Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 15
Hér segir áfram af Flóabardaga — menn taka að þreytast á höggorrustunni, það losnar um bardagann og menn hlaupa mjög á milli skipanna, en kasta í andstæðingana hverju sem tiltækt var unz hinir gætnari menn í liði Þórðar sjá þann kost vænstan að snúa frá og róa til lands. Hleypur Þórður þá fyrstur allra manna fram í stafn á Ógnarbrandinum og hefur skjöld yfir höfði sér, en sverð í annarri hendi. Fylgja þeir honum þá alldjarflega, og verður nú hið snarpasta él og verða nú hvorirtveggja sárir. Ógnarbrandinum fyrir aö leggja frá, áður en hann gaf um það skipun. Hvorttveggja var, að hann hefur sannfærzt um að mikill leki var kominn að skip- inu en þó hefur meiru ráðið, þegar bardagamóðurinn rann af honum, að hann hefur séð, að ekki myndi seinna vænna að fara að leita lands. Hann varð að ná landi áður en Kolbeini gæfi byr til að elta hann og fylgja á hæla honum. Eini möguleiki Þórðar og manna hans var að ná landi svo löngu á undan Kolbeini, að Þórður hefði svigrúm til að komast til fjalla með lið sitt, því að liðsmunur var alltof mikill til þess, að hann gæti veitt Kol- beini nokkra mótstöðu í land- orustu. Það kom fram, að sú var ráðagerð hans að flýja á fjöll. Þótt Ingjaldur virðist telja í kvæði sínu, að það hafi verið móti vilja Þórðar að Ógnar- brandur lagði frá, þá er alls ekki víst að svo hafi verið, og það kemur reyndar hvergi fram eftir að hann hafði séð austurinn. Þórður varð að nota lognið til að komast undan en hafgola gat runnið á þegar leið á daginn. Þá getur og verið, að Ingjaldur eigi fremur við þá sem fyrstir flúðu, en skipstjórnarmennina á Ógnarbrandinum. Þórður all hugsjúkur „En er snúið var skipinu Þórð- ar, kallaði hann til Hrafns Oddssonar og biður hann fá sér menn nokkura. Hrafn sagði, að þeir þóttust hvergi of margir. En þó hljóp Hrafn þá á skipið til Þórðar, og hlupu fjórir menn eftir honum. Héldu þeir þá til lands inn og svo hver sem búinn var. Var þá umræða mikil á skipi Þórðar, hversu langur bardag- inn hafði verið. Kom það ásamt með þeim, að þá myndi sól vera nær miðju landsuöri. En þá var lágur veggur undir sólina er þeir fundust. Var þá Þórður allhugsjúkur, því að þeir söknuðu fyrir víst skips Sanda-Bárðar og svo Tré- kyllisins, er Bjarni Brandsson stýrði. Hugðu menn, að því myndi Kolbeinn ekki reka flótt- ann, að hann hefði þessi skip á valdi sínu. Þeir Bárður höfðu látið ár- arnar allar nema fjórar einar. Lagði þá Bjarni að þeim og tók af þeim nær þrjá tigu manna, en fékk þeim árar, svo að þeir voru vel færir. Réru þá undan allir samt. Kolbeinsmenn réru eftir þeim á tveimur skipum litlum og þorðu eigi á þá að ráða, er þeir komu eftir, og sneru aftur til flotans. Lágu þeir Kolbeinn þar í hafinu og biðu hafgolu, því að ferjurnar voru þungar í róðri. Framhald síðar. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.