Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 2
Komnir af Keltum ekki síður en norskum skerkóngum Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur rann- sakar keltnesk menningaráhrif á íslandi og telur að hugsanlega hafi búið tveir menningarhópar á íslandi fyrir kristnitöku: Annars vegar keltnesk- ur og/ eða kristinn hópur, — hins vegar nor- rænn, heiðinn hópur Flest okkar drukku í sig þann skilning forfeðr- anna með móðurmjólkinni og barnaskólastaglinu að við íslendingar værum afkomendur hreinrækt- aðra víkinga; að í merg okkar sætu erfðalyklar úr sæði norrænna smákonunga með frelsishugsjón fyrir brjósti og af þeirri hreysti að þeir froðufelldu í tíma og ótíma, bitu í skjaldarrendur og vógu mann og annan fyrir árbít. En Þorvaldur Friðriks- son fornleifafræðingur er öldungis á annarri skoð- un. Hann færir rök fyrir því að fyrir árið 1000 hafi líklega búið í landinu tveir ólíkir menningarhópar, annarsvegar keltneskir og/eða kristnir menn og hinsvegar þeir sem voru norrænir og heiðnir og fleiri sögur fara af. Allt frá miðöldum hafa fslend ingar fjallað um uppruna sinn. Landnáma og íslendingabók voru fyrstu bækurnar sem fjöll- uðu um uppruna fólksins í land- inu, og var frásögn þeirra lengi vel trúað bókstaflega — að mik- ill meirihluti innflytjenda hefði komið hingað frá Noregi, en mun færri hefðu verið sænskir, danskir eða keltneskir. í seinni tíð hefur þó verið dregið í efa að Landnáma hefði það sagnfræði- lega gildi sem lengi var haldið, og telur t.d. Sveinbjörn Rafns- son prófessor að Landnáma hafi verið skrifuð til að sanna eign- arrétt vissra ætta á landi, og er það varla til að auka trú manna á sannfræði hennar, ef rétt reynist. Dr. Kristján Eldjárn forseti skrifaði eitt grundvallarritanna í íslenskri fornleifafræði, Kuml og haugfé, afar merka bók, og kemst hann þar að þeirri niður- stöðu að kuml á fslandi komi heim og saman við lýsingar Landnámu og að heiðnum gröf- um hér á landi svipi mjög til heiðinna grafa frá víkingatíma- bilinu, sem fundist hafa í Noregi Texti: Guðbrandur Gíslason. og ekki eru grafir efnamanna. Nú hafa fundist tiltölulega margir gripir hérlendis sem benda ótvírætt til írskra, keltn- eskra, sænskra og baltneskra menningaráhrifa. Skýrir dr. Kristján þetta með skírskotun til verslunarsambanda, sem íbú- ar landsins hafi haft við þessi svæði. Kann sú skýring vart að vera einhlít, eins og ég drep á síðar. Norskur fræðimaður að nafni Haakon Shetelig hefur bent á að á íslandi hafi ekki fundist brunakuml og sé það vísbending um kristin áhrif frá írlandi og Skotlandi. Rétt er að geta einnig kenn- inga Barða Guðmundssonar en hann telur rætur íslenskrar menningar að finna í austri, en hér hafa fundist margir sænsk- baltneskir munir, langtum fleiri en t.d. í Noregi. Virðist því ým- islegt benda til þess að Norð- menn hafi ekki verið einir um hituna hér fyrir kristnitöku árið 1000. 60 svarbréf um borghlaðin hús Árin 1974—76 gerði ég könn- un á borghlöðnum húsum hér á landi, en sú gerð húsa er enn til á íslandi og af mörgum talin keltnesk að uppruna og hingað 3*ÉI m ¥ msam ... Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur er þrítugur að aldri, Reykvík- ingur. Hann lauk stúdentsprófí frá MR 1972, stundaði síðan nám við Háskóla ísiands í sögu og bókmenntum, en hélt til Stokkhólms 1979 til að leggja stund á fornleifafræði. Ári síðar flutti hann sig um set og fór til Gautaborgar og lauk fil.cand.-prófi í fornleifafræði frá háskólanum þar. Hann vinnur nú að verkefni til doktorsprófs í fornleifafræði frá Gauta- borgarháskóla. Kona Þorvalds er Elísabet Brekkan leikhúsfræðingur, og eiga þau hjón tvö börn. komin frá Bretlandseyjum en ekki Skandinavíu. Hús af þess- ari gerð voru til ýmissa nota, en einna þekktust eru þau sem fjárborgir, fiskbyrgi, hestaborg- ir og einnig eldhús. Ég skrifaði eitt hundrað heimildamönnum um landið allt, fróðustu mönnum í hverri sveit, og leitaði eftir vitneskju um borghlaðin hús þ.á m. til að öðlast vitneskju um dreifingu þeirra um landið. Ég fékk um sextíu svarbréf, mörg þeirra mjög merk, og liggja þau til grundvallar rannsókn minni á útbreiðslu borghlaðinna húsa á landinu. Kemur í ljós, að hús af þessu tagi eru algengust á þeim svæðum á landinu, þar sem talið er að keltneskra áhrifa gæti mest. Eins og fram kemur í áður- nefndri bók dr. Kristjáns Eld- járn eru fundarstaðir heiðinna kumla um 300 hér á landi, og 1 fe —11 J Borghlaðiö fískbyrgi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Fiskbyrgin á Gufuskál- um eru á annað hundrað talsins. Óvíst er hversu gömul þau eru, en Hörður Ágústsson telur þau vera frá miðöldum er skreiðarútflutningur frá íslandi hófst fyrir alvöru. Keltneskur hríngprjónn frá vfkingaöld, fundinn á Laxnesi í Mosfellssveit. Prjónhöfuðið er skreytt á sérstakan hátt sem einkennir keltneskan myndstfl. vekur dreifing þeirra um landið athygli. Þau er aðallega að finna á Mið-Suðurlandi, Rangárvalla- sýslu, og Mið-Norðurlandi, Eyjafjarðarsýslu, og á Fljóts- dalshéraði. Én á öllu Vestur- landi eru aðeins um 12 fundar- staðir kumla. Dr. Kristján skýr- ir þetta á þann hátt að upp- blæstri og vegagerð hafi verið öðruvísi háttað á þessu svæði. Björn Þorsteinsson prófessor fjallar um þetta atriði í riti sínu Island og Norðurlandasaga og tel- ur hann að aðrir grafsiðir hafi tíðkast þar sem engin heiðin kuml er að finna, og liggi hinir dauðu þar í kirkjugörðum að kristnum sið. Hermann Pálsson hefur rann- sakað keltnesk örnefni á íslandi, og eru þau algengust á svæðum þar sem heiðin kuml eru hverf- andi fá: á Vesturlandi, enda skýrir Landnáma frá landnámi keltnesk/kristinna manna á þeim slóðum svo og landnámi skoskra manna frá Suðureyjum. Yfir 70 bæjarnöfn eru til á land- inu sem nefna kirkju eða kross, og langflest á Vesturlandi og Vestfjörðum, en nokkur í fjörð- um á Austurlandi. Það bendir mjög til kristni í landinu fyrir kristnitöku að á Vesturlandi og Vestfjörðum eru 26 kirkjuból sem eru 20—30 hundruð að stærð, en jarðir af þeirri stærð voru yfirleitt byggðar fyrir árið 1000. Á Austur- og Norðurlandi finnast hins vegar engin kirkju- bólsörnefni frá þessum tíma. Keltnesk örnefni flest á Vesturlandi Keltnesk örnefni, sem bera nafn landa, þjóða og manna, eru langflest á Vesturlandi, og eru þau elstu frá landnámstíð, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.