuðu að vissu marki hin ólíku borgríki. Gullöld Forn-Grikkja er talin standa á tímabilinu 500—336 f.Kr., en það ár lagði Alexander mikli landið undir sig. Á fyrstu 50 árunum eftir lokasigur Grikkja á Persum voru langflest markverðustu hof þeirra reist. Veldi Aþenu reis hæst á stjórn- arárum stjórnmálaskörungsins Períklesar 444—429 f.Kr., en Spartverjar náðu sér mun seinna á skrið, og fylltust þeir öfund í garð Aþeninga. Parþen- onhofið á Akrópólíshæð í Aþenu var reist á árunum 447—332 f.Kr. og var helgað gyðjunni Pallas Aþenu. Arkitektar voru Iktínos og Kallikrates, en myndhöggvarinn Fídías sá um höggmyndaskreytingar. Er Par- þenonhofið talið vera ein full- komnasta bygging fornaldar og hefur haft mikil áhrif á bygg- ingarlist síðari tíma. Pelopsskagastríðin voru háð á árunum 431—404 f.Kr., og stóðu Spartverjar loks uppi sem sigur- vegarar. Hins vegar fengu þeir fljótlega flest önnur borgríki upp á móti sér, og lenti forystu- hlutverkið eftir skamman tíma hjá Þebu og loks hjá Makedóníu. Niðurlag í næsta blaði. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.