Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 5
eftir Harald Helgason Assýríutímabilinu, líklegast vegna skorts á góðum steini. Einkenni byggingarlistar Mesó- pótamíumanna er hálftunnu- laga múrsteinshvelfing, svoköll- uð valarhvelfing. Múrsteins- veggirnir voru þykkir og her- bergi þröng. Voru loftin yfir þeim yfirleitt valarhvelfingar, en einnig komu fyrir hringhvelf ingar. Yfirborð þaka var flatt, nema þar sem hringhvelfingar voru látnar ganga upp úr þaki. Turnar og veggsúlur voru al- mennt utan á útveggjum, til þess að brjóta upp stóra vegg- fleti og gæða þá lífi. Konungar hinna ýmsu ríkja Mesópótamíu voru ekki taldir guðlegir, heldur nokkurs konar fulltrúar guð- anna á jörðunni, sem höfðu náið samband við þá. Helztu bygg- ingar voru musteri, konungs- hallir og víggirtir borgarveggir. Voru byggingarnar gerðar bæði með tilliti til ytra og innra út- lits. Musteri og hallir voru jafn- an reist á palli úr grófgerðum múrsteini og fór hæð pallsins eftir mikilvægi byggingarinnar. Mikilvægustu hofin voru nokk- urs konar stallapýramídar, „ziggúratar“. Þetta voru þó ekki grafhýsi, eins og egypzku pýra- midarnir. Elzti ziggúratinn, sem vitað er um, var reistur um 3500—3000 f.É”. Var sá aðeins á einni hæð. Fáeinum öldum síðar urðu nokkurra hæða musteris- byggingar algengar, og náðu þær hæstu sjö hæðum. Var hver hæð skreytt breiðum veggsúl- um. Musterin voru réttir fer- hyrningar í grunnfleti með inn- gangi á annarri langhliðinni, upp miklar tröppur eða ská- brautir, sem lágu upp á efri hæðirnar. Öðrum byggingum en ziggúrötum og konungshöllum var komið fyrir umhverfis torg af ýmsum stærðum og gerðum, og voru þær jafnan úr múrstein um, þegar fram liðu stundir. Fyrsta milljónaborgin á jöröinni Babýlonsborg var stofnuð nokkru eftir fall Ný-Súmerarík- isins árið 2015 f.Kr.. Skömmu áður hafði komið fram herveldi Assýríumanna. Voru þeir þá nýsiðuð villiþjóð, sem tekið hafði bólfestu í norðurhluta Mesópótamíu. Babýlon var í suðurhlutanum, þar sem land- brúin er hvað mjóst milli Eufrat og Tígris, og var því hernaðar- legt mikilvægi hennar mikið. Babýlonsríki og Assýríuríki sömdu snemma um gagnkvæm- an frið sín á milli, en oftast voru samskiptin kuldaleg á milli þeirra. Árið 1793 f.Kr. komst Hammúrabí til valda í Babýlon og vann lokasigur yfir óvina- þjóðum Babýlonsríkis með töku Assúr árið 1759 f.Kr. Var Mard- úk þá gerður að höfuðguð alls ríkisins, og fræg stytta af hon- um reist í Babýlon. Var borgin orðin geysilega stór undir lok valdatíma Hammúrabís um 1750 f.Kr., og er talið, að hún hafi verið fyrsta milljónaborgin á jörðinni. Eftir þetta hnignaði henni fljótlega, og féll hún nokkrum sinnum í hendur óvin- um sínum á næstu öldum. Bab- ýlon hélt þó ávallt virðingu sinni og mikilvægi, og var hún höfuð- vígi merkrar menningar í Mesó- pótamíu. Á fyrra Babýlonstíma- bilinu náði byggingarlist lands- manna hámarki í trúarlegum byggingum. Múrsteinninn hefur hins vegar veðrazt ákaflega ill- a.j. Meira að segja á þessum tímum þurfti oft að endurnýja bygg- ingar, og breyttist útlit þeirra þá jafnframt. Er því oft erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir upprunalegu útliti þeirra. Ýmsir sigurvegarar villiþjóðanna fóru auk þess illa með mikil menn- ingarverðmæti, og lögðu þeir stundum heilu borgirnar í rúst í hefndarskyni. Mun minna var lagt í byggingu konungshalla en mustera í Babýlon, og notuðu Babýlonsmenn yfirleitt mjög lít- ið skraut í veraldlegum bygging- um sínum. Yfir öllum dyraopum var jafnan tvöfaldur, hálf- hringlaga múrsteinsbogi úr brenndum múrsteinum með glerhúð. Á stöku stað voru not- aðir oddbogar, einkum á vatn- sveitumannvirkjum. Gluggar voru víðast fágætir í bygging- um. Þeir voru rétthyrndir, og var þeim jafnan komið fyrir hátt á veggjum. Oftast nægðu þó háar dyr sem birtugjafi og var aukin loftræsting fengin með leirrörum, sem látin voru ganga upp í gegnum þakið. Babýlon lögð í rúst Assýríumenn gersigruðu Bab- ýlonsríki árið 1231 f.Kr. og unnu Lágmynd frá Khorsabad f Assiríu (722—705 f.Kr.) Sporbaugsmusterið í Khafaje frá 3. öld f.Kr. fjöllunum norður af Mesópóta- míu, og voru þeir því snemma búnir góðum vopnum. Ennfrem- ur lærðu þeir snemma reið- mennsku á hestum og úlföldum og um aldamótin 1100 f.Kr. var Assýría orðin mesta herveldi heims. Assýríumönnum tókst þó aldrei að yfirvinna andlegt áhrifavald Babýlonar. Voru þeir of fámennir til þess að halda hinu víðfeðma yfirráðasvæði sínu saman, og beittu þeir því herleiðingu heilla þjóða til að veikja andstöðuna innan ríkis- ins. Assúr lá illa til varna, og var stjórnaraðsetrið flutt nokkrum sinnum til, þar til Nín- eve var gerð að höfuðborg um 700 f.Kr. Assýringar lögðu Bab- ýlon gersamlega í rúst árið 695 f.Kr., og fylgdu miklar trúar- deilur í kjölfarið um gjörvalla Mesópótamíu, en hafizt var bráðlega handa á ný við upp- byggingu borgarinnar. Assýríu- menn fóru í herferðir til Eg>rptalands árið 671 f.Kr., en skammt var í hrunið, og árið 609 f.Kr. var Níneve algerlega lögð í rúst af sambandi ýmissa undir- okaðra hirðingjaþjóða. Assýríu- menn hugðu lítt að trúmálum og byggðu tiltölulega fá musteri. Hins vegar lögðu þeir mikið í smíði konungshalla. Vegna nálægðarinnar við fjöllin í norðri, áttu þeir auðgengt í góð- ar steinnámur, og þegar ríki þeirra var sem sterkast, reistu þeir byggingar sínar á steinsúl- um. Eru þarna hugsanleg áhrif frá Egyptalandi. Helztu ein- kenni byggingarlistar Assýríu- manna eru hins vegar miklar lágmyndir úr steini eða ala- Myndskreyttir múrsteinar frá tJr í Suöur-Mesópótamíu um 1450 f.Kr. Hugmyndir aö musteri Salómons í Jerúsalem (um 950 f.Kr.) þeir mikil skemmdarverk á Bab- ýlon. Skömmu síðar áttu bæði ríkin í vök að verjast gegn ýms- um villiþjóðum. Assýríumenn voru enn þá nokkurs konar fjallabúar, og voru borgir þeirra smáar og dreifðar. Áð ýmsu leyti voru Assýríumenn frum- stæðir og sundurleitir, en sam- einaðir af kraftmiklum stjórn- málaskörungum, reyndust þeir hin mesta baráttuþjóð. Þeir höfðu aðgang að járnnámum í Babýionsborg í tíö Nebúkad- nesar II Hugsanlegt útlit. (JgflJUIíX frftirtioó''" iHimii! tttmmi 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.